Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Við erum góðir strákar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. „Við erum mjög góðir strákar og megum ekkert illt sjá.“ Tvíhöfði hefurveríð kærðurtil lögreglufyr- irað skipuleggja hróp að þingmönnum íAl- þingishúsinu. Jón Gnarrsegirað málið verði sent ríkissak- sóknara. Þeim finnist þetta leiðinlegtog vel komi tilgreina að þeir labbi inn íAlþingishús og biðjist afsökunar. „Þetta kom okkur á óvart. Við bjuggumst ekki við svona hörð- um viðbrögðum. Við bjuggumst bara við því að starfsmanni okk- ar yrði vísað út,“ sagði tvíhöfð- inn Jón Gnarr í samtali við Dag í gær. „Við höfum atast í háal- varlegum málum áður og fólk hefur ekki tekið því svona. Menn hafa yfirleitt tekið því létt enda hefur aldrei vakað nein ill- girni fyrir okkur. Það hefur aldrei verið nein rætni eða pólit- ík í neinu sem við höfum gert.“ Ekki að ögra eða storka Alþingi hefur kært Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, umsjónar- menn útvarpsþáttarins Tvíhöfða á X-inu, til lögreglu fyrir að hafa sent starfsmann sinn á þingpalla í tengslum við umræður um gagnagrunnsfrumvarpið í des- ember til að láta gera hróp að þingmönnum. Jón Gnarr sagði í samtali við Dag að þeir hefðu sent manninn með GSM-síma á þingpalla til að vekja þar uppþot og vera með læti. Meiningin hefði verið að gera grín, ekki að ögra eða storka neinum. - Fannst ykkur það lukkast? „Nei, okkur fannst það ekki. Okkur fínnst þetta leiðinlegt mál í heildina. Við viljum ekki standa í svona. Við erum mjög góðir strákar og megum ekkert illt sjá.“ Starfsmanninum voru ekki lagðar nákvæmar línur um hvernig hann ætti að standa að uppnáminu á þingpöllunum og Jón Gnarr segir að þeir félagarn- ir hefðu „meira verið að hugsa um samhengislaust rugl, ekki neina skoðun eða neitt svoleiðis enda var hann ekki að lýsa yfír okkar skoðun þarna og við vor- um ekki að koma á framfæri neinni skoðun. Það var ekki til- gangurinn heldur að vera með fí'flalæti einhvers staðar þar sem ekki má vera með fíflalæti.“ Spenna sem er ekld neift Þetta er ekki í eina skiptið sem uppátæki Tvíhöfðans hefur verið umdeilt og/eða þeir Ient í kast við lögreglu. Tvíhöfði varð fræg- ur að endemum þegar umsjón- armenn þáttarins Iétu taka af sér mynd í gervi forsetahjónanna og gerðu með henni grín að for- setaembættinu á eftirminnileg- an hátt. A föstudögum hafa þeir verið með dagskrárlið, sem heit- ir Föstudagshandtakan. Starfs- maður fer þá út af örkinni til að freista þess að láta handtaka sig. I fyrsta skiptið hringdu umsjón- armennirnir í lögregluna. „Grínið í því er að hann er aldrei handtekinn vegna þess að það sem hann gerir er yfirleitt ekki ámælisvert. Það gerðist í fyrsta skiptið en hefur síðan ekki gerst aftur. Á Alþingi héldum við að hann myndi þrugla eitthvað og vera svo vísað út. Það er brandarinn að byggja upp ein- hveija spennu sem er svo ekki neitt,“ segir hann. Siguijón og Jón Gnarr voru í yfirheyrslum hjá lögreglunni í síðustu viku og segist Jón Gnarr eiga von á því að málið verði sent ríkissaksóknara. „Við send- um þeim blómvönd, báðumst fyrirgefningar og lofuðum að gera þetta ekki aftur en þeir endursendu blómin.“ Friðrik Olafsson skrifstofustjóri mun hafa sagt þeim að biðjast afsök- unar beint til hans og Jón Gnarr segir að vel komi til greina að þeir labbi inn í Alþingishús og biðjist afsökunar. „Við erum al- veg menn til þess.“ -GHS Bólusetnlng gegn inflúensu SVOJMA ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Komið hafa upp nokkur tilfelli af inflúensu í nágrannalönd- unum. Hjá landlæknisembættinu fengust þær upplýsingar að þeir hefðu staðfestingu á því að greinst hefði tilfelli af flens- unni hér á landi en enginn Idár merki væru um faraldur. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, sagði að þeir stofnar sem væru í gangi í nágrannalöndunum væru þess eðlis að bóluefnið sem þeir hafi yfir að ráða ráði vel við veikina. Hann sagðist ráðleggja þeim sem væru komir yfir sextugt að láta bólusetja sig gegn inflúensu og eins væri um þá sem væru veikir fyrir. Haraldur sagði að í haust hafi verið óvenju mikið um bólusetningar og að í byrjun september hefðu verið farnir út tæplega 50.000 skammtar af bóluefni en allt árið í fyrra hefðu þeir notað 36.700 skammta af bóluefni. Mörg fyrirtæki láta bólusetja starfsfólk sitt og er það gert til þess að vernda starfsmennina og eins til þess að halda starfsemi sinni gangandi. Sem dæmi má nefna að allir starfs- menn sjúkrahúsa eru bólusettir gegn innflúensu, enda eru þeir í mestri hættu að nálgast veirurnar sem valda pestinni og skila henni áfram til þeirra sem veikastir eru fyrir. Þeir sem eru í mestri hættu að fá flensuna eru gamalt fólk, hvítvoðungar, þeir sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma og aðrir sem eru með veikt ónæmiskerfi. Rannsóknir sýna að bólusetning dregur um allt að helming úr hættu á því að eldra fólk lendi á spítala eða jafnvel látist úr inflúensu. I HVAB ER Á SEYOI? HLYNUR VS HLYNUR Kveikjan að sýningu Hlyns Hallssonar og Hlyns Helgasonar var síendurtekin ruglingur á nöfn- um og persónum þeirra beggja, bæði í umfjöll- un íjölmiðla og sýningarskrám safna. Þeir ákváðu uppúr þessu sumarið 1997 að halda sýningu og gera sér mat úr þessu. Verkin á sýn- ingunni móast af þessari grunnhugmynd og snúast að mestu leyti um persónulegan mun og fjarlægð á milli fólks sem tengst hefur á tilvilj- unarkenndan hátt. Annað sameiginlegt verkefni á sýningunni er myndband sem lýsir dæmigerð- um degi í Iífi þeirra. Sýningin bindur sig ekki bara við gallerírímið sjálft því eitt verk, nokkurskonar inngangur að sýningunni, verður sett upp á flettiskilti fyrir ofan Laugaveginn. Sýningin opnar á laugardag- inn 16. janúar kl. 16.00 og stendur til 28. janúar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgara, Þorraseli Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13.00 til 17.00. Perlusaumur og almenn handa- vinna kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl 1 5.00 til 16.00 Félag eldri borgara , Asgarði Glæsibæ Handavinna, perlusaumur kl. 9.00 kenn- ari er Kristín Hjaltadóttir. Kaffistofan í Ásgarði er opin alla virka daga kl 10.00 til 13.00. Þorrablótsferð í Reykholt í Borgar- firði 20. -21. febrúar. Upplýsingar og skrásetning á skrifstofu. Galleríi Ingólfstræti 8 Ásgerður Búadóttir opnar sýningu í Gall- eríi Ingólfstræti 8, fimmtudaginn 14. jan- úar ld 17.00. Ásgerður sýnir níu verk sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir þessa sýningu. Ásgerður á fjölda sýninga að baki og hefur hún sýnt víða um heim og eru verk hennar víða í söfnum og opiner- um byggingum hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 14. febrúar og er galleríið opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14.00 tiU8.00. Ritlistarhópur Kópavogs Sigurður A. Magnússon og hr. Sigurbjörn Einarsson verða gestir Ritlistarhóps Kópavogs fimmtudaginn 14. janúar. Dag- skráin hefst kl. 17.00. Frost og funi í Gallerí Fold Fimmtudagskvöldið 14. janúar kl. 20:30 verður opnuð samsýning fimmtán Iista- manna í baksal Galleríis Foldar, Rauðar- árstíg 14. Sýningin ber nefnið „Frost og funi“ og stendur til 31. janúar. Þrykktækni í Kringlunni Fimmtudaginn 14. janúar verður opnuð í Kringlunni sýning á grafík og graf- íkvinnubrögðum. Sýndur verður vinnu- ferill grafíkverka listamannanna Daða Guðbjörnssonar og Drafnar Friðfínns- dóttur, allt frá því þrykkplatan er unnin til fullgerðra grafíkverka. Sýningin verður í sýningarrými Gallerís Foldar og Kringl- unnar á 2. hæð gegnt Hagkaupi. Rabb um rannsóknir og kvennafræði Fimmtudaginn 14. janúar verður Rósa Erlingsdóttir, M.A. í stjórnmálafræði frá Freie Universit%ot í Berlín með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Islands. Rabbið ber yfirskrift- ina: „Konur í Miðaustur-Evrópu á tímum stjórnarfarsbreytinga, „Lýðræðislegt þegnasfamfélag" og kynjasamskipti." Rabbið fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12.00 til 13.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.