Dagur - 19.01.1999, Síða 6

Dagur - 19.01.1999, Síða 6
1 \ - fCít Hí.ttYilil .f t H V- O M' r T t f t 6 - ÞRIÐJUDAGV R 19. JANÚA R 1999 ÞJÓÐMÁL TDb«iir Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31. akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: rítstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeiidar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Morðin í Kosovo í fyrsta lagi Umheimurinn horfír með hryllingi á myndir af nýjustu fjöldamorðum lögreglu og hers Slobodan Milosevics í Kosovo. Sveitir hans réðust um helgina á lítið þorp sem heitir Racak, söfnuðu saman tugum óbreyttra borgara, misþyrmdu mörgum þeirra hryllilega og tóku síðan 45 einstaklinga af lífi að kunnum nasistasið, það er með byssuskoti í höfuðið. Yngsta fórnarlamb- ið var tólf ára drengur. Meðal hinna myrtu var ein kona. Alþjóð- legir eftirlitsmenn og fréttamenn, sem komu á morðstaðinn, hafa orðið íyrir ítrekuðum árásum Serba. Það kom þó ekki í veg fyrir að myndir af hryðjuverkunum færu um heimsbyggðina. í öðru lagi Fjöldamorðin í Racak eru einn hræðilegasti atburðurinn í borg- arastríði Serba og Kosovo-Albana sem staðið hefur með hléum síðan Milosevic hóf stórsókn í héraðinu fyrir tæpu ári síðan. Vopnahléð, sem gert var í október síðastliðnum eftir að um 2 þúsund Albanar höfðu fallið og um 250 þúsund flúið heimkynni sín, var einungis stund milli stríða. I því fólst engin framtíðar- lausn fyrir íbúa Kosovo sem eru að yfirgnæfandi meirihluta af albönskum ættum og vilja ýmist sjálfstjórn eða sjálfstæði. f þriðja lagi Vestrænir stjórnmálaforingjar hafa lýst hryggð sinni yfir þessu hryðjuverki sem Bandaríkjaforseti kallaði réttilega morð af ásetningi. En þrátt fyrir stíf fundahöld og sendinefndir til Milosevics bera viðbrögð Vesturlanda með sér að orð verða lát- in nægja. Samkvæmt dýrkeyptri reynslu þýðir sú niðurstaða að Milosevic telur sig hafa frjálsar hendur til að halda áfram að berja á Kosovo-Albönum og mun því gera það. Kosovo er því miður enn eitt lýsandi dæmi um hvernig lýðræðisríkin leyfa harðsvíruðum einræðisherrum og harðstjórum að fara sínu fram. Og um leið enn ein sönnun þess að þeir sem neita að læra af sögulegum mistökum eru dæmdir til að endurtaka þau. Elias Snæland Jónsson Veruleikiim og venileikíifirrmgm Garri veitti niðurstöðu skoð- anakönnunar DV um afstöðu til virkjanaframkvæmda milda athygli. I Ijós kom að 66% landsmanna eru á móti uppi- stöðulóni við Eyjabakka en 34% fylgjandi. DV greinir af- stöðu manna niður eftir stjórnmálaskoðunum og kem- ur þá í ljós að það er einungis í Framsóknarflokknum, sem stuðningsmenn Eyjabakkalóns eru í naumum meirihluta. I öllum öðrum flokkum eru stuðningsmenn Eyjabakkalóns í minnihluta og vfða í mjög miklum minnihluta. Þá vekur það sérstaka athygli að þegar andstæð- ingar og fylgjendur lónsins eru greindir eftir búsetu kemur í ljós að andstæð- ingar koma í jöfn- um hlutföllum af landsbyggðinni og Eyjabakki. af höfuðborgar- svæðinu. I hópi fylgjenda hins vegar eru lands- byggðarmenn aðeins örlítið fjölmennari. Þetta er merkileg niðurstaða í Ijósi þess sem haldið hefur verið fram. PóstkortafóLk Því hefur hefur nefnilega lengi verið haldið fram að andstæð- ingar Eyjabakkalóns séu veru- leikafirrtir höfuðborgarbúar, sem séu löngu hættir að skilja út á hvað tilraunin Island gengur. Þetta sé eitthvað póst- kortafólk sem haldi að þjóðin geti borðað fegurð fjallanna og drukkið vatnið úr Fögruhver- um. Stuðningsmenn virkjana og Eyjabakkalóns hafa hins vegar haft einkarétt á veru- Ieikatengingu og einir skilið hvað er í húfi. Það eru þeir sem vita að landsbyggðarfólk- inu eru virkjanir hugstæðar vegna þess að byggðin í land- inu þarf svo mikið á þeim að halda. Það eru einmitt stuðn- ingsmenn Eyjabakkalónsins sem einir sjá að besta leiðin til að stöðva fólksstrauminn suð- ur, er að stífla Jökulsá á Dal. Síst ætlar Garri að véfengja þessi sjónarmið enda Iands- byggðarmaður, sem veit að hann á að trúa öllu illu upp á Reykvíkinga. Getur ekki verið Garri hlýtur einfaldlega að vé- fengja niðurstöðurnar í könn- un DV. Því ef þær eru réttar getur sú yfirlýsing ekki staðist að andstæð- ingar Eyjabakka- lóns séu allir veru- leikafirrtir upp- gjafa-hippar á höf- uðborgarsvæðinu. Nema þá að verið sé að gefa í skyn að annar hver landsbyggðarmað- ur - þ.e. þeir sem lýstu sig andvíga Eyjabakkalóni í könn- uninni - séu Iíka veruleikafirrt- ir uppgjafahippar. Það er nátt- úrulega fásinna! Nei, Garri hlýtur að draga þá ályktun af þessu að það sé einfaldlega ekkert að marka þessa DV könnun, enda er hún eflaust gerð af einhverjum veru- leikafirrtum höfuðborgarhipp- um. Svoleiðis hlýtur það ein- faldlega að vera, því annars væri eina svarið sem eftir er það, að það væri ákveðin veru- íeikafirring að segja að allir andstæðingar Eyjabakkalóns- ins væru veruleikafirrtir! Að virkjunaraðallinn geti verið veruleikafirrtur er náttúrulega alveg útilokað ....eða hvað? GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS SON skrifar Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, lét hafa það eftir sér í Degi í fyrri viku að verðbólguspá Fjárfestingarbank- ans væri að verða að almennu at- hlægi allra sem létu sig þessi mál varða. Eins og kunnugt er og um hefur verið þallað eru það eink- , um ungir menn á uppleið í fjár- r málaheiminum sem starfa hjá , Fjáfestingarbankanum, stífbón- ’ aðir tölvumanfakar og talna- i glöggir með afbrigðum. Og raun- ! ar virðast slíkir vera í framvarð- arsveit flestra fyrirtækja sem sýsla með fjármuni og efnahags- mál, einkum og aðallega þó verðabréfafyrirtækja. Þessum piltum er falin mikil 1 ábyrgð og eins gott að þeir kunni á tölvurnar sínar, kunni að Ieggja saman tvo og tvo og fá út ásætt- anlega útkomu úr dæminu, eða a.m.k niðurstöðu sem er í ein- hverju samræmi við raunveru- leikann eins og hann birtist ekki Stjóma „skjánamir“ öllu? á skjánum. Frægt var á dögunum þegar ungur verðbréfasali í út- löndum rak olnbogann í takka á tölvunni sinni með þeim afleið- ingum að tiltekin hlutabréf fóru í sölu í miklu magni og hafði víð- tækar af- leiðingar. Það er sem sé hægt að ímynda sér að mistök verðbréfa- sala geti orðið til þess að stöndugt fyrirtæki Bjarni Ármannsson og vel rek- framkvæmdastjóri FBA ið verði gjaldþrota og á sama hátt að kompaní í kaldakoli rísi upp úr öskunni og auðgist snimmendis vegna þess að tölvupiltar fari takkavillt á lyklaborðinu. Skjánar Það er því eins gott að þessir ungu menn sem sýsla með millj- arðana séu aungv- ir kjánar. En þeir í það minnsta „skjánar“, eins og ágætur sjómaður kallaði þá á dögun- um og Þórarinn V. Þórarinsson, lýsti þeim framkvæmdastjóri VSÍ svo: „Mað- ur sér þessa strá- ka á skjánum, sitjandi við skjá- inn. Þeir eru nýútskrifaðir úr viðskiptafræðinni, með öllu ókunnugir atvinnulífinu, vatns- greiddir, Iitgreindir, með axla- bönd og hvurgi kusk á hvítflibb- anum. Fingurnir þjóta yfir lykla- borðið og fyrirtæki í fiskvinnslu fyrir austan fellur í verði. Aftur pikka þeir eitthvað og niðurlagn- ingafyrirtæki á Vestfjörðum sem komið er að fótum fram hækkar skyndilega f verði.“ Og sjómaðurinn heldur áfram: „Það eru „skjánarnir" sem ráða öllu í þessu þjóðfélagi en ekki al- þingi, ríkisstjórn eða almenning- ur. Ráðherrar og þingmenn gera ekkert nema að ráðfæra sig fyrst við skjánana og fá nýjustu töl- urnar frá þeim. Og byggja svo auðvitað sínar ákvarðanir á upp- lýsingum og tölum, réttum eða röngum, sem „skjánarnir" mat- reiða ofan f stjórnvöld. Þannig að ef „skjánarnir" eru blábjánar og ráðamenn bláskjáir sem gley- pa allt hrátt, þá er ekki á góðu von.“ snu&i svairad Eru lauti alþingis- niíinnn hættulega lág? Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis sagði í samtáli við Dagað laun þingmanna væru hættulega lág. Bryndís Hlöðversdóttir alþingistnaður. „Eg tek und- ir það að laun þing- manna eru alltof lág enda þótt margir aðrir hópar hafi Iægri laun. Þingmennska er mikið ábyrgðar- og stjórnunarstarf og miðað við þau laun sem kjaradómur hefur úrskurðað til ýmissa stjórnenda hjá hinu opinbera hafa þing- menn algerlega setið eftir. Og þegar launin eru orðin það lág að hæfileika fólk fæst ekki í fram- boð til Alþingis tel ég það hættu- legt lýðræðinu.“ Kristín Ástgeirsdóttir „Hættulega lág er kanns- ki of mikið sagt en ég er sammála því að Iaun þing- manna eru allt of lág. Það sést hvað best á því hvað það er orð- ið erfitt að fá fólk úr atvinnulíf- inu til þess að bjóða sig fram. Eg er líka sammála þvf að launakjör þingmanna fæli gott fólk frá því að gefa kost á sér til þing- mennsku.“ alþingiskona. Margrét Frímannsdóttir „Eg myndi ekki orða það svo að laun þing- manna væru hættulega lág. Ef svo væri hvað þá með laun allra þeirra sem eru með enn lægri laun? Hins vegar finnst mér eðlilegt að laun þingmanna séu metin til samræmis við Iaun þeirra sem gegna ábyrgðarstöð- um íyrir ríkið. Menn eiga að skoða laun þingmanna í sam- hengi við aðrar stjórnunar- og ábyrgðarstöður hjá ríkinu." Guðni Ágústsson „Ég er sam- mála því að laun alþing- ismanna séu of lág. Kjara- dómur hefur alla aðra hópa með hærri laun og markar þeim jafnframt yfir- vinnutíma frá 30 og upp í 50 á mánuði en þingmönnum engan. Mér sýnist að mjög margir ein- staklingar í þjóðfélaginu, sem fara með forystustörf, hafi ekki fjárhagslega efni á að bjóða sig fram til þings og lækka við það í launum." alþingismaður. alþingismaður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.