Dagur - 21.01.1999, Page 7
FIMMTUDAGUR 21. JAUÚAR 1999 - 23
LÍFIÐ t LANDINU
VEÐUR
L.
Ruddalega fíottur með sterka tilvísun í gamla góða Dodge Power Wagon.
Þeir „Amerísku“
að birtast á ný
Aðdáendur Amerískra
glæsivagna geta farið
að anda léttar. Loks-
ins, má segja, eftir
tveggja áratuga öldu-
dal bílaframleiðslu í
B andaríkj imiuii.
Það er augljóst afturhvarf til for-
tíðar á sýningu Amerískra bíla-
framleiðenda. Bílar frá fimmta, sjötta og sjöunda
áratugnum eiga töluvert í þeim nýju bílum sem
vöktu hvað mesta athygli. Það er vandfundinn
glæsilegri pallbíll en hugmyndabíllinn sem
Chrysler kynnti sem nýjan Dodge Power Wagon
- þrátt fyrir að hönnun bílsins byggi sterkt á fyr-
irrennaranum frá 1946. Enda reyndist þessi
voldugi pallbíll einn eftirtektarverðasti bíll sýn-
ingarinnar. Hann gefur ákveðnar vísbendingar
um útlit hins nýja Dodge Ram sem væntanlegur
er í framleiðslu 2002. Undir vélarhlífinni er
einnig frumsmíð - 7,2 lítra sex strokka díselvél
með Seinni innspýtingu. Hestöflin eru 250.
Þjóðsagnakenndir bílar eins og orkubúrið
Dodge Charger og hinn Ijóðræni Fort Thunder-
bird eru einnig að rísa úr öskustónni. T-birdinn
gerir meira en líkjast 1955-1957 árgerðinni af
sama bíl - hann er eins í stórum dráttum.
BÍLAR
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Kunnuglegur og kraftalegur afturendi, eða
hvað? Dodge Charger eins og
framleiðandinn hugsar sér hann I dag.
Ford Thunderbird týsir allt að þvi Ijóðrænu afturhvarfi til fortíðarinnar. Rennilegar mjúkar línur og fallegur bíll.
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@isIandia.is
Veðrið í dag...
Norðan og vestan kaldi eða stinningskaldi og snjókoma eða
éljagangur noróan- og austantil, en lægir og dregur mjög úr
úrkomu er líður á daginn. Norðan gola eða kaldi og
úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 6 stig,
minnst suðaustantil.
mti 1 tu 4
Egilsstaðir
Bolungarvík
w íEsSrs0FA veðurspárit
20. 1.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður
með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s.
Dæmi: « táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegiun
Opið er fyrir umferð um Ljósavatnsskarð en ökumenn
beðnir um að gæta varúðar. Á Norðurlandi er hált og víða
snjókoma og skafrenningur. Á Norðaustur- og Austurlandi
er víðast hvar skafrenningur og eru Mývatns- og
Möðradalsöræfi og Vopnafjarðarheiði talin ófær. í öðrum
landshlutum er allgóð vetrarfærð.