Dagur - 21.01.1999, Side 3

Dagur - 21.01.1999, Side 3
 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 - 3 FRÉTTIR Rafveita Akure verði hlutafelag Rafveitustjóri, Svanbjörn Sigurðsson, hefurgert tillögu um að Rafveita Akureyrar verði hlutafélag fyrir árið 2000. mynd: brink Rafveitnstjóriun á Ak- ureyri telur óreytta tíma kalla á nýtt rekstrarform Rafveitu Akureyrar. Bregðast verði við aukinui sam- keppni. Skilvirkui og ábyrgð stjómenda verði meiri. Svanbjörn Sigurðsson, rafveitu- stjóri á Akureyri, hefur formlega lagt til að Rafveita Akureyrar verði gerð að hlutafélagi eigi síð- ar en árið 2000 til að gera fyrir- tækinu ldeift að taka þátt í þeirri samkeppni sem framundan er á raforkumarkaði. Tillöguna byggir Svanbjörn á þeirri umræðu sem fram hefur farið í Iandinu að undanförnu þar sem sýnt er fram á kosti hlutafélagsformsins um- fram núverandi rekstrarform. Svanbjörn bendir einnig á að reynsla annarra þjóða Iofi mjög góðu hvað þetta varðar. Gegnsær rekstur í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á stjórnarfundi veitustofanana á Akureyri í gær, segir að yfirlýst stefna stjórnvalda innan Evrópusambandsins og jafnframt á Islandi sé að rekstrar- formi raforkufyrirtækja skuli breytt til að þau verði hæfari til að aðlagast nýrri samkeppni á raforkumarkaði. Við breytinguna aukist möguleikar á dreifðri eign- araðild sem og tæknilegri þjón- ustu, ráðgjöf, orkuvinnslu, fjar- skiptum netþjónustu og fleira. Svanbjörn segir ábyrgð stjórn- enda jafnframt aukast ef hlutafé- lagsskrefið verður stigið og skil- virkni fyrirtækisins aukast. „Öll viðskipti Rafveitunnar og eig- anda hennar, e.t.v. eigenda henn- ar síðar, myndu verða skýr og gegnsæ,“ segir í greinargerð raf- veitustjórans. Á gömlum meiði Rafveita Akureyrar tók til starfa árið 1922 þegar Glerárstöð, fyrsta virkjun Akureyringa, var tekin í notkun. Raforkunotkun óx ekki að ráði fyrr en næsta virkjun, fyrsta vélasamstæða Lax- árvirkjunar, var tekin í notkun árið 1939 og síðan hefur átt sér stað mikil uppbygging. Eftir að Landsvirkjun var sameinuð Lax- árvirkjun árið 1993 hefur hins vegar engin aukning orðið á framleiðslu. Mikið framkvæmdaskeið hefur staðið yfir hjá fyrirtækinu síðustu 15 ár. Síðustu Ioftlínurnar heyra sögunni til í árslok en reiknilíkan sýnir að hægt sé að lækka raf- orkuverð á Akureyri niður í 80% af því sem var þegar það var hæst árið 1993. Þá var miðað við að fyrirtækið ætti ávallt varasjóð sem næmi 35 millj. kr. en á und- anförnum árum hefur þessi vara- sjóður verið nokkru hærri en ráð var fyrr gert. Því verður gengið á sjóðinn á þessu ári og fyrirtækið rekið með halla, enda stefna Raf- veitunnar að halda raforkuverði eins lágu og kostur er hveiju sinni, segir í gögnum frá Rafveit- unni. — bþ Valdimar Jóhannesson. Kvótaban- inntil Sverris Valdimar „kvótakóngabani" Jó- hannesson hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokk Sverris Hermannssonar og um leið að yfirgefa þann frjáls- lynda flokk sem kenndur hefur verið við Samtök um þjóðareign. Samkvæmt yfirlýsingu frá Valdi- mar er þetta gert vegna nauð- synjar þess að mynda öflugan valkost fyrir kjósendur í kom- andi alþingiskosningum til að kjósa gegn núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. „Viðbrögð þingliðs Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks við Hæstaréttardómnum í máli minu gegn íslenska ríkinu er sönnun þess að þessir flokkar ætla að veija þetta óréttláta kerfi með öllum tiltækum ráðum, og vinna þar með spjöll á framtíð íslensku þjóðarinnar," segir Valdimar meðal annars í yfirlýs- ingu sinni. — FÞG Vetrarvegur í Ljósavatnsskarði? Veguriim um Ljósa- vatnsskarð var lokað- ur í rúman sólarhring vegna snjófióðahættu í skarðinu. Vegasam- band rofnaði því á milli Akureyrar og Húsavikur og þar með í raun á milli Norður- lands og Austurlands. Snjóflóð féll á bæinn Birkihlið í Ljósavatnsskarði um helgina og veginum um Ljósavatnsskarð var lokað í vikunni vegna snjóflóðahættu. mynd: brink í gær var bílum hleypt í gegn undir eftirliti og vakt var í skarð- inu fram í myrkur. Þessi tíma- bundna lokun vegarins olli ýms- um vanda. Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hafði úti spjót til að flytja fisk frá Akureyri með bát og flutningaaðilar misstu spón úr aski. Langvarandi lokun skarðs- ins hefði skapað mikinn vanda á ýmsum sviðum, þó væntanlega hefði sjúkrabílum í bráðatilfell- um verið hleypt í gegn. En þó fáir vissu um það þá var reyndar hægt að fara á milli Ak- ureyrar á Húsavíkur á þriðjudag, þó vegarkaflinn frá Stórutjörnum að Krossi væri lokaður. Bíll frá Birni Sigurðssyni sérleyfishafa á Húsavík fór með farm og farþega milli Húsavíkur og Akureyrar og til baka um kvöldið. En reyndar ekki eftir hinum lokaða vegi norðan Ljósavatns, heldur var farið eftir vegarslóða sem liggur sunnan við vatnið á milli bæj- anna þar, en slóðinn hefur eink- um verið notaður við raflínulögn. „Það var svona hægt að brölta þessa leið,“ sagði Björn. Björn segir að full ástæða sé til að skoða það í alvöru að leggja vetrarveg þarna sunnan vatns. Það sé ekki erfiðleikum bundið, þarna sé aðallega ekið eftir mel- kollum en reyndar yfir læki að fara og við leysingavatn að eiga á vorin, en það ætti að vera auðvelt að halda vegi þarna opnum í neyðartilfellum yfir veturinn. Og það séu miklu meiri hagsmunir í húfi en menn gera sér grein fyrir ef vegurinn um skarðið lokist í Iengri tíma og ekki um aðrar leið- ir að velja. „Menn geta t.d. séð það á textavarpinu að hvergi er meiri umferð á leiðinni frá Hafn- arfjalli og hringinn austurum til Selfoss en um Víkurskarð, um- ferð um Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði er t.d. mun minni. Þannig að vandann vegna Iokunnar í Ljósavatnsskarði sé varla hægt að Ieysa nema með vetrarvegi." Björn segir að hugmyndin um vetrarveg sunnan vatns sé ekki ný og raunar hefðu menn rætt það á sínum tíma hvort ekki bæri að leggja þjóðveginn þar vegna snjóflóðahættu að norðan. Hann vissi hinsvegar ekki til þess að snjóflóð hefðu fallið eftir að nýi vegurinn var lagður, en skömmu eftir 1980 hefði farið stórt flóð yfir gamla veginn og út í vatnið, þannig að hættan væri vissulega fyrir hendi. „Þetta er sem sé vandamál sem þarf að leysa, en ástæðulaust að gera of mikið úr því. Eg held til dæmis að íhúum á Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum finnist þessi vandi okkar ekki stór og það er að sjálfsögðu alveg rétt miðað við það ástand sem þeir þurfa að búa \áð.“ — JS Tilfærsla Hringbrautar lykilatriði „Það mun ráða mildu þegar Hringbrautin færist suður fyrir Umferð- armiðstöðina og þá má segja að myndist eins konar verslunar- og um- ferðareyja, þar sem Vatnsmjharvegurinn heldur sér. Aðkoman verður þá góð og staðsetningin sömuleiðis við jaðar miðborgarinnar. Að auki má búast við því að hundruð þúsunda rútufarþega líti við í verslun- inni þegar þar að kemur," segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmda- stjóri verslunarsviðs KEA. Norðlenski verslunarjöfurinn hefur keypt meirihlutann í Umferðarmiðstöðinni á móti núverandi eigendum sem reka þarna sérleyfisferðir. Hug- myndin er að saman fari versl- unarrekstur og rútumiðstöð, en hún hefur ekki verið fullmótuð ennþá. „Enn sem komið er liggur ekkert fyrir annað en kaup okk- ar á 60% í Umferðarmiðstöð- inni. Við erum ekki búnir að sækja um leyfi vegna áforma okkar, en byggingaréttur fyrir stækkun er þó fyrir hendi. Við ætlum að vinna þetta með borgaryfir- völdum og teljum það vænlegast til að ná árangri, enda er svæðið allt í endurhönnun vegna breytinganna á Hringbrautinni," segir Sig- mundur. — FÞG Tónlistarlóð í Laugardal skilað „Það stóð aldrei til að fara að braska með lóðina," segir Stefán P. Egg- ertsson, formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss. I bréfi til borgaryfirt'alda þann 8. janúar sl. afsala samtökin sér lóð þeirri sem borgin hafði úthlutað þeim í Laugardal til byggingar tón- listarhúss. Jafnframt gera samtöldn ráð fyrir því að íjárstyrkur borg- arinnar gangi upp í gatnagerðargjöld á þeim stað sem valinn verður fyrir nýja tónlistarhúsið í miðborginni. I bréfi þáverandi borgarstjóra Da\áðs Oddssonar til Samtakanna árið 1988 var þessi fjárstyrkur um 40 milljónir króna. Sú fjárhæð kom aldrei til útborgunar, enda kom aldrei til neinna framkvæmda á lóðinni í Laugardalnum. Þessi ákvörðun samtakanna var kynnt í borgarráði í gær. Þar kom jafnframt fram að Landssíminn hefur mikinn áhuga að fá lóðina til að byggja þar nýjar höfuðstöðvar. - GRH — Umferðarmiðstöðin, líklegt framtíðarhús- næði verslunar Nettó í Reykjavík

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.