Dagur - 21.01.1999, Síða 4

Dagur - 21.01.1999, Síða 4
4- FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 FRÉTTIR L Ð^ur Kvískerjabók fagnað Bæjarráð Hornafjarðar hefur ragnað útgáfu „Kvískeijabókar" en bók- in er fróðleg og hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Hún kom út 6. desember sl. og var af því tilefni hátíðarsamkoma í Hofgarði í Ör- æfum í byijun desembermánaðar. Ritverkinu er ætlað að heiðra hið merka vísinda- og fræðastarf, sem unnið hefur verið á Kvískeijum á undanförnum áratugum. Bæjarstjórn telur bókina vera öllum að- standendum hennar, Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu, Gísla Sverri Amasyni ritstjóra og greinarhöfundum, m.a. Kvískeijabræðrum, til mikil sóma. Viðurkeimmg til vinnustaða Um jólaleytið var þremur vinnustöðum á Hornafirði veitt viðurkenn- ing fyrir framlag þeirra til atvinnumála fatlaðra. Þetta voru leikskól- inn Lönguhólar, flutningadeild Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK) og byggingavörudeild KASK. Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi málefna fatlaðra, sagði af þessu tilefni að það væri ómetan- legt fyrir fatlaða einstaklinga að eiga aðgang að vinnustöðum á Hornafirði og viðurkenningarskjölin væru þakklætisvottur fyrir það og jafnframt hvatning til þess að haldið yrði áfram á sömu braut. Bæjarstjóriim í verk- takabrausaim Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. febrúar n.k. en hann tekur við starfi framkvæmda- stjóra Ulfarsfells, sem er nýstofnað verktaka- fyrirtæki í eigu Armannsfells og Islenskra að- alverktaka. Meðal verkefna Ulfarsfells er bygging nýs íbúðar- og atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ. Sturlaugur flutti til Hornaljarðar árið 1983, fyrst sem verkfræð- ingur Fjarhitunar og hann var forseti bæjar- stjómar eitt kjörtímabil en tók við bæjar- stjórastarfinu árið 1990. Auglýst hefur verið eftir nýjum bæjarstjóra og rennur umsóknarfresturinn út mánudag- inn 25. janúar nk. Skoðanaköimun um reyuslusveitarverkefni Unnið er að könnun meðal fbúa Homafjarð- ar um viðhorf til þeirra reynsluverkefna sem sveitarfélagið tók við frá ríkinu í málefnum fatlaðra, þjónustu við aldraða og heilsu- gæslumálum. Sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki hefur sent út spumingalista til úrtakshópa, þar sem fólk er m.a. spurt um það hvernig það hafi upplifað þá breytingu sem varð við yfirfærsluna, hvort verkefnunum sé betur sinnt en áður eða ekki og hvað megi betur fara. Starfshópur um stofnun íþróttaskóla Bæjarráð Hornaíjarðar hefur skipað starfshóp um stofnun íþrótta- skóla. I hópnum eru Hulda Laxdal Hauksdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Björn Guðbjörnsson. Hulda stýrir starfí hópsins sem einkum mun kanna möguleika varðandi aukna fræðslu um íþróttamál. Unnið er að könnun meðal íbúa Hornafjarð- ar um viðhorf til þeirra reynsluverkefna sem sveitarfélagið tók við frá ríkinu. Sturlaugur Þorsteins- son hefur nú sagt starfi sínu sem bæjarstjóri lausu. Martölvan þjónar Homfirðingum Nýtt fyrirtæki, Martölvan, hefur hafið starfsemi á Hornafirði í hús- næði sem áður hýsti Rafeindaþjónustu BB. Fyrirtækið er eins og nafnið bendir til í tölvuþjónustu og sölu á öllu sem vdðkemur slíkum tækjum. Leiga verður á ýmsum tæknibúnaði gegnum Nýherja. Eig- endur eru hjónin Stefán Brandur Jónsson rafeindavirki og kona hans, Sigríður Kristinsdóttir. „Nýheimar46 til menntamálaráðherra Starfshópur hefur unnið að uppbyggingu og framtíð framhaldsskól- ans allt síðasta ár. Unnið er að því að tengja saman í eina heild ný- heijabúðir, upplýsingamiðstöð og framhaldsskóla á Höfn. Með sam- tengingu þessara eininga eru taldir skapast mikir og spennandi möguleikar, m.a. fyrir tilstilli nýjustu Ijarkskipta- og námstækni, en jafnframt er þess kostur að samnýta bæði pláss og mannauð. Menntamálaráðherra hefur verið skilað greinargerð um málið og þar kemur m.a. fram að ætlunin er að byggja í áföngum eftir því sem þörfín eykst. Þá verður húsnæði því sem framhaldsskólinn nýtir fundið verðugt hlutverk. Leiðari í biindnu máli Fyrsti Ieiðari Eystrahorns, héraðsfréttablaðs Hornfirðinga, á þessu ári var í bundnu máli. Niðurlag hans er svohljóðandi: Á áramótum ei skal horft til haka árið nýja senn mun völdin taka. Órætt streymir áfram tímans fljót okkur her því framandi í mót °g fyrir stafni nýjar vonir vakna. GG Þeir sem það vilja geta í ár skilað skattaskýrslunninni á Netinu og sótt nauðsynleg gögn á heimasíðu ríkisskattstjóra. Skattaskýrslu skilaö um Netiö Flestum framteljend- um gefst nú kostur á að skila skattframtal- inu sínu á Netinu og sækja þangað nauö- synleg eyðublöð. Hátt í 150 þúsund einstalding- um, af alls um 200 þúsund fram- teljendum, verður í ár gefinn kostur á að sldla framtali með rafrænum hætti yfir Netið, þ.e. öllum þeim sem geta skilað venjulegu launþegaframtali. „Til- gangurinn er að létta vinnuna við framtalið, vonandi fyrir báða að- ila; framteljendur og skattstjór- ana,“ sagði Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri, sem vonar að þessari nýjung verði vel tekið og að sem flestir skili skattaskýrsl- unni sinni á Netinu. Til að stuðla að því eru „skattmenn" m.a. að hugleiða lengri framtalsfrest fyr- ir rafræn skil, enda spari þau skattkerfinu vinnu við úrvinnslu. Skýrslan á skjáinn Framtölin verða borin út til allra framteljenda um næstu helgi. A eyðublaði þeirra sem það á við verður sérstakur veflykill, fimm stafa tala, sem framteíjandi getur notað til að kalla fram á tölvu framtalseyðublað með sömu upplýsingum um hann og eru á prentaða framtalinu. Hann getur síðan fyllt úr framtalið og öll nauðsynleg fylgiblöð á skjánum. A eyðublaðinu er sömuleiðis sjálfvirk samlagning og afstemm- ing stærða og færast upplýsingar af fylgiblöðum sjálfkrafa í við- komandi reit á framtalinu. Að lokinni útfyllingu sendir hann framtalið til viðkomandi skatt- stofu. Athygli er vakin á því að eftir að framtalið hefur verið út- fyllt og/eða slökkt á tölvunni fell- ur veflykillinn úr gildi þannig að ekki er hægt að kalla framtals- eyðublaðið fram aftur. Hægt að prenta út öH eyðu- blððin A vef ríkisskattstjóra (www.rsk.is) er ennfremur að finna allar helstu upplýsingar um skattlagningu, skattalög, reglu- gerðir, reglur um barnabætur, vaxtabætur og margvíslegar aðrar upplýsingar íyrir einstaklinga og rekstraraðila. Síðast en ekki síst er þar að finna öll fylgiskjöl með skattframtali sem allir geta prentað út á pappír hvort sem þeir telja fram rafrænt eða ekki. HEI Vmstrihreyfmgin hlær að prófkj ori Kjördæmafélög stofn- uð í öllum kjördæm- um. Stjómum faliu tilhögun framboðs- mála. Flokksstofnun í byrjun febrúar. Ekk- ert vandamál að fá fólk í framboð. „Við finnum fyrir stórauknum meðbyr og andrúmsloftið hefur verið að þróast með mjög hag- stæðum hætti fyrir okkur. Fólk tekur fullt mark á þessu að þetta sé alvöru hreyfing sem muni ná árangri," segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður óháðra og einn af oddvitum Vinstri hreyfíngarinnar - grænt framboð. Flokkur stofnaður Ef að Iíkum Iætur verður búið að stofna kjördæmafélög hreyfing- arinnar í öllum kjördæmum landsins seinni hluta í næstu viku. Þegar er búið að stofna fé- lög á Suðurlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra. Kjördæma- félag var stofnað í Reykjavík í gærkvöld og í kvöld á Vestur- landi. A Vestfjörðum verður fé- Steingrímur J. Sigfússon þingmað- ur óháðra segir að Vinstri hreyfing- in - grænt framboð finni fyrir stór- auknum meðbyr hjá almenningi. lag stofnað á sunnudag, Norður- landi vestra á þriðjudaginn í næstu viku og í Reykjaneskjör- dæmi fimmtudaginn í sömu viku. Þá er stefnt að formlegum stofnfundi stjórnmálaflokks Vinstri hreyfingarinnar- grænt framboð dagana 5. og 6. febrúar n.k. að Borgartúni 6. Nokkrar flugur í einu höggi Steingrímur J. segir að á stofn- fundum kjördæmafélaganna hafi menn slegið nokkrar flugur i einu höggi. Samþykkt lög fyrir viðkomandi félag, kosið stjórn og tekið stefnumótandi ákvörðun um tilhögun framboðs. Hingað til hefur stjórnum félaganna ver- ið falið að annast þann undir- búning. Hann býst ekki við próf- kjörum við val á fólki á fram- boðslista. I það minnsta var hleg- ið að prófkjörsleiðinni á stofn- fundi kjördæmafélagsins á Norð- urlandi eystra sl. sunnudag. Þar mættu um 60 manns á fund á Akureyri, sem haldinn var í brjál- uðu veðri og ófærð, auk þess sem fundarstað var breytt með skömmum fyrirvara. Bjartsýni Sjálfur segir Steingrímur ekkert annað vera á dagskrá hjá sér en framboð á Norðurlandi eystra. Þá berast böndin óneitanlega að því að Ögmundur Jónasson þing- maður óháðra fari fram fyrir flokkinn í höfuðborginni. Hann segir að Hjörleifur hafí ekki gef- ið neitt annað í skyn en að hann fari fram á Austurlandi. Hinsveg- ar hafi mátt skilja hann þannig að hann væri fyrir sitt leyti opinn til að skoða breytingar í þeim efnum. Steingrímur segist jafn- framt ekki hafa neinar áhyggjur nema síður sé að það verði ein- hver vandamál að fá fólk á fram- boðslista Vinstri hreyfingarinnar. -GRH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.