Dagur - 21.01.1999, Page 5
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 - 21
Tfnptr
LÍFIÐ í LANDINU
Ágæt þátttaka í j ólagetraun
Fjölmargir tóku þátt í
getrauninni Land og
þjóð, sem varíjóla-
blaði Dags. Þrírfá
bókavinninga.
ingum sem fram voru settar og
allmargir komu með rétt svör.
Ur réttum Iausnum hafa verið
dregin nöfn þriggja þátttakenda
og þeir fá senda bók að launum
fyrir þátttökuna. Þetta eru Guð-
ný Pálsdóttir, sem býr í Sigtúni
27 á Patreksfirði, Eygló Yngva-
dóttir í Onnuparti í Þykkjavbæ
og Skúli Þ. Jónsson, sem býr í
Boðagerði 6 á Kópaskeri.
Guðjón Arngrímsson
Jón Sigurðsson fæddist 1811. 3)
Jón Isberg sýslumaður túlkaði
Húnavershátíðina sem tónleika
sem ekki bæri því virðisauka-
skatt. 4) Systurkirkjur Hjarðar-
holtskirkju í Dölum eru á Húsa-
vík og á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð. 5) Látrabjarg eða Bjárg-
tangar. 6) Tómas Guðmundsson
starfaði á Hagstofunni og Is-
lenska örlagaþætti skrifaði hann
Þessar bækur voru í verðalaun íjólagetraun Lands og þjóðar. Vinningar verða sendir út í vikunni.
Ágæt þátttaka var í jólagetraun
þáttarins Lands og þjóðar, sem
haldið hefur verið úti hér í blað-
inu sfðustu tvö árin. Fjöldi fólks
sendi inn svör við þeim spurn-
Rétt svör við spurningunum í
jólagetrauninni eru: 1) Friðrik
Ólafsson er skrifstofustjóri AI-
þingis og Jóhann Hjartarson er
Iögfræðingur Islenskrar erfða-
greiningar. 2) Sambandslögin og
með Sverri Kristjánssyni. 7) Jón
Kr. Ólafsson. 8) Siglufjarðar-
skarð. 9) 1968 til 1980. 10) Jó-
hanna Sigurðardóttir. 11) Hvílík
þjóð. 12) Akraborgin gamla er
nú Slysavarnaskóli sjómanna.
BDBIEH
Segníwöian HáskólaÍBÓ Laugarasb'ó Sambíéin Stíörnutac DV
4 dagar eftir
Sýningum á sjö myndum á
Kvikmvndahátíð lýkur í dag:
The Mighty (gerð eftir
skáldsögu um tvo utangarðs-
drengi), hollenska mjmdin
Karakter, Spanish Pri-
soner (Ieikstýrt af David
Mamet, einu virtasta leik-
skákli Bandaríkjanna), Men
with Guns (um s-aineríslían
lækni sem fer í pílagrímsför
til að leita uppi gamla nem-
endur sína sem sendir voru í
fátæk indíánaþorp) , Four
days in September, My
Son the Fanatic og The
Tango Lesson. Sú síðast-
nefnda er eftir bresku kvik-
myndagerðarkonuna Sally
Potter (Orlando) og ijallar myndin reyndar um hana sjálfa og
hennar helsta áhugamál: tangóinn. Sagan hefst á því að Sally
kynnist argentínskum dansara og gerir honum girnilegt tilboð:
kenni hann henni að dansa tangó skuli hún gera hann að kvik-
myndastjörnu.
Erótík í teUairmynduni
Klukkan 21 í Regnboganum verður svo annar tveggja fyrirlestra
Dennis Nyback kvikmyndasagnfræðings og ber þessi heitið Erotic
Show. Þar mun hann fjalla um erótík í teiknimyndum.
Þá ber að geta þess að eina sýningin á heimildamyndinni þeirra
Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska, The Brandon Teena Story
verður í Regnboganum ld.17 í dag.
Sally Potter leikur sjálfa sig í myndinni
The Tango Lesson.
Hver ber ábyrgðina
SVOJUA
ER LIFID
Pjetur St.
flrason
skrifar
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Neytendaréttur er lesanda hugleikinn sem sendi blaðinu bréf
og vildi viti hver bæri ábyrgðina þegar brothætt gjöf er gefin og
reynist brotin þegar hún er tekin upp.
Hjá Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að
kaupandinn eigi að athuga hvort hlutur sé heill þegar hann fer
með hann úr búðinni. Ef um er að ræða kristalsskál, styttu eða
annað þá á kaupandinn að ganga úr skugga um að hún sé
óbrotin þegar hann fer með hana úr búðinni.
Lesandinn vildi líka vita hvort það skipti einhveiju máli þeg-
ar brothætt glervara er pökkuð inn í plast í versluninni þannig
að hún virkar sem „mjúkur pakki“ þegar hún er afhent og tekin
upp þó að gjafapappírinn hafi verið settur utan á heima.
Þarna gildir ábyrgð verslunarinnar ekki eftir að kaupandinn
er kominn út fyrir dyrnar með vöruna sem er heil. Þegar mað-
ur er búinn að kaupa vöruna, og ganga úr skugga um að hún
sé heil verður maður að pakka henni þannig inn að hún brotni
ekki. Þannig að þiggjandinn geti ennþá vitað það að þetta er
ekki „mjúkur pakki."
Þegar hlutur er sendur á milli staða þá fer að skipta máli
hvernig honum er pakkað inn þegar hann er sendur. Fyrsta
málið er að merkja vöruna þannig að ekki leiki á því nokkur
vafi að hún sé brothætt, svo verður að pakka henni þannig inn
að hún eigi ekki að geta brotnað. Það væri líka æskilegt ef
þetta er dýrt og mikið stykki að tryggja það áður en það er sent.
Oft lendir maður í því þegar manni líst vel á einhveija vöru í
hillu verslunar að afgreiðslukonan fer fram á Iager og sækir
kassa með hlutnum, þetta getur verið kristalsskál eða eitthvað
annað. Síðan fer maður með kassann með kristalsskálinni
heim og skálin er brotin þegar þangað kemur. Eða að maður
pakkar kassanum með
skálinni inn, í trausti
þess að skálin sé heil. Ef
skálin er brotin þegar
hún kemur í hendur þess
sem hún er gefin, þá
vandast málin. Það er í
raun kaupandans að
sýna fram á að hann hafi
aldrei fengið að sjá hlut-
inn í búðinni. Það getur
verið svolítið erfitt. Eina
ráðið sem kúnninn á í
þessu tilviki er því að Þegar brothættur hlutur er keyptur
kaupa ekki brothætta verður kaupandinn að ganga úr skugga
hluti án þess að fá að sjá um að hann sé óbrotinn þegar hann fer
þá áður en hann kaupir með hann úr búðinni. Kristalslistaverk
hlutinn. eftir Hans Gottlieb Frabel.
■ HVAD ER Á 8EYÐI?
LUDWIG VAN BEETHOVEN í HÁSKÓLABÍÓI
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskóla-
bíói í kvöld verða leikin verk eftir Ludwig van Beet-
hoven. Á efnisskránni eru: Leonora-forleikurinn nr. 3,
Píanókonsert nr. 5 og Sinfónía nr. 4.
Hljómsveitarstjóri verður Tico Saccani sem tók við
starfi aðalhljómsveitastjóra Sinfóníunnar í upphafi
þessa árs. Auk starfa sinna hjá Sinfóníunni er hann að-
alhljómsveitarstjóri Fílharmóníhljómsveitarinnar í
Búdapest auk þess sem hann kemur fram sem gesta-
stjómandi á tónleikum austan hafs og vestan.
Einleikari verður bandaríski píanóleikarinn Jeffrey
Siegel. Hann mun einnig koma fram föstudagsmorgun-
inn 22. janúar á tónleikum Sinfóníunnar fyrir fram-
haldskóla.
Dúndurdjass í Kafflleikhúsinu
I kvöld klukkan 21.00 verður Djasskvöld
með Andrew D’Angelo og hljómsveit í
Kaffileikhúsinu. Þar leiða saman hesta
sína þau Hilmar Jensson gítarleikari, Ey-
þór Gunnarson píanóleikari, Óskar Guð-
jónsson Saxófónleikar, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari og Matthías
Hemstock trommuleikari. Andrew
D’Angelo er altsaxófónleikari frá New
York sem hingað er kominn til að hljóð-
rita geisladisk með fýrrgreindum hljóð-
færaleikurum.
Frá félagi kennara á eftirlaunum
Bókmenntahópur í dag kl. 14.00 og kór
kl. 16.00 í Kennarahúsinu við Laufás-
veg.
Frá félagi eldri borgara Þorraseli
Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13.00 til
17.00. Kaffi og meðlæti kl. 15.00. Dans-
að í kaffitímanum, allir velkomnir.
Frá félagi eldri borgara Ásgarði, Glæsi-
bæ
Margrét H. Sigurðardóttir viðskiptafræð-
ingur verður til viðtals um almannatrygg-
ingar í dag eftir hádegi. Kaffistofan er
opin kl. 10.00 til 13.00. Dansað annað
kvöld ldukkan 22.00, hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar leikur.
Frá Ritlistahópi Kópavogs
Fimmtudaginn 21. janúar verður upp-
lestur í Listasafni Kópavogs á vegum Rit-
listahópsins. Gestur að þessu sinni verð-
ur Gerður Kristný, rithöfundur og skáld
og mun hún lesa úr smásagnasafni sínu
Eitruð Epli. Dagskráin stendur frá kl.
17.00 til 18.00. Aðgangur ókeypis og all-
ir velkomnir.
Rask-ráðstefna 1999
Þrettánda Rask-ráðstefna íslenska mál-
fræðifélagsins verður haldin í fundarsal
Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 23.
janúar og hefst kl. 13.15. Fimm fræði-
menn flytja fyrirlestra: Jón G. Friðjóns-
son, Þórhallur Eyþórsson, Jón Axel
Harðarson, Höskuldur Þráinsson og
Margrét Jónsdóttir.
LANDIÐ
Fræðsludagur um liðveislu fatlaðra
Laugardaginn 23.janúarld. 10.00-15.00
stendur FFA-fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur, fyrir fræðsludegi um lið-
veislu í samvinnu við Félagsþjónustu Ak-
ureyrarbæjar, Sjálfsbjörgu Akureyri og
Þroskahjálp á Akureyri. Þátttökugjald er
1.000 kr. og er innifalið í gjaldinu matur
og kaffi. Þátttaka tilkynninst fyrir hádegi
föstudaginn 22. janúar til Þroskahjálpar.