Dagur - 21.01.1999, Qupperneq 8

Dagur - 21.01.1999, Qupperneq 8
8 -FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING rD^ftr Dfjgur Iiðssafinaðiir haftnn á bak við tjoldin SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins 8. til 12 mars nk. verður kjörinn nýr varafor- maður flokksins og varaformannsslagur- inn er haflnn og liðs- safnaður á hák við tjöldin. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn dagana 8. til 12. mars næstkomandi. Fyrir utan það að vera kosningalandsfundur, þar sem alþingiskosningarnar í maí verða höfuðmálið, verður nýr varaformaður flokksins kjör- inn. Friðrik Sophusson, sem nú er orðinn forstjóri Landsvirkjunar og því aftengdur í pólitík, lætur af varaformennsku á landsfundin- um. Undir eðlilegum kringum- stæðum væri það ekkert stórmál hver kjörinn yrði varaformaður Sjálfstæðisflokksins. En það er tvennt sem hangir á spýtunni nú og gerir varaformennskuna eftir- sóttari en ella. Þau sem sögð eru ætla að keppa um varaformennskuna nú eru öll úr Reykjavík. Þetta eru þau Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Sólveig Pét- ursdóttir alþingismaður. Ekkert þeirra hefur enn gefið út ákveðna tilkynningu um að þau gefi kost á sér. Sólveig hefur þó gefíð það fastlega í skyn enda var á hana skorað af Landssambandi sjálf- stæðiskvenna. Hinir tveir gefa ekkert upp ennþá. Ekki einu sinni við samþingmenn sína. Astæðan er ákveðinn póker sem þeir eru að spila og við skulum skoða á eftir. Þegar landsfundurinn fer fram verður listi flokksins í Reykjavík ekki kominn fram. Sá sem verður kjörinn varaformaður er líldegur til að hreppa 2. sætið á listanum og öruggt ráðherrasæti verði flokkurinn áfram í rikisstjórn. Og það sem meira er, fullyrt er af þeim sjálfstæðismönnum sem ég hef rætt við að Davíð Oddsson muni hætta í pólitík eftir næsta kjörtímatímabil. Verði hann for- sætisráðherra í þriðja sinn á næsta kjörtímabili segja menn ör- uggt að hann hætti að því loknu. Og þá hefur varaformaðurinn, sem nú verður kjörinn, umtals- vert forskot á aðra sem keppa vilja um formennskuna þegar þar að kemur. Þetta hvoru tveggja spilar afar sterkt inn í varafor- mannskjörið að þessu sinni. Pókerspil Menn hljóta að spyrja hvers Liðssafnaður er nú hafinn í slagnum um varaformannsembættið f Sjálfstæðisflokknum. Myndin er frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins en þá grunaði engan að Friðrik Sophusson yrði hættur í stjórnmálum þegar kæmi að næsta landsfundi. vegna þeir Geir og Björn gefa ekkert upp ennþá um hvort þeir gefi kost á sér. Svarið er einfalt, þeir eru báðir að kanna bakland- ið. Ef annar þeirra telur að hann eigi ekki möguleika að ná kjöri mun hann ekki gefa kost á sér. Ef báðir telja sig eiga sigurlíkur munu þeir keppa, annars ekki. Það er óttinn við að tapa sem veldur því að hvorugur vill gefa sig upp fyrr en hann telur sig hafa nokkra vissu fyrir því hvernig kjörið fer. Friðrik Sophusson, varafor- maður flokksins, var í 2. sæti list- ans í Reykjavík síðast, Björn Bjarnason í 3. og Geir H. Haarde í 4. sæti. Ef svo færi að Björn tap- aði fyrir Geir í varaformannskjör- inu myndu líkur aukast á að hann færist aftar á listann, en Geir fær- ist upp í 2. sætið. Ef Björn sigraði héldi hann 2. sætinu. Það er þessi mikla valdabarátta sem veldur því að þeir gefa ekkert upp fyrr en baklandið hefur verið full- kannað. Segja má að eftir að Sigríður Anna Þórðardóttir tapaði í próf- kjöri fyrir Arna Mathiesen og Gunnari Birgissyni í Reykjanesi, sé Sólveig Pétursdóttir kona númer eitt í þingflokknum. Hún leggur því allnokkuð undir ef hún gefur kost á sér til varafor- mennsku. Margir sjálfstæðis- menn, sem ég hef rætt við, segja að það myndi ekkert skaða stöðu hennar þótt hún tapi í varafor- mannskjöri ef hún nær þar 30% fylgi eða meiru. Fáir viðmælend- ur mínir hafa trú á því að hún sigri þá Geir eða Björn, hvort sem hún keppir við annan þeirra eða báða. Þeir eru þó til sem segja að hún gæti grætt á því ef hún keppti við þá báða. Svo er auðvit- að sá möguleiki fyrir hendi að einhveijir fleiri gefi kost á sér, rétt svona til að stimpla sig inn og minna á sig. Sólveig yrði að vera fyrir ofan þá alla, hvort sem hún keppir við þá Björn og Geir báða eða bara annan hvorn ef hún á ekki að bera pólitískan skaða af framboðinu til varaformanns. Kontir ekki einhuga Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins eru vel á annað þús- und. Talið er að konur séu þar um það bil helmingur fulltrúa. Allir sem rætt hefur verið við full- yrða að konur séu ekki einhuga um að kjósa Sólveigu Pétursdótt- ur í varaformannskjörinu enda þótt Landssamband sjálfstæð- iskvenna hafí skorað á hana. Það mun vera þama eins og svo víða 'annarsstaðar að erfítt er að fá konur til að standa saman um að styðja konur til áhrifa í pólitík. Sólveig Pétursdóttir er góður og duglegur alþingismaður. Hún er sögð vera nokkuð stíf í viðmóti og ekki allra. Samþingmenn hennar segja hana varla hafa það viðmót sem Iaðar fólk að og þess vegna eigi hún erfitt með að safna fylgi hjá fólki sem ekki þekki hana. En þeir sem þekkja hana vita um dugnað hennar og treysta henni til forystu. Hún var mikill stuðningsmaður Þorsteins Pálssonar á sínum tíma og þeir sjálfstæðismenn sem enn bera ör eftir formannsslaginn fræga þeg- ar Davíð Oddsson komst til valda, munu eflaust styðja Sólveigu. Þmgflokksstuðnmgur . Þeir þingmenn sem ég ræddi við voru allir á því að Geir H. Haarde nyti stuðnings mikils meirihluta þingflokksins. Hann þótti mjög góður þingflokksformaður áður en hann tók við fjármálaráðherra- embættinu og naut vinsælda sem slíkur. Þá hefur hann sem Qár- málaráðherra verið mjög dugleg- ur við að heimsækja fólk út um allt land. Hann var það raunar Iíka meðan hann var formaður þingflokksins. Hann er sagður fylgjast vel með gangi mála á landsbyggðinni. Hann mætir á kjördæmisþingum Sjálfstæðis- flokksins víða um Iand og hefur aflað sér trausts út um allt land enda á hann sérlega gott með að umgangast fólk, enda léttur og aðgengilegur og þeir sem best þekkja hann segja hann góðan fé- laga. Og svo syngur hann ljóm- andi vel og hefur gaman af. Það hefur verið nokkuð áber- andi undanfarið hvað Geir hefur verið mikið i sviðsljósinu og not- fært sér fjármálaráðherraembætt- ið til að komast í sviðsljósið. Öll hans vinna hefur verið markviss og borið þess vitni að hann stefn- ir á varaformanninn. Hann hefur viðrað hvert málið á fætur öðru í fjölmiðlum síðustu vikurnar og meira að segja tókst honum að gera sig áberandi við það að fá landann til að spara, en sagt er að þeim eiginleikum hafi Islending- ar tapað fyrir Iöngu síðan. Margir halda þvi fram að það sé í raun langt síðan Geir H. Haarde ákvað að sækjast eftir varafor- mennsku og síðan formennsku í flokknum þegar réttur tími væri til þess fyrir hann. Sú mikla vinna sem hann hefur lagt á sig varð- andi ílokksstarfið út um land sé liður í þessari áætlun hans. Hans tími gæti því verið kominn. Ekki við alþýðuskap Því er haldið fram að langt sé síð- an Björn Bjarnason ákvað að keppa að því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Enginn ef- ast um gáfur hans og hæfíleika en hann hefur einn stóran galla, en það er hversu fráhrindandi hann er við ókunnuga. Þeir sem þekkja hann mjög vel og hafa unnið með honum, eins og blaðamenn á Morgunblaðinu, bera Birni vel söguna og segja hann afar þægi- legan vinnufélaga. Björn er mjög stífur í viðmóti við lítt kunnuga eða ókunnuga og ekki sagður eiga gott með að laða að sér fólk. Hann er eins og sagt var í eina tfð ekki við alþýðuskap. Hann hefur þó breyst gríðarlega frá því að hann kom fyrst inn á þing. Þá bauð hann varla nokkrum manni góðan dag hvað þá meira. Feimni segja sumir, hroki segja aðrir. En þeir sem þekkja hann best segjast hefðu lát- ið segja sér það tvisvar sinnum að hann ætti eftir að koma fram með konu sinni í jafn persónulegum þætti og hústökuþætti Sigmundar Ernis á Stöð 2 í vetur. I fyrra þótti mörgum Björn Bjamason vinna þannig að hann væri á fullu að undirbúa framboð til varaformanns. Aftur á móti hef- ur minna borið á honum undanfar- ið þótt tónlistarhús í Reykjavík hafi verið kynnt með pompi og pragt. Tónlistarhúsið er mál sem margir koma að. Hann getur því trauðla baðað sig einn í geislanum af því. Sama er að segja um menningar- hús út um Iand. Þau voru barin í gegn í ríkisstjórn til mótvægis við tónlistarhúsið í Reykjavík. Björn var bara einn af fjórum ráðherrum þegar listahúsin út um land voru kynnt. Menn spyija hvort hann hafí misst móðinn? Þeir sem þekkja hann best segja það af og frá. Björn er sjö árum eldri en Geir H. Haarde, verður 55 ára í ár. Hann getur því varla beðið mikið lengur ef hann ætlar sér að verða varaformaður og síðar formaður flokksins. Geir, sem ekki er nema 48 ára, getur hins vegar beðið Iengur ef svo ber undir. Björn verður því að leggja nokkuð undir ætli hann að keppa við Geir og Sólveigu um varaformennskuna sýni kannanir fram á að staðan sé jöfn og tvísýn. Ef hann tapar fær hann varla annað tækifæri til að verða varaformaður eða formaður flokksins. Geir gæti átt annað tækifæri ef hann tapar vegna þess hve ungur hann er. Báðir eru þeir Geir og Björn miklir vinir Davíðs Oddssonar, formanns flokksins, og þeir menn sem ég ræddi við fullyrða að hann forðist að taka afstöðu í þessum varaformannsslag hvað sem nán- ustu samstarfsmenn hans gera. En staðan er spennandi og tvísýn eins og er. Norðurpólsþorpið á Akureyri stendur enn þó komið sé fast að þorra. Töluvert tap á Norðurpóluum Ljóst er að nokkurt tap varð á starfsemi jólaþorpsins Norður- pólsins á Akureyri f fyrra en end- anleg afkoma liggur enn ekki fyr- ir. Dagur hefur heimildir fyrir að tapið nemi nokkrum milljónum og kenna aðstandendur óæski- legu veðri og öðrum ófyrirsjáan- legum þáttum að hluta til um. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar var einn burðarásanna í verkefn- inu og segir Tómas Guðmunds- son forstöðumaður að vissulega hafí ekki verið lagt upp með að tap yrði á rekstrinum. „Ovissu- þættir verkefnis sem framkvæmt er í fyrsta skipti eru hins vegar margir og ekki varð allt séð fyrir. Ferðamálamiðstöðin hefur lítið svigrúm til að bera tapið og það mun því væntanlega að einhveiju leyti lenda á sveitarfélögunum. Tómas segir að afkoman sem slík muni ekki ráða því hvort framhald verður á starfseminni. Norðurpóllinn sé í hans huga kominn til að vera með hvaða hætti sem framhaldið verður og heilmargt hafi áunnist með verk- efninu þótt afkoman sé verri en gert hafi verið ráð fyrir. Tómas bendir t.a.m. á að verkefnið hafi kallað á miklu meiri mannskap en ætlað var. Starfsmenn hafi mikið til verið fengnir af skrá at- vinnulausra. — BÞ FRISTUNDANAM I MIÐBÆJARSKOLA OG MJODD ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA. Dag- og kvöldnámskeið (11 vikur) íslenska fyrir útlendinga 1. -5. flokkur. Talflokkur 1 og 2. Ritun ( stafs. og málfr.) Islenska - talflokkar fyrir útlendinga ERLEND TUNGUMÁL byrjenda- og framhaidsnámskeið (8-11 vikur) Danska Enska Gríska Arabíska Norska Franska ítalska Japanska Sænska Hollenska Portúgalska Lettneska Þýska Spænska Rússneska Serbó-Króatíska TALFLOKKAR (8-10vikur) Ahersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.fl. Enska 1 og 2. ítalska. Rússneska. Spænska. VERKLEGAR GREINAR - MYNDLIST (7-11 vikur) Fatasaumur Pijón Myndpijón Postulín Bókband Glerlist Skrautskrift Húsgagnaviðgerðir Matreiðsla fyrir karlmenn Tréútskurður Teikning 1 og 2 Olíumálun Vatnslitamálun YMIS NAMSKEIÐ (10 vikur) Listasaga. Þorsteinn Eggertsson. Samskipti og sjálfsefli. Jórunn Sörensen. Frímerkjasöfnun. Sigurður H. Þorsteinsson. Trúarbrögð heims. Dagur Þorleifsson. Framhaldslíf - trú og sagnir. Dagur Þ. Tarotspil. Carl Marsak. Heimspeki. Ármann Halldórsson NAMSKEIÐ FYRIR BORN (10 vikur) Tungumál: Danska, norska, sænska, ítalska, víetnamska, þýska. Leiklist-Leiksmiðja fyrir böm, 9-12 ára STÆRÐFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ SKOLAFOLK (3 vikur) Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Hámark 5 í hóp INNRITUN STENDUR YFIR í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma 551 2992. Netfang: nfr@ rvk. is http://www.rvk.is/nfr Námskeiðsgjald miðast við kennslustundafjölda og er frá kr. 6.000 - 11.000 Námskeiðsgjald greiðist áður en kennsla hefst. Svo lengi lærir sem lifir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.