Dagur - 19.01.1999, Síða 13
ÞRIÐJVDAGUR 19. JANÚAR 1999 - 13
Th&pr.
ÍÞRÓTTIR
L A
íslandsmeistarar Fylkis í innanhússknattspyrnu.
Reykj avOmrliðin
FylMr og KR urðu uin
helgina íslandsmeist-
arar í knattspymu
karla og kvenna inn-
anhúss.
íslandsmótið í innanhússknatt-
spyrnu kvenna og karla fór fram
í Laugardalshöll um helgina. I
karlaflokki var keppt í fjórum
fjögurra liða riðlum og komust
tvö efstu lið í hverjum riðli í 8-
liða úrsiit, sem voru Valur, Kefla-
vík, KR, Leiftur, ÍA, Dalvík,
Fylkir og Þróttur R.
I undanúrslitin komust síðan
Valur, Fylkir, KR og Þróttur R. og
sigruðu Fylkir og KR í sínum
leikjum og léku til úrslita um Is-
Iandsmeistaratitilinn.
Úrslitaleikurinn var mjög
spennandi frá upphafi til enda,
þar sem markmenn Iiðanna, þeir
Kjartan Sturluson hjá Fylki og
Kristján Finnbogason hjá KR,
voru án efa menn leiksins. Þeir
vörðu báðir snilldarlega í leikn-
um og má segja að Kristján Finn-
bogason hafi með snilldarmark-
vörslu komið í veg fyrir sigur
Fylkis eftir venjulegan leiktíma.
KR-ingar voru fyrri til að skora
og var þar að verki varnarmaður-
inn Indriði Sigurðsson. Fylkis-
mönnum tókst síðan að jafna
með marki markvarðarins Kjart-
ans Sturlusonar, sem þrumaði
boltanum í markið af löngu færi,
óverjandi fyrir Kristján Finn-
bogason, markvörð KR. Staðan
eftir venjulegan leiktíma var því
jöfn 1-1 og leikurinn því fram-
lengdur.
í framlengingunni sóttu liðin
stíft til skiptis, þar til Fylkis-
mönnum tókst að skora sigur-
markið. Þeir tóku hornspyrnu
fyrir markið, þar sem fyrirliðinn
Finnur Kolbeinsson var réttur
maður á réttum stað og stýrði
boltanum með hælspyrnu fram
hjá Kristjáni markverði. Glæsi-
legt mark og skemmtilegur enda-
punktur á góðu gengi Fylkis á
mótinu, sem nú vann íslands-
meistaratitilinn í annað sinn.
Leikir FylMs
Riðlakeppnin:
Breiðablik - Fylkir 3 - 3
Þór - Fylkir 2 - 7
Fylkir - Þróttur R. 0 - 1
8-liða úrslit:
ÍA - Fylkir 1 - 4
Undanúrslit:
Valur - Fylkir 2 - 6
Urslitaleikur:
KR - Fylkir 1 - 2
Yfírburðir KR í
kvennaflokki
I 1. deild kvenna urðu KR-stelp-
ur Islandsmeistarar, eftir örugg-
an 7-0 sigur á fyrrverandi Is-
landsmeisturum Breiðabliks, í
úrslitaleik mótsins. Vanda Sigur-
geirsdóttir, nýr þjálfari KR,
mætti til leiks með yfirburðalið,
sem sigraði nokkuð auðveldlega í
öllum sínum leikjum á mótinu.
Þær skoruðu alls 41 mark í sex
leikjum og fengu aðeins á sig
fimm.
I úrslitaleiknum yfirspiluðu
þær lið Breiðabliks, sem hafði
staðið sig vel í riðlakeppninni.
Blikastúlkurnar virtust þreyttar
eftir erfiðan leik gegn Val í und-
anúrslitunum og náðu sér aldrei
á strik gegn sterkum KR-ingum.
Hjá KR bar mest á þeim Olgu
Færseth og Asthildi Helgadóttur
sem skoruðu þrjú mörk hvor en
Guðlaug Jónsdóttir skoraði eitt.
LeikirKR
Riðlakeppni:
KR - ÍA 7-0
Fjölnir - KR 3-8
RVK - KR 0-9
KR - Valur 6 - 1
Undanúrslit:
KR - Stjarnan 4-1
Urslitaleikur:
KR - Breiðablik 7 - 0
Rohbie Fowler hauð til
veislu á Anfield Road
Fowler skoraði þrennu gegn Southampton.
Robhie Fowler vaknaði
af dvalauum. Martröð
Southampton og West
Ham heldur áfram.
Hundlétt hjá
Manchester United.
Chelsea marði sigur á
síðustu sekúndum.
Fyrsta tap Brian Kidd
með Blackbum. Skor-
aði eftir fúnm sekúnd-
ur.
Mikill fögnuður var á Anfield
Road þegar Robbie Fowler vakn-
aði af löngum dvala og skreið úr
híði sínu. Fowler hélt upp á 175.
leik sinn fyrir Liverpool með því
að skora þrennu gegn South-
ampton og sitt 101. mark fyrir
Liverpool. Sjö - eitt sigurinn gat
orðið stærri en heimamenn létu
sér nægja stærsta sigur tímabils-
ins í úrvalsdeildinni. Til að auka
fögnuð stuðningsmanna Liver-
pool Iét Gerard Houllier þess get-
ið eftir leikinn að samningar
væru að takast um að tryggja
markamaskínuna á Anfield til
ársins 2005. Martröð South-
ampton heldur því áfram eftir að
Fullham sló liðið út úr bikar-
keppninni fyrr í vikunni.
Enn verri var martröð West
Ham á laugardaginn. Eftir niður-
lægingu gegn þriðjudeildarliðinu,
Swansea, í bikarnum á miðviku-
daginn máttu leikmenn
Hammers kyngja fjórum mörkum
frá gestum sínum, í Sheffield
Wednesday, án þess að svara fyrir
sig. Þar með upplifðu Hamrarnir
stærsta tap sitt á heimavelli í vet-
ur. Harry Redknap verður að nota
eitthvað af þeim 870 milljónum,
sem hann fékk fyrir söluna á John
Hartson, til að styrkja lið sitt sem
er gjörsamlega bitlaust um þessar
mundir. Það er óhætt að yfirfæra
orð Southampton leikmannsins
Egil Östenstad á West Ham þeg-
ar hann sagði að þetta hefði verið
vika í helvíti.
Frábær fótbolti á Filbert
Street
Manchester United fór á kostum
gegn Leicester á Filbert Street og
sigraði 2-6. Tvíeykið, Cole-Yoerk,
hélt áfram listdansi sínum með
boltann á tánum. Yorke skoraði
sína fyrstu þrennu fyrir United og
Cole setti boltann tvisvar í búrið.
Jaap Stam fagnaði sínu fyrsta
marki fyrir Manchester og ugg-
laust þungu fargi af honum létt
með markinu. Markmenn lið-
anna, landsliðsmarkverðir
Bandaríkjanna og Danmerkur,
vilja sjálfsagt gleyma þessum leik
sem fyrst. Þetta var ekki þeirra
dagur.
Chelsea nældi í sigur á
Coventry á síðustu sekúndunum
á Stamford Bridge. Coventry náði
forystunni með marki frá
Huckerby og topplið deildarinnar
var heppið að fá öll stigin að leik
loknum. Di Matteo skoraði sigur-
markið á síðustu sekúndunum.
Meistarar Arsenal voru einnig
heppnir í viðureign sinni við
botnliðið, Nottingham Forest,
með „Big Ron“ við stjórnvölinn.
Martin Keown skoraði mikið
heppnismark sem dugði til sigurs.
Brian Kidd varð loks að játa sig
sigraðan eftir að hann tók við
stjórninni hjá Blackburn. Derby
nældi í kærkominn 1-0 sigur á
siðustu mínútunum með marki
frá Burton.
Illa leiknir af dóinaramim
Charlton tók á móti Newcastle á
sunnudaginn í leik sem lengi
verður í minni hafður. Newcastle
komst í 0-2 en getur þakkað dóm-
aranum fyrir stigið sem liðið upp-
skar í leikslok. Mark Bright skor-
aði fyrra mark heimamanna fimm
sekúndum eftir að hann kom inn
á í seinni hálfleik. Það er met í
úrvalsdeildinni og sennilega í
enska boltanum. Eftir mark
Bright jókst pressan mjög á gest-
ina og dómari og aðstoðarmenn
hans snuðuðu Charlton um víta-
spyrnu og mark sem þeir skoruðu
en blindur línuvörður sá ekki.
Leikmenn Tottenham hugsuðu
líka dómaranum í leik þeirra og
Wimbledon þegjandi þörfina.
Hann fór mildum höndum um
Wimbledon og sleppti tvisvar
augljósum vítaspyrnum, auk þess
sem hann gaf John Hartson að-
eins gult spjald fyrir hreina Iík-
amsárás á Andy Sinton. Það er
ótrúlegt að rudda eins og John
Hartson skuli hleypt inn á knatt-
spyrnuvölli. Hann á ekkert erindi
í fótbolta.
Leeds átti ekki í vandræðum
með Middlesbrough á Elland
Road. Fínn leikur hjá ungu
mönnunum hans O'Leary og tvö
núll sigurinn var minni en efni
stóðu til. — GÞÖ
Úrslit leikja
Chelsea - Coventry 2-1
0-1 Huckerby (9.) - 1-1 Leboeuf
(45.) - 2-1 Di Matteo (90.)
Derby - Blackburn 1-0
1-0 Barton (84.)
Leeds - Middlesbrough 2-0
1-0 Smith (21.) - 2-0 Bowyer (27.)
Leicester - Man. United 2-6
0-1 Yorke (10.) - 1-1 Zagrakis (35.)
- 1-2 Cole (49.) - 1-3 Cole (61.) -
1- 4 Yorke (63.) - 2-4 Walsh (73.) -
2- 5 Yorke (84.) - 2-6 Stam (90.)
Liverpool - Southampton 7-1
1-0 Fowler (22.) - 2-0 Matteo (35.)
- 3-0 Fouler (37.) - 4-0 Fowáer
(47.) - 5-0 Carragher (55.) - 5-1
Östenstad (59.) - 6-lOwen (63.) -
7-1 Thompson (73.)
Nott. Forest - Arsenal 0-1
0-1 Keown (34.)
Tottneham - Wimbledon 0-0
West Ham - Sheff. Wed. 0-4
0-1 Hinchcliff (26.) - 0-2 Rudi
(31.) - 0-3 Humpreys (68.) - 0-4
Carbone (73.)
Charlton - Newcastle 2-2
0-1 Ketsbaia (15.) - 0-2 Solano
(56.) - 1-2 Bright (62.) - Pringle
(90.)
Staðan
L U 1 T Mörk S
Chelsea 22 11 10 1 34:18 43
Man. Utd 22 11 8 3 49:26 41
Aston Villa 21 11 7 3 31:20 40
Arsenal 22 10 9 3 23:11 39
Leeds 22 9 9 4 36:20 36
Liverpool 22 10 5 7 43:26 35
Wimbledon 22 9 7 6 29:33 34
West Ham 22 9 5 8 25:31 32
Middlesbr. 22 7 10 5 32:28 31
Derby 22 7 10 5 22:20 31
Tottenham 22 7 8 7 28:30 29
Leicester 22 7 8 7 25:27 29
Sheff. Wed. 22 7 5 10 25:22 26
Newcastle 22 6 7 9 26:31 25
Everton 21 5 9 7 13:21 24
Blackburn 22 5 6 11 21:29 21
Coventry 22 5 5 12 21:31 20
Charlton 22 3 8 11 26:36 17
Southampt. 22 4 5 13 20:46 17
Nott. For. 22 2 7 13 18:41 13