Dagur - 19.01.1999, Page 8
T
8 - ÞRIÐJVDAGVR 19. JA\ÚAR 1999
SDagfur T>agur_
FRETTASKYRING
Engin alvarleg slys í
mesta illvidri vetrarins
hvað verst, héldu björgunar-
menn sér í ljósastaura til að
fjúka ekki. Kví Keikós skemmd-
ist hins vegar á engan hátt og
undi dýrið sér vel í látunum,
enda í vari.
Hætta í Ljósavatnsskarði
Snjóflóð komu við sögu um
helgina og mátti litlu muna að
illa færi þegar snjóflóð féll á ha;-
inn Birkihh'ð i Ljósavatnsskarði
um miðjan dag á laugardag.
Snjór barst inn í eldhús og stofu
í gegnum glugga eftir að rúður
brotnuðu en meiðsli urðu engin
á heimilisfólki. Hins vegar eyði-
Iagðist vélaskemma og lágu
dráttarvélar og heyvinnslutæki á
víðavangi eftir flóðið. Annað
flóð féll skammt sunnan Hofs-
óss á sunnudagsmorgun. Þar
grófust 13 hross undir skammt
frá bænum Krossi og drápust
tvö. Heimilisfólkið á Krossanesi
og fleira björgunarfólk lagðist á
eitt að bjarga hrossunum sem
mörg voru föst undir snjófargi í
nokkurn tíma. Ovíst er hvort öll
hrossin sem björguðust muni
lifa af.
Rýmt á Seyðisfirði
Um helgina var lýst yfir viðbún-
aðarástandi í Neskaupstað,
Seyðisfirði, Siglufirði og í hest-
húsahverfinu í Bolungarvík.
Hættuástand við farfuglaheim-
ilið á Seyðisfirði varð til þess að
húsnæðið var rýmt en annars
sluppu landsmenn við slíkar
varúðarráðstafanir. Snjóflóða-
hætta er ekki talin veruleg á
næstu dögum skv. Magnúsi Má
Magnússyni, snjóflóðafræðingi
á Veðurstofunni.
Ekki hægt að passa aUa
Hafþór Jónsson hjá Almanna-
vörnum segir um svæði eins og
Ljósavatnsskarðið að þar hafi
frekar gilt almenn viðvörun en
sértæk, enda sjái Veðurstofan
ekki yfir alla byggð landsins.
„Snjóflóð geta nánast fallið alls
staðar í fjalllendi við ákveðnar
aðstæður og heimamenn þekkja
þessar aðstæður oft best sjálfir.
Það er borin von að Veðurstofan
eða aðrir geti fylgst með hverj-
um einasta sveitabæ. Þegar tíð-
indi berast af því að hætta hafi
skapast á Olafsfirði og Siglufirði
þá segir það sig sjálft að aðliggj-
andi svæði geta einnig verið í
hættu.“
Upplýsingin hjálpaði
Hafþór er ánægður með viðvar-
anir og umfjöllun fjölmiðla
enda segir hann slysahættu
minnka eftir því sem upplýsing-
in er markvissari og betri. „Við
höfum dæmi um ófyrirsjáanlegt
foktjón. Ef við tökum Eyjafjöll
sem dæmi þá skapast þar á tíð-
um slíkar ógnaraðstæður að það
er engu líkt.“
Átakið sannar sig
Tjón á rafmagnslínum er talið
nema milli 15 og 20 milljónum
|
BJÖRJÍ
ÞORLAKS-
SON
SKRIFAR
Landsmenn sluppu
þokkalega um helg-
ina í mesta illviðri
vetrarins. Tjón nem-
ur þó nokkrum tug-
► um milljóna en hefði
orðið inun meira ef
björgunarsveitir og
opinherir starfsmenn
hefðu ekki lagst á
eitt.
Ein af tíu kröppustu lægðum
aldarinnar gekk yfir Island um
helgina og olli margs konar tjóni
og usla. Engin alvarleg slys urðu
þó af völdum veðursins og
þakka menn það að hluta til
mikilli upplýsingu og aðvörun-
um sem borist höfðu um illviðr-
ið. Snjóflóð féllu, mannvirki
fuku, rúður brotnuðu og heil-
margt gekk á, en eigi að síður
verður ekki annað sagt en að
landsmenn hafi sloppið vel þeg-
ar á heildina er litið. Björgunar-
sveitum ber að þakka margvís-
leg störf um allt land.
Einn akkilesarhæU
Helsta Iærdóminn má draga af
símasambandsleysi á Norður-
landi vestra. Hafþór Jónsson,
svæðisstjóri hjá Almannavöm-
um ríkisins, segir að Almanna-
varnir líti það alvarlegum aug-
um að síminn datt út klukku-
tímum saman í kjölfar raf-
magnsleysis. ,Auðvitað hlýtur
maður að ætla að bæði opinber-
ir aðilar og aðrir dragi af þessu
lærdóm. Það ber að bregðast við
jafn alvarlegum bresti og þarna
verður í almannavarnakerfinu
en við eigum eftir að ræða þetta
nánar," segir Hafþór. Aðrir
akkílesarhælar komu ekki upp
að sögn Hafsteins en hann
hyggur að það sem gerðist í
Skagafirði megi rekja til ákveð-
ins misskilnings, þar sem
Landssíminn taldi að Sauðár-
krókur hefði yfir vararafstöð að
ráða, sem ekki reyndist. „Þeir
verða að gera úrbætur þarna í
vararafmagni fyrir símakerfið."
Af einstökum atvikum í
óveðrinu má nefna mikið eigna-
tjón á bænum Beijanesi undir
Eyjafjöllum þar sem íjóshlaða
eyðilagðist í vindi auk þess sem
efri hæð íbúðarhússins
skemmdist nokkuð. Þá varð
töluvert tjón í Vestmannaeyjum
þegar tengivagnar og gámar
fóru af stað í miklu hvassviðri
aðfaranótt Iaugardags. Þar vann
Björgunarfélag Vestmannaeyja
mikið starf og þegar veðrið var
Mikið tjón varð í Ljósavatnsskarði í snjóflóði sem féll á bæinn Birkihlíð á laugardag. Þetta er annað snjóflóðið með stuttu millibili og íhuga ábúendur vistaskipti í kjölfarið. Bóndinn I Birkihlíð stenduryfir
ónýtri heyvinnuvél á myndinni. - mynd: brink
á landinu öllu, mest austan-
Iands og á Vestijörðum. Hins
vegar er talið að tjónið hefði
orðið mun meira ef svipað veð-
ur hefði skollið á fyrir nokkrum
árum. I umdæmi Norðurlands
eystra varð t.a.m. aðeins einnar
milljónar króna tjón skv. laus-
legri áætlun núna. I október
nam tjón á rafmagnslínum á
þessu svæði mörgum tugum
milljóna í óveðri sem þá gekk
yfir og heildartjón á landinu
öllu varð vel á annað hundrað
milljónir. Tryggvi Þ. Haralds-
son, umdæmisstjóri RARIK á
Norðurlandi eystra, segir: „Ég
fullyrði að það átak sem unnið
hefur verið að undanförnu við
að leggja línur í jörð sannaði sig
rækilega. Það var byrjað á þessu
árið 1991 en áherslan aukin
mjög eftir stórtjónið árið 1995.
Það er engin spurning að við
værum að tala um miklu meira
tjón núna ef menn hefðu ekki
farið út í þetta átak.“
EriH hjá björgimaxsveitiun
Lögregla út um allt land og ekki
síður björgunarsveitir stóðu í
ströngu um helgina. Kristján
Birgisson, erindreki hjá Lands-
björg, landssamtökum björgun-
arsveita, hafði ekki ákveðna tölu
á því hve margir björgunarsveit-
armenn hefðu verið að störfum
um helgina en hann sagði þá
marga. Virkir björgunarsveitar-
menn á landsvísu eru um 3000
að sögn Kristjáns. „Okkur vant-
ar alltaf gott fólk en blessunar-
lega hafa nýir menn komið í
stað þeirra sem hætta. Annars
er erfitt að skilgreina þörfina á
björgunarmönnum. Það gæti
orðið slys á morgun sem kallaði
á stóraukinn mannskap en
blessunarlega hefur þetta þó nægt
undanfarin ár.“
Söguleg lægð
Hörður Þórðarson, veðurfræðingur
á Veðurstofu Islands, sagði í gær að
lægðin væri í hópi 10 dýpstu Iægða
aldarinnar og hann sagði spána
hafa reynst nákvæma fyrir helg-
ina. I dag er spáð allt að 7-8 vind-
stigum og víða snjókomu á land-
inu en það verði ekkert í líkingu
við hvellinn um helgina. Magnús
Már Magnússon snjóflóðafræð-
. _ ingur sagði í gær að fylgst væri vel
með snjóflóðasvæðum en búið var
að aflýsa öllu viðbúnaðarástandi.
Þegar snjó kyngir hratt niður
verður bindingin oft léleg en
mesta úrkoman virðist hafa orðið
á Norðausturlandi um helgina.
MHdð fannfergi
A Akureyri bar ekkert sérstakt til
tíðinda annað en það að meiri
snjór er nú á götum bæjarins en
hefur sést lengi og var mannlífið
hálflamað um helgina. Strætis-
vagnar hættu að ganga á laugar-
dag og Hilmar Gíslason, verkstjóri
hjá Akureyrarbæ, segir snjómagn-
ið „með því verra“. Kostnaður við
snjómokstur nam í gær á aðra
milljón króna enda 15 vinnuvélar
að störfum auk fjölda fastra
starfsmanna.
Veðrið hafði margvísleg áhrif á
þjónustu. Þannig upplýsti starfs-
maður veitingahússins Greifans á
Akureyri í gær að eftir að akst-
ursleiðir urðu illfærar og illviðrið
skall á hefði komið kippur f heim-
sendingum á pizzum en engir fóru
út að borða. Greifinn brást við
með því að panta 5 sérútbúna
jeppa til að keyra pizzurnar út.
Ekki hefur veitt af stórvirkum vinnuvélum við að blása snjó afgötum
Akureyrar sfðustu daga. Snjómagnið er með því mesta sem komið hefur á
jafnskömmum tíma síðari ár.
Kiörfimdi fram-
haldið í dag
Prófkjöri sjálfstæðis-
maima á Austurlandi
var frestað til 23. jan-
úar og fundi kjördæm-
isráðs sjálfstæðis-
mauna á Norðurlandi
eystra, sem halda átti
í Mývatnssveit, var
frestað til 29. janúar.
Vegna óveðursins sem gekk yfir
landið um síðustu helgi tókst
ekki að ljúka prófkjöri framsókn-
armanna á Norðurlandi eystra og
verður kjörfundi því framhaldið í
dag, þriðjudag, frá klukkan
17.00 til 22.00. Nálega 1.000
manns höfðu neytt atkvæðisrétt-
ar á sunnudagskvöldið þegar
kjörfundi lauk. Talið verður á
miðvikudag á Akureyri. Á Norð-
urlandi vestra höfðu um 1.600
manns kosið á sunnudagskvöld
og þar verður kjörfundi einnig
framhaldið í dag frá klukkan
17.00 til 22.00. Talið verður á
Sauðárkróki.
Prófkjöri sjálfstæðismanna á
Austurlandi var frestað til Iaug-
ardagsins 23. janúar og fundi
kjördæmisráðs sjálfstæðismanna
á Norðurlandi eystra, sem halda
átti í Mývatnssveit, var frestað til
laugardagsins 29. janúar. Hvort
þorrablót í Mývatnssveit um
næstu helgi hafi þar ráðið ein-
hverju um skal ósagt látið. Auka-
fundi í kjördæmisráði sjálfstæð-
ismanna á Norðurlandi vestra,
sem halda átti í Varmahlíð, var
frestað til dagsins í dag, en þar
Ieggur kjörnefnd fram tillögu um
framboðslista líkt og á Norður-
Iandi eystra. Kjördæmisráð-sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum kom
saman sl. laugardag en ekki er
gert ráð fyrir að uppstilling á
Iista verði ákveðin fyrr en helg-
ina 6. til 7. febrúar. Þó hefur ver-
ið ákveðið að alþingismennirnir
Einar Kristinn Guðfinnsson og
Einar Oddur Kristjánsson skipi
tvö efstu sæti listans.
Samfylking á Norðurlandi
eystra framlengdi framboðsfrest
til 26. janúar og á Norðurlandi
vestra er framboðsfrestur til 23.
janúar en prófkjör fer fram í báð-
um kjördæmum 13. febrúar. GG
Iþróttainiðstöð
vigð á Þórshöfn
Byggingarkostnaöiir
íþróttamiðstöövariim-
ar nemur allt að 240
milljónum króna en
uni helming hygging-
arkostnaðar hefur
Þórshafnarhreppur
fjármagnað með sölu
á hlutabréfum í Hrað-
frystistöð Þórshafnar.
Ibúar Þórshafnarhrepps og Sval-
barðshrepps drógu sig í spari-
klæðin síðasta sunnudag, 17.
janúar, þegar langþráð íþrótta-
miðstöð var vígð með sérstakri
opnunarhátíð. Fresta varð vígsl-
unni um einn sólarhring vegna
veðurs. Sveitarfélögin standa
sameþþnlega að byggingu húss-
ins. Iþróttamiðstöðin er sam-
byggður íþróttasalur og sundlaug
með þjónusturými þar á milli. Til
þessa hafa íbúarnir þurft að
stunda sínar íþróttir innanhúss í
félagsheimilinu Þórsveri, sem
varla er stærra en sæmilegur
badmintonvöllur án tilskilinnar
lofthæðar. Stefnt er að því að
efna til samkeppni meðal íbúa
um nafn á íþróttamiðstöðina.
Byggingarkostnaður íþrótta-
miðstöðvarinnar nemur allt að
240 milljónum króna en um
helming byggingarkostnaðar hef-
ur Þórshafnarhreppur íjármagn-
að með sölu á hlutabréfum í
Hraðfrystistöð Þórshafnar. Úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur
auk þess fengist um 60 milljóna
króna styrkur. Ibúar Þórshafnar-
hrepps: eru 485 og 125 í Sval-
barðshreppi og samtals nemur
byggingarkostnaðurinn því um
395 þúsund krónum á hvern
íbúa. Þess má geta að í árslok
1997 hampaði Þórshafnarhrepp-
ur þeim vafasama heiðri að vera
skuldsettasta sveitarfélag lands-
ins með 428 þúsund krónur á
hvert mannsbarn í hreppnum,
en stór hluti af byggingarkostn-
aði íþróttamiðstöðvarinnar er
inni í þeirri tölu. GG