Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGVR 13. J A \ Ú A R 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Raimveruleg ógn í fyrsta lagi Enn ein skoðanakönnunin bendir til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verulega möguleika á að sitja einn að völdum eftir kosningarnar í vor. Að þessu sinni er það ný könnun DV sem gefur flokki Davíðs nær fimmtíu prósent atkvæða og hreinan meirihluta þingmanna. Þótt sumir talsmenn flokksins geri lít- ið úr þessari útkomu er könnunin enn ein staðfesting þess að ógnin frá hægri er raunveruleg. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn mælist með helming þingmanna í skoðanakönnun sem er gerð tæpum fjórum mánuðum fyrir kosningar er full ástæða fyrir íhaldsandstæðinga að taka þessa hættu alvarlega og bregðast við henni. í öðru lagi Skoðanakönnun DV ber það með sér að kjósendur eru al- mennt farnir að átta sig á því að Samfylkingin er komin á beinu brautina og að ekki verður til baka snúið úr þessu. Þetta sést af því að örfáir nefna nú gömlu flokkana sem að Samfylk- ingunni standa. Fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar enn lít- ið miðað við þær væntingar sem búa að baki sameiningar. Framundan eru prófkjör í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og á Norðurlandi. Það segir mikið um framhaldið hvort prófkjörin skila Samfylkingarmönnum auknu fylgi í þeim könnunum sem gerðar verða í næsta mánuði. í þriðjalagi Ekki kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn er á uppleið í könnun DV. En hún sýnir merkilega breytingu á fylgi minni flokkanna. Fijálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar hefur hrapað; hann næði aðeins inn einum þingmanni ef kosið væri núna. Hins vegar hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð verulega sótt í sig veðrið og er spáð þremur þingsætum. Astæðan er meðal annars sú að þessi nýi flokkur hefur náð til sín einni virtustu þingkonu Kvennalistans. En fylgi minni flokkanna á vafalaust eftir að sveiflast verulega í könnunum næstu mánaða og því of snemmt að spá um gengi þeirra í sjálf- um kosningunum. Elias Snæland Jónsson Enn tími tíl að losna við lylgi Kvíðakast Davíðs heldur áfram. Samkvæmt skoðana- könnun DV í gær fengi hann 33 þingmenn ef gengið yrði til kosninga núna, en það þýðir að hann hefði hreinan meiri- hlut á Alþingi og gæti myndað albláa ríkisstjórn. Slíkt væri skelfilegt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn ef marka má orð forsætis- ráðherrans. Davíð hefur í rauninni ekki útfært eðli þess- arar ógæfu að neinu gagni, en í sjónvarpsþætti á gamlársdag fór ekki á milli mála að þessi hætta lá þungt á for- manni Sjálfstæðis- flokksins. Hann benti þá á að það hefðu alltaf verið samsteypustjómir á Islandi og ómögulegt væri að fara að breyta því núna. Ekki þótti Garra þetta sannfær- andi rök hjá honum, enda ljóst að ástæður ótta hans eru aðrar. 10 ráðherrar! Stóra málið er, að ef Sjálfstæð- isflokkurinn lenti í hreinum meirihluta yrði Davíð að velja sér 10 ráðherra úr eigin þing- flokki. Slíkt er auðvitað óðs manns æði - nógu erfitt var nú að velja fimm. Ef ráðherrasæt- in yrðu 10 má gera ráð fyrir að efstu menn í öllum kjördæm- um færu að gera kröfur um stól og þeir næstefstu í mörg- um öðrum teldu sig eflaust líka réttborna til aukinna veg- semda. í Reykjavík gæti auk þess reynst erfitt að komast hjá því að velja konu til ráðherra- dóms og væri þá ffokið í flest skjól. Allt myndi þetta kalla á ýfingar, leiðindi og tómt vesen. Hvaða ráðherrastól ætti t.d. Árni Johnsen að fá - og hvort V væri réttara að gefa Vilhjálmi Egils séns eða séra Hjálmari? Hvað með konurnar? Yrði ekki nauðsynlegt að hleypa bæði Sólveigu og Sigriði Onnu að til að friða kvennadeildina og kallar það þá ekki á að Arni Matt verði líka ráðherra? Þá yrðu Sturla, Einar K. og Tómas Ingi eflaust óðir Iíka, og þannig koll af kolli. Einfaldleíkiim auöveldari Allt eru þetta flóknar og snúnar spurningar sem eru til þess eins fallnar að flækja málin. Miklu einfaldara væri að halda breytingum á ráðherra- liðinu í lágmarki og fá til fylgilags við sig ein- hvern sæmilega spakan samstarfsflokk. Garra sýnist nú á skoðanakönnuninni að Vinstrisinnar grænt framboð gæti dugað sem félagi sjálf- stæðismanna næsta kjörtíma- bil, enda eru horfur á að þeir verði álíka stórir og Samfylk- ingin þegar kemur að kosning- um. Þeir eru þó eittthvað að stækka á meðan Samfylkingin bara minnkar og minnkar eftir því sem fleiri aðilar taka þátt í henni. Framsókn fer nú að verða heldur hversdagslegur förunautur og ekki óeðlilegt þó Davið vildi nú aðeins breyta til. En allt veltur þetta á því að kvíðakast Davíðs reynist óþarft og hann fái ekki þessa 33 þing- menn. Enn eru nokkrir mán- uðir til kosninga og næg tæki- færi til að tapa fylgi ef rétt er haldið á málum. Davíð hlýtur að geta reddað því. GARRI aODDUR ÓLAFSSON Nú á að banna flugelda á íslandi vegna þess að samgönguóður fréttamaður hjá sjónvarpi sá slík- an upptendra skammdegið skammt frá brautarenda Mið- bæjarflugvallarins. Á eftir fylgir umræða um bann og eftirlit og er nú öllu umsnúið sem hægt er að venda. Enginn minnist á það glapræði að hafa flugvöll í nán- ast miðju íbúðahverfi, rétt við stærsta spítala landsins og þar sem nánast ónýtt samgöngu- mannvirkið heftir allan skynsam- legan vöxt og viðgang höfuðborg- arinnar, sem samstaða ríkir um að gera að samansafni dreifðra smáþorpa. Ríkissjónvarpið básúnaði það út með viðeigandi andköfum, að meira að segja í sjálfum Randa- ríkjunum væru flugeldar bann- aðir, og því væri sjálfsagt að gera það hér. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna bannað er að skjóta flugeldum í landi sjálfs frelsisins. Aðstæður eru ólíkar. Vestur Flugeldar og falsarar þar er algengt að þök húsa séu lögð tjörupappa eða timbri. Randaríkjamenn höfðu fyrir sið að ljúka hátíðarhöldum þjóðhá- tíðardags síns með flugeldaskot- um. Þann dag ber upp á 4. júlí, sem oftast er heitur og þurr. Varla þarf frekari skýringar við hvers vegna flugeldar eru bannaðir í landi ein- staklingsfrelsisins. Skrautlegt heims- met Á íslandi eru þök úr járni og flugeldatíð er um áramót og lít- il hætta á að skógareldar kvikni né akrar brenni. Því er fáránlegt að taka Bandaríkjamenn til fyrir- myndar í þessu efni og banna al- menningi að skjóta upp flugeld- um og kveikja á blysum í svartasta skammdeginu. Haft er fyrir satt að stærsta flugeldasýning í heimi sé í Reykjavík á gamlárskvöld og er margt ótrúlegra. Brennur og blys eru þjóðarsiður, sem óþarfí er að amast við og enn síður að banna. Ekki má gleyma því að flugelda- sala er fjárhagslegur grundvöllur margra björgunarsveita og yrði fótunum kippt und- an starfsemi þeirra ef bannmenn fá sínu framgengt. Hins vegar er vel athugandi hvort ekki ætti að banna lágflug og stór- hættulegt æfinga- flug yfir mestu þétt- býliskjörnum lands- ins. Margfalt meiri hætta og óþægindi stafa af flugumferð í íbúðahverfum, en að flugi stafi hætta af flugeldum, sem fólk puðrar upp á hlaðinu heima hjá sér. Vond innrætmg Um bombur og flugelda í Haga- skóla gildir öðru máli. Þar hittir skrattinn ömmu sína. Frekir og illa uppaldir unglingar, sem aldrei hafa verið kenndir mannasiðir né umgengnisvenjur, fara sínu fram, eins og í flestum öðrum skólum, og skemmta sér við að hrella kennara og vekja at- hygli sjónvarpa með góðum ár- angri. Ef marka má ummæli margra kennara, um hvað stétt þeirra og skólastarf þarf að þola af nem- endum, eru flugeldarnir og púð- urkerlingarnar í Hagaskóla fjandakornið hættulegri eða verri en það ofbeldi sem margir nem- endur Ieyfa sér að beita kennara, sem eru niðurlægðir og smánað- ir án þess að geta rönd við reist. Hættan stafar ekki af flugeld- um, heldur af flugvelli á kolbrjál- uðum stað og bomburnar í Hagaskóla eru afieiðing innræt- ingar en ekki orsök. Því skal var- ast að henga bakara fyrir smið, eins og er svo sorglega algengt. Hvers vegrwfara Ahur- eyríngarehhi í leíkhús á sunnudögum? (Messufall varð á sýningu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut sl. sunnudagskvöld. Segja stjómendur LA það vegna þess að föstudags- og laugardags- kvöld séu þau kvöld sem fólk vilji nota til leikhúsferða.) Oddur Helgi HaUdórsson blildtsmiður og bxjarfltr. áAkureyri. „Eg er ekki viss um að skýringar séu einfaldar og hallast hreinlega að því að verkið höfði ekki til fólks. Þetta er falleg sýning og ábyggilega vel að henni staðið, en hér getur Iíka komið til að fólk sé ekki upplagt svona fyrst eftir áramót að fara í leikhús. Við vitum líka að fyrir almenna borgara er talsverð há- tíð að fara í leikhús og fólk gerir sér þá virkilegan dagamun, t.d. með þvf að fara út að borða. Að því Ieyti held ég líka að sunnu- dagskvöld virki ekki. Hinsvegar má vera að léttara verk virki frek- ar þessi kvöld, til dæmis Söngva- seiður, My fair lady eða slíkt." Valgerður Hrólfsdóttir formaðw leUthúsráðs LA. „Hvort sem í hlut eiga Akureyring- ar eða aðrir þá held ég að sunnudagskvöld séu þau kvöld sem fólk vill eiga í heimaranni og að fólk héðan úr nærsveitum taki á þessum tíma árs ekki áhættuna á því að fara inn á Akureyri og eiga það á hættu að komast ekki til baka, þegar ný vinnuvika er að morgni. Eg held hinsvegar að það sé alls ekki leikritið um Pétur Gaut sem á ekki hylli áhorfenda og segi ég það með tilliti til þessarar já- kvæðu umijöllunar og dóma sem það hefur fengið.“ Haraldur Ingi Haraldsson forstöðum. Ustasafns Akureyrar. „Það er mér hul- in ráðgáta, rétt einsog sýningin fær góða dóma þeirra sem hana hafa sótt. Eg sé ekkert því til fyr- irstöðu að fara í leikhús á sunnu- dagskvöldi og rétt er nú að senda út herkvaðningu til allra að fara og sjá þetta ágæta verk, nú er rétt að standa þétt við bakið á leikfélaginu okkar þegar það á í tímabundnum erfiðleikum." Sunna Borg leikkona áAkureyri. „Akurevringar hafa aídrei verið mikið fyrir leik- hús á sunnudags- kvöldum, einsog það ættu að geta verið góð leik- húskvöld. Þetta er gegnumgang- andi nema þegar á fjölunum eru fjölskylduleikrit, Söngvaseiður eða eitthvað slíkt. Akureyringar eru fastir í viðjum vanans og standa fast í ístaðinu þegar hlut- unum á að breyta - og það þarf að breyta þvf viðhorfi að sunnu- dagsleihús henti ekki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.