Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 - 21 OMpur_ LÍFIÐ í LANDINU „Endanleg hamingj a! “ Bobbi, til vinstri, og Helgi - báðir í„brjálaðri pásu" frá jólatrjáasölunni. Eftir- nöfn hljómsveitarmeðlima skipta ekki öllu máli. Á umslaginu kemur fram að sveitina skipa Atli, Beggi, Bobbi, Gunní, Helgi, Hjálmar og Stína... mynd: brink Markmiðfyrir mann- kynið?Eftil vill. Nafn á nýjum diski? Já. Eyfirska hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleik- aramirhafagefið út sinn annan disk. „Leyfum spilagleðinni að njóta sín, “ er mottóið. Tveir meðlimanna, Helgi sjálfur og Bobbi, veittu góðfúslega viðtal á Þorláksmessu þar sem þeir sötruðu kaffi í „bijálaðri pásu“ eins og þeir sögðu þegar við heimsóttum þá inn í Kjarnaskóg þar sem Skógræktarfélag Eyfirð- inga seldi jólatré og fleira. Eftirnöfnin virðast ekki skipta máli og á umslaginu kemur að- eins fram að í hljómsveitinni eru Atli, Beggi, Bobbi, Gunní, Helgi, Hjálmar og Stína... „Við höfum verið að spila út um allar trissur við alls konar undarlegar uppá- komur," segir Helgi. „Við erum nógu þekktir til þess að þegar einhver ætlar að standa fyrir dul- arfullri óvissuferð eða einhvers konar uppákomu þá er einhver sem þekkir til okkar,“ segir Helgi. Af myndum að dæma virðast sumir hljómsveitarmeðlimir ekk- ert mjög gamlir og hljóta því að hafa verið börn fyrir tíu árum þegar starfið hófst... „Þegar þú ferð að pæla í aldri hljómsveitarmeðlima," svarar Helgi, „semsagt að við séum svona misjafnlega gömul, þá verður að athuga eitt: Eg er ekki nærri eins gamall og ég lít út fyr- ir að vera.“ Hefðbimdið - óhefðbundið - Hljóðfæmskipan er nokkuð óvenjuleg, ekki satt? „Við erum með alls kyns ásláttargræjur," svarar Helgi. „Við fórum og skoðuðum í dóta- kassa sem til var í Tónabúðinni, fullan af sérstökum hljóðfærum sem ég kann ekki að nefna einu sinni. Þetta virkar svona eins og krydd. Ég uppgötvaði bara fyrir fáeinum vikum síðan hvað hrist- ur geta verið mikil hljóðfæri.“ „I raun og veru er hljóðfæra- skipanin hefðbundin,“ segir Bobbi. „Grunnurinn er bassi, gít- ar, trommur og söngur. Síðan erum við með nokkur aukahljóð- færi.“ „Það má eiginlega segja að það sé útbreiddur misskilningur að við séum frumleg hljóm- sveit," segir Helgi. „Þegar við byrjuðum vorum við í þessum hefðbundnu hljóðfærum en svo fórum við að fikta við að prófa eitt og annað. Eg held að það hafi bara verið þörfin fyrir að prófa eitthvað nýtt og lokast ekki inni.“ Aðrir mega skilgreina - Hin sígilda spurning: Hvers konar tónlist spilið þið? „Þjóðlagapönk,“ svarar Bobbi, „er það ekki ágætis skilgreining, að minnsta kosti svona í b!and?“ „Eitt svarið er það,“ segir Helgi, „að þessi spurning kemur aldrei upp þegar við erum að vinna í tónlistinni. Það verða aðrir að fá að skilgreina.“ „Þetta er bara mjög fjöl- breytt," segir Bobbi, „til dæmis er eitt sambalag á diskinum en annars eru kannski einhver írsk áhrif..." „Já og svo er vonandi hægt að finna einhvern þjóðlegan eða jafnvel eyfirskan neista,“ segir Helgi. „Það væri gaman ef hægt er að finna einhvers konar sam- eiginleg eyfirsk áhrif í poppi eða rokki...“ - Þd ketnur Ingimar Eydal upp í hugann... „Já, einmitt," svarar Helgi. „Við eigum svolítið sameiginlegt með Ingimar Eydal. Eg var að ræða þetta við kunningja minn um daginn og okkur þótti að það mætti sjá ákveðin einkenni á eyfirskri tónlist. Menn eru að reyna að vera svolítið lífsglaðir. Eg held að við séum svolítið á þeirri hillu þó að við séum kannski þung inn á milli.“ Oll lögin á diskinum voru tekin upp heima í stofu, að sögn til að ná fram réttri stemmningu og spilagleðinni og það segja þeir að hafi tekist eins og þeir ætluðu, fram komi einhver ósvikinn blær. Hljómsveitin ná- ist í heild sinni en á fyrsta disk- inum hafi hún að einhverju leyti týnst í græjunum. „Eitt það besta við hljóm- sveitina að minnsta kosti á tón- leikum," segir Bobbi, „er spila- gleðin og stemmningin og við vildum reyna að ná einhverju af því inn á diskinn.“ -Hl Rétthentir/örvhentir SVOiUA ER LIFIÐ Vigtfís Stefánsdóttir skrifar © Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstj ori@dagur. is Þeir sem eru örvhentir hafa betra minni en þeir rétthentu. Ný- Ieg rannsókn sýndi að mun fleir örvhentir gátu svarað því rétt hvernig höfuð drottningar (í Bretlandi) sneri á smámynt en hinir rétthentu. Þetta þykir líka bera vott um að þeir örvhentu hugsi öðruvísi, - en það hefði ég nú getað sagt þeim án nokk- urra rannsókna... Gott ráð Nú eru vfða uppi skreytingar á svölum þar sem gervigreni og ljós Ieika aðalhlutverk. Stundum vill það reynast þrautin þyngri að koma þessum skreytingum fyrir svo vel sé að Ioknum jólum, en einn Iesandi stakk því að mér að best væri að nota Iaxapoka. Þeir eru þess eðlis að hægt er að klippa þá í hvaða lengd sem er og auðvelt að stinga löngum greinum með ljósum og öllu í þá og binda svo bara fyrir báða enda. Þetta kallar maður nú þjóðráð! Friðsælt líf? Dr. Richard Carlsson er breskur læknir sem umhugað er um að fólki Iíði vel á meðan það potast í gegnum lífið. Hann hefur gefið út tvær bækur um það hvernig best er að bera sig að en megininntakið í ráðleggingum hans er það að vera ekki að stressa sig upp yfir smáatriðum. Meðal þeirra eru eftirfarandi ráð: Mundu það bara að þegar þú deyrð er nokkuð víst að þú átt eftir mörg atriði á „eftir að gera“ listanum þínum. I ákafa okkar við að ljúka verkefnum gleymum við að eyða tíma með þeim sem við elskum. Settu þér það markmið að ljúka ekki setningum fyrir aðra. Þeim finnst þú ekki vera að hlusta, heldur að þú viljir bara komast að sjálfur. Taktu frá fimm mínútur á dag til að sitja einn með sjálfum þér og láttu l 11|~ ekki trufla þig. Þetta endur- nýjar þróttinn og æfir þolin- mæðina í leið- inni. Spurðu sjálfan þig þegar þú ert að gera eitt- hvað „óskap- lega merki- legt“: Mun þetta skipta máli eftir eitt ár eða tvö? ■ HVAD ER Á SEYBI? Hátíðarhljómar með Diddú Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir tón- leikum á gamlársdag með yfirskriftinni Hátíð- arhljómar við áramót. Operusöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Orn Pálsson og Dou- glas Brotchie organisti Hallgrímskirkju flytja aríur. Þetta er í fimmta skiptið sem áramótum er fagnað með trompet- orgelleik í Hallgríms- kirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og þeim lýk- ur kl. 17.45. Miðasala fer fram í Hallgríms- kirkju. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Blysför í Elliðaárdal Ferðafélag Islands kveður ferðaárið á veglegan hátt, annars vegar með blysför um Elliðaárdal í dag, þriðjudaginn 29. desember, og svo með árlegri áramóta- ferð í Þórsmörk, sem farin verður 30.12 -2.1. Dvalið verður í Skagljörðsskála í Langadal og þar verður fjölhreytt dagskrá við allra hæfi, en enn er hægt að fá miða að Mörkinni 6. Brenna í Kópavogi Eins og undanfarin ár efna Breiðablik, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Kópa- vogsbær til áramótabrennu í Smáranum, félagssvæði Breiðabliks. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 og kl. 21.15 hefst flugeldasýning. Söngvarar og harmon- ikuleikarar verða á svæðinu. Lífæðar 1999 Myndlistar- og ljóðasýningin Lífæðar verður sett upp á ellefu sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 1999 í boði Glaxo Wellcome á Islandi. Sýningin verður opnuð á Landspítalanum þann 8. janúar ld. 14.00. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Lista- mennirnir eru á ólíku aldursreki en allir leggja þeir út frá lífinu og tilverunni. Myndlistarmennirnir eru: Bragi Ásgeirs- son, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, ívar Brynj- ólfsson, Kristján Davíðsson, Osk Vil- hjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pét- ursson, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurð- ur Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Vinningsnúmer Happdrættis Bókatíð- inda Hér að neðan birtast öll þau númer sem dregin voru út í Happdrætti Bókatíðinda í desember 1998. 75.464 - 25.531 - 34.331 - 67.029 - 11.799 - 94.454 - 98.601 - 00.333 - 56.734 - 35.920 - 15.601 - 08.290 - 67.415 - 39.143 - 41.750 - 91.115 - 18.238 - 80.036 - 86.311 - 02.361 - 00.517 - 79.035 - 85.424 - 63.742.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.