Dagur - 21.01.1999, Síða 4

Dagur - 21.01.1999, Síða 4
20-FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 UMBÚÐALAUST L. „Á sama tfma og gömlu Sowjetríkin losa sig undan hálftómum menningarmiö-stöðv- um vilja húskarlar í stjórnarráði íslands fjöl- falda ný menningarhús um landið og sér ekki fyrir endann á þeirri raðsmíði næstu áratug- ina.“ Hér á landi keppir ríkis- menningin við alþýðumenn- inguna. Ríkið hreiðrar um sína með þjóðleikhúsum og tónlistarhúsum jafnt sem fé- lagsheimilum og öðrum úti- húsum. Ríkismenningin er þó aðeins einn tíundi hluti af menningu landsmanna á meðan alþýðumenningin er níu tíundu hlutar. Alþýðu- menningin er rekin af þeim Iandsmönnum sem vilja njóta hennar og það gerir gæfumuninn. A sama tíma og gömlu Sovijetríkin Iosa sig undan hálftómum menningarmið-stöðvum vilja húskarlar í stjórnarráði Islands fjölfalda ný menningarhús um landið og sér ekki fyrir endann á þeirri raðsmíði næstu áratugina. Ekki eru húsin þó reist neitt sérstaklega til heiðurs menningunni heldur til að stöðva fólksflutninga suður á bóginn. I stjórnarráð- inu er menningin nefnilega flokkuð undir umferðarskilti. Skemmtanaskattur á Reykvíkinga Ekki er þetta í fyrsta skipti sem húskarlar- arnir hlaupa upp til handa og fóta með ríkis- sjóð um landið og skemmst er að minnast þegar Framkvæmdastofnun ríkisins alias Byggðasofnun var sett til höfuðs atvinnulíf- inu í Reykjavík. Loðdýrum var dreift um sveitir og fiskeldi dembt í tjarnir. Seinna kom bændagisting í hlöður og síðan nytja- skógar í héröð. Áður höfðu félagsheimilin risið í hverri sveit. Til að borga félagsheimilin var lagður skemmtanaskattur á tómstundir fólks í Reykjavík og flest mannamót í þéttbýli greiddu allt að Ijórðung af aðgangseyri sín- um í sérstakan félagsheimilasjóð. Meira að segja billardstofur voru með lagaboði látnar veðsetja borðin sín fyrir greiðslu skattsins. Ríkismenningin borgaði hins vegar ekki skemmtanaskatt frekar en annan skatt og sennilega vegna þess að hún er ekkert sér- staklega skemmtileg. Og þorp með færri en 1.500 íbúa borguðu heldur ekki neitt. Félagsheimili versus menningarhús I dag eru félagsheimili risin við annan hvern brúsapall og verður þeim tæplega fjölgað í bráð. En húskarlar hafa ráð undir rifi hveiju og tekst jafnan að setja undir hvern leka. Með nýju menningarhúsunum halda þeir sínu striki og geta haldið áfram að gefa sveitungum skattinn af tómstundum Reyk- víkinga. Helstu menningarsetur ríkisins hafa löngum verið verndaðir vinnustaðir fyr- ir nokkrar Ijölskyldur og alþýðumenningin hefur ekki átt upp á pallborðið á þeim bæ. Fyrir bragðið hefur alþýða manna brotist til menningar af eigin rammleik og þrátt fýrir að félagsheimilin séu byggð fyrir meðlög Reykvíkinga hefur alþýðan átt þar innhlaup. Reynslan sýnir hins vegar að ríkið keppir fyrst og fremst við sjálft sig um leið og það UMBÚÐA- LAUST skrifar Húskarlar hugsa sér til hreyfings keppir við menningu annarra landsmanna og spurningin er því hversu fljótt nýju menningarhúsin leggja gömlu félagsheimilin að velli eða öfugt? Atvinnulifið eflir menninguna Helstu viðburðir þjóðarinnar verða áfram á dagskrá fyrir sunnan hvað sem öllum menn- ingarhúsum líður og alþýðumenningin blómstrar áfram á landsbyggðinni þrátt fyrir húskarla stjórnarráðsins. Vilji ríkisstjórnin í alvöru jafna byggðina um landið er henni hollara að snúa sér að þjóðmálum frekar en húsasmíðum. Fólkið í landinu þarf fyrst og fremst peninga til að byggja upp ný íyrirtæki sem efla atvinnulífið með áhættufé og ný- sköpun. Peningamarkaðurinn er óðum að vakna til lífsins og verður að laga sig að þörf- um smáfyrirtækja en gleyma sér ekki á verð- bréfaþingi. Menningin dafnar hvergi betur en í öflugu atvinnulífi í hæfilegri Ijarlægð frá ríkissjóði og þarf þá ekki Iengur á skemmtanaskatti Reykvíkinga að halda. IMENNINGAR LÍFID Listsýningar af ýmsu tagi og reyndar alls kyns sýningar eru vel til þess fallnar að gleðja skammdegisþreytta Islendinga í sinni. Til gamans og gagns fylgir hér listi yfir gallerí, sýningarsali og söfn á Akur- eyri. Viljandi hef ég ekki kann- að kerfis- bundið um hve marga slíka staði er að ræða á Ak- ureyri eða á öðrum stöðum, hvað þar er í stundina. En um leið skora ég á aðstandendur slíkra staða, ekki bara á Akureyri, að vera í góðu sambandi til að koma sýningum á framfæri, senda mér tölvupóst, símbréf, hringja eða Iáta vita af sér með öðrum hætti. Ketilhúsið á Akureyri. né heldur boði þessa Þriár sýningar Nokkrar sýningar standa nú yfir á Akureyri og má nefna að í Ketilhúsinu í Listagili stend- ur yfir sýning Páls Sólnes á ellefu lýrískum abstraktsjón- um, unnum í olíu á striga. Sýningunni lýkur 28. janúar. I Ljósmyndakompunni í sama gili sýnir Hlynur Hallsson misheppnaðar ljósmyndir og lýkur hans sýningu 5. febrúar. Á Café Karólínu, einnig í Listagili, stendur yfir sýning á tíu litógrafíum Frans Weder- bergs tengdum efni Péturs Gauts. Onnur gallerí og sýningar- salir sem ýmist eru með fastar sýningar eða setja upp sýning- ar endrum og sinnum: Gallerí Svartfugl í Listagili, Samlagið listhús í Listagili, Deiglan í Listagili, Myndlistarskólinn á Akureyri, Listfléttan á Akur- eyri og Listhúsið Þing. Listamenn, sýnendur, safnastjórar: Látið vita af ykk- ur. Netfang: haraldur@dagur.is Sími: 460 6122 Símbréf: 460 6171 v__________________________y HvalreM í nytjalist Það er greinilegt að það er engin tilviljun sem ræður ríkjum í list Kaffe Fassetts sem um þessar mundir er til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði. Fassett úthugsar hvert einasta smáatriði í teppum sínum svo að við fyrstu sýn virð- ast þau einföld að uppbyggingu. Við nánari skoðun kemur í ljós að auðvitað liggur gríðarleg vinna og yfirlega að baki. Sýningin er sannkallaður hvalreki fyrir áhugafólk um nytjalist, sér í íagi má búast við að áhugafólk um bútasaum fjölmenni á hana. Uppfrísk- andi og skemmtileg fyrir hvern sem er. Glöð í litadýrð sinni Kaffe Fassett er íslensku handavinnu- fólki og listamönnum vel kunnur. Hann er fæddur í San Francisco árið 1937 og lærði í Boston. Hann settist að í Lund- únum og lærði að pijóna í Skotlandi árið 1968. Hann var með peysur sínar og púða á mjög eftirminnilegri og skemmtilegri sýningu í Hafnar- borg árið 1996 og nú er komið að bútasaumsteppunum. Fassett hóf nýlega að vinna bútasaumsteppin en þau bera þess engin merki. Þau eru mjög glöð í litadýrð sinni og fjöl- breyttu mynstri, efnisvali og listilegum og úthugsuðum saumi. Það er ótrúlegt að virða þau fyrir sér í nálægð og svo úr fjarlægð og láta áhrifin seytlast inn. Gleðin og litadýrðin ræður ríkjum, stekkur inn í sálina og umbreytir henni í einni svipan. Jafnvel í dökku teppunum nást þessi áhrif fram. Með þessari sýningu sannar Kaffe Fas- sett að hann er meistari mynstranna, samsetninganna og litanna. Kassar á brúnu borði Ekki er nokkur leið að benda á eitthvert eitt teppi sem vekur sérstaka athygli. Þó má segja að verk númer fimm sé athygl- isvert handavinnunnar vegna en í það MENNINGAR VAKTIN Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Kaffe Fassett við teppin. Gieði og lita- dýrð ræður ríkjum. hefur Kaffe Fassett saumað hringi í bút- ana með mismunandi Iitu garni. Sjö ára drengur benti á verk númer átta með heitið „Bláar, rómverskar blokkir", sem fallegasta teppið, en í það hefur Fassett saumað tölur í kassa á dökkum grunni. Drengurinn sagði: „Eins og kassar á brúnu borði“. Nokkrar peysur eru á sýningunni, fal- legar og hefðbundnar. Þá má sjá gömul teppi frá 1920 og 1880, sem eru í eigu Fassetts. I litlum hliðarsal eru seldir mynsturpakkar og ný efni í metratali frá Fassett og það er kannski eini gallinn á sýningunni, þessi kaupmennska og það að ekki er hægt að fá efnin keypt nema á sýningunni. Sýningin stendur til 8. febrúar. Lokað er á þriðjudögum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.