Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 2
18 - ÞRIDJUDAGUR 1S. DESEMBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Egill Ólafsson. „Ljóðin Iáta ein- hvern veginn vita af sér. Ætli það sé ekki svipað og þegar skepnur vita að það er óveður í aðsigi.“ Rithöfundurinn Sjón í DV. Egill 1 kröppum dansi Stórsveitin Stuðmenn hélt tvenna tónleika í Sjallanum um helgina við ágæta aðsókn eins og hefð er fyrir á Akureyri þegar þessi mikla gleðisveit á í hlut. Veðurguðirnir settu hins vegar óvænt strik í reikninginn á Iaugardags- kvöldið. Egill Ólafsson þurfti nefnilega að skreppa til Reykjavíkur milli „gigga“ og skömmu eftir að Egill kom suður, versnaði veður til muna og var öllu flugi aflýst. Tölu- verð spenna hlóðst upp í Sjallanum þegar mínútur Iiðu án þess að hljómsveitin kæmi á svið. Fyrst um klukkan 01.00 fengu gestir að berja sveitina augum á sviðinu og enn vantaði Egil. Stuðmenn léku nokkur lög, hálfvæng- brotnir, en þegar klukkan var langt gengin í hálftvö auglýsti Jakob Magnússon að EgiII væri kominn í hús. Kappanum var fagnað gríð- arlega þegar hann kom Ioks fram, þreyttur og slæptur eftir erfitt jeppaferðalag frá Reykjavík en í sárabætur fengu gestir hússins að stíga dansinn dálítið lengur fram eftir nóttu en venja er til. Eftir stóð að Stuðmenn án Egils eru eins og konfektkassi án innihalds. Hvar næst? Vinsældir Davíðs Oddssonar eru geysimiklar en þeir sem standa honum næst hafa þó áhyggjur af því núna að dálítið hafi á þær sleg- ið. Davíð hefur verið óhræddur að undanförnu við að vanda um við ýmsa sem dags daglega kallast engir meðaljónar. Þannig réðist forsæt- isráðherrann ekki á garðinn þar sem hann var Iægstur með því að gagnrýna hæstaréttardóm- arana eftir kvótadóminn. Menn héldu að í kjölfarið myndi Davíð halda sér til hlés um stund, en um helgina var svo haft eftir honum að prófessorarnir sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna sama máls, gætu ekki hafa lesið dóminn og málflutningur þeirra væri byggður á mis- skilningi. Bíða menn nú spenntir eftir næsta lagi og hvar það kemur. Hvererþað? I spunaþætti Sjónvarpsins sl. föstudagskvöld var Valdimar Jóhannesson kvótaskelfir leyni- gestur þáttarins og greindu þeir sem fylgst hafa með fréttum að undanförnu, frekar snemma hver var á ferðinni. Annars frábærir spunaleikarar þáttarins voru þegar á leið, beðnir um að nefna manninn en þeir virðast ekki hafa sökkt sér niður í þjóðmálin að und- anförnu því að þótt gervið væri fallið, kveikti enginn þeirra á því hver maðurinn var. Segja innanbúðarmenn að sumum hafi hitnað dálít- ið í kinnum vegna uppákomunnar en leikarar eru nú líka dálítið sjálfhverfir..... .D^or- „Sagan snýst um sjónarhorn og mig langaði líka til að búa til lárétt, liggj- andi sjónarhorn á umhverfið, hið kvenlega sjónar- horn,“ segir Auður um skáldsögu sína Upphækkuð jörð. mynd: hilli. - Af hverju fer listfræðingur að skrifa skáldsögu? „Ætli þetta sé ekki draumur konunnar um að vera ekki bara eitt heldur margt allt í senn, vera þríein. Ég hef verið að skrifa í mörg ár en ég er í mjög anna- sömum störfum sem sést kannski á því að þessi bók er ekki nema 139 síður með fremur góðum spássíum. En þegar ég var að skrifa skáldsöguna með vinstra heilahvelinu vann ég mjög hratt og skipulega og þurfti ekki nema einn eða tvo tíma á dag til að koma einhvequ áleiðis. Næsta skáidsaga verður líklega Iengri og þéttari." - Sérðu mjög myndrænt þegar þú skrifar? „Eins og lifandi málverk" stóð í fallegum dómi um þessa bók í Stúdentablaðinu. Myndlistar- menn hafa sagt mér að ég skrifi eins og myndlistarmaður en ég er ekki myndlistarmaður, ég er fræðimaður. Aðalpersónan hugs- ar mikið í myndum, hugsar jafn- vel í myndum í stað orða, og ger- ir mikið af því að setja líf sitt á svið. Hún Iifir að hluta til í heimi ímyndunarafls." Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og kenrnrí við Háskól- ann og Leiklistar- skóla íslands, sendir um þessi jól frá sér jyrstu skáldsögu sína. Sagan nefnist Upphækkuð jörð og ersaga ungrarbækl- aðarstúlku sem dreymirum að kltfa fjall. SPJflLL - Er einhver séstök ástæða fyrir því að þú hafðir stúlkuna fatlaða? „I upphafi Velti ég því fyrir mér að hafa hana blinda og ætlaði að láta lesandann upplifa með henni umhverfið í gegnum annars kon- ar skynfæri en sjónina. Svo ákvað ég að hafa hana „fótalausa". Ég \aldi kyrrsetja hana Iíkamlega til að geta hleypt anda hennar eða ímyndunarafli á flug og ná þannig fram togstreitunni milli þeirra tveggja heima sem hún hrærist í. Vegna fötlunar sinnar kemst hún lítið yfir og heimur hennar er kyrrstæður. Sagan snýst um sjónarhorn og mig lang- aði Iíka til að búa til lárétt, liggj- andi sjónarhorn á umhverfið, hið kvenlega sjónarhorn. Upphækk- unin í titlinum vísar til persónu- legs sambands hennar við guð- dóminn sem hún telur sig eiga í nokkrum útistöðum við og síðan þá yfirsýn sem hún telur sig þurfa að öðlast til að þroskast, og fjallið stendur fyrir. Ég hef alltaf haft áhuga fyrir fólki sem er öðruvísi, og þessi stúlka er ýkt öðruvísi persóna, eins og við flest." - kb ■ FRÁ DEGI TIL DflGS Lengi man til lítilla stunda. Eyjólfur Guðmundsson (Bókarheiti) Þetta gerðist 15 .desember • 1979 keypti Davíð Scheving Thor- steinsson bjór í Fríhöfninni á Keflavík- urvelli en var meinað að hafa hann með sér og leiddi málið til rýmkunar á reglum. • 1953 var Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri tekið í notkun. Þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. • 1888 var Glímufélagið Armann stofnað en það er elsta starfandi íþróttafélag á landinu. Þaufæddust 15. desember • 1883 fæddist Andrés Bjömsson skáld. • 1927 fæddist Indriði Pálsson forstjóri. • 1935 fæddist Hafsteinn Jóhannsson siglingakappi. • 1949 fæddist Don Johnson leikari (Mi- ami Vice) í Flatt Creek. • Það er sagt, en þó óstaðfest að Neró, 5. keisari rómaveldis hafi fæðst þennan dag árið 37. Vísa dagsins Þessa \isu orti Jóhann Jóhannsson frá Oxney. Hlátur hrestur, grátur grær, gæfa sést á reiki. Sá hlær hest er siðast hlær svo er umflesta leiki. Afmælisbam dagsins Herbert Guðmundsson söngvari á af- mæli í dag. Hann fæddist árið 1953 og varð lýrst þekktur sem tónlistar- maður á Islandi árið 1985 þegar „Cant Walk Away“ varð megasmellur. Herbert hefur gefið út fimm sóló- plötur og átti lag á plötu sem gefin var út til styrktar vímulausri æsku. Aðdáendaklúbbur Herberts hefur verið starfræktur á Islandi nokkur undanfarin ár en heimasíða hans er http://.www.simnet.is/190/her- bert.htm Frábær yfirmaður! Starfsmaðurinn fór inn til yfirmannsins og sagði: „Heyrðu húsbóndi, við ætlum að gera hreint heima hjá mér á morgun og konan mín vill fá mig með sér í það að bera niður af háaloftinu og taka til í bíl- skúrnum, en til þess þarf ég að fá frí.“ „Því miður get ég ekki orðið við þessari beiðni því við erum heldur fá í augnablik- inu,“ svaraði yfirmaðurinn alvarlega. „Kærar þakkir," sagði þá starfsmaðurinn. himinglaður. „Ég VISSI að ég gæti treyst á þig!“ Veffang dagsins Mannréttindasamtökin Amnesty International eru með glæsilegt vefsetur á http://rights.amnesty.org ój. Or. r tlí« i*'Ut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.