Dagur - 19.01.1999, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
UALLPÓR
ASGRIMS-
SON
UTANRlKISRÁÐHERRA
SKRIFAR
Svo lengi sem ég hef verið í
stjórnmálum hafa virkjunarmál á
Austuriandi verið ofarlega á
baugi. Eg hef ávallt verið þeirrar
skoðunar að það beri að nýta
þær miklu auðlindir sem felast í
orku fallvatna á Austurlandi. Eg
hef litið þannig á að það væri
mikill meirihluti Austfirðinga,
sem vildi beisla þessa orku og
nýta hana í sem mestum mæli
heima fyrir. Eg hef einnig talið
að \áð yrðum að velja hagstæða
virkjunarmöguleika til að tryggja
ódýra orku til atvinnulífs og
heimila. Mikil orka hefur verið
beisluð á suðvestanverðu land-
inu til að hita þar upp híbýli og
framleiða ódýra orku fyrir fjöl-
breytt atvinnulíf og það ber einn-
ig að gera eystra.
Áhrif á uinliverfid
Virkjunarframkvæmdir hafa haft
margvísleg áhrif á umhverfið en
ekki verður séð að nein stórfelld
slys hafi orðið. Við hefðum að
vísu gert margt öðru vfsi, ef við
gætum valið aftur. Sennilega
hefðu virkjanir við Sogið ekki
verið byggðar í dag og sú nátt-
úruperla hefði áreiðanlega feng-
ið að njóta sín betur. Það voru
hins vegar ekki aðstæður til þess
á þeim tíma og þar gripu menn
tækifæri sem hafði mikil áhrif á
framþróunina.
Eg hef vart mætt á þann fund
á Austurlandi sem ekki hefur
ályktað í þá átt að nauðsynlegt sé
að virkja Jökulsá í Fljótsdal og
hyggja jafnframt að virkjun Jök-
ulsár á Dal. Það hafa allir vitað,
sem að þeim ályktunum hafa
staðið að samfara þessum stóru
virkjunum yrði að koma stóriðn-
aður. Alltaf hefur Iegið fyrir að
ekki væri mögulegt að nýta þessa
orku eingöngu fyrir almennan
markað eða smáiðnað.
Núna þegar menn eygja mögu-
leikann til að gera þessi áform að
veruleika er komin upp öflug
hreyfing til að koma í veg fyrir
þessar fyrirætlanir. Fyrirætlanir
sem hafa verið til umræðu í ára-
tugi. Til marks um það hvað
hugurinn bar menn langt í þess-
um efnum voru samþykkt lög á
Alþingi 1981 um að hrinda því í
framkvæmd að Fljótsdalsvirkjun
yrði reist. Aðstæður og umhverfi
hefur verið rannsakað og yfir
þrjú þúsund milljónum hefur
verið varið til undirbúnings.
Allan tímann hafa menn vitað
að virkjunin byggðist á miðlun
við Eyjabakka og síðan yrði að
leiða vatnið út alla Fljótsdals-
heiði. Fyrst var ráðgert að gera
það í opnum skurði, sem hefði
verið mikið sár í landinu. Síðar
var ákveðið að flytja vatnið um
jarðgöng. Eftir að þessar ákvarð-
anir voru teknar hefur margt
breyst og meðal annars viðhorf
um verndun náttúru og um-
hverfis. Lög hafa verið sett um
ákveðið ferli slíkra mála en eldri
ákvarðanir um framkvæmdir eru
undanþegnar þeirri skipan. Það
Myndin sýnir töivuiíkan af hugsanlegu áiverí við Reyðarfjörð. ígrein sinni óskar Halldór Ásgrímsson eftir meiri
sanngirni í umræðunni um virkjanir og stóriðju á Austurlandi og segir m.a.: „Við biðjum þá sem vilja meiri sam-
hjáip og efnahagslegar framfarir fyrir landsmenn að hugleiða hvað er í húfi. Það er ekki nóg að segja að við
skuium gera eitthvað annað. Það er ekki nóg að halda því fram að vísindi, þekking og ferðamennska leysi
málið."
var meðal annars gert vegna þess
að þær fyrirætlanir höfðu gengið
í gegnum annan hreinsunareld
og ég tel víst að ekkert mál hafi
fengið jafn mikla umræðu og at-
hugun á undirbúningsstigi og
Fljótsdalsvirkjun.
„Lögformlegt umhverfis-
mat“
Virkjunin var boðin út og það var
ætlun fyrri ríkisstjórnar að nota
þá orku alla í álver á Keilisnesi,
sem aldrei varð að veruleika.
Núverandi ríkisstjórn hefur farið
öðruvísi að og ákveðið að það
beri að nýta orkuna á Austur-
landi og unnið að málinu með
það fyrir augum. Þá rísa upp
sterk öfl sem vilja koma í veg fyr-
ir að þessar fyrirætlanir verði að
veruleika. Þessi andstaða birtist
með misjöfnum hætti. Margir
hafa haft þá kröfu í frammi að
virkjunin verði send í nýtt mat
sem gengur undir nafninu „lög-
formlegt umhverfismat“. Nafn-
giftin gefur til kynna að eitthvað
ólöglegt hafi átt sér stað. Svo er
alls ekki og engin hefur útilokað
að virkjunin gangi í gegnum nýj-
an hreinsunareld. I reynd er
unnið þannig að málinu og öll-
um undirbúningi þannig háttað
að svo geti orðið. Ný skýrsla er
væntanleg og hana má senda til
umfjöllunar skipulagsyfirvalda
og umhverfisráðherra. Slíkt mun
taka alllangan tíma og miðað við
þær viðræður sem nú eru í gangi
við Norsk-Hydro er ekki nægi-
legt ráðrúm til þess. Ef frestun á
sér stað á þeim fyrirætlunum,
eða samningar takast ekki skap-
ast áreiðanlega nægilegt svigrúm
til þess.
En hvað sem því líður er meg-
in spurningin sú hverju það
breytir. Að mínu mati kemur
ekki margt til með að breytast,
nema þá að ákveðið verði að
hætta algjörlega við virkjunina.
Það er vitað mál að hana er ekki
hægt að reisa án miðlunar við
Eyjabakka og að þar fer land
undir vatn. Það er hin stóra
spurning en ekki hið svokallaða
„lögformlega umhverfismat".
Margvíslegar breytingar hafa
nú þegar verið gerðar á fyrir-
komulagi um virkjunina og sjálf-
sagt má lagfæra ýmislegt enn.
Væntanlega verða slíkar ábend-
ingar í nýrri skýrslu og hugsan-
lega í nýju umhverfismati síðar.
Flestir eru sammála um að það
sem fyrst og fremst eftir stendur
er hvort Eyjabakkasvæðið skuli
fara undir vatn eða ekki. A móti
þeirri fórn kæmu bættir mögu-
leikar fólks til betri afkomu og
blómlegra mannlífs.
Það er vitað mál að
hana er ekki hægt að
reisa án miðlunar viö
Eyjahakka og að þar
fer land undir vatn.
Það er hin stóra
spuming en ekki hið
svokallaða „lögform-
lega umhverfismat“.
Umliverfismat og nýting
auðlinda
Við sem viljum sjá þessa virkjun
rísa erum oft sökuð um að vera
andstæðingar náttúruverndar.
Svo lengi sem land hefur byggst
og mun byggjast hafa umhverfis-
og nýtingarsjónarmið verið sam-
ofin. A hverjum einasta degi eru
menn að nýta auðlindir landsins
og er nýting þeirra raunar undir-
staða byggðar í landinu. A hverj-
um einasta degi eru að koma
upp áform um nýja byggð, nýjar
framkvæmdir og nýjar fyrirætl-
anir. Þannig hefur það alltaf ver-
ið og verður alltaf. Aðalatriðið er
að taka tillit til allra sjónarmiða,
ekki síst þarfa fólksins og þarfa
byggðanna sem kalla á Iandnýt-
ingu. Umræðan er að snúast í
meira mæli yfir í það hvort virkja
eigi á Austurlandi eða ekki. Það
er að mörgu leýti einföldun á
málinu. Við sem styðjum virkjun
viljum taka mikið tillit til nátt-
úruverndarsjónarmiða en jafn-
framt til efnahags- og byggða-
mála. I umræðunni er gjarnan
sagt að við eigum ekki að virkja
norðan Vatnajökuls. Það mætti
halda að vatn falli bara í norður
og suður úr Vatnajökli. I reynd er
verið að tala um andstöðu við
virkjanir á Austurlandi.
Umræðan um að virkja aðeins
vatn sem rennur sunnan úr
Vatnajökli en ekki norðan úr
honum er í ætt við það að halda
því fram að það sé réttast að búa
aðeins sunnan við jökulinn.
Hver er munurinn á því að nýta
sambærilegar náttúruauðlindir á
einum stað en ekki öðrum?
Svarið er oftast að ekkert hefur
verið virkjað norðan og austan
við jökulinn og Iand þar er að
mestu leyti ósnortið af slíkum
mannvirkjum. Margir halda því
fram að þannig verði þetta land
verðmætast og nýtist best fram-
tíðarkynslóðum. En er líklegt
að þetta land verði gjörsamlega
ósnortið og varðveitum við það
betur ef við látum virkjunará-
formin eiga sig?
Eg hef ekki fullvissu fyrir því
og er ekki tilbúinn til að gleyma
öllu sem á undan er gengið. Eg
er hins vegar tilbúinn til að taka
þátt í að skapa sem mesta sátt
um málið. Sú sátt getur hins veg-
ar ekki gengið út á að hætta við
allt saman.
Sátt um að treysta byggð
Hvemig ætla menn þá að treysta
byggð á Austurlandi? Hvemig ætla
menn að skapa sterkara þéttbýli
sem getur laðað til sín fleira fólk
og skapað viðunandi lífsskilyrði?
Við þurfum á því að halda að
skapa meira jafnvægi í landinu
og það verður ekki hjá því komist
að skapa jafnframt meira jafn-
vægi í nýtingu auðlinda landsins.
Við sem erum í stjórnmálum ger-
um okkur betur grein fyrir því en
ýmsir aðrir að við höfum umboð
okkar frá fólki og við gerum ekk-
ert án þess. Alit almennings ræð-
ur því mestu um hvað við getum
gert, en við eigum ekki að víkjast
undan því að hafa skoðun og
setja hana fram.
Ég tek eftir því að það hefur
nokkurn hljómgrunn að hætta
við virkjanir á Austurlandi. Það
hefur ekki síst hljómgrunn á
suðvestanverðu landinu. Iðnað-
arráðherrann sem hefur barist
mest fyrir því að undirbúa þetta
mál sækir umboð sitt þangað. Ég
sem er flokksbróðir hans og í for-
ystu sama flokks sæki umboð
mitt til Austurlands. Við viljum
báðir standa að málum með
hagsmuni Austfirðinga og allra
annarra Iandsmanna að leiðar-
ljósi.
Við biðjum um meiri sáttarhug
og sanngirni í umræðunni. Við
biðjum um hreinskiptari umræð-
ur og upplýstari. Við biðjum um
að menn taki önnur sjónarmið
inn í umræðuna eins og byggða-
og efnahagsmál. Við biðjum þá
sem vilja meiri samhjálp og efna-
hagslegar framfarir fyrir lands-
menn að hugleiða hvað er í húfi.
Það er ekki nóg að segja að við
skulum gera eitthvað annað. Það
er ekki nóg að halda því fram að
vísindi, þekking og ferða-
mennska leysi málið.
Auðvitað skapa ný tækni og
vísindi ómælda möguleika.
Mannauðurinn skiptir mestu
máli en jafnframt honum verður
að nýta auðlindir með sjálfbær-
um hætti. Þekking okkar á sviði
orkumála er gífurleg og þann
mannauð ber að nýta.
Tvöfeldni óliðandi
Það hefur verið rík krafa Aust-
firðinga til okkar sem vinnum á
vettvangi stjórnmála að vinna að
þessu máli af einurð og alefli.
Fylgismenn annarra flokka en
núverandi stjórnarflokka hafa
verið sömu skoðunar. A suðvest-
urhorninu og á Alþingi hefur
stjórnarandstaðan allt annan
málflutning í frammi. Slík tvö-
feldni er ólíðandi í svona stóru
viðfangsefni. Þetta mál verður að
skoðast á landsvísu og það þarf
að leysast á sáttarborði alls
landsins með sama hætti og Al-
þingi ákvað 1981 á þessu sama
sáttarborði að næsta stórvirkjun
iandsmanna yrði í Fljótsdal.
Á næstu mánuðum á eftir að
fara fram mikil umræða um
þessi mál. Við skulum gæta okk-
ar í henni og horfa til allra átta.
Við skulum jafnframt reyna að
átta okkur á hvaða áhrif niður-
staðan hefur. Viðræður við
Norsk-Hydro halda áfram en það
verður ekki niðurstaða í þeim
fyrr en um mitt ár. Eitt er víst að
hvernig sem það mál fer mun allt
málið hafa mikil áhrif á örlög
Austurlands og það er ekki að-
eins hagsmunamál fjórðungsins
heldur landsins alls.
Þótt vel gangi eins og stend-
ur og atvinna sé mikil í land-
inu þá þurfum við líka að
hugsa um komandi ár. Huga
þarf að þeim framkvæmdum
sem þarf að ráðast í til að taka
við nýju fólki, nýjum fjölskyld-
um, nýjum væntingum og
nýrri þörf til að njóta sín og
lifa þar sem lífvænlegt er í
landinu. Við höfum ekkert
leyfi til að skerða þá mögu-
leika og okkur ber skylda til að
standa að því með skynsamleg-
um hætti með heildarhags-
muni þjóðarinnar allrar í
huga.