Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 15.12.1998, Blaðsíða 7
 I’RIÐJUDAGUR 15. DESEMRER 1998 - 23 ÞJÓÐMÁL VEÐUR „Dómi Hæstaréttar íslands í máli Vaidimars Jóhannessonar ber öllum aö fagna. Dómurinn sýnir að réttaröryggi borg- aranna fer vaxandi." Endurmenntun ráðheira í stjómskipunarrétti í afmælisriti til- einkuðu Davíð Oddssyni for- sætisráðherra fimmtugum, 17. janúar 1998, sem rit- stýrt var af Hannesi Hólm- steini Gissurar- syni, Jóni Stein- ari Gunnlaugs- syni og Þórarni Eldjárn, er að finna grein á bls. 577-590, sem ber heitið „Fer réttaröryggi borg- aranna gagnvart ríkisvaldinu vaxandi?" Höfundur greinarinn- ar er Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. í ljósi ummæla Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Þor- steins Pálssonar dómsmála- og sjávarútvegsráðherra í fjölmiðl- um um Hæstarétt Islands í kjöl- far dóms réttarins fimmtudag- inn 3. desember 1998 í máli nr. 145/1998: Valdimar Jóhannes- son gegn íslenska ríkinu, finnst mér við hæfi að benda ráðherr- unum á niðurlag greinar Jóns Steinars á bls. 589-590 til fróð- leiks og nokkurrar endurmennt- unar í stjórnskipunarrétti. En þar segir: Álitsgerð Jóns Steinars „Haustið 1990 skrifaði ég, að beiðni nokkurra útgerðarmanna, álitsgerð um lögmæti starfsemi svonefndrar Aflamiðlunar, sem stjórnaði úthlutun á útflutnings- leyfum fyrir fisk. Komst ég að þeirri niðurstöðu að þessi starf- semi stæðist ekki stjórnskipun- arlög vegna óhæfilegs framsals valds. Oskað var eftir birtingu á álitsgerðinni opinberlega og birtist hún í Morgunblaðinu 18. september 1990. Af hálfu ráðu- neytis sem í hlut átti var ekki talin ástæða til að bregðast neitt við þessu. Ekkert varð heldur neitt frekar úr aðgerðum af hálfu þeirra manna sem beðið höfðu um álitsgerðina. Málið sem orðið hafði tilefni beiðninn- ar var leyst með öðrum hætti. Gleymdist málið að sinni. Nokkrum árum síðar gerðist það svo að sjálfstæðir og skap- stórir útgerðarmenn á Norður- landi urðu fyrir barðinu á stjórn- sýslu Aflamiðlunar. Þeir létu ekki bjóða sér það, sem betur fór, og höfðuðu mál. Því máli lyktaði með dómi Hæstaréttar í október 1996, rúmum 6 árum muni breytast meira í rétta átt, þegar nýjar kynslóðir lögfræð- inga komast til meiri áhrifa. Sannleikurinn er sá, að í því hlýtur að felast mikill léttir fyrir dómara að gefa vildarsjónarmið „Taka má undir tilvitnuð orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns um stöðu og hlutverk dómstóla í íslenskri stjórnskipan. Svo virðist sem þau hafi farið fram hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra og væntanlega eru þau dómsmálaráðherra ókunn, enda var hann á skíðum I útlöndum þeg- ar forsætisráðherra varð fimmtugur. Eru þau því rifjuð upp hér.“ eftir að álitsgerð mín hafði birst í Morgunblaðinu (H. 1996.2956). Niðurstöður réttarins urðu allar hinar sömu og mínar. Starfsem- in var ólögmæt, og af þeim sömu ástæðum og ég hafði til- greint. Þessi ólögmæta starfsemi hafði farið óáreitt fram allan tímann. Tilviljun réði því að dómstólar voru spurðir um lög- mæti hennar. Þetta sýnir vel að dómstólar geta aldrei sinnt því hlutverki að leiðrétta allt sem aflaga fer. Áhrif þeirra felast fyrst og fremst í því að bregðast ekki hlutverki sínu þegar á það reynir, þannig að send séu þau skilaboð til handhafa fram- kvæmdar- og löggjafarvalds, að geri þeir sig seka um að virða ekki meginreglur um réttarör- yggi, þá megi þeir vænta þess að menn geti borið slíkt undir dóm- stóla með árangri. Hugarfarsbreytingar í þessa átt hjá æðsta dómstóli þjóðar- innar hafa verið hægfara en þær hafa samt ótvírætt orðið nokkr- ar. En betur má ef duga skal. Það sýna dæmin sem ég hef nefnt. Ég held að hugarfarið og geðþótta upp á bátinn og taka til við að dæma bara eftir þeim hlutlausa lögfræðilega mælikvarða, sem kennt er að dómstólar eigi að dæma eftir.“ Vaxandi réttaröryggi Taka má undir tilvitnuð orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns um stöðu og hlutverk dómstóla í íslenskri stjórnskipan. Svo virðist sem þau hafi farið frant hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra og væntanlega eru þau dómsmála- ráðherra ókunn, enda var hann á skíðum í útlöndum þegar for- sætisráðherra varð fimmtugur. Eru þau því rifjuð upp hér. Dómi Hæstaréttar Islands í máli Valdimars Jóhannessonar ber öllum að fagna. Dómurinn sýnir að réttaröryggi borgaranna fer vaxandi. Hæstiréttur íslands bregst ekki hlutverki sínu og hikar ekld við að senda fram- kvæmdar- og löggjafarvaldi skilaboð þegar þessi handhafar ríkisvaldsins gera sig seka um að virða ekki grundvallar mannrétt- indi. Veðrið í dag... Norðan kaldl og sums staðar stinnlngskaldi og él á norðanverðu landinu, en gola eða kaldi og skýjað með köflum sunnanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðvestantil. ffiti 8 til 0 stig. Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka er á öllum vegum í nágrenni Reykjavíkur. Skafrenningur er á Reykjanesbraut, í Þrengslum og á Hellisheiði. Óveður er á SnæfeHsnesi og víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er skafrenningur og slæmt ferðaveður. Einnig er mjög slæmt veður um aUt Norður- og Austm-land. Talið er ófært vegna veðurs frá Hofsósi til Siglufjarðar, á Öxnadalsheiði, um KísUveg, Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði. Á hringvegi við Lómagnúp er talið ófært vegna storms.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.