Dagur - 27.11.1998, Side 8

Dagur - 27.11.1998, Side 8
8- FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 - 9 „Uafpir FRETTASKYRING Brigslyrðin ganga á víxl GUÐ SUR l HEIÐARS Sverrir Hermannsson formaður Frjálslynda flokksins. Ahersla á kvóta, umhverfi og velferð. Landsþing í janúar. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stofnaður um helgina. Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, hefur ásamt stuðningsmönnum sínum stofnað Frjálslynda flokk- inn og var það gert í gær. Stefnt er að því að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins við þing- kosningarnar í vor. Ekki er útilok- að að Sverrir bjóði sig fram í Reykjavík. Helstu málefnaáhersl- ur hins nýja flokks lúta að því að umbylta kvótakerfinu, samþykkja Kyoto-sáttmála Sameinuðu þjóð- anna auk annarra mála í um- hverfismálum. Boðuð er ný sókn í velferðarmálum með áherslu m.a. á kjör aldraðra og heilbrigð- ismál. Fasistallokkur „Við stofnum Frjálslynda lýðræð- isflokkinn auðvitað,“ segir Bárður Halldórsson sem boðið hefur sig fram til formanns á stofnfundi flokksins sem haldinn verður um helgina. Hann segir að þessi ágreiningur milli Samtaka um þjóðareign og Sverris hafi ávallt snúist um lýðræði. „Þetta er bara fasistaflokkur og fyrsti flokkurinn á Islandi þar sem formaður hans kemur fram og segir að hann eigi flokkinn,“ segir Bárður. Hann segir jafn- framt að það þurfi enginn að keppa við Sverri Hermannsson í því að níða niður menn og flokka. Hann Iætur jafnframt að því ligg- ja að stuðningsmenn Sverris hafi gengið rösklega til verks í því að sverta forystumenn Samtaka um þjóðareign. Af þeim sökum m.a. sé það honum og hans mönnum „voða mikill léttir" að Sverrir sé búinn að stofna sinn eigin flokk. Ef eitthvað er þá muni það ein- ungis hvetja menn til dáða undir merkjum Frjálslynda lýðræðis- flokksins. Bárður segist ekki kvíða fram- haldinu þótt Sverrir og stuðn- ingsmenn hafi stofnað Frjáls- lynda flokkinn. Hann staðhæfir að kjósendur muni hópast að Fijálslynda lýðræðisflokknum og telur að trúverðugleiki hans hafi ekki beðið hnekki eftir það sem á undan hefur gengið. Sverrir formaður A blaðamannafundi í Rúgbrauðs- gerðinni í gær kom fram að í bráðabirgðastjórn hins nýja flokks eru þau Sverrir Hermanns- son formaður, Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir varaformaður, Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins á Grundar- tanga, er hugmyndafræðingur flokksins og þá einkum í sjávarút- vegsmálum. Þá er Margrét Sverr- isdóttir Hermannssonar með- stjórnandi og framkvæmdastjóri flokksins. Nánari útlistun á því hvernig ætlunin sé að hrinda áherslum flokksins í framkvæmd, mun bíða betri tíma. Hins vegar máttí skilja á forystumönnum hans í gær að nóg væri af ríki- dæmi á Islandi. Það þyrfti hins vegar að nýta þá fjármuni betur en gert hefur verið og forgangs- raða hlutunum betur en stjórn- völd hafa haft getu til fram til þessa. Sjálfur telur formaður flokksins, sem jafnframt er fyrr- verandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að þar megi kenna um nýfrjálshyggjunni sem tröllriðið hefur hans gamla flokki sem hann hefur ságt skilið við. „Það er alveg útilokað að ég gæfi mig að því, þótt við mundum fá fimmfalt fleiri atkvæði að láta Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður í leyni í gær en fæðingin var tilkynnt formlega á blaðamannafundi seinna um daginn í Rúgbrauðsgerðinni. í bráðabirgðastjórn flokksins er Sverrir Hermannsson for- maður, Gunnar Ingi Gunnarsson, fyrrum félagi í Alþýðuflokknum, er varaformaður og meðstjórnandi og framkvæmdastjóri er Margrét Sverrisdóttir Hermannssonar. Hugmyndafræðingur flokksins í sjáv- arútvegsmálum erJón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. kjósa á milli mín og Bárðar Hall- dórssonar. Það gæti verið unnið mikið óþurftarverk á slíkum fundi ef menn setja sig í þær stellingar. Það vil ég ekki að þeim gefist færi á,“ segir Sverrir Hermannsson aðspurður af hverju hann vildi ekki taka slaginn við formann Samtaka um þjóðareign um for- ustuhlutverkið í nýjum flokld. Flokksslofnun í leyni I yfirlýsingu sem bráðabirgða- stjórnin sendi frá sér í gær kemur m.a. fram að þar sem búið er að stofna flokkinn hafi verið aflýst fyrirhuguðum stofnfundi sem átti að halda um helgina. Formaður flokksins vildi hins vegar ekki upplýsa hvar flokkurinn hefði verið stofnaður né heldur hverjir hafi komið að stofnun hans í gær að undanskildum fjórmenning- unum sem sátu blaðamanna- fundinn. Hins vegar var því hald- ið fram að stuðningsmenn flokks- ins skiptu hundruðum og von væri á fleirum sem mundu ganga til liðs við hann á næstu misser- um. Stefnt er að því að halda lands- þing Frjálslynda flokksins um miðjan janúar nk. Þá var því einn- ig lýst yfir að gengið verði ötullega fram í því að leita eftir hæfileika- fólki til að skipa framboðslista hans í vor. í þeim efnum verður lögð áhersla á að finna fólk sem getur lagt þvf lið að móta stefnu ftokksins, þekkir þau vandamál sem brenna á almenningi og hef- ur hugmyndir um úrlausnir á þeim. A blaðamannafundinum kom fram að enginn hörgull væri á fólki til að starfa fyrir hinn nýja flokk, slíkur væri meðbyrinn eftir að ljóst væri að flokkurinn ætti ekki samleið með forystu Sam- taka um þjóðareign. „Þetta er allt önnur tegund af fólki en það lið, sem ætlaði sér inn á þing óverðugt og óhæft með skikkju Samtaka um þjóðareign á herðum," eins og segir í yfirlýs- ingu Fijálslynda flokksins. Sverrir fram í Reykjavík Sverrir Hermannsson segir að hans hlutverk sé það fyrst og fremst að hrinda þessu nýja stjórnmálaafli úr vör. Þótt hann segist ætla að draga sig í hlé þeg- ar fram sé komið ungt og öflugt forystulið sem flokkurinn muni treysta, þá útilokar hann ekki þann möguleika að leiða flokkinn í fjölmennasta kjördæmi landsins við kosningarnar í vor. Hann sagðist einnig vonast til þess að allir þeir sem sjónarmið flokksins höfða til, muni halda ró sinni þrátt fyrir þær væringar sem ein- kennt hafa samskipti hans rið þá vandaræðamenn sem skipa for- ystu Samtaka um þjóðareign. Formanni hins nýja flokks seg- ist vera fullkunnugt um að kvóta- eigendur hafi mjög mikinn „óbif- ur“ á sér, eins og hann orðar það. Hann segir einnig að forystu- menn Samtaka um þjóðareign hafi á sínum tíma sagt sér að þeir hafi orðið fyrir miklum þrýstingi úr ýmsum áttum og m.a. frá „æðstu stjórnvöldum". Þar hefði þeim verið boðið að samtökin væru tekin gild ef skilið væri við Sverri Hermannsson. Hann segir að markmið þessara „upphlaupsafla", eins og hann kýs að kalla nokkra menn í stjórn Samtaka um þjóðareign, verði að öllum líkindum aldrei upplýst. Hins vegar sé nokkuð augljóst að þarna hafi verið á ferðinni tilraun til að veikja andstöðuna gegn kvótakerfinu og afleiðingum þess. Með stofnun Frjálslynda flokksins hafi þeirri hættu verið bugað frá að sinni, þótt forsvarsmenn sér- hagsmuna hefðu óneitanlega varpað öndinni léttar ef tilraun þeirra til að einangra Sverri Her- mannsson hefði tekist. Á ekkert óuppgert við Sverri Varaíoriiiaiinscfúi Bárðax HaUdórssonar af hugsjón. Frjáls lyndi lýðræðisflokkur- inn stofnaður um helgina. ísfiröiiigar í forystusveit. Ekki fjárhagslegur hak- hjarl. „í byrjun september hafði Bárður samband við mig og ég hef hugs- að þetta mál síðan. Eg er því til- búin að taka þátt í því starfi sem framundan er af hugsjón og tek þá áhættu. Helst vildi ég að Sverrir Hermannsson yrði sam- stíga okkur," segir Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla í OIís, sem boðið hefur sig fram til varafor- manns í Frjálslynda Iýðræðis- flokknum með Bárði Halldórs- syni sem formannsefni. Boðað hefur verið til stofnfundar hans um helgina. Áhersla á mjúku málin Gunnþórunn segist hafa ákveðið að hella sér út í pólitíska baráttu m.a. vegna kvótans og breytingu á skipan fiskveiðistjórnunarinnar. Þar fyrir utan segir hún mörg önnur mál vega þungt í íslensku samfélagi eins og t.d. fíkniefna- málin. Sjálf segist hún hafa mest- an áhuga á svonefndum mjúkum málum sem snerta ungu börnin og framtíð þeirra. Hún telur að stefna stjórnvalda í fíkniefnamál- um mætti að ósekju vera harðari en verið hefur. „Það kemur bara í Ijós,“ segir > .titilk9ÍM>li t l»|d'/ iltLf Gunnþórun Jónsdóttir, ekkja Úla í Olís, hefur boðið sig fram til varafor- mennsku í nýjum flokki sem stofnaður verður um helgina. Líklegt þykir að nýi flokkurinn muni nefnast Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn. - mynd: gva hún aðspurð hvort hún hafi á tak- teinum einhveijar tillögur til úr- bóta í þeim málaflokkum sem hún mun leggja áherslu á. Að öðru leyti segist hún styðja þá stefnu sem Samtök um þjóðar- eign hafa lagt fram og birtast munu sem stefnumál Fijálslynda lýðræðisflokksins á stofnþingi hans um helgina. Aðspurð um væringarnar sem verið hafa á milli Sverris Hermannssonar og forystu Samtaka um þjóðareign segist hún ekki vilja senda neitt neikvætt frá sér heldur aðeins já- kvæða strauma. Jafnframt segist hún bera þá einu ósk í bijósti að þessu nýja afli í íslenskri pólitík farnist vel, enda verkefnin næg. Gamlir draugar „Eg á ekkert óuppgert við Sverri. Gamlir draugar geta synt og dansað fyrir mér. Þeir eru ekki á mínum vegum,“ segir Gunnþór- unn aðspurð hvort þátttöku henn- ar með Bárði megi kannski rekja til óuppgerðra saka við Sverri Hermannsson, þegar hann sótti hart að Óla í Olís á sínum tíma sem bankastjóri Landsbankans. Ekki fjárhagslegur bakhjarl Hún neitar því alfarið að samstarf hennar við Bárð sé öðrum þræði til að fjármagna starfsemi vænt- anlegs flokks og framboða á hans vegum. Engu að síður segist hún hafa búist við því að fólk muni halda því fram. Því sé hins vegar ekki til að dreifa, enda sé hún alls enginn íjárhagslegur bakhjarl í þeirri baráttu sem framundan er. Þess utan hefur hún ekki verið beðin um það, heldur fyrst og fremst um stuðning og þátttöku þeirrar persónu sem heitir Gunn- þórunn Jónsdóttir. Rönun er sú taug Hins vegar dregur hún enga dul á það að koma hennar í íslenskri pólitík sé fyrst og fremst vegna hvatningar frá Bárði Halldórssyni sem hefur boðið sig fram til for- manns í flokknum. Þau eru göm- ul skólasystkin frá Isafirði og hafa þekkst frá sjö ára aldri. Þess utan ólust þau upp gegnt hvort öðru við Austurveg á Isafirði. Sjálf er hún hárgreiðslumeistari að mennt og því ekki ólíklegt að hún muni á einn eða annan hátt stuðla að kosningavænni hár- greiðslu meðframbjóðenda sinna í vor. Hún segist ekkert vera farin að huga að framboðsmálum. Fyrst verði að stofna flokkinn og taka afstöðu til framhaldsins á eftir. „Menn halda að flokks- og frí- múrarabönd séu eitthvað en hafa ekki hugmynd hvað það er að vera ísfirðingur,“ segir Bárður Hall- dórsson, aðspurður um tengsl hans við þessa gömlu skólasystur sína. Gunnþórunn segist ekki hafa starfað áður að neinu marki í pólitík og hafi þess utan ekki ver- ið í neinum stjórnmálaflokki. Ef eitthvað er þá segist hún hafa starfað lítillega að bæjarmálum þegar hún var ung, eða í sinu „fyrra, fyrra lífi“, eins og hún orð- ar það' Aftur á móti segist hún vera komin af pólitískt sterku fólki og hafa fylgt móður sinni, Rannveigu Hermannsdóttur á Isafirði, sem var í Framsóknar- flokknum þar vestra. Faðir Gunn- þórunnar var hins vegar tónskáld- ið Jón frá Hvanná. — GRH Kaupfélag Eyfirðinga boðar til fulltrúafundar með kjörnum aðalfundarfulltrúum félagsins Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. desember nk. á Fosshótel KEA og hefst kl. 20:30. Dagskrá 1. Áður kynnt tillaga stjórnar um formbreytingu á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga lögð fram til afgreiðslu. 2. Breytingar á samþykktum Kaupfélags Eyfirðinga vegna áðurnefndrar tillögu. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Leiðandi fyrirtæki í kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Áratuga reynsla. Lögleg hemlakerfi fyrir kerrur og vagna. Skv. EES Dráttarbeisli Á allar gerðir bifreiða. Ásetning á staðnum. m Oll okkar vara er samkvæmt Evrópustaðli. Tveggja til átta hesta kerrur. VIKURVAGNAR El VfKURVAGNAR EHF. ÖRYGGI - ÞJÓNUSTA \ 0. ÁRATUGA REYNSLA Síðumúla 19*108 Sími 568 4911 • Fox 568 4916 Áskriftars íminn er ýy800 7080 Thwur itiiiii D 1.1 > Ut> / 1 1-U 'i' o U 1 * 111 GtoM UOVítMfri 1 ',i H o

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.