Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 4
- litiei JM'iviM .ti mnAansi'iam 4- MIDVIKUDAGVR 13. JANUAR 19 9 9 Ttopir FRÉTTIR L A Saga Boliutgarvíkur rituð Bæjaryfirvöld í Bolungarvík hafa ákveðið að hefja undirbúning að söguritun Bolungarvíkur, og er líklegt að það verði Jón Þ. Þór sagn- fræðingur sem mun færa sögu staðarins í letur. Hann ritaði m.a. Sögu Isafjarðar og Eyrarhrepps hins forna sem kom út fyrir nokkrum árum í fjórum bindum. Málið var komið á rekspöl á átt- unda áratugnum en þegar Asgeir Jakobsson gaf út sögu Einars Guð- finnssonar árið 1979 var ákveðið að bíða um sinn og síðar komu upp erfiðleikar í sveitarfélaginu, uppbygging Ósvarar o.fl. sem orsakaði töf á verkinu. Stefnt er að því að Saga Bolungarvíkur verði í tveim- ur bindum. Fiskmarkaður Vestfjarða til Bolungarvíkur Fiskmarkaður Vestfjarða flutti í desembermánuði frá Isafirði til Bol- ungarvíkur. Astæðan er sú að fiskmarkaðurinn keypti hentugt hús- næði undir starfsemina í Bolungarvík, en hentugt húsnæði fannst ekki á Isafirði. Auk þess að kaupa fisk af bátum á Vestfjörðum kaup- ir Fiskmarkaður Vestfjarða fisk frá öðrum höfnum á landinu og er honum ekið þaðan til kaupenda sem eru víðs vegar um landið. Fá ekki áfengisút- ÁTVR hefur neitað bæjarstjórn Bol- ungarvíkur um að þar verði opnuð áfengisverslun og eru ástæðurnar þær að þar eru helmingi færri íbúar en viðmiðunarreglur segja til um og 10 km styttra í áfengisverslunina á Isa- firði en reglur segja til um. Bæjar- stjórn hefur óskað eftir viðræðum við Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, um málið. Á sama tíma samþykkti bæjar- stjórn Isafjarðar að skora á Alþingi að leyfð verði sala léttra vína og áfengs öls í matvöruverslunum. Áður hafði félagsmálanefnd Isafjarðarbæjar mælt gegn þingsályktunartillögu um afnám einkaréttar ríkisins til smásölu á áfengi og gengur neikvæð afstaða félagsmálanefndar Isafjarðar þvert á samþykkt bæjarstjómar. GG Fyrsti ísfirðmgur ársius Fyrsti Isfirðingur ársins 1999 er stúlka, sem fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði á fimmta tímanum aðfararnótt 2. janúar. For- eldrar hennar eru Dorota Myszyk og Jan Kolka af pólsku ætterni, bú- sett í Hnífsdal. Á árinu 1998 fæddust 76 börn á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafírði, sem er nokkur fækkun milli ára, en kannski í takt við búsetuþróunina á Vestfjörðum, þ.e. bæði fækkunin og að barnið skuli eiga erlenda foreldra. ísfirðmgar vilja bæj arlis t amaim Menningarmálanefnd Isafjarðar hefur samþykkt að í framtíðinni verði valinn sérstakur bæjarlistamaður. Á árinu 1999 verði honum veitt starfslaun í 6 mánuði og aðra sex mánuði á árinu 2000. Þessi tillaga á að stuðla að því að festa þá ímynd hjá landsmönnum að Isaljarðarbær sé menningarbær. Kostnaður er áætlaður 900 þúsund krónur og hefur bæjarlistamaður starf 1. júlí 1999. Bæjarlistamaður mun kynna starf sitt með sérstökum við- burði í júnímánuði árið 2000, og þá í tengslum við hlutverk Reykja- víkurborgar sem einnar af menningarborgum Evrópu árið 2000. Vélstjórafélag ísafjarðar úrASÍogASV Vélstjórafélag Isaljarðar hefur sagt sig úr Alþýðusambandi Islands og Alþýðusambandi Vestljarða og sameinaðist Vélstjórafélagi Islands, Vélstjórafélagi Vestmannaeyja og Vélstjórafélagi Suðurnesja um síð- ustu áramót. Félagið verður í framtíðinni deild innan Vélstjórafélags Islands. Félögin hafa átt ýmsa samvinnu á undanförnum árum, en aðild að ASÍ er talin hafa heft frelsi félagsins til þess að starfa með félögum utan sambandsins. Frá ísafirði. Tugur ibúða í eigu Félagsíbúða iðnnema hafa verið auglýstar á uppboðum undanfarið m.a. íbúðir við Bergþórugötu. Tugur iðimema íbuða á uppboði Nauðungaruppboð var auglýst um helgina á um tug íbúða ásamt Iesstofu og 150 m2 vistar- veru, sem Félagsíbúðir iðnnema eiga í fjórum húsum í Reykjavík. Uppboðsbeiðandi er í öllum til- vikum Byggingarsjóður verka- manna. Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður samtakanna, segir ástæðuna greiðsluerfíðleika af mörgum samverkandi ástæð- um, ekki þó vegna vanskila leigj- endanna. Loforð hafí fengist hjá byggingarsjóðnum um skuld- breytingu ákveðinna vanskila, en hún virðist taka nokkurn tíma. Og meðan ekki hafí verið endan- lega gengið frá málinu sendi Veð- deildin út uppboðsbeiðnir með reglulegu millibili. Þorsteinn sagðist í sjálfu sér ekki skilja af hveiju eignirnar séu ekki teknar úr uppboðsmeðferð- inni eftir að skuldbreyting er ákveðin, þannig að auglýsingam- ar séu í raun óvirkar. Enda þýði þetta enn aukinn kostnað. Anna helmingi umsókna Félagsíbúðir eiga nú 6 húseign- ir með kringum 40 einstaklings- herbergjum og rúmlega 20 íbúð- um. Þorsteinn segir að samtökin hafí geta annað um helmingi umsókna frá iðnnemum. Engar frekari framkvæmdir séu áætlað- ar á næstunni og ekki fyrr én Ijármálin séu komin á réttan veg á ný og takist að ná aftur pening- um inn í samtökin til að standa undir þeim hluta íbúðaverðsins sem samtökin þurfí sjálf að ljár- magna, í rauninni um 12-14% framkvæmdakostnaðarins. -HEI Spenna hjá sjálfstæðis- möraium fyrir austau Baráttan uiii fyrsta sæti á lista Sjáifstæó- isllokksms á Austur- landi er sögð tvísýn, en úrslit ráðast nm næstu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Aust- urlandskjördæmi fer fram 16. janúar nk. Þátttakendur eru 7 talsins, þau Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli á Jökuldal; Albert Eymundsson, skólastjóri á Hornafirði; Arnbjörg Sveinsdótt- ir, alþingismaður á Seyðisfírði; Hilmar Gunnlaugsson, lögfræð- ingur á Egilsstöðum; Jens Garðar Helgason, háskólanemi, Eski- firðt, Kári Ólason, bóndi Árbakka og Ólafur Áki Ragnarsson, sveit- arstjóri Djúpavogshrepps. Frambjóðendur hafa haldið sameiginlega fundi vítt og breitt um kjördæmið. Þeir eru sam- mála um að það sé erfitt að hafna slíku samstarfi enda þurfi kynn- Egill Jónsson ætlar að hætta á þingi í vor og er slegist um sæti hans. ingin að vera sem best fyrir flokksmenn. Austfirðingum hefur helst leg- ið á hjarta að fá fram afstöðu frambjóðenda til sjávarútvegs- mála, en í Fjarðabyggð og á Egilsstöðum hefur helst verið spurt um virkjanamál og stór- iðjuframkvæmdir á Reyðarfírði. Samgöngumál eru ofarlega á blaði, helst jarðgangagerð milli Fáskrúðsljarðar og Reyðarljarðar og milli Eskifjarðar, Norðíjarðar, Reyðaríjarðar og Seyðisfjarðar til Héraðs og einnig að rjúfa ein- angrun Vopnfirðinga með jarð- gangagerð undir Hellisheiði. Flestir viðmælanda Dags eru sammála um að baráttan um efsta sæti listans standi milli Arnbjargar þingmanns og Alberts skólastjóra, en sveitarstjórinn á Djúpavogi hafi dregist nokkuð aftur úr þeim. Egill Jónsson, frá- farandi þingmaður kjördæmis- ins, mun stýðja Arnbjörgu í 2. sætið, sem auðvitað er ekkert annað en stuðningur við Albert, sveitunga Egils, í 1. sætið. Það sem helst er talið Alberti til for- áttu er það að hann hann býr á Hornafirði, og svo kann að fara að sá landshluti verði hluti af Suðurlandskjördæmi, þó líklegra sé í dag að hann fylgi kjördæmi sem nái allt norður til Siglufjarð- ar. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.