Dagur - 29.12.1998, Síða 3
ÞRIOJVDAGUR 29. DESEMBER 1998 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Lögga aflífi og sál
Lögreglan hefur ávallt mannskap á vakt um jólin og Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að þá komi
viðkvæmari mál upp. „Ef hjónaskilnaður vofiryfir byrjar togstreita um börnin. Þvímiðurkoma stundum upp sjálfsvíg
kringum hátíðar því að það er sársauki og biturleiki í sálum fólks. “
Fjölskylduerjur, vímu-
efnaneysla, sjálfsvíg.
Hann erekkifagur
raunveruleikinn sem
blasirvið lögreglu-
mönnumávaktum
jólin.
„Það eina sem hefur setið í mér
gerðist veturinn 1958. Þá var
kampur við Suðurlandsbraut
sem hét Múlakampur og þar bjó
óreglufólk með börn sín í vistar-
verum sem voru á mörkum þess
að vera boðlegar. Þessi börn
voru pínulítil og vannærð. Eg
ólst upp á heimili þar sem vel
var hugsað um börnin og ég
fann svo mikið til með þessum
börnum. Gólffjalir vantaði og
rotturnar voru innan um allt.
Ekkert var rúmið heldur bara
fleti. Þetta var sorglegt. Ég hef
séð fólk í alls kyns vanda við
ýmsar aðstæður en þetta hef ég
aldrei séð aftur,“ segir Magnús
Einarsson, yfirlögregluþjónn í
Kópavogi.
Magnús er gamall í hettunni
í lögreglunni. Hann byijaði í
Lögreglunni í Reykjavík 15. jan-
úar 1958 ásamt sex öðrum.
Stærstan hluta starfsævinnar var
hann í höfuðstaðnum í ýmsum
verkefnum, meðal annars Vík-
ingasveitinni, en var einnig
sendur út á land. Hann hefur
því kynnst öllum hliðum lög-
reglustarfsins og fylgst með
breytingum í lögreglunni í gegn-
um áratugina. Stundum er talið
að niðurskurður komi illa niður
á löggæslunni í landinu en
Magnús er ekki sammála því.
Hann hefur fullt traust á yfir-
mönnum Iögreglunnar og lög-
reglumönnunum sjálfum.
Þegar spjallað er við Magnús
kemur strax í ljós að hann er
ímynd lögreglumannsins holdi
klædd. Hann er jákvæður og
bjartsýnn, ber hag borgaranna
fyrir bijósti og trúir á löggæslu,
aga og góða siði. Hann er sam-
mála því að íslenska lögreglan
hafi um sumt orðið staðgengill
hers, til dæmis hvað varðar Vík-
ingasveitina, sem hann telur að
hafi tekist vel. Að hans mati er
sveitin hæfilega stór og tilbúin
að grípa inn í þegar á þarf að
halda. Aldrei er að vita hvenær
sú stund rennur upp því að
harkan fer vaxandi, „sérstaklega
í tengslum við,“ segir hann og
getur ekki stillt sig, „bölvuð
fíkniefnin.“
Fékk pðrupilta tíl að aðstoða
sig
Magnús óttast ekki að flóðbylgja
fíkniefna og ofbeldis verði slík
að lögreglan fái ekki við ráðið
enda hefur hann fundið oftar en
einu sinni að lögreglan fær um-
svifalaust stuðning hjá almenn-
ingi þegar hún á undir högg að
sækja og æskir hjálpar. Hann
telur að Iögreglumenn verði að
Iíta í eigin barm ef sú stund
rennur einhvern tímann upp að
borgararnir neiti lögreglunni um
aðstoð. Þá verði illt í efni. Hann
leggur áherslu á að lögreglu-
mennirnir verði að treysta og
trúa á sjálfa sig til að aðrir hafi
trú á þeim. Hann nefnir dæmi:
„Einu sinni var bíll fastur á
Breiðholtsbraut. Ég sá pöru-
pilta, sem höfðu lent í útistöð-
um við lögregluna, skammt frá.
Eldri manneskja var við stýrið og
bíllinn spólaði töluvert. Ég kall-
aði í strákana með nöfnum. Þeir
hikuðu við, áttu sennilega ekki
von á að ég bæði þá um hjálp.
Þeir sáu að ég var einn og komu
svo allir fimm aftan á bílinn og
hjálpuðu mér að ýta. Ég þakkaði
þeim kærlega fyrir. Það var ekki
verra á milli en það að þessir
drengir, sem við lögreglumenn-
irnir höfðum orðið að glíma við
vegna óknytta, komu mér til að-
stoðar."
Viðkvæmari mál uiii jólin
Þegar dapurlega atburði ber á
góma, eins og oft er um jól og
áramót þó að lítið fari fyrir því,
neitar Magnús ekki að ýmislegt í
starfinu geti
tekið verulega
á. Það getur
verið erfitt að
vera lögreglu-
maður þegar
einstaklingur
hefur svipt
sjálfan sig eða
annan mann
lífi eins og því
miður hefur
stundum gerst. Lögreglumenn
eru bundnir trúnaði og mega
ekki ræða þessi mál við neinn. I
gamla daga var ekki um neina
presta eða sálfræðinga að ræða
sem lögreglumennirnir gátu leit-
að til. Nú er hins vegar áfalla-
prestur við störf í Reykjavík og
til hans geta lögreglumenn leit-
að.
„A jólum og öðrum stórhátíð-
um missum við lögreglumenn
að vissu Ieyti samband við Qöl-
skyldu okkar. Onnur dóttir mín
sagði eitt sinn við mig að hún
myndi helst eftir mér á jólum
sofandi í stólnum. Þegar ég var
búinn að vinna var ég orðinn
svo þreyttur eftir vaktina að ég
sofnaði þar sem ég var,“ rifjar
Magnús upp. Lögreglan hefur
að sjálfsögðu alltaf haft mann-
skap á vakt yfir jólin og Magnús
segir að þá séu verkefnin öðru-
vísi en venjulega.
„Það eru kannski viðkvæmari
mál sem koma upp um jólin, til
dæmis ósætti innan fjölskyldu.
Ef hjónaskilnaður vofir yfir bytj-
ar togstreita um börnin. Því
miður koma stundum upp sjálfs-
víg kringum hátíðar því að það
er sársauki og biturleiki í sálum
fólks. Þessi mál eru oft þyngri.
Við reynum að róa viðkomandi
og stundum höfum við þurft að
fá karlinn með okkur eða fara
með konu og börn til nánustu
aðstandenda."
En starfið er ekki bara krefj-
andi og erfitt. Lögreglumennirn-
ir fá stundum kveðju í formi
tertu eða blóma frá þakklátu
fólki og þá er indælt að lifa.
„Maður þarf að gefa af sér í
þessu starfi en það gefur líka
töluvert. Þegar ungt fólk er að
velta fyrir sér hvað það eigi að
leggja fyrir sig í lífinu og spyr
hvernig það er að vera lögga
svara ég að lögreglumannsstarf-
ið sé kjörið fyrir þá sem vilja
takast á við \irkilega erfitt hlut-
verk gagnvart sjálfum sér og öðr-
um. Starfið byggist á því að
skipta sér af hegðun annarra.
Það krefst þess að við sjálfir
séum góðar fyrirmyndir. Við eig-
um að vera valinkunnir og vel
þjálfaðir einstaklingar,“ segir
hann.
Nixon og Brandt
Magnús hefur hitt marga er-
Ienda þjóðhöfðingja og fræga
gesti og átt með þeim ánægju-
legar stundir. Honum er minnis-
stæður fundur Nixons og
Pompidous þegar Nixon birtist
skyndilega öllum að óvörum fyr-
ir framan bandaríska sendiráðið
og vildi fara í kvöldgöngu.
„Ég hélt að það væri nú í lagi
og við löbbuðum af stað. Líf-
verðirnir höfðu ekki hugmynd
um þetta fyrr en við fórum af
stað. Þá komu þeir hlaupandi á
eftir okkur. Við fengum okkur
góða kvöldgöngu eftir Lækjar-
götu, Bankastræti og upp
Laugaveginn, fórum svo Smiðju-
stíginn og Bergstaðastrætið.
Ungt fólk var að ærslast í mið-
borginni. Lifverðirnir voru
smeykir en ég kannaðist við
krakkana og heilsaði þeim og ró-
aði lífverðina. Nixon var mjög
ánægður með gönguna og sendi
Alexander Hike hershöfðingja
sinn út til mín á eftir með erma-
hnappa merktum sér sem ég á
alltaf til minningar."
Aðra sögu
kann Magnús
af því þegar
hann var á
mótorhjóli að
fylgja þýska
leiðtoganum
Willy Brandt á
leið frá Stjórn-
arráðinu að
Ráðherrabú-
staðnum þegar
bíll Brandts stöðvast skyndilega
á gatnamótum Bankastrætis og
Austurstrætis. Brandt fer út úr
bílnum og leggur af stað gang-
andi. Magnús lét vita af því að
hann færi af mótorhjólinu án
þess að láta vita hvers vegna og
hélt í humátt á eftir Brandt.
„Hann kíkti í verslanir í Aust-
urstrætinu og fór svo inn í
Heimilisiðnaðinn í Hafnar-
stræti. Afgreiðslufólkið kannað-
ist strax við hann og afgreiddi
hann. Þegar hann var kominn út
í Aðalstræti hnippti hann f mig
og bað mig um að lóðsa sig út
að Ráðherrabústað. Svo gengum
við saman eftir Tjarnargötunni."
-GHS
Brandt „kíkti í verslaniríAusturstrætinu ogfór
svo inn í Heimilisiðnaðinn íHafnarstræti. “...
“Þegarhann varkominn útíAðalstræti hnippti
hann í mig og bað mig um að lóðsa sig út að
Ráðherrabústað. “
BÆKUR
Fjölbreytt hljóðbókaút-
$áfa
Utgáfa Hljóðbókaklúbbsins
er fjölbreytt í ár. Ut eru gefn-
ar nokkrar skáldsögur, barna-
sögur og útgáfu íslendinga-
sagna á snældum er haldið
áfram.
Skáldsögumar
Borgin bak við orðin eftir
Bjarna Bjarnason hlaut bók-
menntaverð-
laun Tómas-
ar Guð-
mundssonar
í ár. Sögð er
saga af ein-
kennilegu
konungs-
ríki, sem
fléttast
saman við
frásögn Ur
óþekktri borg. Hjalti Rögn-
valdsson Ieikari les.
Draumur þinn rætist tvisvar
eftir Kjartan Arnason er saga
um glaðværð og skuggahliðar
lífsins, þar sem dregin er upp
mynd af sambandi drengs og
ömmu hans. Sigurður Skúla-
son leikari les.
Kristrún í Hamravík eftir
Guðmund Hagalín, sagan um
Kristrúnu og Fal son hennar
sem búa á afskekktu býli
norður á Ströndum, er eitt
frægasta og af sumum talið
besta verk höfundarins. Guð-
mundur les sjálfur fyrri hluta
sögunnar, sem hann flutti í
útvarp 1977. Arni Tryggvason
leikari Ies síðari hlutann.
Norðurljós eftir Einar Kára-
son gerist á fyrri hluta
átjándu aldar og er dregin
upp ógnvekjandi mynd af
einsemd, ást og hetjusakp á
myrkum tímum Islandssög-
unnar. Höfundur les.
Barnasögur
Kata mannsbarn og stelpan
sem ekki sést eftir Kjartan
Arnason, er álfasaga úr nú-
tímanum og er aðeins útgeg-
in á hljóðbók. Halla Margrét
Jóhannesdóttir leikkona les.
Tc'úy-
Teitur tíma-
flakkari i
eftir Sigrúnu I
Eldjárn e
um
Tímóteus
uppfinn-
ingamann
og til-
raunadýr
hans og
um hann Teit, sem er
greindur og duglegur strákur,
sem sest upp í tímavél
Tímóteusar.
íslendmgasögur
Afram er haldið heildarút-
gáfu íslendingasagna og
koma nú út Ijögur ný bindi
sem hafa að geyma sex sögur.
- Eyrbyggja saga í lestri
Þorsteins skálds frá Hamri.
- Ljósvetninga saga og
Valla-Ljóts saga. Vésteinn
Ólason prófessor og Sigrún
Edda Björnsdóttir Ieikkona
lesa.
- Svarfdæla saga í lestri Jó-
hanns Sigurðssonar leikara.
Víglundar saga og Króka-Refs
saga. Leikararnir Helga E.
Jónsdóttir og Örn Arnason
lesa.
Örnólfur Thorsson ílytur
inngangsorð að öllum þeim
íslendingasögum sem hér eru
nefndar.