Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 - 7
XWr.
ÞJÓÐMÁL
Alþjóðamál á nýju ári
STBJIN-
GRIMUR J.
SIGFUSSON
ALÞINGISMAÐUR
SKRIFAR
Það hefur verið fróðlegt að fylgj-
ast með skrifum í blöðum og
tímaritum hér heima og erlendis
um stöðuna í alþjóðastjórnmál-
um og alþjóðamálum um þessi
áramót. Nú þegar síðasta árið
fyrir aldahvörf að okkar tímatali
er gengið í garð er ekki úr vegi að
fara yfir þá atburði sem stærstir
eru á sviði alþjóðamála og velta
því lítillega fyrir sér hvað sé
framundan. Efnahagskreppan í
Rússlandi og fyrrum lýðveldum
Sovétríkjanna og erfiðleikar í
efnahagsmálum margra ríkja í
Suðaustur Asíu hefur sett mjög
svip sinn á umræðurnar. Lengi
vel var og er reyndar enn á bak
við tjöldin mikill ótti um að
kreppan breiðist út og valdi
keðjuverkun. M.a. með efna-
hagsþrengingum sem grunnt er á
í ýmsum ríkjum Suður-Ameríku
og svo með þeim beinu og óbeinu
áhrifum sem samdráttur á þess-
um svæðum hefur á efnahagslíf
sjálfra Vesturlanda.
Lærðir hagfræðingar halda því
fram að hið hnattræna alþjóðlega
fjármálakerfi sé orðið stjórnlaus
ófreskja. Peningar fjárglæfra-
manna sem eru á höttum eftir
skjótfengnum og ofsafengnum
gróða flæða stjórnlaust fram og
til baka um heiminn. Eina mark-
miðið er gróði, skjótfenginn og
sem allra mestur gróði af full-
komnu miskunnarleysi og tillits-
leysi hvað varðar umhverfismál
eða efnahagslíf einstakra ríkja.
Þegar svo á bjátar kippa þessir
aðilar Ijármagni sínu til baka og í
burtu frá svæðum þar sem erfitt
ástand skapast og það er einmitt
það sem ýmis ríki í Asíu fengu að
reyna á dögunum. Meðal hag-
fræðinga er nú rætt um það sem
eitt mikilvægasta viðfangsefni
næstu ára á sviði efnahagsmála
og alþjóðastjórnmála að koma
böndum á ófreskju hins hnatt-
ræna fjármagns nýkapitalismans.
Næst á eftir glímunni við hin
stóru hnattrænu umhverfis-
vandamál sé þetta mikilvægasta
viðfangsefni komandi ára á sviði
alþjóðamála.
Evrópumál
Ef litið er á nokkra þætti utanrík-
ismála sem standa Islandi nær
má fyrst nefna Evrópumálin. Þar
ber auðvitað hæst upptöku sam-
eiginlegs gjaldmiðils í 11 af að-
ildarríkjum Evrópusambandsins
nú um áramótin. Fæstir reyna
svo mikið sem að dulbúa þá stað-
reynd að upptaka Evrunnar og
tilkoma hins evrópska seðla-
banka sé ekki síður pólitísk að-
gerð heldur en efnahagsleg. Pólit-
íkin er fyrst og fremst fólgin í því
að flestir sjá að lítið vit verður í
sameiginlegum gjaldmiðli til
lengdar öðru vísi en að á eftir
fylgi samræming fjölmargra þátta
efnahagsmála, skattamála,
vaxtapólitfkur og fleiri þátta sem
áhrif hafa í því sambandi. Því
mun að líkindum þurfa að fylgja
aukið miðlægt vald á sviði efna-
hagsmála og enn eitt skrefið hef-
ur þar með verið tekið í áttina til
sambandsríkis. Evrópuþingið
ætlar sér að sjálfsögðu sinn skerf
„Fæstir reyna svo mikið sem að dulbúa þá staðreynd að upptaka Evrunnar og tilkoma hins evrópska seðlabanka
sé ekki síður pólitísk aðgerð heldur en efnahagsleg, “ segir Steingrímur J. Sigfússon.
af þessu valdi og fer sú ætlan
ekki dult. Borið á þrætum um
orðanotkun og er einna hlálegast
að eftir að tekið var að tala um
Evrulandið eða „EuroIand“ lentu
menn í hár saman og þó einkum
Frakkar út af þessari nafngift.
Ekki innihaldinu þ.e.a.s. að í
raun væri að verða til nýtt land
eða nýtt ríki sem samanstæði af
aðildarlöndum hins nýja mynt-
svæðis. Nei, heldur málfræðinni.
I framhaldi af þessu hafa svo
Evrópumálin almennt komist á
dagskrá á nýjan leik t.d. í Dan-
mörku. M.a. ræddi Poul Nyrup
Rasmussen í áramótaávarpi sínu
til dönsku þjóðarinnar um þá
sannfæringu sína að Danir ættu
að gerast aðilar að Evrunni. Fari
svo að Danir kjósi um það og
samþykki, sem þó er engan veg-
inn gefið, má allt eins búast við
að umræðan aukist í Svíþjóð. Lít-
ill vafi er á því að sænska krata
langar til að koma Svíþjóð inn á
Evrukortið þó að þeir hafi af
taktískum ástæðum valið að fara
dult með þá skoðun sína einfald-
lega vegna gífurlegrar andstöðu
almennings í Svíþjóð. Andstæð-
ingum Evrópusamrunans hefur
vaxið svo ásmegin í Svíþjóð að
þeir hafa verið í meirihluta skv.
skoðanakönnunum í því landi
allt frá því mjög fljótlega eftir að
aðildin var naumlega samþykkt á
sínum tíma.
Færi svo að Svíar drægjust með
kemur röðin að Noregi og enginn
vafi er á að kæmist aðildarspurn-
ingin á dagskrá í Noregi á nýjan
leik yrði hún það einnig hér
heima á Islandi.
Ný skipting Evrópu
Upptaka Evrunnar og stækkun
Evrópusambandsins til austurs
eru og verða stærstu viðfangsefn
Evrópusambandsins næstu árin.
Bæði málin kunna að reynast af-
drifarík, eftir því hvernig til tekst
fyrir framtíð hugmyndarinnar
um Evrópskt stórveldi, efnahags-
legt, pólitískt og jafnvel hernað-
arlegt stórveldi. Þó upptaka Evr-
unnar hafi gengið tiltölulega
átakalítið fyrir sig er langt í frá
útséð um það hvernig hún kem-
ur til með að reynast þegar frá
líður og hvernig einstökum svæð-
um4nnanÆvrulandanna reiðir af
í því sambandi. Enn meiri óvissa
er þó tengd stækkuninni og þeim
miklu útgjöldum og vandamálum
sem henni, að margra dómi,
verða samfara. I austanverðri
Evrópu eru menn að vakna til
meðvitundar um það að stækkun
Evrópusambandsins til austurs
og ný landamæri þess munu fela
í sér skiptingu Evrópu í tvennt á
nýjan leik, bara á nýjum stað.
Margir sérfræðingar í málefnum
sunnan- og austanverðrar Evr-
ópu telja að þessi skipting álf-
unnar verði jafnvel verri hinni
fyrri sem oft er kennd við járn-
tjaldið eða kalda stríðið.
Staðan í Evrópumálum nú gef-
ur Islendingum nýtt tilefni til að
velta fyrir sér kostum og göllum
þess að varðveita sjálfstæði sitt
eða afsala því inn í hið nýja evr-
ópska stórveldi. Það mat er að
mínu áliti auðvelt. Island, stað-
sett mitt á milli heimsálfanna,
með mjög sérstaka hagsmuni og
viðkvæmar lífrænar auðlindir, á
minna en ekkert erindi inn í hið
nýja evrópska stórríki og væntan-
legan pólitískan, efnahagslegan
og jafnvel hernaðarlegan sam-
runa þess. Enn síður er það fýsi-
legt lyrir okkur að Ienda inni í
Evrópusambandinu með hliðsjón
af stækkun þess til austurs.
Þungamiðjan færist þar með frá
okkur austur á bóginn og ýmis
vandamál sem Evrópusambandið
mun í framhaldinu óhjákvæmi-
lega verða upptekið af verða á
þeim hluta svæðisins sem Ijærst
okkur liggur. Sjálfstæðið gæti
þvert á móti reynst okkur enn þá
verðmætari auðlind en hingað til
mitt á milli þessara stóru við-
skiptablokka sem nýja Evrópu-
sambandssvæðið og Norður-Am-
eríku markaðurinn er.
Maí-sanmingurum
Þó að umræður um Maí-samn-
inginn svonefnda liggi lágt í
augnablikinu blundar hugmynd-
in um alþjóðlegan fjárfestingar-
samning í þeim anda áfram í
brjóstum margra. Bak við tjöldin
er bæði á vettvangi OECD og
einnig innan Alþjóða viðskipta-
málastofnunarinnar mikill áhugi
á því að reyna að koma því máli
afturafstað----------------
Astæða er til að rifja örstutt
upp hvað Maí-samningurinn átti
að fela í sér. Samningurinn átti
fyrst og fremst að veita algerar
tryggingar til handa alþjóðlegum
fjárfestum fyrir því að ljármagns-
flæði landa á milli og réttur til
fjárfestinga væri hindrunarlaus. I
samningnum áttu að felast stór-
felldar takmarkanir á rétti ein-
stakra ríkja til að setja eigin regl-
ur á sviði umhverfismála, vinnu-
markaðsmála o.s.frv. Nærri lætur
að hugsunin skv. samningnum
hafi verið sú að afnema einfald-
lega rétt einstakra aðildarríkja að
samningnum til að setja sérreglur
af nokkru tagi, sem haft gætu
áhrif á hið alþjóðlega Ijármagn og
alþjóðlegar Ijárfestingar. Binda
átti ríkin á klafa samningsins með
því að hafa hann nær óuppsegj-
anlegan og gera þau skaðabóta-
skyld vegna hvers konar reglu-
setningar innan eigin landamæra
sem gengið gæti gegn hagsmun-
um íjárfestingaraðilanna.
Umhverfisverndarsamtök,
mannréttindasamtök, verkalýðs-
samtök og Ijölmargir aðrir aðilar
brugðust hart við þegar hug-
myndir að samningnum komu
fram í dagsljósið. Unnið hafði
verið að þeim af mikilli leynd
innan OECD í París. Loks varð
vinstri stjórnin í Frakklandi til
þess að stöðva frekari vinnu við
samninginn af, a.m.k. tímabund-
ið. Hugmyndirnar eru þó enn á
kreiki og ástæða til að vera vel á
varðbergi.
Útþenslusteína
Bandaríkjanna
Þá er einnig rétt að nefna til sög-
unnar af vettvangi alþjóðamála
eða utanríkismála hræringar inn-
an hernaðarbandalagsins Nató
og hugmyndir, ættaðar frá
Bandaríkjunum, um breytt hlut-
verk þess. Þær hugmyndir gera
hvoru tveggja í senn ráð fyrir því
að útvíkka starfssvið eða vettvang
Nató þannig að það tæki til alls
heimsins. Nató yrði þannig í
raun og veru allsherjarhernaðar-
bandalag með allan heiminn
undir langt langt út fyrir landa-
mæri aðildarríkjanna sjálfra en
lengi vel voru umsvif þess tak-
mörkuð við þau.
Öllu alvarlegri eru þó hug-
myndir um að Nató taki sér sjálf-
stætt vald til þess að grípa til að-
gerða, jafnvel árása, án undan-
gengins samþykkis Sameinuðu
þjóðanna eða stofnana þess.
Nokkur kurr varð meðal ým-
issa Evrópuríkja þegar þessar
hugmyndir spurðust út og ollu
m.a. titringi á utanríkisráðherra-
fundi Natóríkja í Bríissel í des-
embermánuði sl. A þeim fundi
féllu í grýtta jörð hugmyndir nýja
þýska utanríkisráðherrans Jotka
Fischers um að Nató hyrfi frá
þeirri stefnu sinni að áskilja sér
rétt til að beita kjarnorkuvopnum
af fyrra bragði. Kjarnorkuveldin
innan Nató brugðust að sjálf-
sögðu öndverð við þeirri hug-
mynd og fer reyndar litlum sög-
um af stuðningi við hana þ.á m.
frá utanríkisráðherra Islendinga.
Yiðskiptabannið á írak
Loks er tæpast hægt að Qalla um
alþjóðastjórnmál öðru vísi en að
nefna ástandið í Irak og árásir
Bandaríkjamanna og Breta á
landið skömmu fyrir jól. Það sem
síðan hefur gerst hefur sannað
óréttmæti og tilgangsleysi þeirra
árása. I ljós hefur komið að
skemmdir urðu ekki síst á skól-
um, sjúkrahúsum og mannvirkj-
um eins og vatnsveitu Bagdhad
og var þó ástandið nógu bágborið
fyrir í þeim efnum. Alvarlegar og
rökstuddar ásakanir hafa komið
fram um það að Bandaríkjamenn
hafi misnotað vopnaeftirlit Sam-
einuðu þjóðanna, bæði til njósna
og eins hafi þeir stuðlað að
ögrandi framkvæmd þess vikurn-
ar áður en farið var í Ioftárásirn-
ar á Irak. Arásirnar urðu, eins og
síðar hefur komið á daginn, ein-
göngu til að magna spennuna í
þessum heimshluta og þar hefur
nánast ríkt stríðsástand síðan.
Nú er vopnaeftirlit alls ekki til
staðar í landinu og enn einu
sinni urðu fórnarlömbin og
þolendurnir fyrst og fremst sak-
laus og sveltur almenningur.
En því miður eru víðar blikur á
lofti heldur en í Irak. Samskipti
Israela og Palestínumanna ganga
brösuglega. Víða í Afríku, nú upp
á síðkastið t.d. í Angóla, er
ástandið skelfilegt. I Norður-
Kóreu Iifir þorri almennings við
hungurmörk og víða í Mið-Amer-
íku er slæmt ástand m.a. af völd-
um náttúruhamfara sem þar hafa
geisað. I löndum Mið- og Suður-
Ameríku er allur almenningur
víðast blásnauður og má því síst
við auknum þrengingum. Við
bætist að tæpast er hægt að tala
um að opinbert eða skipulagt vel-
ferðarkerfi sé til staðar í löndun-
um.
Ljós punktur eru þær fréttir
að Bandaríkjamenn hafa nú loks-
ins ákveðið að lina lítillega tökin
hvað varðar framkvæmd við-
skiptabannsins á Kúbu. Er það
vonandi til marks um að í Banda-
ríkjunum sé ráðandi mönnum að
verða ljóst tilgangsleysi þess og
ranglæti að halda viðskiptabann-
inu til streitu f óbreyttu formi.
An efa er Bandaríkjamönnum
þetta þó ekki ljúft, ekki síst í ljósi
þess að þeir hafa nýlega mátt
horfa upp á höfuðfjandann,
Kastró sjálfan, halda upp á 40
ára afmæli valdatíðar sinnar í
landinu, hafandi staðið af sér all-
ar tilraunir til að hrekja hann frá
og lifað af ófáar morðtilraunir
CIA.