Dagur - 12.01.1999, Qupperneq 1

Dagur - 12.01.1999, Qupperneq 1
Guðrún Margrét Jóhanns- dóttir sigraði í skóhönnunar- keppni Facette, sem haldin varáBrodway áfóstudags- kvöldið. Úrslit Facette hönnunarkepninnar voru á Broadway á föstudagskvöldið. Keppt var í fatahönnun og skóhönnun, ásamt því að veitt voru sérstök verðlaun í fatahönnun fyrir flík hæfa til framleiðslu. Þau verð- laun komu í hlut Bergþóru Magnúsdóttur, sem reyndar hlaut líka fyrstu verðlaunin fyrir fatahönnun, verkefni hennar heitir „vængur". Þetta er í fjórða skiptið sem fyrirtækin Völusteinn og Vogue standa fyrir fata- hönnunarkeppni, en þetta er í fyrsta skipt- ið sem haldin er sérstök keppni í hönnun á skóm. Valgerður Magnúsdóttir hjá versl- unninni Völusteini segir að markmiðið með keppninni sé að virkja sköpunargáfu ungs fólks og að einu skilyrðin fyrir þátt- töku hafi verið að fólk væri á aldrinum 16- 30 ára. Fyrsta skóhönnimarkeppimi á íslandi Samhliða fatahönnunarkeppninni stóð fyrirtækið X-18 fyrir skóhönnunarkeppni. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Olivera de Azemeis í Portúgal, þar sem það framleið- ir skó sem fara á heimsmarkað. Sigurlaun- in í keppninni voru einmitt ferð til Portú- gal og heimsókn í verksmiðjurnar, þar sem höfundur verðlaunatillögunnar getur hannað áfram tillögu sína. Guðrún Margrét Jóhannsdóttir, nem- andi í skúlptúrdeild Mynd- lista- og Handíðaskóla Is- lands, hlaut fyrstu verð- Iaun í keppninni fyrir skó úr mokkaefni með hrágúmmísóla. Skórinn ber nafnið „nótt“ og í sýningarskrá er hug- myndinni lýst á mjög ljóðrænan hátt. „Svífandi um himinhvolfið, Iaus við tíma og rúm. Tilfinningin var mögnuð. En hún gat sprungið eins og sápukúla. Það gerðist og ég datt niður á jörðina, vonsvik- in. Mér var ekki kalt... hélt ég stæði ber- fætt á móður jörð. Því ég var í skóm svo fótlaga og notalegum úr dýrindis mokka, með grófum hrágúmmísóla, en svo vakn- aði ég.“ Vil káfa á listaverkmu Skórnir eru eiginlega útfærsla á gömlu tékknsku gúmmískónum. „Þetta eru svona túttuskór, mér fannst kominn tími til að koma túttunni á markað aftur; hrágúmmí- ið er svolítið spennandi efni. Þetta eru þægilegir skór sem maður getur farið í eins og sokka. Hællinn Iækkar niður í ekki neitt," segir Guðrún. Hún segist hafa lagt fram möppu með hugmyndum að sér- stakri túttulínu og í henni hafi verið nokkrar gerðir af skóm, en þessir verið valdir. „Eg sendi inn riss og skyssur og hug- myndir að einhverri lfnu, það þarf oft bara pínustrik. Eg sendi inn efnisprufur af efn- inu sem er í skónum. Eg sendi inn möppu með nokkrum hug- myndum og hafði samband við Skinna- iðnaðinn, en þeir voru svo .sætir að senda mér prufu af efni.“ Guðrún Margrét tók þátt í því síðastlið- ið vor ásamt öðrum nemendum í MHI að hanna húsbíl sem vakti þó nokkra a t h y g 1 i. Hún segir að list geti verið einhver hlutur sem hægt er að nota líka. Hún segist horfa á skóinn frekar sem skúlptúr. Þetta sé nokkurs konar nytjalist. Hún vill fá að koma við listaverkin, „ég horfði á skóinn eins og listaverk. Mér hefur fund- ist vanta svolítið að geta káfað á listverk- um eða að klæðast þeim“, segir Guðrún Margrét Jóhannsdóttir. PJETUR Elva Dögg Melsted í verðlaunakjólnum. Bergþóra Magnúsdótt- ir, I rauðum kjól, átti tillgöguna sem bar nafnið „vængur". Guðrún Margrét Jóhannsdóttir vann fyrstu verðlaun í skóhönnunarkeppni Facette, sem haldin var á Brodway á föstudagskvöldið með útfærslu aftúttuskóm úr mokka. myndir: e.ól. BQSMlŒI? ofiSðMji Qhe^qqíMMö Í8^1lHnnQ3ieJdD0o,O^[3Íjfli]j[MIfe[B3jQ _ iaE5EÞe@[MMMHlEI7Í5í@Sl BRÆÐURNIR ,ttr. ^S-ðóð.- stgr.l {m ORMSSON HF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 {NS-7ihlipmllutningstæki r v2x50ívJrMS^utvarpsmaqnari með f /disk^BfftðsklliHbassi og diskant • St Tviskjjwpljatjlmjrjté way) • Subwqtf^ Mini-diskgpilaril^tffikr. 44.900,- (ekki Btod”tiiniiÍ. raiskantj Titfiskiptunriata lartl Í900.- (eklcilinnítalið i verði). ■ Tg 1 ■■ 1 auc iunogeyrun M M%*MM%& Þegar hljómtæki skipta maf Þriggja ára ábyrgð á öllum Pioneer hljómflutningstækjum ^0 8 • ' *

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.