Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 3
 MIBVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Útsölumar standa nú sem hæst. Þeirsem létufreistast og keyptu sérfötjyrirjólin geta núfundið sömu flíkur áalltað JOprósent lægra verði. Óneitan- lega velta margirþví fyrir sérhvemig kaup- menngeti veittsvo mikinn afslátt og hvort álagningin sé ekki óeðlilega mikil. Þá vakna margar spumingarum rétt neytenda á útsölum. Uppákoma á útsölu Aðdráttarafl útsölunnar er tölu- vert og ég sogaðist á dögunum inn í verslun sem býður föt að mínu skapi en sjaldnast í mín- um verðflokki. Eg tætti og rótaði í hillum og kössum eins og aðrar konur sem þarna voru í meiri- hluta, spáði og reiknaði í hugan- um. Ef til vill gæti ég leyft mér... leggja saman, draga frá. Hvað þarf að greiða í næsta mánuði, má ég eða má ég ekki. I miðjum útreikningum heyri ég háværar raddir frá afgreiðslu- borðinu. Hamagangurinn í versluninni stöðvast sem snöggvast og allir leggja við hlustir. Kona sem ætlar að greiða útsöluvöru með inneign- arnótu á í deilum við afgreiðslu- stúlkuna sem neitar að taka við slíkri greiðsiu. Rimmunni Iyktar með því að konan borgar í fússi sínu peysu með peningum en klikkir út með að hún ætli að snúa sér til Neytendasamtak- anna og leita réttar síns. Þessi uppákoma raskar um stund kappsemi minni og annarra en ég læt hána ekki aftra mér frá því að kaltpa peysu með 40 pró- senta afslætti. Sæl og ánægð með kaupin fer ég að afgreiðslu- borðinu og borga. Flíkin er sett í poka með kassakvittuninni. Á Ieiðinni út sé ég stór og áberandi spjöld á veggjum versl- unarinnar þar sem tekið var fram að óheimilt væri að skila eða skipta vöru sem keypt væri á útsölu. Þessar auglýsingar kann- ast velflestir við sem farið hafa á útsölur. Þær eru settir upp á verðlækkunartíma og við sam- þykkjum hugsunarlaust. Erum við þá að taka áhættu með því að kaupa vöru á útsölum? Höfum við misst einhvem rétt við það eitt að versla vöru á útsölu? Er varan eitthvað öðruvísi eða öllu heldur önnur? Efasemdir vökn- uðu hjá mér. Getur kaupmaður „Gildistími inneignarnótu getur verið mjög mislangur. Hver verslun fyrir sig getur svo að segja sett sinn eigin giidis- tíma, “ segir Kristín Helgadóttir meðal annars í greininni. sett þessa reglu upp á sitt ein- dæmi eða eru þetta lög? Ef ég kaupi mér buxur á kr. 6.000,- fyrir jól, get ég skilað þeim og fengið inneignarnótu ef þær t.d. passa ekki. Einfalt mál. En ef ég kaupi þessar sömu buxur á út- sölu tveimur vikum síðar á helm- ingi lægra verði og sama vanda- mál kemur upp þá get ég ekki einu sinni skipt þeim eða fengið inneignarnótu. Getur þetta stað- ist? Eg breytti ferð minni úr áhyggjulausum göngutúr um bæinn í ferð til Neytendasamtak- anna. Sigríður Auður Arnardóttir lögfræðingur tók vel ámóti mér og sagði fyrirspurnir frá neytend- um á þessum árstíma mjög al- gengar og sérstaklega hvað varð- ar skil og skipti á vöru. Engin lög um útsölur Samkeppnisstofnun gaf út regl- ur um verðupplýsingar £ auglýs- ingum. I þeim kemur fram að þegar útsala eða verðlækkun er auglýst þurfi að koma fram hvert verð vörunnar var fyrir út- söluna, „Viðskiptavinurinn á alltaf að geta séð hvað afsláttur- inn er mikill,“ sagði Sigríður Auður. Kaupalögin frá 1927 eru þau lög sem almennt er farið eftir og íjalla um rétt kaupanda og seljanda á vöru. Um það gilda tvær meginregl- ur eftir því hvort vara er gölluð eða heil. „Sé vara gölluð er eins árs ábyrgð á henni, hvort sem um er að ræða buxur eða þvottavél. Þetta veit almenningur ekki en það er mjög mikilvægt að hann geri sér grein fyrir þessu.“ Kaup- maðurinn hefur um þrennt að velja til að koma til móts við við- skiptavininn. í fyrsta lagi getur hann látið gera við vöruna á sinn kostnað Jrannig að hún verði sem ný. I öðru Iagi getur hann bætt vöruna upp með nýrri og í þriðja Iagi getur hann endurgreitt hana. Aftur ámóti sagði Sigríður Auður engar ákveðnar reglur gilda um ógallaða vöru sem við- skiptavinurinn vill af einhveijum ástæðum skila. „I rauninni á viðskiptavinur sem vill skila heilli vöru engan rétt. Verslunin er ekki skyldug til að endurgreiða vöru sem búið er að kaupa. Varan er í lagi og eng- in raunveruleg ástæða til að skila henni. Hins vegar er það orðin almenn viðskiptavenja að verslanir tald vöruna aftur ef viðskiptavinurinn vill fá aðra í staðinn. Vara fyrir vöru. Nær- fatnaði er þó aldrei hægt að skila eða skipta." Segja má að hver verslun hafi sínar eigin reglur um endur- greiðslu. Mjög mikilvægt er því að viðskiptavinir spyrji af- greiðslufólk hvaða fyrirkomulag verslunin hafi á vöruskilum. „Til þess að vera alveg viss um rétt sinn getur kaupandinn farið fram á að skilaréttar sé getið á nótunni. Mikilvægt er að fram komi á nótunni hvað skilafrest- urinn er langur. Mjög algengt er að hann sé einungis til áramóta og þarf viðskiptavinurinn að vera því viðbúinn." 30 daga skilafrestux Kaupmannasamtök Islands styðjast við ákveðnar viðmiðun- arreglur um skilarétt. Þær ganga út frá því að viðskiptavinurinn hafi 30 daga til að skila ógallaðri vöru og fá hana endurgreidda. Þetta er þó bundið því skilyrði að kassakvittunin sé til staðar. „Kassakvittunin er sönnun þess hvenær viðskiptin fóru fram. Það er alltof algengt að henni sé fleygt sem einskis nýt- um blaðsnepli. Staðreyndin er sú að þetta er hinn merkilegasti snepill sem við eigum að halda í ef eitthvað kæmi upp á,“ segir Sigríður Auður. Viðskiptavinir sérverslana inn- an Kaupmanna- samtakanna ættu staklega ef varan er dýr eða ef um gjöf er að ræða.“ Inneignamótur „Hafi viðskiptavinur fengið inn- eignarnótu vegna þess að hann fann enga aðra vöru £ verslun- inni sem hugur hans stóð til þá er þessi inneignarnóta ígildi peninga. Sá sem hefur slíka nógu getur þá verslað hvenær sem er í versluninni, hvort held- ur er á útsölu eða ekki sé ekki annað tekið fram á nótunni. Stundum er tekið fram að nótan gildi ekki á útsölum. Það er því mikilvægt að kynna sér hvað stendur á inneignarnótunni." Okkur þykir sjálfsagt mál að fá inneignarnótur ef annað er ekki í boði. Við tökum við nót- unni úr hendi afgreiðsludöm- unnar, lítum rétt aðeins á upp- hæðina til að vera viss um að rétt sé farið með en okkur getur yfirsést það sem máli skiptir annað en upphæðin. Athuga ber hvað stendur á nótunni og hvað stendur ekki. Það sem við þurf- um að hafa í huga er hve lengi hún gildir. „Gildistími inneign- arnótu getur verið mjög mis- langur. Hver verslun íý'rir sig getur svo að segja sett sinn eigin gildistíma en viðsldptavinur get- ur alltaf reynt að semja um lengri gildistíma finnist honum hann of stuttur. Oft er þess ekki getið. Ef svo er gildir hún í fjög- ur ár frá dagsetningu nótunnar." Algengt er að verslanir geri fyrirvara á inneignarnótu um að ekki sé hægt að skila vöru þegar útsala hefst í versluninni. Þetta hefur valdið miklum vandræð- um og margir neytendur hafa verið afar óánægðir. Á þetta sér- staklega við þegar slíkir fyrirvar- ar koma ekki í ljós fyrr en skila á vörunni. Meginreglan er sú að ef ekkert er skráð á inneign- amótuna um fyrirvara getur verslunin ekki staðið gegn því Kona sem ætlarað því að geta feng- ið inneignarnótu greíða ÚtSÖlUVÖm með að boreað sé skili peir vöru ^ ~ , i . . _ x, '' i •! nieö notunm á mnan 30 daga og mneigUamOtU 3 l (kll- útsölum. Af ctrrti cfnnrochnmi • \ r. . \ i þessu er Ijóst að um við afgreiðslu- sýni staðfestingu þess hvenær við- skiptin fóru fram. Kvittunin er nauðsynleg en sé greinilegt að hluturinn hafi verið keyptur í viðkomandi verslun getur kaupmaðurinn gefið inneign- arnótu. Allt er þetta þó háð þjónustulipurð hans. Utsöluvörum er aðeins hægt að skipta meðan á útsölunni stendur en einungis gegn því að kassakvittun sé framvísað. Bók- um er aðeins hægt að skipta fyr- ir bækur. Réttur neytandans á því að fá heila vöru endur- greidda veltur á að afgreiðslu- maðurinn hafi gefið um það lof- orð þegar varan var keypt. „Réttast er að fá slík loforð skrifleg, t.d. á kaupnótuna, sér- stúlkuna sem neitar að taka við slíkri greiðslu. Rimmunni lyktarmeð því að kon- an borgarífússi sínu peysu með peningum. mikilvægt er að ganga úr skugga um að hægt sé að skila vöru á útsölu. I viðmiðunar- reglum Kaup- mannasamtaka Islands kemur fram að þegar vara er keypt með inneign- arnótu þurfi að nýta hana að fullu. „Ekki er alltaf hægt að kaupa nákvæm- lega fyrir andvirði hennar og al- gengt er að mismunur undir 500 krónum sé greiddur út. Þetta er þó alfarið undir velvild kaupmannsins komið.“ A leið minni út frá Sigríði Auði varð mér aftur hugsað til konunnar í búðinni. Hvað skyldi hafa staðið á inneignarnótunni hennar? -KRISTÍN HELGADÓTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.