Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 21

Dagur - 19.12.1998, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 - 37 Tk^ur R A Ð f kUGLÝS 1 l\ 1 G A R ATVINNA HUSNÆDI Verkefnisstjóri Vinnuklúbbsins í Menntasmiðjunni á Akureyri Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra Vinnuklúbbsins á Akureyri. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni með góð- um líkum á framhaldi. Verkefnið verður unnið á vegum Menntasmiðjunnar í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Það er byggt á svipuðum hugmyndum og Vmnu- klúbburinn í Reykjavík, og er fyrir bæði konur og karla. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun eða aðra menntun sem nýtist við skipulagningu, ráðgjöf og kennslu. Hún/hann skal búa yfir færni í samskiptum, staðgóðri þekkingu á íslensku samfélagi og reynslu af að starfa með fullorðnu fólki. Umsóknarfrestur er til 29. desember nk. og umsóknir skal senda til Menntasmiðju kvenna, Gler- árgötu 28, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir verkefnisfreyja Menntasmiðj- unnar í síma 462 7255 eða í gegnum netfang: menntasmidjan@nett.is Náttúruvernd ríkisins óskar að ráða náttúrufræðing til að vinna að verkefnum er tengjast mannvirkja- og skipulagsmálum, 1/2 starf, og fræðslumálum, 1/2 starf. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 1999. Upplýsingar veitir forstjóri í síma 562 7855. Atvinna í boði Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu er að leita að starfskrafti til framtíðarstarfa. Starfið felst m.a. í bónleysingu og bónvinnu og ýmsum veggja- og loftahreingerningum. Mikil vinna er í boði, bæði dag- og kvöldvinna. Reynsla ekki nauðsynleg. Áhugasamir hafi samband við Þráin í síma 587 3111. Einskonar Au-pair innanlands Fjölskylda í miðbæ Reykjavíkur leitar eftir elskulegum dugnaðarforki til aðstoðar við rekstur heimilis og vinnustofu heimilismanna. Þarf að geta talað eitthvað í íslensku og/eða eitthvað í ensku og hafa bílpróf. Tímabil des./jan. til vors eða lengur. Upplýsingar veittar í símum 551 2427 og 561 2428 og netfang valgeir@mailbox.is i§6í RANNSOKNASTOÐ SKÓGRÆKTAR RÍKISINS ICELAND FOREST RESEARCH STATION Sérfræðingur Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins óskar að ráða sérfræðing. Starfið felst í rannsóknum á viðarvexti, frostþoli, erfðafræði og kynbótum trjátegunda. Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. M.Sc.-námi í skógfræði eða sambærilegri menntun í lífvísindum, og hafa reynslu af rannsóknastarfi á starfssviðum sem að ofan er getið. í starfinu felst skipulag, framkvæmd og ábyrgð á tilraunum, söfnun gagna, tölvuvinnsla og tölfræðileg úrvinnsla þeirra, og hæfni til þess að miðla upplýsingum og rannsóknaniðurstöðum í rituðu og töluðu máli. Aðsetur sérfræðings verður á Akureyri, en umsækjandi verður að vera tilbúinn að ferðast og vinna tímabundið fjarri heimili. Umsóknarfrestur er til 29. desember. Upplýsingar veitir: Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður, s. 566 6014 og 898 7862, fax 566 7750, netfang: adalrsr@simnet.is Löglærður aðstoðar- maður dómara Héraðsdómur Vesturlands óskar að ráða löglærðan að- stoðarmann dómara, sbr.17. gr. laga nr. 15/1998. Umsóknir skulu sendar undirrituðum dómstjóra fyrir 31. desember nk., Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi. Ráðið verður í starfið frá áramótum. Upplýsingar í síma 4372121 eða (eftir vinnu) 4371566. Finnur Torfi Hjörleifsson. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffiæði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíf- fræði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Professor Frank Gannon, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, Postfach 1022.40, D-69012 Heidelberg, Pýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurn- um. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 15. febrúar, en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Upplýsingar og eyðublöð er einnig að finna á veffangi EMBO http://www.embo.org/ Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1998. www.mrn.stjr.is W W mfmfm mW H S3R fl WTm H FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Húsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu sem fyrst, 3ja - 4ra herbergja íbúð í neðra Þorpinu á Akur- eyri. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Upplýsingar í síma 461-1242. ANNAD MMIMMMMMMM Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar veitir árlega viðurkenningu fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði at- vinnurekstrar á Akureyri. Fyrirtæki ársins 1998 verður valið nú um áramót. Við veitingu viðurkenningarinnar mun atvinnumálanefnd einkum taka tillit til framlags til atvinnusköpunar og sérstaks árangurs á sviði nýsköpunar og markaðs- setningar. Atvinnumálanefnd leitar nú ráðuneytis Ak- ureyringa um tiinefningu fyrirtækis. Vinsamlega sendið ykkar hugmyndir til Atvinnumálaskrifstofu að Strandgötu 29, fyrir 6. janúar nk. ÚTBOÐ UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum endurmálun á leikskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000 frá þriðjudegi 22. des- ember 1998. Opnun tilboða: miðvikudaginn 6. janúar 1999, kl. 11:00 á sama stað. bgd 132/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum endurmálun á grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000 frá þriðjudegi 22. des- ember 1998. Opnun tilboða: miðvikudaginn 12. janúar 1999, kl. 14:00 á sama stað. bgd 133/8 INNKAUPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120 - Netfang:isr@rhus.rvk.is Veffang:www.reykjavik.is/innkaupastofnun Hvað er á seyöi? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, # símbrófi eða hringdu. ritstiori@dagur.is / fax 460 6171 / s/mi 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. Áskriftarsíminn er 800-7080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.