Dagur - 05.01.1999, Qupperneq 1
Meiðandi, særandi, hörð þjóðfélagsádeila eða
fyndinn skemmtiþáttur? Heilalausir stjóm-
málamenn eða stjómmálamenn sem strípa á
sviði? Enn eitt áramótaskaupið hefur veríð sýnt
í Sjónvarpinu. Oflangtgengið? Stjómmála-
mennimir taka gríninu afstakrí kvenmennsku.
Irwi í strætóskýlinu og komast ekki út. Finnur Ingólfsson segist aðeins hafa
brosað öðru hvoru, skaupið hafi verið „allt í lagi“ en ekki meira, „aðeins
meðalskaup".
Stjórnmálamennirnir fengu sinn
skammt af áramótagríni Sjón-
varpsins að þessu sinni og að-
dróttanirnar fóru fyrir brjóstið á
sumum. Þannig var til dæmis tal-
að um heilalausan apa í sömu
andránni og nafn Finns Ingólfs-
sonar var nefnt og Ingibjörg
Pálmadóttir var látin strippa á
sviði. Til að gæta pólitísks jafn-
vægis fengu svo samgönguráð-
herra og sjávarútvegsráðherra
sinn skammt. Dagur bar skaupið
undir nokkra í eldlínunni.
„Mér fannst þetta vel unnið
skaup og íyrst og fremst fyndið.
Mér finnst aðalatriðið að fólk
hafi gaman af skaupinu," segir
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra, sem hafði tvífara
sinn, Margréti Guðmundsdóttur,
í þættinum. ,/Etli ég bjóði henni
ekki bara vinnu í ráðuneytinu.
Það getur verið ágætt að hafa
svona manneskju í verk sem
maður vill ekki vinna sjálfur..."
Ingibjörg segist á köflum ekki
hafa verið alveg viss hvort Sjón-
varpið væri að sýna gamla upp-
töku, svo vel hafi Margrét náð
sér. „Þegar ég var að horfa á þátt-
inn rifjaðist upp fyrir mér þegar
hún lék í „A sama tíma að ári“
fyrir 20 árum. Þá var ég stoppuð
hvað eftir annað á Laugavegin-
um og fólk sagði: „Þakka þér
innilega fyrir þennan frábæra
leik“,“ segir Ingibjörg.
Arið í spéspegil
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, segist oft hafa
skemmt sér betur yfir skaupinu
en að þessu sinni. Hann segist
hafa brosað öðru hvoru, skaupið
hafi verið „allt í lagi“ en ekki
meira, „aðeins meðalskaup".
Skaupinu hafi ekki verið misbeitt
með nokkrum hætti að þessu
sinni og það hafi verið farið vel
með þegar grín hafi verið gert að
persónum.
„Mér finnst að skaupið eigi að
setja árið í spéspegil og oft á tíð-
um hefur það tekist vel. En mér
finnst ekki að skaupið eigi að
vera þjóðfélagsádeila eða leggja
einstaka menn í einelti. Eg tel að
það hafi ekki verið gert að þessu
sinni.“
- Hvaða einkunn mundirðu
gefa þessu skaupi?
„Þetta var meðalskaup.“
Meiðandi og særandi? „Vel unnið skaup, “ telur Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra sem hér er á skurðarborðinu í Skaupinu.
Óvenjulítt spaugilegt
„Eg hafði óvenjulega lítið gaman
að þessu skaupi, mér fannst það
ekki vera hlægilegt. Það var fátt
„Mér fannst vanta húmorinn í skaupið í heild," segir Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ. Á myndinni eru tveir með Ijósleiðara í skurði.
sem ég brosti að. Tilvitnanir í
sjónvarpsauglýsingarnar okkar
fannst mér ósköp lítið spaugileg-
ar en á engan hátt særandi. Mér
fannst vanta húmorinn í skaupið
í heild," segir Kristján Ragnars-
son, framkvæmdastjóri LIU.
Sjónvarpsauglýsingar LIÚ voru
meðal þess sem tekið var fyrir í
áramótaskaupinu í Sjónvarpinu.
Kristján segist oft hafa hlegið að
skaupinu en ekki gert það að
þessu sinni og það hafi ekkert
haft með þessar tilvísanir í aug-
lýsingarnar að gera. Það skop
hafi verið meinlaust. Reyndar
hefði verið hægt að hafa þá um-
fjöllun mun skemmtilegri en
reyndin varð.
„Mér kom sjaldan bros á vör
sem er andstætt við það sem yfir-
leitt hefur verið,“ segir Kristján.
„Mér fannst vanta að tengja
skaupið við atburði á árinu. Mað-
ur var í sumum tilvikum utan
gátta og ekki mikið um tilvitnan-
ir í þekktar persónur nema þenn-
an ágæta heilbrigðisráðherra.
Mér fannst vanta tilvísun í fleiri
af okkar ágætu landsfeðrum.
Skaupið hefði mátt vera skarpara
og meiri húmor." -GHS
VCM51GM
'mSíýi'rí-x
VCM30BSIW
nmD
VCMH71SM
milLLL
SHARR VCM300SM
• Tveggja hausa
• Árs minni
• 8 liða
• Scart tengi
• Allar aðgerðir á skjá
• íslenskur leiðarvísir
SHARR VCM51SM
• Fjögura hausa
• Árs minni
* Myndvaki
* 8 liða * 2xscart tengi
• SP/LP
* Allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirkur hreinsi-
búnaður
* Islenskur leiðarvísir
SHARR VCMH71SM
• Fjögura hausa
• Árs minni* Myndvaki
• 8 liða * 2xscart tengi
• Nicam Sterfó
• SP/LP • Ntsc afspilun
• Allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirkur hreinsi-
búnaður
• íslenskur leiðarvísir
Umbo&stnenn um land allt
Umboðsmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafver, Bolungarvlk. Straumur, (safirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri.
KEA, Lónsbakka. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Kaupfólag Vopnfiröinga.Vopnafirði. Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kaupfélag Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. Vélsmiöja Hornafjarðar, Höfn Hornafirði. Suðurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás,
Geisli.Vestmannaeyjum.