Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 4
20-MIDVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Það er í raun alveg sama hvort menn styðja Samfylk- inguna eða ekki: það er nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að hún komist á laggirnar. Eftir að prófkjörs- málum hefur verið lent má greina feginleika meðal áhugamanna um stjórnmál, hvar í flokki sem þeir standa: hin eiginlegu stjórn- mál geta loks byrjað. Meira að segja framsókn og íhaldi var farið að Ieiðast þetta öm- urlega þóf. Liðið sem aldrei ætlaði að geta komist út úr búningsklefanum skokkar loks- ins inn á völlinn. Betra en búist var viö? Fjöldi framboða í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík er talsvert meiri en búast mátti við þegar martröðin geysaði. Þegar við í áhorfendastúkunni sjáum loks hvernig á að leika kemur í ljós að áhyggjurnar og lætin voru meiri en ástæða var til. Það Iá sem sagt ekkert á og tímaþröng af manna- völdum með gráti og gnístran tanna í beinni útsendingu var óþörf. Þetta er bara ágætis hópur sem treður sér í búningana. Heita verður á þá sem ganga til leiks að gefa að minnsta kosti eitt frómt loforð. Lof- orðið er þetta: þeir flokkar og einstaklingar sem taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar heita henni stuðningi í komandi kosningum, hver svo sem úrslitin verða. Nýir til leiks Nýir leikmenn vekja fyrst athygli. Nýir eru þeir kannski ekki fyrir áhugamenn um póli- tík, en í hörðum þingsætaslag eru þeir það. Vilhjálmur Vilhjálmsson kemur inn hjá Al- þýðubandalagi - einn af nokkrum fulltrúum nýrra kynslóðar - og stefnir á þriðja sæti hjá þeim flokki. Það gæti orðið skemmtilegt baráttusæti á lokalistanum ef hlutirnir ganga upp. Arni Þór Sigurðsson fyrrverandi borgarfulltrúi getur minnt á mjög góð úrslit í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir ári. Og Heimir Már er þarna líka. Kratameginn koma inn Mörður Arnason (sem er varaþingmaður Þjóðvaka og kunnur þjóðmálaskýrandi) og Jakob Frímann (at- orka, stórhugur, skipulagshæfileikar); báðir eru að hugsa um eitthvað meira en „minna á sig“. Magnús Arni Magnússon fær nú tækifæri til að sanna sig í Þingsölum fram að prófinu. Hjá Kvennalistanum er fagnaðarefni að Guðrún Ögmundsdóttir fyrrverandi borgar- fulltrúi skuli gefa kost á sér, ásamt Huldu Ólafsdóttur varaborgarfulltrúa, en þær báð- ar sóma sér vel í nýliðasveitinni. Aðrir sem einnig gefa kost á sér virðast í fljótu bragði eiga síðri möguleika en þessi, en gefa prófkjörinu í heild dýpt og breidd sem það sárlega þurfti. Það er þetta sem átt er við þegar áhorfendur í stúkunni segja, „ja, verra gat það verið“. UMBUDA- LAUST Stetán Jón Hafstein skrifar Þimgaviktin Aðalslagurinn virðist - en er ekki - milli sitj- andi þingmanna um „örugg sæti“. (Menn ættu reyndar að hætta að tala um þau). Langlíklegast er að A-flokkarnir nái þremur inn hvor í átta efstu og Kvennalistinn tveim- ur. Bryndís Hlöðvers. og Guðný Guð- björns. ættu þá að vera „öruggar", en í krata- dilk sækja þau þrjú stíft: Össur, Asta R. og Jóhanna. I raun virðast sitjandi þingmenn í lítilli hættu nema þá kannski helst Asta R. ef nýliðum í kratadilki tekst vel upp og at- kvæðin falla illa fyrir hana. Óvissuþáttur- inn er kannski þessi: hafni „eðalkratar" Jó- hönnu í stórum stíl, vegna gamalla væringa, verður hún að vera þeim mun duglegri að draga fólk inn í Alþýðuflokkshólfið. I því efni gæti samstarf hennar og fyrrum fram- sóknarkonu, Astu R., blómgast, og sömu hagsmunir eru hjá Merði. Þau þrjú hafa enga sérstaka „stofnun" til að prenta út stuðningsmannalista. Ekkert auglýsingabann er á liðinu - skyn- semi gæti orðið fyrsta fórnarlamb barátt- unnar. Flokkabaráttan Sá flokkur sem fær mesta þátttöku í sínu hólfi fær efsta sætið. Það er dásamleg þver- sögn að hættan á því að flokks-eðalkratar hafni Jóhönnu sem kann að skila flokknum mestri þátttöku vegna smölunar, og efsta sæti þegar upp er staðið. Kannski líka sæti tvö! Kappið í hólfi Alþýðuflokksins gæti nefnilega sett mínus við hólf Alþýðubanda- lags og Kvennalista og valdið því að ójafn- vægi skapist milli flokkanna. Alþýðubanda- lagsmenn munu una slíku illa. Þeir hefðu betur opnað milli hólfa þegar þeim bauðst og leyft fólki að velja sér framhjóðendur úr þessum ágætis hópi þvert á öll flokksbönd, í anda samfylkingar. Sökin er þó ekki öll Al- þýðubandalagsmeginn, kratarnir voru í dýpri pælingum en svo. Nú er kominn upp sú hlálega staða að ALLIR frambjóðendur í raunverulegum baráttusætum er andsnúir hólfafyrirkomulaginu og segjast styðja opn- un. Abyrgum stuðningsmönnum er því mein- að að setja saman breiðan lista úr öllum flokkum, eins og gerðist í prófkjöri Reykja- víkurlistans. Allir sæmilega upplýstir al- mennir kjósendur vita að engu breytir hvor A-flokkanna skipar í fyrsta sæti. Það er nefnilega svo áberandi augljóst þegar horft er yfir sviðið að þetta fólk á miklu meira sameiginlegt en hitt. Flokkamerkin í þessu prófkjöri eru steingervingar frá liðinni tíð og skipta kjósendur engu. Þau fara hins vegar í taugarnar á fólki og valda því að færri en ella bjóða sig fram. Og færri en ella greiða e.t.v. atkvæði. Forlngi? Reynt hefur verið að halda því ífam að slag- urinn um fyrsta sæti í Reykjavík skipti máli því hér sé verið að velja foringa Samfylking- arinnar. Það er fjarri Iagi og fyrir því má færa mörg rök. Stærsta spurningarmerkið við tilkallið um „forystu" hlýtur einfaldlega að koma vegna framgöngu þingmannanna í Reykjavík til þessa. Hvert þeirra sem nú bjóða sig fram reis ofar prófkjörskreppunni í haust og sýndi þá farsæld og snilld sem þörf er á við slíkar aðstæður? Hvers vegna bólaði ekkert á hinum mikla foringja þá? Áhugaverður listi Hálflokað flokksvélaprófkjör ætlar eigi að síður að skila áhugaverðum lista. Sem eitt útaf fyrir sig sýnir hve mikla möguleika raunveruleg samfylking hefur. Imynda má sér niðurstöðu sem sýnir vel viðunandi lista fyrir framboðið: 1) Össur/Jóhanna2) Bryndís Hlöðvers- dóttir3) Össur/Jóhanna4) Guðný Guð- björnsdóttir5) Arni Þór Sigurðssonó) Asta R. Jóhannesdóttir7) Vilhjálmur Vilhjálms- son/Mörður8) Guðrún Ögmundsdóttir9) Mörður/Vilhjálmur/Jakob Frímann/Árni M. Eitthvert afbrigði af þessu er bara ágætt f fyrstu tilraun til að halda níu þingmönnum. Hver man hver er þriðji maður á lista Fram- sóknar í Reykjavík, eða 5., 6. 7. og 8. hjá Sjálfstæðisflokknum? IMENNINGAR LÍFIfl Guðrún Helga Sigurðardóttir Gulrót fyrir böm Mikið og merkilegt starf er unnið hjá kennurunum Sigur- línu Jónsdóttur og Michael Jón Clarke á Akureyri. Þau hafa samið kennsluefni fyrir sex til átta ára börn í flautu- námi, sem nú er víðast notað í tónlistarskólum, Flautað til Ieiks 1 og 2, og svo er hægt að fá hjá þeim geisladiska með undirleik við lögin í kennslu- bókunum sem ótvírætt hvetur börnin og eykur áhuga þeirra á tónlistarnáminu. Geisladisk- arnir eru mjög góðir fyrir börnin. Und- irleikurinn er einfaldur og miðaður við ungan aldur. Diskurinn gefur börnunum hvatningu til að halda takti og þjálfar þau í að spila við undir- leik. Með undirleiknum eru þau örvuð í þeim metnaði að halda áfram að spila og ná að klára lagið þó þeim verði eitt- hvað á í messunni. „Gulrót," kallar Michael Jón Clarke þetta framtak og það er efa- laust rétt hjá honum. Diskarnir eru ekki til sölu í búðum heldur þarf að sér- panta þá og hafa sumir tónlist- arskólar gengið svo langt að láta panta fyrir allan skólann. Hugsanlegt er þó að diskarnir fari í fjölföldun því að eftir- spurnin er þvílík. Bmðuheimilið var afbragð Undirrituð hafði ómælt gaman af því að sjá Brúðuheimilið í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag- inn var og mælir með þvi við hvern mann. Elva Osk Ólafs- dóttir fór á kostum sem Nóra og Pálmi Gestsson var afbragð sem Krogstad málfærslumað- ur. Það er að vísu ekkert nýtt því að hann virðist bókstaflega taka hamskiptum og umbreyt- ast í þá persónu sem hann Ieikur hverju sinni, hvort sem það eru eftirhermur eða per- sónuleg túlkun. Aðra eins hæfileika hefur enginn ís- lenskur leikari. Það truflaði aðeins óvanan hversu mikill vindlareykur er í sýningunni og spurning hvort ekki hefði mátt minnka reyk- inn aðeins áhorfendanna vegna. Sömuleiðis kom á óvart hve Baltasar Kormákur tafsaði mikið. Hann kom bókstaflega engu óbrengluðu út úr sér, hver svo sem ástæðan var, en maður býst við meiru þegar um gulldrenginn er að ræða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.