Dagur - 21.01.1999, Side 3
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Söngarfi komið til nútímans
Guðrún Laufey Guðmundsóttir, nemi í sagnfræði, er að vinna að verkefni
tengdu rannsókn á íslenskum tónlistararfi.
Guðrún Laufey Guð-
mundsóttir, nemi í
sagnfræði, erað vinna
að verkefni tengdu
rannsókn á íslenskum
tónlistaraifi. Samtök-
in Collegium Musicum
standa að baki verk-
efninu en þau hafa
einsett sérþað að
dragafram allarnótur
sem eru varðveittarí
íslenskum handritum.
Guðrún Laufey segir að hug-
myndin sé að fara í gegnum öll
kvæðahandrit sem til séu á
Landsbókasafninu, Arnastofnun
og víðar og kanna það hvort það
finnist nótur í þessum handrit-
um. Hún segist hafa skoðað á
annað þúsund handrita og fund-
ið nótur í tíunda hveiju handriti.
„I kringum aldamótin 1800 voru
þrír menn sem mest rannsökuðu
þetta, Bjarni Þorsteinsson, Páll
Eggert Olafsson og Jónas Jónas-
son. Helmingur þeirra laga sem
ég hef fundið er líka að finna
hjá þeim, en helmingurinn er í
raun og veru óþekktur. Þetta eru
mest sálmalög en þarna eru ver-
aldleg kvæði líka,“ segir Guðrún.
Undanfarin sjö ár hefur Ný-
sköpunarsjóður námsmanna
veitt háskólanemum styrk til að
vinna að nýsköpun í atvinnulífi
eða á fræðasviði. Nú hafa verið
útnefnd sex verkefni. Nýsköpun-
arsjóður námsmanna var stofn-
aður árið 1992 í því skyni að
afla nemendum spennandi sum-
arvinnu við metnaðarfull og
krefjandi rannsóknarverkefni.
Sjóðurinn styrkti 137 verkefni á
síðasta ári af þeim hafa sex verið
tilnefnd til Nýsköpunarverð-
launa forseta Islands og er verk-
efni Guðrúnar eitt þeirra.
Speimandi verkefni
Leiðbeinandi Guðrúnar við
verkefnið er Kári Bjarnason á
Handritadeild Landsbókasafns-
ins. Hann segir að Guðrún eigi
að móta ákveðið vinnulag um
það hvernig eiga að gera hand-
ritin aðgengileg. Þegar búið
verði að finna handritin geti
menn farið að rannsaka þau og
það sé spennandi verkefni.
„Jafnvel þó sumir sálmanna hafi
verið gamlar þýskar drykkjuvfsur
frá 16. eða 17. öld þá hljómuðu
þær öðruvísi þegar gömul guð-
hrædd kerling söng þær í kirkju
á íslandi á 19. öld,“ segir Kári.
Guðrún hefur líka rannsakað
hvaðan kvæðin eru komin. Hún
athugaði hvað af þeim væri af ís-
lenskum uppruna og hvað er-
lent. Hún segist áætla að um
helmingur af lögunum sem hún
skoðaði væru af íslenskum upp-
runa. „Það voru nokkur öflug
sálmaskáld eins og Olafur Jóns-
son á Söndum og Páll Iögmaður
Vídalín, en hann samdi nokkur
sálmalög. Þetta eru Iög víða af
landinu, og það eru kannski að-
alega prestar sem kannski eru
ritarar og vinna í þessu. Það eru
líka bændur sem settu saman
sálma eða kvæði. Það hefur ver-
ið til tónlist almennt í þjóðfélag-
inu fyrr á öldum. Þetta eru yfir-
Ieitt mjög falleg lög og raunar
merkilegt að þau skyldu hafa
gleymst og týnst. Það hefur oft
verið sagt að tónlist frá 17., 18.
og raunar 19. öld líka hafi ekki
verið til. Það er í raun og veru
ekki rétt, við höfum bara ekkert
vitað af henni. Þetta er bara
óþekktur menningararfur sem
við erum að sýna fram á að sé
til.“
Lilnar við eftir hundruð ára
Síðastliðið sumar var sýning á
mörgum þessara handrita en við
opnun hennar flutti hópurinn
Collegium Musicum nokkur
verk sem tónskáldin Snorri Sig-
fús Birgisson og Jón Nordal út-
settu. Guðrún Laufey skilaði af
sér skýrslu um verkefnið síðasta
sumar en er nú að vinna það
áfram. „Það verður kristnitöku-
hátíð árið 2000, þá verður ráð-
stefha þar sem gerð verða skil á
verkefninu. Eg er að tölvuvinna
upplýsingarnar. Það er mikið af
tónskáldum sem hafa sýnt þessu
áhuga. Það er í raun og veru
mjög sérstætt að þarna heyrði
maður tónlistina lifna við eftir
mörg hundruð ára innilokun í
handritum. Þá sá maður nýjan
flöt á þessu."
Guðrún segir að það vakni
endalausar spurningar þegar
unnið sé að svona verkefni. Hún
segist gera frekar meira heldur
en minna vegna þess að auð-
veldara sé að stroka út en að
fara aftur í handritin. „I raun og
veru hefur allt sem ég hef gert
nýst okkur á einhvern hátt, þó
að ég nýti þetta ekki getur ein-
hver annar gert það einhvern
tíma seinna. Við erum að reyna
að vinna að þessu þannig að all-
ir geti gengið að þessu og kann-
að þetta, hvort sem það er kór-
fólk eða almenningur. Maður
verður nú bara að sjá hvernig
þetta vinnst, það er gífurlega
mikið eftir af rannsókninni.
Þetta er efni í nokkrar doktors-
ritgerðir. Það er spurning hverng
best er að koma því til skila. Það
verður best gert með flutningi,"
segir Guðrún Laufey Guð-
mundsdóttir. -PJESTA
Asa Bj örk mótmælir
Ása Björk var fremur seint læs en hún mun nú afar iðin við lestur minninga-
greina og getur endursagt heilu lífshlaupin að lestri loknum. En skemmtileg-
ast finnst henni þó að fara út með ófötluðum vinum sínum.
Þú hefur sennilega
ekki velt þvífyrir þér,
en hvað tekurvið hjá
fötluðum unglingi þeg-
arhann útskrifast úr
Öskjuhlíðarskóla?
Fyrir ekki löngu síðan birtist í
Morgunblaðinu stutt aðsend
grein með fyrirsögninni: Ég mót-
mæli. Undir greinina skrifaði
Ása Björk Gfsladóttir, 19 ára
fötluð stúlka, sem gagnrýndi
harðlega íslenskt skólakerfi. Það
voru allar lokuðu dyrnar í ís-
lensku skólakerfi sem blöstu við
henni og foreldrum hennar eftir
að hún útskrifaðist úr Oskju-
hlíðarskóla sem voru tilefni
gagnrýninnar. En það sem hafði
úrslitaáhrif hjá Ásu var að fá
ekki að vera með ófötluðum í
skóla. Hún sækir 9 tíma á viku
hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra,
sem hefur tímabundið aðsetur í
Borgarholtsskóla, og það þykir
foreldrum hennar hvergi nærri
fullnægjandi námsframboð.
Það sem Ásu svíður þó mest
er að fá ekki að umgangast ófatl-
aða nemendur, fá ekki að borða
á sama stað og þeir. Þetta er
annar vetur Ásu í Fullorðins-
fræðslunni og svo heppilega
vildi til að byggja þurfti við
Borgarholtsskólann á þeirri hlið
þar sem Fullorðinsfræðslan er
staðsett og því hafa hinir fötluðu
nemendur „þurft“ að nota aðal-
innganginn í vetur. Allt annað
líf, finnst Ásu, fötluðu nemend-
urnir fá nú að ganga með ófötl-
uðum inn í skólann og nú fær
Ása sér m.a.s. „hressingu“ einu
sinni í viku, þ.e. gosdrykk eins
og hinir krakkarnir....
Vill í skóla með ófötluðuin
Ása hefur verið fötluð frá fæð-
ingu en bjó í Svíþjóð fyrstu ævi-
árin og gekk þá vandræðalaust á
leikskóla ásamt ófötluðum börn-
um. Eftir að hafa lokið grunn-
skólanámi í Öskjuhlíðarskóla og
tveggja ára starfsdeild, spyrnti
hún við fótum og harðneitaði að
fara í skóla með fötluðum, nú
vildi hún fá að sitja með ófötluð-
um krökkum í skóla. Tók þá við
mikill Ieit foreldra Ásu til að
finna skólavist fyrir hana. Þau
sóttu um framhaldsskólavist í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
- en fengu ekkert svar. Þrátt fyrir
mikinn barning og erindi til um-
boðsmanns alþingis bauðst eng-
in skólavist og því hóf hún nám í
F ullorðinsfræðslunni.
Sigrún Benediktsdóttir, móðir
Ásu, er mjög ósátt við að ekki
skuli vera til Ijögurra ára heild-
stætt framhaldsnám fyrir fatlaða
nemendur eins og aðra. „Full-
orðinsfræðsla fatlaðra er eins og
nafnið gefur til kynna hugsuð
fyrir fullorðna, er í námskeiðs-
formi sem greitt er fyrir. Hún á
fullan rétt á sér en kemur ekki í
stað ahliða skólagöngu á fram-
haldsskólastigi," segir Sigrún og
telur illa hugsað fyrir því hvað
verði um fatlaða að skólaskyldu
lokinni. Ekkert sé reynt að meta
möguleika þeirra í framtíðinni
við útgönguna úr Öskjuhlíðar-
skóla. „Mér liggur við að segja
að það sé ekkert framundan."
Hún telur að eftir grunnskólann
þurfi fatlaðir að eiga kost á hag-
njitu framhaldsnámi, bóklegu og
verldegu, sem þjálfi upp færni
þeirra sem nýst geti úti á vinnu-
markaðnum. Þessir krakkar eigi
langt líf fyrir höndum og aðrir
kostir þurfi að vera til staðar „en
að senda þau út til að mæla göt-
urnar. Þetta geta verið mjög
kraftmiklir krakkar og þá þarf að
virkja á einhvern hátt. Þessir
einstaklingar gætu annars átt
eftir að kosta eitthvað annars
staðar í kerfinu á lífsleiðinni."
Vinna með fötluðum
og öldruðum
Draumur Ásu er að þjálfa sig til
starfa við umönnun og með fötl-
uðum og svarar því afdráttar-
laust játandi að námið í Borgar-
holtsskóla ætti að vera þannig
skipulagt að það auðveldaði fötl-
uðum að fá vinnu á eftir.
- Er eitthvað sem þú vilt segja
okkur að lokum?
„Já,“ svaraði Ása Björk ákveð-
in eftir nokkra umhugsun. „Mér
finnst ósanngjarnt að krakkarnir
sem fengu að fara inn í FB í
haust fá ekki að fara í matartím-
anum með öðrum nemendum,
ófötluðum og fötluðum, inn í
mötuneytið. Eg er ósátt við það
að við fáum ekki að hitta krakk-
ana eins og þau.“ LÓA