Dagur - 05.01.1999, Page 2

Dagur - 05.01.1999, Page 2
18-I>H1DJUDAGVR S. JAÍíÚAR 1999 rD^mr LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Úr næsta nágrenni Sætavísan tók eftir því að maður lá þversum yfir þrjú sæti í bíóinu. Hún fór til hans og hvíslaði: „Það er bannað að teygja sig yfir mörg sæti. Þú keyptir bara einn miða, hann gildir bara fyrir eitt sæti.“ Maðurinn haggaðist ekki og þetta endaði með því að sætavísan hót- aði að sækja bíóstjórann, sem hún og gerði. Bíóstjórinn gat ekki heldur fengið manninn til þess að færa sig og þar sem hann vildi ekki standa í handalögmálum sjálfur kallaði hann á lögregluna. Lögregluþjónn kom og bað mann- inn um að setjast upp en hann rótaði sér ekki. Þá tók lögregluþjónninn upp blokk og spurði: „Hvaðan kemur þú?“ Þá loks sýndi maðurinn viðleitni til að svara og þó með erfiðismunum: „Ofan af svölunum...“ Þessi ágæta saga birtist í Urvali. Ofurlöggurnar talið frá vinstri: Gunnar Jóhannsson sem varð í 2. sæti, Jón Valdi- marsson „ofur- lögga" og Magnús Axels- son sem var í 3. sæti. „Ég heyrði einu sinni sögu af sjó- manni sem var í sumarfríi. Maður kom heim til við- komandi en kona hans sagði að hann væri ekki heima - hann væri niður við höfh að þefa. Ætli verði ekki eins með mig, ætli ég verði ekki oft niður við höfn að þefa!“ Helgi Hallvarðsson skipherra í blaða- viðtali í tilefni þess að hann er að láta af störfum. Orðaleitór Krakkar eru oft fljótir að Iæra og tileinka sér ýmsa orðaleiki. Sjö ára gamall dóttursonur minn kom til mín um daginn og sagði: „Afi, hefurðu sé kúrekastígvél?" Ég sagðist oft hafa séð kúrekastígvél. „Hefurðu virkilega séð kú reka stígvél?" spurði sá stutti og hafði gaman af að sjá að leikurinn hafði heppnast. Hann spurði mig síðan hvort ég hafi séð sólberja- sultu og ís í boxi? Ektó í gangi Spænsk frú fór á sínum tíma til Parísar að láta Picasso mála sig. Þegar hún snéri heim með myndina og kom að Iandamærunum þvertóku Iandamæraverðirnir fyrir að myndin væri af frúnni. Málari var fengin til að skoða hana og sagði umsvifalaust að hér væri ekki um mannsmynd að ræða. Sennilega væri þetta mynd af vél. Þá var verkfræðingur fenginn til að líta á myndina. Eftir nokkra stund sagði hann: „Hvort þetta sé mynd þori ég ekki að dæma um. Hugsanlega getur þetta verið vél en eitt er víst. Ef þetta er vél er hún ekki í gangi.“ Ljóðin sendi af munni Ég hef stundum birt vísur eftir þann snjalla hagyrðingin og Húnvetninginn Jón S. Berg- mann. Hann var jarðsettur að Melstað í Mið- firði. I eftirmælastökum sem Valdimar Kamillus orti um Jón S. Bergmann er þessa vísu að finna: Hreina kenndi lista leið, Ijóðin sendi afmunni, orðin hrenndu og það sveið undan hendingunni. Ofurlöggur Mikil Ieynd hvílir yfir keppninni fjdiífhljfl Pr PkkÍ flCTlt af starfi lögreglumannsins að vera en Olafur Asgeirsson, aðstoðaryf- * igóðri þjdlfun... irlögregluþjónn og formaður hdldíl UVVÍ lÖgUTtl ”Já> l)e8ar Þeir eru bunir að íþróttafélags lögreglunnar á Ak- * keyra sig alveg í botn þurfa þeir ureyri, opinberar hluta leyndar- qsJ rpdlji A A kUTCVTÍ að svara mjög erfiðum spurning- o o ’ J um Qg þag getur reynt verulega á. kevva menn á hverju Á l)etta re>’nir sl1eIlt ,hJ£\ |ögreglu- -rjr J mönnum. Þeir Ienda kannski í hörkuáflogum og þurfa svo að málsins fyrir lesendum Dags. Keppnin er mest til gamans en henni fylgir nokkur alvara líka. „Við höfum ekki viljað gefa upp í hverju þessi keppni er,“ segir Ólafur Ásgeirsson, „en ég get sagt þér frá einni gamalli keppni. Þá mættu menn hér á lögreglustöðina á reiðhjólum og hjóluðu niður að Glerárósum. Þar þurftu menn að vinna ákveð- ið verkefni og taka síðan hjólin á bakið og vaða yfir Glerána. Þaðan upp á öskuhauga hér upp í fjalli. Síðan skildu þeir hjólin eftir og hlupu upp að skátaskálanum í Fálkafelli. Þá fóru þeir áfram suður fjallið og í annan skátaskála sem er ofan við Kjarnaskóg og þaðan var hlaupið niður í Kjarnaskóg. Þar biðu líka hjólin eftir þeim og þeir áttu að hjóla á fullu niður á Iögrelgustöð. Þetta voru um tuttugu kílómetrar. Tíminn og samanlagður árangur úr verkefnunum réðu því hver sigraði." Ekki sluppu þátttakendur með það eitt að hlaupa, hjóla og vaða, heldur þurftu þeir á hverjum stað að leysa eitt verkefni. Hæfari en eUa Olafur hefur skipulagt keppnina og þátttakend- ur fá ekkert að vita fyrirfram en þó er hún aug- lýst með dágóðum fyrirvara þannig að menn hafí tækifæri til þjálfunar. - Ollu gamni fylgir nokkur alvara. Það er hluti árí um sæmdarheitið „ofurlögga“. SPJALL hjólað taka einhverja skynsamlega ákvörðun rétt á eftir. Það er það sem þeir þurfa að gera í þessari keppni, hún byggir þannig á starfinu. - Þannig að þetta er góð viðhót við starfið. „Já, við teljum það og þeir sem fara í gegnum þetta eru hæfari en ella. Þeir hafa mjög gott af því. Við auglýsum þetta alltaf með góðum fyrirvara þannig að menn hafa tíma til að æfa sig. En þeir vita ekki hvort verður hlaup- ið, hjólað, synt eða hvað. Þeir hafa svo sannar- lega þurft að synda, vaða, verða rennandi blaut- ir í skítakulda en halda svo áfram.“ Um þrjátíu lögreglumenn starfa á Akureyri. Ekki er um skylduþátttöku að ræða og í keppn- inni nú tóku níu lögreglumenn þátt. Spurður hvort þar hafi ekki aðallega verið yngri mennirn- ir á ferð bendir Ólafur á að tveir af verðlauna- höfunum séu á fertugsaldri og einn orðinn fer- tLigur. „Þeir yngri eru stundum fljótastir en þeir falla kannski á því að svara og þegar menn eru virki- lega lúnir getur verið erfitt að svara því hver er fprseti bæjarstjórnar svona til dæmis,“ segir Ólafur Asgeirsson. - hi F 4 DEGI TIL DAGS Það getur hvaða hálfviti sem er logið, en það þarf snilling til að ljúga vel. Samúel Butler. Þetta gerðist 5. janúar • 1825 missti Alexandre Dumas buxurn- ar niður um sig í fyrsta einvígi sínu. • 1839 kom Davy Crockett til Texas. • 1896 uppgötvaði Roentgen X rays eða röntgengeisla. • 1926 tilkynnti James Cox hjá Ford Motors 8 klst. vinnudag og 5 dollara lágmarkslaun á klst. Þau fæddust 5. janúar • 1938 fæddist Jóhann Karl Spánarkon- ungur. • 1932 fæddist ítalski rithöfundurinn og táknfræðingurinn Umberto Eco. • 1928 fæddist Walter F. Mondale, sem var varaforseti Bandaríkjanna 1977-81. • 1928 fæddist Zulfikar Ali Bhutto, fyrr- verandi forseti og forsætisráðherra Fakistans. • 1926 fæddist bandaríska skáldið W.D. Snodgrass. • 1921 fæddist svissneski rithöfundurinn Friedrich Djrenmatt. • 1833 fæddist norski textafræðingurinn Sophus Bugge, sem á sínum tíma gaf út Eddukvæði með miklum myndar- brag. Vísa dagsins Vísa dagsins er eftir Stephan G. Hlæjum þrótt í líf og Ijóð lúa þótt við höfum kemur nóttin næðingsgóð nógu fljótt t gröfum. Afmælisbam dagsins Konrad Adenauer var fyrsti kanslari V-Þýskalands og einn af áhrifameiri stjórnmálamönnum aldarinnar. A kanslaratíð sinni (1949-63) Iagði hann mesta áherslu á hlutverk Þýskalands í uppbyggingu Evrópu með nánum tengslum við Bandaríkin ásamt því að ná sáttum við Frakka. Adenauer fæddist í Köln 1876 en Iést 19. apríl 1967. Sigga er veik I gagnfræðaskólanum gildir sú regla að sé nemandi veikur eða þurfi frí, þá eigi for- eldri eða forráðamaður að tilkynna það. Sigga ákvað einn daginn að hún vildi held- ur eyða deginum í mollinu en skólanum og hringdi í skólann og eftirfarandi samtal átti sér stað: Sigga: „Ég er að hringja til að tilkynna að Sigga er veik í dag.“ Ritari skólans svaraði: „Æi, það var leitt. Ég læt vita strax. Hver er það sem hringir með leyfi?" Sigga: „Þetta er móðir mín.“ Veffang dagsins Iþróttaáhugamenn og þeir sem vilja prófa nýja orkudrykki ættu að kíkja inn á: www.itn.is/Ieppin þar sem ýmsar íþrótta- vörur eru kynntar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.