Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1S. DESEMBER 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Giýla komin til byggða Grýlagamla verðurheiðurs- gesturí Jólabæ íHafnarfirði Jram aðjólum. Grýla gamla er nú komin til byggða og hefur hún hreiðrað um sig í Jólabæ við Fjörukrána í Hafnarfirði. Þar hefur hún fengið inni í alvöru Grýluhelli, þar sem hún unir ánægð við sitt, ásamt syni sín- um, Hurðaskelli, sem var henni samferða af fjöllum. Grýla er óvenju snemma á ferðinni í ár, en ástæðan fyrir því er að hún er sér- stakur heiðursgestur í Jólabæ í Hafnar- firði. Að sögn Grýlu var ferðin til byggða mjög erfið, þar sem sama og enginn snjór er enn til fjalla og þess vegna ómögulegt að notast við sleða. „Eg varð þess vegna að fá strákinn hann Hurðaskelli með mér, því það er ekkert gagn lengur í honum Leppalúða. Ég gat bara ekki sleppt þessu góða boði, að vera heiðursgetur í Jólabæ fyrir jólin. Mannaþefurinn hér í bænum er alveg frábær," sagði Grýla og hræði í pottinum, sem hún hefur komið fyrir á hlóðunum í Grýluhelli. Að sögn Jóhannesar Bjarnasonar, Jóla- bæjarstjóra og veitingamanns í Fjöru- kránni, var ráðist í að reisa alvöru Grýu- helli fyrir gömlu konuna, þar sem hún þvertók fyrir að gista á hóteli. „Þetta er líka miklu þægilegra svona, því hún er þá alveg út af fyrir sig og ræður sér alveg Það var skuggalegt um að litast í Grýluhelli f Hafnarflrði, þegar Valli víkingur kom þar í heimsókn. Hurðaskellir hrærir hér ípottinum hjá Grýlu, en hvaö skildi vera í matinn? sjálf á meðan hún er í heimsókn. Ég held það sé líka best fyrir alla, því hún er enn- þá svolítið föst í fortíðinni, blessuð," sagði Jóhannes. I Jólabæ hefur verið komið fyrir hæsta jólatré Iandsins og undir trénu er aðsetur Hurðaskellis, þar sem hann heldur til fram að jólum. Jóhannes sagði að þeir í Fjörukránni væru að búa til skemmtilega jólastemmningu með opnun Jólabæjar og þar yrði ýmislegt á dagskránni. „Við erum að opna Jólabæj- arpósthús, þar sem hægt verður að senda jólapóstinn með sérstökum jólastimpli. Þar fer einnig fram jólapakkasöfnun vegna friðarflugs til stríðshrjáðra barna, en samhliða því verðum við með happ- drætti til styrktar friðarfluginu. Þar verð- ur aðalvinningurinn glæsilegt bjálkahús, sem reist hefur verið hér í portinu, en þar er Jólabæjarpósthúsið einmitt til húsa. Einnig verðum við með jólabakarí á vegum Kökumeistarans, jólasveina- smiðju, sem er smfðastofa jólasveinsins og svo erum við með opinn jólaskóla alla virka daga fyrir börnin. Um helgar verða síðan ýmsar aðrar uppákomur og jólamarkaður verður op- inn alla sunnudaga til jóla. A Fjörukránni verður svo jólahlaðborð- ið vinsæla opið alla daga í hádeginu og á kvöldin," sagði Jóhannes Jólabæjarstjóri í Hafnarfirði. Grín gert að reykmgnm SVOJMA ERUHÐ Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyija, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann ld. 9—12. H Heilbrigðisyfirvöld um allan heim reyna að koma því til leiðar að fólk byrji ekki að reykja og þeir sem þegar eru byrjaðir, hætti. I Kaliforníuríld er gert grín að þekktum tóbaksauglýsingum í þeirri von að geti þær vakið hlátur, muni það vekja fólk til umhugsunar um fíknina. Þessi auglýsingaherferð hefur staðið síðan 1991 og hefur unnið til 12 verðlauna og fólk hefur beðið um þessar auglýsingar á veggspjöldum til að hengja upp heima hjá sér. „Ég sakna lungna minna Bob!“ „Þú ilmar ómótstæðilega." „Fýlan afþér er andstyggileg!" Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is „Er þér sama þó ég reyki?" „Er þér sama þó ég deyi?“ HVAfl ER Á SEYÐI? UPPLESTUR Á SÓLON ISLANDUS Miðvikudaginn 16. desember munu rithöfundar lesa úr verkum sínum á 2. hæð á Sólon Islandus. Upplesturinn hefst ld. 20.30. Jónas Jónasson les upp úr Náðugu frúnni í Ruzomberok, Sögu Lauf- eyjar Einarsdóttur í síðari heimsstyrjöldinni. Gunn- ar Dal Ies úr ljóðabók sinni, Maður og jörð. Sús- anna Svavarsdóttir les úr bókinni Ekki klúðra lífi þínu, kona eftir bandaríska sálfræðinginn Dr. Lauru Schlessinger, sem Súsanna þýddi. Kristín Helga Gunnarsdóttir les upp úr bók sinni Keikó - hvalur í heimsreisu. Ævisaga þorsksins í Sjóminjasafni I dag tekur Hreinn Ragnarsson sagnfræð- ingur bókina Ævisaga þorsksins, fiskurinn sem breytti heiminum, til umíjöllunar og athugunar í boði Rannsóknaseturs í Sjáv- arútvegssögu og Sjóminjasafns Islands. Ritdómurinn verður fluttur í Sjóminja- safni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. I Sjóminjasafninu stendur nú yfir sýning á ljósmyndum um jólahald sjómanna á hafi úti. Svotil allar myndirnar eru tekn- ar af áhugaljósmyndurunt, starfandi sjó- mönnum um borð í skipum. Happdrættisnúmer bókatíðinda Vinningsnúmer í happdrætti Bókatíð- inda: 12. desember: 8.290, 13. desem- ber: 67.415, 14. desember 39.143. Háskólafyrirlestur Skúli Magnússon lögfræðingur og stundakennari í réttarheimspeki við laga- deild Háskóla fslands fjallar um efnið: „Kenningar Ronald Dworkin um rétta niðurstöðu í erfiðum dómsmálum.11 Málstofan verður haldin í stofu 201 í Lögbergi og hefst kl. 16.00. Kynningarfundur um Leonardó 5. umsóknahrinu Leonardó da Vinci starfsmenntaáætlunar ESB hrint úr vör. Af því tilefni verður boðið til kynningar- fundar í Veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5 kl. 12-13.30. Aðgangur er ókeyjjis en þátttaka tilkynnist í síma 525-4900. Félag eldri borgara í Ásgarði Skák kl. 13 í dag. Bókmenntakynning ld. 14 í dag, rithöfundarnir Arni Gunnars- son, Jón Kr. Gunnarsson, Guðrún Helgadóttir og Dr. Jónas Kristjánsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Á morgun er fyrirhuguð rútuferð um borg- ina og jólaljósin skoðuð. Kaffi og með- læti að lokinni ferðinni, farið frá Ásgarði ld. 14. Skáldatískan í Kaffileikhúsinu í kvöld munu skáldkonurnar Vigdís Grímsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Kristín Ómarsdóttir, Gerður Kristný, Auður Ólafsdóttir, Auður Jónsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir ásamt Andreu Gylfadóttur söngkonu troða upp í nýj- ustu tískufötunum frá versluninni Næloni og Jarðarber. Auk þess að lcynna skáldatískuna, lesa þær úr verkum sín- um. Húsið verður opnað kl. 20 og hefst dagskráin kl. 20.30. Aðgangur er ókeyp- is. Iðnó Tónleikaröðin á þriðjudögum í IÐNÓ hefur heldur betur fest sig í sessi í tón- listarlífi landsmanna. Allur tónstiginn hefur verið klifinn á sviðinu í IÐNÓ: í kvöld verður NÝDÖNSK á sviðinu og einnig SUKKAT, en tónleikarnir eru styrktartónleikar fyrir ílogaveik börn. Blásarakvintett Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda sína ánissu serenöðutónleika í kvöld kl. 20.30 í Kristskirkju, Landakoti. Jón Reykdal Nú stendur yfir vinnustofusýning í til- efni af nýuppgerðri vinnustofu Jóns Reykdal að Bergþórugötu 55. Jón sýnir þar málverk og módelteikningar. Mynd- irnar eru frá síðustu ljórum árum. Jón hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.