Dagur - 21.11.1998, Qupperneq 8

Dagur - 21.11.1998, Qupperneq 8
P _ b. ii p r >! i n Iítti «\ tt vniii miíi t . VIII -LAUGARDAGUR 21. NÓVEMEER 1998 Andlát Anna Pétursdóttir Espilundi 5, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, föstudaginn 13. nóv. Amór Sigurðsson frá Sauðárkróki, Fögrubrekku 16. Kópavogi, lést laugardaginn 14. nóvember í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ásdís Pálsdóttir Sléttahrauni 19, Hafnarfirði, lést laugardaginn 14. nóv. Ásiaug Stefanfa Gísladóttir Hólmgarði 51, Reykjavík, sein- ast til heimilis á hjúkrunar- heimilinu við Skógarbæ, (Heið- arbæ), Reykjavík, lést mánudag- inn 9. nóvember. Bendt Bendtsen lést á Droplaugarstöðum 4. þessa mánaðar. Berta Sigríður Stefánsdóttir frá Hóli, Stöðvarfirði, Iést á Sól- heimum, Grímsnesi, föstudag- inn 13. nóvember. Einar Helgason Bókbandsmeistari, hjúkrunar- heimilinu Eir, lést þriðjudaginn 17. nóvember. Eyjólfur Þorvarðarson sjómaður frá Bakka, Kjalarnesi, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 13. nóvember. Guðný Nikulásdóttir lést á heimili sínu, Keldulandi 3, laugardaginn 14. nóvember. Hólmfríður Sigfinnsdóttir frá Borgarfirði eystra, Hraun- teigi 21, Reykjavík, lést á heim- ili sínu miðvikudaginn 18. nóv. Hulda Magnúsdóttir fædd í Ólafshúsum, Vest- mannaeyjum, Rauðarárstíg 30, Reykjavík, lést föstudaginn 6. nóvember. Ingólfur Guðjónsson frá Oddsstöðum lést f Flraun- búðum í Vestmannaeyjum mánudaginn 16. nóvember. Jófiríður Gróa Sigurlaug Jóns- dóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Snorrabraut 81, iést á Landspítalanum föstudaginn 13. nóvember. Jón A. Gíslason frá Brekkuborg í Breiðdal, Vest- urgötu 17A, Reykjavík, lést mánudaginn 16. nóvember. Jónas Gíslason vígslubiskup, Lækjarsmára 2, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Jónas Sigurðsson frá Hailsbæ, Hellissandi, lést á Landspftalanum miðvikudaginn 18. nóvember. Karitas Ósk Kristbjörnsdóttir lést fimmtud. 15. október sl. Karólfna Stefánsdóttir Bergþórugötu 6b, Reykjavík, Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 17. nóvember. Margrét Þorsteinsdóttir Snorrabraut 56, Iést á Landspít- alanum föstudaginn 13. nóv. Marín Hafsteinsdóttir lést á barnadeild Landspítalans þriðjudaginn 17. nóv. Ólafur Eldjárn lést á Landspítalanum föstu- daginn 13. nóvember. Rósa Kristjánsdóttir Sunnuvegi 19, Reykjavík, er lát- in. Rúnar Bárður Ólafsson Hólmgarði 2b, Keflavík, lést af slysförum laugardaginn 14. nóvember. Teresia Horvath Möðrufelli 1 5, síðast til heimil- is á hjúkrunarheimilinu Skjóli, lést föstudaginn 30. október. Vigfús Sigurðsson Sogavegi 34, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 13. nóvember. Þórður Guðjohnsen lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Þórir Sigurðsson Efstasundi 50, lést laugardag- inn 7. nóvember. Kirkjustarf á lands- byqgðinni______________ Sunnudagur 22. nóvember Glerárkikja Sunnudagurinn 22. nóvember. Barnasam- vera og guðsþjónusta kl. 11, foreldrar kvatt- ir til að mæta með börnum sínum. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20.00. Mánudaginn 23. nóv. biblíulesur og bænastund kl. 20 og náttsöngur kl. 21. Akureyrarkirkja Sunnudaginn 22. nóv. er Sunnudagaskóli kl. 11 í Safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17. Æðru- leysismessa kl. 20.30. Mánudagur 23. nóv. kl. 20.30 biblíulestur í Safnaðarheimilinu. KFUM og KFUK, Sunnuhlíð, Ak. Sunnudaginn 22. nóv. bænastund kl. 17. Mánud. 23. nóv. fundur í yngri deild KFUMK kl. 17.30 fyrir 8-12 ára. Hjálpræðisherinn á Akureyri Föstudagur flóamarkaðaur kl. 10-17. Sunnudagur 22. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 17. Unglingasam- koma kl. 20. Mánudaginn 23. nóv kl. 15 heimilasamband. Eyrarbakkakirkja Sunnudaginn 22. nóv. barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Möðruvallarkirkja Sunnudaginn 22. nóv. sunnudagaskóli kl. 11. Ath. rútuferðir. Grenivíkurkirkja Kirkjuskóli laugardaginn 21. nóv. kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund mánudaginn 23. nóv. kl. 21 (ath. breytta dags.). Húsavíkurkirkja Sunnudaginn 22. nóv. sunnudagaskóli kl. 11. Biblíulestur í Kirkjubæ fimmtudags- kvöldið 26. nóv. kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan á Akureyri Sunnudaginn 22. nóv. sunnudagaskóli kl. 11.30. Samkoma kl. 16.30. Kirkjustarf á höfuð- borgarsvæðinu___________________ Fella- og Hólakirkja Opið hús fyrir unglinga í dag laugardag kl. 21. Neskirkja Biblíulestur kl. 10.30 í dag. Lesið úr Mtteusarguðspjalli. Sunnudagur 22. nóvember Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Bústaðarkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Dómkirkjan Guðsþjónusta kl. 11. Æðruleysismessa kl. 21. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10.15. Grensáskirkja Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Landsspítalinn Messa kl. 10. Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Hallgrímskirkja Fræðslumorgunn kl. 10, Ný Biblíuþýðing. Nauðsyn eða mistök? Dr. Guðrún Kvaran, kynnir þýðinguna og álitamál sem upp koma í slíku verki. Messa og barnasam- koma kl. 11. Langholtskirkja Messa kl. 11. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Laugarneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kyrrðar- stund kl. 13. Guðsþjónusta kl. 14. Neskirkja Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11. Óháði söfnuðurinn Þjóðlagamessa kl. 14. Barnastarf á sama tima. Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta i safnaðarheimilinu kl. 13. Breiðholtskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tómasarmessa kl. 20. Digraneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11. T.T.T. starf 10-12 ára á mánud. kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Bænastund og fyrir- bænir mánudaga kl. 18. Grafarvogskirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Bænahópur á mánud. kl. 20. Æskulýðs- fundur mánud. kl. 20 16-18 ára. Æskulýðs- fundur í Engjaskóla fyrir 8 og 9 bekk mánud. kl. 20-22. Hjallakirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Æskulýðsfélag unglinga 13- 15 ára kl. 20.30 mánudaga. Kópavogskirkja Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Æskulýðsfélagið í safnaðar- heimilinu Borgum mánudaga kl. 20. Seljakirkja Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Ýmislegt___________________________ Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Dalsbraut 1. Flóamarkaður og fataúthlutun alla þriðju- daga kl. 13-18. Parkinsonfélag Akureyri og nágrennis, minningarkort fást í Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akur og Möppudýrinu, Sunnuhlíð. Takið eftir_________________________ F.B.A. samtökin (fullorðin börn alkó- hólista). Erum með fundi alla sunnudaga kl. 20.30 í AA-húsinu við Strandgötu 21, efri hæð, Akureyri. Leiðbeiningastöð heimilanna, sími 551 2335. Opið frá kl. 9-17 alla virka daga. ORÐDAGSINS 462 1840 Askriftarsíminn er 8oo 7080 MINNINGAR GREINAR 150 ára míniung Jðns Jónssonar frá Bandagerði I dag eru liðin 150 ár frá fæð- ingu afa míns, Jóns í Banda- gerði. Af því tilefni langar mig að reyna að minnast hans með nokkrum orðum. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson bóndi að Syðra Laugalandi í Öngulsstaðahreppi f. 17. des. 1790 og Sigurlaug Stefánsdóttir f. 24. sept. 1810. Hún var vinnukona hjá Jóni og Ásdísi Sigfúsdóttur konu hans. Foreldrar Sigurlaugar voru Stef- án Sigurðsson og Salóme Magn- úsdóttir sem bjuggu í Kjartans- staðakoti og fleiri bæjum í Skagafirði. Frá Laugalandi flyst Sigurlaug að Krossastöðum á Þelamörk og þar fæddist afi minn þann 21. nóvember 1848. Um ævi langömmu minnar veit ég lítið nema að hún ílengdist að Krossastöðum og andaðist þar árið 1891. Hefur hún trúlega annast uppeldi sonarins ein og hann haft lítið af föður sínum að segja. Frá föður sínum átti hann nokkur hálfsystkin og eftir ein- um hálfbróður hans man ég sem Sigfús hét og var síðustu æfiár sín hjá foreldrum mínum og lést hjá þeim 96 ára að aldri. Um þrítugs aldur giftist afi Guðrúnu Jónsdóttur fæddri 16. október 1845 að Þúfnavöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Helga Jóns- dóttir sem síðar bjuggu á Brita á Þelamörk og var Guðrún ein af mörgum dætrum þeirra. Fyrst settu þau saman bú að Ytra Krossanesi en fluttu þaðan að Rangárvöllum í Kræklingahlíð, en 1887 flytjast þau svo að Bandagerði, þann stað sem hann var ætíð síðan kenndur við. Þau eignuðust fjórar dætur, tvær dóu í frumbernsku en tvær komust upp, Sigríður Aðalheiður f. 29. okt. 1883 og Anna Soffía f. 10. okt 1886, móðir mín. Fyrstu bú- skaparárin var afi leiguliði eins og kallað var en kaupir svo jörð- ina og verður þá Bandagerði fyrst sjálfstætt býli. Síðan byggir hann þriggja hæða hús sem þætti nú kannski ekki stórhýsi í dag en var mikið átak í þá daga. I Bandagerði var alltaf margt um manninn og heilu fjölskyldurnar bjuggu þar og oft var skotið skjólshúsi yfir þá sem minna máttu sín. Oft talaði mamma um uppvaxtarárin þeirra systra, hvað þau hefðu nú verið góð, þó ekki hefði nú alltaf verið svo mikið til. En svo kom reiðarslagið þegar móðir þeirra dó 13. febrúar 1901. Stóð þá afi einn uppi með dæturnar á unglingsaldri. Sigríð- ur eldri systirin tók \ið búsfor- ráðum hjá föður sínum og fórst það vel úr hendi, en Soffía fór frekar í vinnu utan heimilis ef hana var að fá, svo þannig bless- aðist þetta allt saman, en að því kom að dæturnar giftust. Þær gengu að eiga bræðurna Baldvin og Áskel Sigurðssyni, fædda í Steinkoti í Kræklinga- hlíð. Foreldrar þeirra voru Sig- ríður Þorkelsdóttur og Sigurður Magnússon. Ungu hjónin byrj- uðu búskapinn í Bandagerði því þar var alltaf nóg húsrúm og þar fæddust barnabörnin 7 af 9. Um 1918 festu foreldrar mínir kaup á gömlu húsi úti í Krækl- ingahlíð (kuðungnum), fluttu í þorpið og settu niður í Banda- gerðislandi, og nefndu Baldurs- heim. Stendur það hús enn og er vel við haldið og búið í því. En afi hélt áfram búskapnum í Jón Jónsson frá Bandaagerði. Bandagerði með Áskeli og Sig- ríði. Það fóru svo að verða miklar breytingar á högum fólks til hins betra. Rafstöðin var reist í Gler- árgili, tóvinnuverksmiðja reist á Gleráreyrum og brú byggð yfir Glerána, sem oft gat verið mikill farartálmi. Bændur og aðrir sem áttu leið til Akureyrar komu oft við í Bandagerði og geymdu gjarnan hesta sína þar, meðan þeir gengu erinda sinna í bæn- um. En svo kom að því að afi seldi allt Bandagerðislandið að und- andskildu húsi og lóð. Áður hafði hann látið vatnsréttindi sín í Glerá renna til verksmiðjufé- lagsins um ótakmarkaðan tíma án endurgjalds. Eitthvað var nú bitist um Bandagerðislandið því margir vildu eiga þetta gósen- land sem allt Glerárhverfi stend- ur á í dag og ekki voru allir á eitt sáttir þá frekar en nú. Árið 1955 var svo Glerárþorp og Akureyri sameinað og eftir það urðum við ekki lengur þorp- arar heldur hverfingar (okkur gömlum þorpurum til sárra leið- inda). Árið 1927 flutti svo afi með fjölskyldu sinni inná Akur- eyri og hafði þá átt heima að Bandagerði í 44 ár. Áskell og Sig- ríður byggðu sér hús í Oddeyrar- götu og var gamli maðurinn hjá þeim þangað til hann Iést 1. september 1931, 84 ára að aldri. Hann var jarðsettur að Lög- mannshlíð, sinni gömlu sóknar- kirkju og þar sem amma hvílir. I húsi afa í Bandagerði var búið í mörg ár eftir að hann fluttist þaðan eða þangað til það var jafnað við jörðu um 1984 og er nú fátt eitt sem minnir á þetta forna býli. Eins og ég sagði í upphafi átti þetta aðeins að vera örfá orð til að minnast hans á þessum tíma- mótum. Um Jón í Bandagerði hefði margt mátt segja sem ég hef ekki vit á að færa í letur. Hann hefur verið maður á und- an sinni samtíð. Vonandi verður kannski einhvern tímann rifjað upp um búskaparsögu hans. Þegar ég flutti í þorpið fyrir tæpum 50 árum kom til mín gamalt fólk sem bjó lengri eða skemmri tíma í Bandagerði og sagði afa hafa verið mikinn sómamann sem öllum vildi gott gera. Já, ég er stolt yfir að hafa átt Jón í Bandagerði fyrir afa og minnist hans með þakklæti og virðingu. Hef ég þá trú að amma og afi í Bandagerði fylgist með okkur, afkomendum sínum, sem mér telst til að séu um 80 tals- ins. Guð blessi minningu afa míns og ömmu. Þeirra dótturdóttir, Helga Sigurlaug.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.