Dagur - 15.12.1998, Qupperneq 3

Dagur - 15.12.1998, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Jólastemmning í nepjunni / sölubúð á Norðurpólnum. Frænkurnar Margrét Bjarnadóttir og Nanna Rut Guðmundsdóttir lentu á óskastund og fengu að velja sérjólagjöf úr sölubúð handverkskvenna. Margrét valdi kakókönnu en Nanna vettlinga. unum 1840 til 1940, Blöndu- kútinn, frásöguþætti úr Borgar- firði, sem og Húnvetningasögu sem kom út í sumar,“ sagði Stef- án. „Mér líst ekkert á að stoppa lengi hér á Akureyri. A leiðinni lentum við í skafirenningi og kófi á Oxnadalsheiði þannig að betra er að halda bara heim með fyrra fallinu,“ bætir hann við. Á Bláu könnunni Hér að framan hefur sagt frá ferðalagi tíðindamanna Dags frá einum stað í annan um götur Akureyrar þar sem persónur á leiksviðinu er fólk í jólainnkaup- um. Ekkert af því sem að fram- an er sagt er þó kannski sérlega jólalegt. En jólastemmninguna fundum við ef til vill hvað best inni á kaffihúsinu Bláu könn- unni, en þar sátu vinkonurnar Guðrún Óðinsdóttir og Auður Hjaltadóttir. Voru rétt að Ijúka við tertusneið og úr kakóbollla. Fengu með því yl í kroppinn í annars kuldalegri tíð. „Það er nauðsynlegt að koma á kaffihús fyrir jólin," segir Auð- ur, og Guðrún tekur í sama streng. „Það er gaman að sitja hér, horfa út í göngugötuna á í leiðindaveðri er jólastemmningfjarri, að ætla mætti. En í litlum göngutúr um miðbæAkureyrar fundu tíðindamenn Dags margarvinjarí mannlífinu sem minna á aðjól eru handan homsins. Garri Pólsson, bæjarstjóri á Norðurpól, er snjóugur upp fyrir haus og kalt í nepjunni. 1 ríki Garra eru fáir á ferð miðað við hvað verið hefur í blíðviðrinu á jólaföstunni. „Það sem af er degi hafa hingað komið um 150 manns," sagði Garri þegar við Dagsmenn komum á Norðurpól- inn um klukkan tvö á laugar- degi. Vorum að leita að jólastemmningu, en vorum i upphafi fullir efasemda um að hún væri nokkurs- staðar. Töldum að veðrið biði ekki uppá slíkt. En fólk klæðir af sér veðrið, setur undir sig hausinn og þegar grannt er skoð- að er jólastemmningin býsna víða. I miðbæ Akureyrar er fjöldi fólks á ferð, allt í önn- um að kaupa gjafir eða annað sem þarf fyrir hina miklu hátíð sem er handan homsins. /(uarðturninum, þar sem séstyfinÁöha— Leitað að jólailmi Hver er jólailmurinn í ár? Það er stór spurning og áleitin. Hjá Maríu í Amarohúsinu er ein helsta snyrtivörubúð bæjarins og þangað Iitum við inn og spurð- um Maríu Agústsdóttur kaup- konu þessarar spurningar. María segir að snyrtivörumerki einsog Dior, Guler Lain, Calvin Klein og Esteé Lauder standi fyrir sínu. Hver kona segir hún að vilji balda í sín merki, þær finni hvað sér hæfi best. Ilminn þekki eiginmenn þeirra líka vel þegar kemur að jólagjafakaup- um. „Það er engin kona án ilms,“ segir María. Hjá Maríu fást bæði snyrti- vörur og svo pelsar og undirföt. Jólailmurinn. María Ágústsdóttir í versluninni Hjá Maríu segir að engin sé konan án ilms. María og hennar konur í búðinni segja einkar gaman að afgreiða karl- mennina þegar þeir koma og kaupa undirföt á eiginkonuna. „Sumir sem hingað koma eru með þetta allt á hreinu, bæði mittismál og brjóstastærð," segja María og hennar konur í búð- inni. Lukkiuuiðar og lopasokkar Einsog eintijáningur í miðri göngugötunni á Akureyri er bíll flugbjörgunarsveitarinnar. Þar inni silja tveir liðsmenn sveitar- innar, þeir Pálmi Rafn Eiríksson og Sævar Guðni Grétarsson og selja lukkumiða sveitarinnar, einsog sveitarmenn hafa gert fyrir undanfarin jól. Á þessum fyrsta söludegi var salan treg, sem lík- lega hefur helgast af því að gang- andi vegfarendur neyddust til að flýtja sér í hraglandanum. „Salan hefur nánast oftast gengið vel, enda er fólk á jóla- föstunni frekar en um annan tíma tilbúið að styrkja góð mál- efni,“ segja þeir félagar. Vinning- arnir í lukkumiðahappadrættinu fylla Econoline bíl flugbjögunar- sveitarinnar; ber þar mest á Iukkuböngsum og lopasokkum. Bækur í hjarta hæjarins Eitt mesta stolt Akureyrar er Bókaval, sem er í hjarta bæjars- Bangsar af öllum stærðum og gerðum eru meðal vinninga I happadrætti flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri en miðar eru seldir I göngugötunni. Pálmi Rafn Eiríksson og Sævar Guðni Grétarsson með nokkra vinninga. Kakóbolli og tertusneið. Betra fengu þærAuður Hjaltadóttir, til vinstri, og Guðrún Óðinsdóttir ekki þegaryl vantaði í kroppinn I þessari kuldalegu tíð. ins. Þar sem KEA verslaði áður er nú ein stærsta bókabúð landsins, þar sem fæst reyndar ótalmargt annað. Skemmtilegt er að koma í Bókaval fýrir jólin og skoða bækurnar sem eru að koma út. Fólk kemur víða að í þeim erindagjörðum. Til dæmis Húnvetningurinn Stefán Theó- dótsson frá Syðri-Löngumýri. „Ég er nú bara mest að skoða, margt langar mig í. Mest í ann- ála úr Skagafirði sem eru frá ár- fólkið sem er á ferð; að svo miklu leyti sem eitthvað sést út fyrir móðu á rúðum,“ segir Guð- rún. - Þær stöllur sögðust vera langt komnar með jólagjafa- kaup. Byijuðu mánuði fyrir jól að viða þeim að sér. Baksturinn sögðu þær að væri enn að nokkru leyti eftir. Og þegar Dagsmenn kvöddu var Guðrún á leið í Iaufabrauðsbakstur en Auður í smákökurnar. -SBS. Kakókanna og vettlingar Það er margt að sjá á Pólnum. Má nefna margar litlar sölubúðir, meðal annars lítið útibú frá Gallerí Grúsku á Ak- ureyri, en það er sölusam- lag handverkskvenna í bænum. „Við erum nú bara hér að afgreiða fyrir hana ömmu okkar," segja frænkurnar Mar- grét Bjarnadóttir og Nanna Rut Guðmundsdóttir. Þær sýna okk- ur fjölda fallegra muna sem fást í búðinni, sem allir bera þeim sem þá gerðu fagurt vitni. Það er mikil búkona í Mar- gréti því hún er ekki sein á sér að svara því hvaða handverks- mun hún myndi velja sér lenti hún á óskastund. Vill myndar- lega kakókönnu, heimagerða og handmálaða. Nanna Rut, frænka hennar, hikar heldur ekki þegar hún er spurð um jólagjöfina sína. „Ég myndi vilja lopavettlinga," segir hún. Húnvetningurinn Stefán Theódórs- son var áhugasamur um bækurnar í Bókval. Hann kvaðst hafa mestan áhuga á þjóðlegum fróðleik ýmis- konar. myndir: brink.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.