Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 14
f 30 — LAUGARDAGVR 19. DESEMBER 1998 Heilsan um jolm Jólin koma með allan sinn góða mat ogþá erum aðgera að vera skynsamur svo ekki verði eftirkíló eða tvöþegar hátíðinni lýkur. A jólum er gott að borða vel, Iiggja með góða bók í sófa og kannski konfektskálina innan seilingar. Með öðrum orðum, troða sig út af góðum mat og liggja á meltunni, allt í nafni þess að „hafa það gott.“ - En hversu hollt er þetta? Er kannski betra að fara út að hlaupa upp úr kl. 6 á jóladagsmorgun til að verða ekki jólaspiki að bráð? „Það er nú kannski fullgróft, en það er auðvitað alveg fullkomið tækifæri um jól og áramót þegar fólk er í fríi að fara í gönguferðir um nágrennið og þá helst að taka sem flesta fjölskyldumeðlimi með sér,“ segir Bryndís Eva Birgisdóttir nær- ingarfræðingur. „Til þess að fólki líði sem best almennt þarf að vera jafnvægi á milli matar og hreyfingar. Þeir sem vanir eru að hreyfa sig ættu að halda þeim sið, því það er heldur ekki gott að snarbreyta um Iifn- aðarhætti, þó aðeins sé um nokkra daga að ræða.“ SúMoilaði eða ávextir? - Siðir og venjur útheimta oft hamborgar- hrygg á aðfangadag og hangikjöt á jóladag, hvað með saltmagnið, er það ekki allt of mikið? „Svona einu sinni á ári ætti að vera í Iagi, þó þetta sé talsvert magn á tveimur dögum. Líkaminn skilar því síðan út næstu daga á eftir. Þetta eru hins vegar Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur segir að hófsé best í öllu en þó allt í lagi að hiaupa út undan sér stöku sinnum. rótgrónir siðir og ég fyrir mitt leyti ætla ekki að breyta neitt til og borða mitt hangiket og hamborgarhrygg eins og venjulega. Hins vegar þurfa þeir sem á annað þorð eru viðkvæmir, t.d. hættir til að safna á sig bjúg, að gæta að saltinu, og ættu kannski að huga að því að hafa minna saltan mat annan daginn að minnsta kosti. En það má líka bara minn- ka við sig kjötskammtinn, þá fær maður sjálfkrafa minna salt. Ef fólk vill forðast að fitna um jólin er eitt ráð að hafa millidagana sem eðlileg- asta og borða síðan hóflega af því sem í boði er hina dagana. Eitt sem aldrei er lögð nógu mikil áhersla á er að borða hægt og rólega og njóta matarins í botn en vera ekki í kapphlaupi við næsta mann. Það er hins vegar algengt að sælgætisbréfin hrúg- ist upp án þess að maður finni almenni- lega bragðið af súkkulaðinu. Ef maður síð- an hugsar málið aðeins lengra þá Iíður manni yfirleitt ekki vel þegar maður er bú- inn að belgja sig út af mat og sælgæti. Það er því hófið sem gildir í mataræð- inu, en síðan er um að gera að fara í góð- ar gönguferðir, skoða jólaljósin og vetrar- búning náttúrunnar. Ef erfitt er að hafa sig af stað, er gott að muna eftir því hvað maður hressist allur, líður betur og verður meira Iifandi við að fara í röskan göngutúr. Þá er maður líka búinn að vinna fyrir því að leggjast uppí sófa aftur með fulla skál af... ávöxtum. -vs r HEILSUMOLAR Hiti eftir hjartaslag Hækkun líkamshita fyrstu 72 tfmana eft- ir hjartaslag virðist hafa þau áhrif að líkur á dauðsfalli aukist um allt að 16 falt, eft- ir því sem spænskir vísindamenn segja í desemberhefti ameríska hjartaverndarfé- lagsins. Grein ingá flensu Nú hefur verið leyft í Bandaríkj- unum nýtt próf sem g e t u r skorið úr því hvort við- komandi er með inflúensu eða bara venjulegt kvef á innan við 20 mínútum og getur það komið sér vel fyrir marga. Sykur í fæðiuini Þegar blóðsykur líkamans sveiflast hratt, getur það valdið ýmiskonar geðsveiflum og einnig slappleika og leiða. Til að draga úr unnum sykri í fæðunni er ágætt að sleppa kökum, sætindum og kexi, borða heilhveitibrauð eða gróft brauð í stað hveitibrauðs, sleppa morgunkorni með sykri og drykkjum sem eru sætir. Borða ferska ávexti í stað ávaxta í dósum og draga úr neyslu gosdrykkja. Bónus við slíkt fæði er svo að mað- ur grennist, því sykrin- um fylgir g j a r n a n fita og með því að s k e r a h v o r u - tveggja niður, grennist mað- ur óhjákvæmilega. Beinþyimiiig Beinþynning er einkum vegna skorts á estrógeni hjá konum, þó aðrar orsakir eins og skortur á kalki séu gjarnan nefnd- ar til sögunnar. Beglulegar æfingar virðast seinka beinþynningu og því er áríðandi fyrir konur á miðjum aldri og eldri að stunda æfingar. Tai-chi og jóga henta þeim vel sem ekki vilja eða geta stundað harkalegri æfingar. Stöðug þreyta Þriðja hvem mánuð kemurhingað til lands enskur læknir sem heldurfyrír- lestra og aðstoðarfólk vegna síþreytu og vefjagigtar. „Dr. Downing hefur komið hér um tíma, en aðdragandi þess var að sjúklingur með síþreytu las eftir hann bók, „Why ME“ og fannst hann áhugaverður,“ segir Anna Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem þjáðst hefur af síþreytu og fengið við henni bót með aðstoð enska lækn- isins. „Sá sjúklingur leitaði til Nutrition Association í York, þar sem hann vinnur og fékk góða raun af meðferð- inni. Downing er sérfræðingur í umhverfis- og næringar- meðferð og samkvæmt reynslu hans er hægt að ná veru- legum árangri í meðferð á síþreytu. Þær fréttir eru mjög góðar og veita nýrri von til þeirra er þjást af þessum sjúk- dómi.“ Það sem Downing gerir fyrst er að athuga hvað gerst hefur í lífi fólks. Svo mælir hann magn ýmissa vítamína og getu líkamans til að taka þau upp, því sumum dugar ekki að borða vítamín, Iíkaminn nær ekki að nýta sér þau. Einstaklingsbundið er hversu löng meðferðin er, þeir sem verstir eru þurfa ef til vill að hitta hann þriðja hvern mánuð í allt að tvö ár. Hann ráðlegg- ur gagngera breytingu á lifnaðarhátt- um, meðal annars að taka Iífinu með ró og spekt. Margvlsleg eiiikenni Anna segir einkenni síþreytu mörg og erfitt að henda reiður á þeim öllum. Margir sem fá þennan sjúkdóm virð- ast hafa það helst sameiginlegt að vera kappsfullir einstaklingar sem um langa hríð hafa verið undir miklu álagi og ofgert sér. Algengt er að fólk þrói upp fæðuóþol eða fæðuofnæmi. „Það sem gerist er einfaldlega það að ónæmiskerfíð ræður ekki við ástandið og hrynur. Fólk fær endurteknar sýk- ingar og þeir sem til dæmis hafa þurft að eiga við matarofnæmi eru veikari fyrir því þá skortir hreinlega orku til að eiga við veikindin. I blóði fólks sem er með síþreytu mælast gjaman veirur, til dæmis Epstein Barr sem ansi oft er til staðar,“ segir Anna. ,yYfleiðing þessa sjúkdóms er oft þunglyndi og er það skiljanlegt, því oft er fótunum gjörsamlega kippt undan fólki og það verð- ur að horfast í augu við alveg nýja veröld.“ Þörf fyrir stuðngishóp Hér á landi eru Ijölmargir með síþreytu og veljagigt,“ segir Anna. „Það er til staðar stuðningshópur fyrir þá og fínnst mörgum ómetanlegt að geta fengið þann stuðning, að geta rætt við aðra sem eiga við svipuð vandamál að stríða án þess að horft sé á þá með svip sem segir að þeir séu nú bara að búa þetta til. Ástæða þess að Downing kemur hing- að til lands er kannski fyrst og fremst sú að hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á þessum sjúkdómi og er búinn að vinna með hann í áratugi og hefur tök á að sinna ýmsum rannsóknum sem ekki eru gerðar hér á landi. Það er enginn læknir hér á landi sem hefur sérhæft sig í þess- um sjúkdómum. Helstu læknislyf hafa verið mild geðlyf sem hjálpa en eru alls ekki fullnægjandi meðferð. Kannski fínnst læknum vefjagigtar- og síþreytu- sjúklingar vera erfíðir sjúklingar vegna þess að tiltækar meðferðir liggja ekki fyrir, þar sem þeir hafa ekki tileink- að sér næringar- og umhverfislækningar." -vs Anna Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.