Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 1
t Sigurður Sævarsson erbyrj- aðurað semja „eymarvæna ópem“ eftir íslenskri nútíma- skáldsögu... Það er ekki oft sem íslenskar nútímaskáld- sögur eru færðar í óperubúning. I Keflavík situr þó maður, Sigurður Sævarsson tón- listarkennari og tónskáld, sem fékk nýlega styrk frá Reykjanesbæ til að halda áfram vinnu við óperuna Zetu sem hann skrifar eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Við hringdum í gemsann hans Sigurðar, þar sem hann var staddur í einum af þessum fjórum tónlistarskólum sem hann kennir við þennan veturinn, og hann var inntur eftir því hvernig Zeta hefði komið til? „Eg var búinn að vera í námi í Boston í þrjú ár og síðasta árið sem við vorum úti þá komum við heim um jólin og ég las þókina. Eg hafði verið að kíkja á önnur verk eftir hana, mér finnst hún svo Ijóðræn, en sá að þetta er fínn texti til að skrifa við. Zeta hrópaði á óperu, uppbygg- ingin er þannig," segir Sigurður og kvað Vigdísi Grímsdóttur hafa tekið bón hans um óperuútfærslu ljúflega sem og öllum styttingunum sem gerðar hafa verið til að textinn henti til söngs. Að styttingum loknum stóðu eftir þrjár persónur, þær Anna, Zeta og Arnþrúður. Eldri óperur alltof langar - Þú segir flá uppbygging sögunnar henti vel, hvernig getur skúldsaga hentað vel til óperuú tfærslu ?“ Anna er þarna að lesa upp bréf sem Zeta hafði sent henni og síðan er Zeta að fara með ljóð eftir hana. Þannig myndast ekta tækifæri til að koma með aríu. Yfirleitt eru óperur frá fyrri öldum þannig að sögu- þráðurinn stoppar á meðan það er verið að syngja aríu, jafnvel í tíu mínútur, - og síð- an heldur sagan áfram. Þarna gengur þetta áfram án þess að aríurnar trufli sög- una.“ Sigurður vonast til að klára óperuna Zetu í sumar en enn er óvíst hvar hún verður sett upp. Hann vill helst ekki setja hana upp sjálfur, með þeim styrkjagöngum til fyrirtækja sem slíkri uppsetningu fylgja. „Maður vill frekar fá að setjast í farþegasætið og sjá einhvern annan gera það sem kann til verka.“ mynd: teitur Sigurður er þegar búinn að skrifa helm- inginn af óperunni, eða um 50 mínútur og vill alls ekki að hún verði lengri en 2 tím- ar. „Það er nú það sem er helst að óperum yfirleitt að þær eru alltof Iangar," segir Sigurður. Hann kveðst ekki mikið fyrir mjög þunga tónlist og það hafi verið ein meginástæðan fyrir því að hann valdi ekki skáldsöguna Eg heiti Isbjörg, ég er Ijón þótt honum hafi þótt það mjög sterkt verk. „Ég sem ekki svo þunga tónlist og því var ég miklu spenntari fyrir Zetu. Það er í henni einhver snjór og hreinleiki sem ég var hrifinn af,“ segir tónskáldið en er fljót- ur að bæta því við til að taka af allan vafa: „Þetta er ekkert poppað eða svoleiðis - en ég vona að þetta verði áheyrilegt." Ekki ómstrítt öskur Sigurður fór í MA-nám til Boston árið 1994, upphaflega hafði hann ætlað að Iæra söng en einbeitti sér ekki síður að tónsmíðum og vonast til að geta unnið að mestu á því sviði þótt hann haldi kannski áfram að syngja „við jarðarfarir og brúð- kaup". Aður en hann skellti sér í námið hafði hann starfað að ýmsu, síðast í Frí- höfninni í Keflavík. En tónlistarunnandi búandi í Keflavík hlýtur að eiga sér fortíð úr poppinu? „Jú... ég var á unglingsárun- um í kringum pönktímabilið,“ svarar Sig- urður tregur til en hlær þó „...við þóttumst vera með fyrstu nýbylgjuhljómsveitina. En það varð nú ekkert úr því. Jú, jú, við gáf- um út þrjár plötur. Ég lærði helling á því og ég geri ráð fyrir að sú leið sem ég fer í að semja eigi kannski meira skylt við það hvernig popparar myndu semja.“ Og hvernig semur hann, hvernig myndi hann lýsa tónlistinni við Zetu? „Eg læt fagur- fræðina ráða alla leið. Ég reyni að semja fyrir eyrað ekki eftir því hvort það lítur vel út á blaði. Ég myndi segja að þetta væri eyrnarvæn ópera. Þetta er ekki eitthvað sem maður gæti öskrað yfir, þetta er ekki ómstrítt. Tónlistin verður frekar hæg og einföld svo textinn komist til skila. Það vill oft brenna við þegar hljómsveitin er of flókin að maður heyri ekki tónana fyrir há- vaðanum, svona eins og þegar maður sér ekki trén fyrir skóginum.“ LÓA QsaMia [minni • <G e^laspilarilfcpJpT' mSglcl i skantiHstafrain 1 e n cunql aunogeyrun Þ«ggía ;2:ri3 ía'by.ngö s Gltuim PMMieer h'ii&m'ftu'traings'feWfum > hátalarar. 900 “ ^ékkilrnmiif-a'lii'ð n ^erðii) DBSIMimCffi éESJEJC (M&ESflSig oÆ£aM?[iEBEfl(iggMfeiiíi - tMfirb sg EECMaMD'®®! I >K. BRÆÐURNIR W:7*>MÖ-stgr.l (©) ORMSSONHF Lágmúia 8 • Sími 5?'’ 00 •oviif i .> j j-. ('t' .igsu’t'. ‘i'.'.s' m'i'i'j't i í'i ,’.n ij'.n i viln . . : i >■» . i .'ovi'i'. pai ’U'-j . ioi ■. wmi; ; ree uu h

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.