Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 2
18 - ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 Tkyptr LÍFID 1 LANDINU ■ SMATT OG STÚRT HlA UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDORSSON Árni Johnsen. „Það er mikið ok lagt á heiðarlega framsóknarmenn í vor að þurfa bæði að rísa undir Kögunar-Gulla og Kidda sleggju." Indriði á Skjald- fönn í pistlinum Skýrt og skorinort í héraðsfréttablað- inu Vestra. Lokað fyrir Páli Mönnum er enn í fersku minni rimman á milli Arna Johnsen og Páls Oskars Hjálmtýssonar á dögunum. Þá sakaði Páll Óskar Árna um að hafa ráðist að ástmanni sínum á hljómsveitar- sviðinu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hent honum út fyrir að iðka hommaskap upp á sviði. Síðan komu þeir félagar fram í sjónvarpi og deildu um atburðinn. Sagan segir að hinir frægu hrekkjalómar í Vestmannaeyjum hafi sent þingmanni sínum, Arna Johnsen, jólagjöf á dögunum. Þar var um að ræða sérsmíðana stóra rasshlíf og aftan á henni stóð: „Lokað fyrir Páli.“ Ómar Ragnarssonar orti hér í eina tíð: „Lok, lok og Iæs og allt í stáli/lokað fyrir Páli. Vitriiigamirþrír Hörður Kristjánsson skrifar leiðara í héraðs- fréttablaðið Vestra á dögunum sem hann nefn- ir Vitringarnir þrír. Þar fjallar um kvótadóm Hæstaréttar og viðbrögð þriggja ráðherra við dómnum og á vart orð til að lýsa hneykslan sinna á þeim. Síðan segir orðrétt: „Fyrir hópi vitringanna þriggja stígur nú forsætisráðherra, Davíð Oddsson, fram fyrir þjóð sína með bull, Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra er með ergelsi og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra er með hreina firru." Magnús ogTjallamir Og fyrst við erum að vitna í Vestra er upplagt að endursegja ágæta gamansögu úr því ágæta blaði. Þar segir frá manni sem eitt sinn bjó á Isafirði og hét Magnús Arnórsson, öðlings- maður og dugnaðarforkur. Hann var upp- nefndur „Maggúdd." Um 1970 var oft mikið um þýska óg breska togara í ísafjarðarhöfn. Einhverju sinni spurðist út að hægt væri að gera góð kaup á áfengi í einum togaranna. Magnús brá við, vippaði sér um borð og tókst með handapati og einhverjum orðum að gera Bretunum skiljanlegt að hann vildi kaupa flösku. Stýrimaður sótti flöskuna og fékk Magnúsi en hann rétti fram peninaseðla. Sá breski velti seðlunum fyrir sér og sagði svo allt í einu: „No good, no good.“ Magnús misskildi Bretann og svaraði á íslensku og var reiður yfir því að tjallinn væri að hæðast að uppnefninu: „Nei, nei, nei, Maggúdd, Maggúdd," og hrifs- aði seðlana af Bretanum og fór í land flösku- laus. Sumir og sumir ekki Þorleifur Konráðsson frá Frostastöðum í Skagafirði orti: I föðurætt minni og móður menn ég þekki. Sumum þykir sopinn góður og sumum ekki. Tinna Gunnlaugsdóttir leik- kona er nýr forseti Banda- lags íslenskra listamanna, BÍL Hún segir að framundan sé mikil yfirlega til að finna út hvernig helst megi gæta höfundarréttar listamanna við breyttar þjóðfélagsaðstæður. Styrkjum ræturnar Meginmarkmið BÍL erað efla vitund okk- ar og sjálfstraust sem þjóðar. „Efviðætl- um ekki að drukkna í útþynntri alþjóða- menningu, verðum við að styrkja rætur okkarsvo um munar. “ SPJALL Sumum kann ef til vill að hafa komið á óvart að sjá í íjölmiðlum nýlega að Tinna Gunnlaugsdóttir hafi verið kosin forseti BIL en það er alls ekki jafn ólíklegt og virðist við fyrstu sýn. Tinna hefur nefnilega sinnt féíagsmálum fyrir leikara um nokkurt skeið og þeg- ar hún fékk áskorun frá stjóm BIL um að taka að sér forystuna ákvað hún að taka henni. Hún segir að verkefni fyrir nýjan for- seta skorti ekki, en hún vill gefa sér tíma til að setja sig inn í verk- efnin áður en hún kemur með yf- irlýsingar um breyttar áherslur, eða helstu stefnumál. „Hjálmar H. Ragnarsson fráfar- andi forseti vann listum og menningu mikið gagn með þraut- seigju sinni og vilja. Eg býst við að ég reyni að halda hans starfi áfram eftir fremsta megni og síð- an mæta nýjum málum eftir bestu samvisku.“ Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona er nýkjörin forseti Bandalags ís- lenskra listamanna, BIL. Hún segir að listamenn þurfi að huga betur að höfundarrétti sínum. Tinna segir að megin markmið og tilgangur stórra samtaka á borð við Bandalag Islanskra Listamanna, sé fyrst og fremst að efla vitund okkar og sjálfstraust sem þjóðar, sem hefur eitthvað fram að færa á sviði lista og menningar. „Við þurfum að efla sjálfstraustið og átta okkur á að við höfum ýmislegt fram að færa sem við getum verið stolt af, - sem einstaklingar og sem þjóð. Ef við ætlum ekki að drukkna í útþynntri alþjóðamenningu, verðum við að styrkja rætur okk- ar svo um rnunar." Þrýstir á stjómvöld Þeir eru ekki margir sem átta sig á hlutverki Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, enTinna segir að bandalagið sé ekki stéttarfélag heldur fyrst og fremst samtök listamanna í Iandinu. Það sé hugsað sem nokk- urs konar þrýstihópur á stjórnvöld til að fleyta málum lista og menningar áfram og veita þeim fulltingi. „Það má segja að bandalagið sé nokkurs konar Iistaráð. Það á að vera stjórnvöldum og þá fyrst og fremst menntamálaráðherra til ráðuneytis í öllu sem viðkemur listum og menningu og vinna að hagsmunum Iista og listamanna á breiðum grundvelli." Uppeldislegt gildi - En hver eru fyrstu verkefni nýrrar stjómar? „I fljótu bragði mundi ég vilja nefna aukna áherslu á uppeldislegt gildi lista, list og lista- menn inn í skólana í auknu mæli, - skólana á listviðburði í auknu mæli. Nú og í stóra sam- henginu þurfa öll Iistamannafélög að huga vel að því að tryggja annars vegar að fólk hafi að- gang að listum og hins vegar að þeir sem búa til list njóti þess höfundarréttar sem því fylgir," svarar hún. -GHS FRA DEGI TIL DAGS Vinátta er lfk peningum, það er auð- veldara að afla hennar en halda henni. Samuel Butler. Þetta gerðist 29. desember • 1852 var Emma Snodgrass handtekin í Bandaríkjunum fyrir að ganga í buxum. •1891 fékk Thomas A. Edison einkaleyfi á útvarpssendingum. • 1908 reið ofsaveður yfir Suðurland og eyðilögðust þá kirkjur á Stóra-Núpi og Hrepphólum. • 1940 hófu Þjóðveijar sprengjuárásir á London. • 1949 voru öll iðnfyrirtæki þjóðnýtt í Ungverjalandi. • 1989 varð Vaclav Havel forseti Tékkóslóvakíu. Þau fæddust 29. desember • 1721 fæddist Jeanne-Antoinette Pois- son, markgreifafrú af Pompadour, sem var hjákona Lúðvíks 15. Frakkakon- ungs. • 1809 fæddist breski stjórnmálamaður- inn William Ewart Gladstone, sem gegndi ijórum sinnum embætti forsæt- isráðherra í Bretlandi. • 1907 fæddist Vilhjálmur Guðmundsson skáld frá Skáholti. •1910 fæddist Gunnar Thorodssen for- sætisráðherra • 1929 fæddist Olafur Skúlason biskup. • 1946 fæddist breska söngkonan Mari- anne Faithfull, British actress/singer • 1947 fæddist bandaríski leikarinn Ted Danson, SD Calif, actor (Sam Malone- Cheers, 3 Men 8c a Baby) Merkisdagurinn 29. desember Tómasarmessa erkibiskups og pfslarvotts í Kantaraborg (d. 1170). Tómas Becket var af auðugum Normannaættum, gagn- menntaður og gekk ungur í þjónustu erkibiskupsins í Kantaraborg, annaðist þar meðal annars samninga við krúnuna. Tómas var drepinn fyrir háaltari dóm- '-"'"í >1 T'i éW*f» kirkjunnar í Kantaraborg og var lýstur helgur maðurll73, var víðfrægur píslar- vottur um öll Vesturlönd og víðar. A Is- landi var Tómas einn helstu dýrlinga. Er saga hans til í fjórum gerðum, elsta þýð- ingin talin frá því um 1200 og víða á hann minnst í öðrum fornum ritum. Hann var höfðudýrlingur í ekki færri en fimm kirkjum og aukadýrlingur í fleiri kirkjum. Vísa dagsins Káinn orti þessa vísu til kisa eitt sinn. Gleðihoðskap hirti minn, hæti moði í stallinn, grútt og loðið læðuskinn! Læt svo froðu ’ t dallinn. i ■'yjt'fWi’*? ttstini vmnr- > «i<!*;‘múvi ■m# Afmælisbam dagsins Bandaríski Ieikarinn Jon Voight fæddist 29. desember árið 1938 og er því sextugur í dag. Hann verður að teljast með athyglisverðari Ieikurum í Hollywood alít frá því hann lék í Deliverance og Midnight Cowboy endur fyrir löngu, þótt hann hafi aldrei verið mjög áberandi sem „stjarna“. Á síðustu árum hefur hann sést í myndum á borð við Mission Impossible, Heat og Rainmaker.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.