Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 1
Þridjudagur 15. desember 1998 ur að þyngjast enda hægt að leggja meira á fullorðinn mann en unglinga á vaxtarskeiðinu. En að sögn pabba hans er Orn ekk- ert á leiðinni út í þjálfun. „Það er best að vera bara í matnum hjá mömmu, fá íslenskan fisk og svona. Hann fékk boð sent frá skóla í Bandaríkjunum í fyrra en þegar menn eru ungir þá hafa þeir ekkert út að gera. Eini stað- urinn sem hann gæti hugsað sér að fara til væri til Canberra í Ástralíu. Þar er besta sundæf- ingaaðstaðan í heiminum en það er svo umsetið þar að m.a.s. bestu sundmenn Bandaríkjanna komast ekki þangað inn.“ Sundbakterían Enda er ekki eins og Orn skorti áhugafólk um sundið í kringum sig. Báðar systur hans hafa kom- ist í snertingu við sundbakterí- una, sú eldri er hætt en litla systirin Erla er einungis 8 ára gömul og æfir á fullu með Sund- félagi Hafnarfjarðar. Þá er kær- asta Arnar, Lára Hrund, heldur ekki alls ókunnug íþróttinni og raunar munaði mjóu að hún næði lágmarkinu til að komast á Evrópumeistaramótið en hún er sjálf landsliðsmanneskja í sund- inu. Það má nærri geta hvert um- ræðuefnið verður við matarborð- ið hjá Kristínu og Erni næstu kvöldin... — lóa Örn er búinn ad æfa óslitið síðan hann var 5 ára og urðu ekki einu sinni messuföll á geigjuskeiðinu. „Geigjuskeiðið kom aldrei. Hann hefur alla tíð verið ákaflega rólegur, “ segir pabbi hans. SuncLkappa- fl ölskylda Byrjaði að æfa S ára gamall. Tólfárum síð- ar er Öm Amarson orð- inn Evrópumeistari í 200 metra baksundi... Örn Arnarson, 17 ára gamall nemandi á íþróttabraut í Flens- borg, sló í gegn á Evrópumeist- aramótinu í Sheffield um helgina þar sem hann sigraði í 200 metra baksundi, náði 4. sæti í 100 metra baksundi og var svo valinn efnilegasti sundmaður Evrópu á mótinu. Kappinn sló raunar Is- landsmet í hvert sinn sem hann synti, eða alls 5 sinnum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar hafa eignast Evrópumeistara í sundi og má líklegt teljast að talsverð gleðilæti hafi brotist út á heimili Arnar á Iaugardaginn þegar hann synti fyrstur í mark, því hann er nú ekki eini sundáhugamaðurinn í fjölskyldunni - og það var afinn sem byijaði... Sundkappaætt „Jú, jú,“ sagði Örn Ólafsson, fað- ir Arnar og vélfræðingur í samtali við blaðið. „Þetta er búið að vera óslitið frá ‘43. Það var pabbi sem byijaði í þessu. Hann æfði með IR í Reykjavík og var í landslið- inu. Hann vann einmitt í 100 metra baksundi í frægri lands- keppni við Noreg." Þá er afasyst- ir Evrópumeistarans sú fræga sunddrottning Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og hafa hennar börn engir aukvisar verið í sundíþrótt- inni. Og Örn eldri, pabbi Evr- ópumeistarans, hefur sjálfur æft sund alla sína tíð. Sú ákvörðun að byija að æfa sund var ekki tekin með neinum látum. Að sögn pabba Arnar var pilturinn orðinn syndur aðeins 2ja og hálfs árs gamall „og svo fór hann eiginlega bara með mér í laugina," segir Örn og upp úr því hófst þjálfun af krafti. - Veistu hvaða kraftur hljáp eig- inlega t hann þama? „Maður bara skilur þetta ekki. Hann byrjaði náttúrulega að koma á óvart í sumar á Evrópu- meistaramóti unglinga, þar synti hann fjórar greinar og komst í úr- slit í þeim öllum." - Hvað gerir hann til að peppa sig upp fyrir keppni? „Áður en hann fer á mótin þá skoðar hann myndbönd af mót- um og þeim sem hann er að fara að keppa við. Hann er yfirleitt búinn að kynna sér þá mjög vel, hvernig þeir synda og svo planar hann sitt sund út frá því. Þegar hann kemur á mótsstað þá skoð- ar hann keppnisskrána og athug- ar sína möguleika og hveijum hann þarf að fylgjast með. Þannig að hann er búinn að vinna mikla forvinnu í höfðinu á sér áður en hann byijar. Svo þarf náttúrulega að hafa óbilandi trú á þvi að það sé hægt að vinna, þetta séu bara menn eins og hann sem er verið að keppa á rnóti." Syndir í morgunsárinu Áttu menn von á sundliðinu heim í gærdag og þegar reynt var að ná sambandi við Evrópumeist- arann í gærmorgun var slökkt á gemsanum. Sennilega hefur pilt- urinn verið að jafna sig eftir átök helgarinnar, nú eða bara að æfa þarna í morgunsárið - því það er ekki tekið út með sældinni að þjálfa líkamann upp til að ná svona árangri. Kyrrsetufólki þætti æfingatími sundhetjunnar líklega heldur ókristilegur. „Hann verður að æfa þetta 8-10 sinnum í viku, 2-3 tíma í senn. Svo er hann frá 5 til 7 á morgn- ana l-3svar í viku.“ Nú þegar Örn hefur náð 17 ára aldrinum fer æfingaplanið held-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.