Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 18
34- LAUGARDAGllR 19. D E S F. M B E R 1998 Utrás Við heyrum mikið og lesum, margt um hugsanlega „heims- frægð“ íslenskra poppara á er- lendri grundu þessa dagana og kannski ekki að ástæðulausu, þótt segja megi að verið sé að bera í bakkafullan lækinn og meira gert úr en ástæða er til. Af einu eru nú hins vegar tíðindi, sem telja verður býsna mikil- vægt og merkilegt, en það snert- ir félagana í rokksveitinni Dead Sea Apple. Sú ágæta sveit á feril að bald allt aftur til ársins 1992 og hafa á þeim tíma verið hægt og bítandi að skapa sér nafn. Fyrstu og einu plötuna hingað til, Crush, sendu þeir Steinar og félagar frá sér fyrir tveimur árum, fína og framsækna plötu, sem var tvímælalaust ein af þeim athygliverðari það árið. I kjölfar hennar hafa þeir svo lítið ber á verið að þreifa fyrir sér er- Iendis, sem nú hefur í það minnsta skilað þeim árangri, að sveitin verður að öllum líkindum þátttakandi næsta sumar í hinni mjög svo frægu Lollapalooza tónleikaferð um Bandaríkin, en hún hefur verið til staðar um Dead Sea Apple EjheadseaApple second 1 Secondl með Dead Sea Apple. Er hún rokkplata ársins? nokkurt skeið, verið einskonar tónleikahátíð á hjólum og skart- að stórsveitum á borð við Metallica í aðalhlutverki. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu gullið tækifæri þetta er fyrir Dead Sea Apple ef vel til tekst og verður mjög spennandi að fylgjast með hvernig útkoman verður. Stóra málið nú er hins vegar nýja platan, Second 1, sem þeir voru að gefa út nú hér- lendis og mun væntanlega koma út síðar í Ameríku. í skemmstu máli sagt er það engin tilviljun að menn sýni sveitinni áhuga er- lendis, þegar hlustað er á plöt- una. Hún er nefnilega í fáum orðum sagt, gríðarsterk og vel- heppnuð rokkplata í alla staði og án efa ein sú allrabesta sem litið hefur dagins ljós á þessu ári á Islandi. Fellur þar allt saman í eitt, góður hljómur og upptaka, en fyrst og síðast góðar og hnit- miðaðar lagasmíðar sem jafnast á við það besta sem gerist. Meira þarf í raun ekki að segja um þessa plötu. Hún á skilið að fá góðar móttökur og það strax, en ekki e.t.v. síðar þegar fregnir af góðum árangri erlendis taka að berast. Dómadrépa Hörður Torfa - Rætur og vængir Jöfn Hörður Torfa er með lífseigari og einbeittari tónlistarmönnum þjóðarinnar. Hefur aldrei látið bilbug á sér finna, allavega í seinni tíð. rætur og vængir mun vera hans 18 plata á nær 30 ára ferli. Á henni er Hörður í sínu besta formí, að mestu einn með gítarinn og býður upp á jafna og nokkuð heilsteypta þanka. Yrkisefnin sótt m.a. til Vatnsenda- Rósu og víðar með þeim hætti sem Herði er jafnan eiginlegt. Fyr- ir um fjórum árum sendi Hörður frá sér Gull og svipar þessari nokkuð til þeirrar góðu plötu. Land og synir - Alveg eins og þú Léttir Landsins synir I samkeppni við aðrar sveitir á borð við Skítamóral, Á móti sól og kannski Sóldögg líka m.a. hafa suðurlandspiltarnir kenndir a.m.k. í eínu tilfellí við Hvolsvöll, staðið sig ansi vel í að öðlast hylli landans á dansleikja- markaðnum. Og ekki bara það, heldur hafa þeir sent frá sér hvert lagið af öðru sem náð hafa vinsældum. Ein fimm eru þau víst áður en ráðist var í að taka upp þesa plötu. Þau eru þarna flest eða öll auk nokkurra annarra sem líka falla vel inn í vinsældamyndina. Gleðipopp sem þetta, eða hvað sem má kalla það er umdeilan- legt, en á samt sannarlega rétt á sér. Og þegar jafn sómasamlega tekst til með þessum léttleikandi hætti og hjá Landi og sonum, þá er ekki ástæða til að kvarta. Vel unnin plata sem þjónar vel sínum tilgangi. Súkkat - Ull Alveg makalausir menn Hvað er hægt að segja um tvo matreiðslu- menn, sem taka sig til og koma fram sem dúett, gefa út plötu, ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár og koma í hvert skipti á óvart eft- ir að menn hafi haldið að slíkt gæti ekki end- urtekið sig. Harla lítið nema hvað að þetta eru makalausir menn þeir Hafþór Ólafsson og Gunnar jónsson, sem nú koma þriðja sinn með plötu í líki dúettsins Súkkat. Lýður þessa lands er farinn að þekkja piltana og því er ekki hægt að segja mikíð meir um þá og þeirra mjög svo sérstæða stíl. Ýmsir hjálparkokkar hafa komið við sögu áður og svo er einnig nú með Megas sjálfan sem hálfgild- ings aukameðlim. Ekki skemmir skáldið það fyrir félagsskapnum, heldur gerir hann bara enn sérstæðari og skemmtilegri. Maður segir bara, í öllum bænum látið ekki þennan gleðigjafa framhjá ykkur fara! Bang Gang - Bang Gang Gæðapopp Líkt og þríeykið Lhooq, sem náð hefur vissri fótfestu erlendis, er dúettinn Bang Gang, skipaður þeim Barða og Esther, á þeirri línu í danspoppinu margræða, þar sem melódían, laglínan skiptir ekki hvað minnstu máli. Minnir þessi lína nokkuð á það sem nýróm- antíkin mótaði um og eftir 1980 með auðvit- að öllum þeim nýjungum og straumum sem bæst hafa við upp frá því. Með vinsældum lagsins So alone í sumar, sem kom út á safnplötunni Kvistir, gáfu þau skötuhjú sterklega til kynna hvað í vændum væri með fyrstu plötunni. í meginatriðum hefur þeim tekist að skapa nokkuð heildstæða plötu, sem bara að manni sýnist verðskuldar að kallast gæða- poppsplata. Kemur því áhugi frá ýmsum stöðum erlendis ekki á óvart og gætu þau tvö hæglega orðið ný útflutningsvara innan tíðar. Sveitasveitin Hundslappadrífa - Ertúr sveit? Margt gerist gott í sveitinni Nú þegar sér tyrir endann á útgáfuflóðinu fyr- ir jólin, virðist eitt af því sem stendur upp úr vera hversu margar vandaðar plötur hafa litið dagsins ljós. Hefur hlutfallið sjaldan líldega verið betra í þeim efnum. Þessi gripur með Hundslappadrífu, uppfull af þjóðlagatónlistar- áhrifum úr ýmsum áttum, er svo sannarlega ein þeírra sem þannig háttar um. 16 lög sem spanna allt frá skandinavískum stíl til Keltnesks og jafnvel til tregalendna, eru sérlega vel flutt og greinilegt að þau sex sem skipa sveitina eru fagfólk með reynslu í tónlist. Tveir meðli- manna, Þorlákur og Þorkell Símonarsynir, sem syngja og Ieika á strengjahljóðfæri, bera af langmestu leyti ábyrgð á lögum og text- um, en með nokkrum undantekningum þó. Má þar sérstaklega nefna lag við Ijóð Guðmundar Böðvarssonar, Fjósabrekku Finnur, en það Ijóð er úr bálki miklum eftir Guðmund sein kallast Salt korn í mold 1. Ber að hrósa fyrir áræði þessa ágæta „sveitafólks" að gera þessa plötu og á hún alla athygli vel skilda. .D^ur" Móa. Gæti orðið næsta poppstjarna íslands. Stjarna að mót- ast? Það hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar frá því að Móa, Móeiður Júníusdótt- ir, kom sá og sigraði í söngvakeppni framhaldsskól- anna fyrir um áratug eða svo. í stórum dráttum þekkja Iandsmenn framhaldið. Varð stúlkan fljótlega meir og meir áberandi í poppinu, gerði m.a. sína eigin plötu, Síðasta lag fyrir fréttir og var annar helmingur tvíeykisins Bong ásamt karli sínum Eyþóri Arnalds. Ýmislegt fleira, söngur inn á hinar ýmsustu plötur t.a.m. hefur hún svo tekið sér fyrir hendur jafn- framt því að byggja feril sinn, með og án Eyþórs, jafnt og þétt upp heima og erlendis. Afrakstur erfiðis síns sá Móa svo að nokkru verða að veru- leika sl. ár með samningi við útgáfuna Tommyboy í Amer- íku, þar sem Iðnaðarráðu- neytið kom við sögu sem nokkurs konar styrktaraðili. Við hin, sjáum svo nú aftur afrakstur þessa með því, að fyrsta platan hennar Móu, Universal, hefur Iitið dagsins Ijós. Kynþokki og dulúð m.a. mótar ímynd Móu og það endurspeglast nokkuð vel í tónlistinni, sálar/djass/fönks- legnu danspoppinu sem al- mennt talað kallast R&B nú. Ef marka má viðbrögð og við- tökur við plötunni í það heila hingað til, þá virðist þessi markaðssetning á Móu og hennar tónlist ætla að takast bærilega. Hún gæti verið að mótast sem ný íslensk popp- stjarna á heimsgrunni, alla- vega stenst hún fyllilega sam- anburð við aðrar píur sem verið hafa að gera það gott í þessum stíl, t.d. Eryka Badu, Lauryn HiII og Monica. Uni- versal er með öðrum orðum pottþéttur byijunargjörningur á sínu sviði, með söngkonu sem hefur ótvíræð sérkenni. Það hefur ekki svo lítið að segja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.