Dagur - 23.01.1999, Page 4
IV-LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
Thypr
MINNINGARGREINAR
Albert Jóhaunsson
Minningarorð um Albert Jó-
hannsson, kennara í Skógum.
Nú er fallinn frá vinur minn og
skólabróðir, Albert Jóhannsson í
Skógum.
Hann var búinn að vera heilsu-
tæpur í mörg ár, féll oft niður
sárveikur en reis aftur upp á ný
og var þá ótrúlega duglegur að
komast um allar jarðir, stundum í
hjólastól.
Hinn mikli þróttur, sem í and-
anum bjó knúði hann til dáða,
þótt Iíkamlegir burðir væru ekki
til að sækja kjarkinn í.
Hann átti svo mörg áhugamál,
það var ekkert mannlegt, sem
hugmyndir hans gátu ekki leikið
sér að, ekkert sem hann ekki
ræddi af þekkingu og reynslu, þó
aldrei fylgdi oflæti. Skarpar skoð-
anir og iýsingar skorinorðar, eng-
inn undansláttur eða vöflur á
hlutunum, hver fékk sinn
skammt af hreinskiptu hugarfari
og ekki auðvelt að umróta þvf.
Ekki var hann þó þráablóð en
hreinn og sannur, afar aðgengi-
legur og viðræðugóður, hafði
skoðanir sem hann bar fram án
þess nokkurn meiddi. Hlýr og
drenglundaður.
Albert Jóhannsson var alinn
upp í Fljótshlíðinni, ekki fjarri
þeim stað „þar sem Gunnar snéri
aftur“. Var af góðum bændaætt-
um, foreldrarnir skiluðu af sér
jörð, sem þau höfðu stórbætt og
hópi systkina, sem urðu þekkt
fyrir dugnað og góða hæfileika.
Dregurinn ólst upp við sveita-
störf og þekkti þau vel, kunni til
verka.
Hestarnir eignuðust merkis-
bera sinn í honum því af hinum
fjölmörgu áhugamálum er ekki
vafi að þar stóð hesturinn fremst.
Ekki var því nema eðlilegt að
samtöl okkar félaganna gengju í
þá átt m.a. er ég heimsótti hann
á sjúkrahús, nýlega. Þá hafði Al-
bert eftir ungum sonarsyni sín-
um „að hann afi hefði níu líf“
eins og sagt er. Því næst barst
talið að syninum norður í Húna-
vatnssýslu, skólastjóranum, sem
var sestur á stórbýli með álitleg-
an hóp hrossa. Vindótt hross
norður í Hegranesi, að vísu
óhöpp í því, folaldakaup og hvað
væri hugsanlega hægt að gera
fyrir barnabörnin. Þannig lifði
Albert sig fullkomlega inn í líð-
andi stund, ráðgerði helst lang-
ferðir í hrossaskoðun, trúlega
yrði erfitt að bæla niður að verða
sér úti um efnilegt folald, eða
hvað það nú var, áhuginn alltaf
virkur, ráðagerðir, athafnir.
Þetta er undrunarefni þeim,
sem vissu hve mjög heilsunni
hafði hrakað þó aldrei væri kvart-
að, æ oní æ, þegar rofaði til, var
hugurinn og kjarkurinn samur
við sig.
Þannig minnist ég Alberts,
fullur aðdáunar, hvernig hann
bar sitt hlutskipti og er viss á því,
að enginn hefði staðið sig betur.
. A sinni tíð vorum við bekkjar-
bræður í „yngri-deild“ hér í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni. AI-
bert var tvíburi en dvaldi hér með
öðrum bróður sínum, Agústi,
sem var tæpu ári yngri. Þeir
bræður hlupu svo yfir næsta
bekk og fóru í gagnfræðadeild og
luku því prófi með mildum ágæt-
um, enda greindir vel og mig
minnir þeir væru hnífjafnir á út-
skriftinni. Þeir voru sínu heimili
til sóma.
Félagsmál voru Alberti í blóð
borin, hann starfaði víða í félög-
um, oftast í fremstu röð m.a.
hreppsnefndarmaður í áratugi og
oddviti hluta af þeim tíma. Þá var
Albert kosinn varaformaður
Landssambands Hestamanna
1964-1969 en þá lést af slysför-
um Einar heitinn Sæmundsen og
tók Albert þá við formennskunni
og gegndi því starfi allt til 1983.
Nokkur ár var hann ritstjóri
„Hestsins okkar.“ Þessi störf voru
rækt af samviskusemi og reglu-
semi og hann naut sín þar, kunn-
áttan var ríkuleg en ekki var það
þó síst hinn Iifandi áhugi, sem
skóp hæfnina.
Albert var heiðursfélagi í
Hestamannafélaginu „Sindra" og
Landssambandi hestamannafé-
laga og fleira mætti eflaust upp
telja af þeirri virðingu er hann
naut.
A skólaárum minnist ég hve Al-
bert var drátthagur og framhluti
af hesti voru oftar en ekki rissað-
ir á blað hjá honum. Það kom
líka upp úr dúrnum að töluvert
hefur hann skilið eftir sig bæði af
teikningum og ljómandi fallegum
vatnslita og olíumálverkum. List-
hneigðin leyndi sér ekki, þó
ólærður væri á þeirri braut.
Albert var skínandi vel hag-
mæltur, kvæði hans og vísnagerð
standa vel fyrir sínu. Þar er
margt vel orðað og gjarnan dýrt
kveðið undir allskyns bragarhátt-
um. Já, hann Albert var Ijölhæf-
ur, var flest vel gefið.
Hestamennskan var hans
hjartans mál. ViII einhver renna
með austur undir Fjöllin fríðu,
þegar vorið er bvTja að kræla á
sér?
Það voru alltaf einstök við-
brigði að fara úr hásveitum Ar-
nessýslu, meðan enn voru skurð-
ir og gil full af snjó, rindarnir
sem upp voru komnir, sinugráir,
berangurslegir, skógurinn svart-
ur, líflaus, vötnin ísilögð, köld.
En þegar kom austur fyrir Selja-
landsmúlann rann í fangið allt
annar heimur, tún orðin græn, og
stutt í það að tré færu að laufg-
ast. Þá fór hrollurinn úr manni,
skyndilega voraði.
Að mörgu leyti var þetta líkt og
flogið væri snemma vors frá Is-
landi suður til annarra landa, þar
sem sólin er komin hærra á loft,
allt annar heimur.
Við ökum vestur á hlaðið á
Ytri-Skógum og göngum á smá
brú yfir skoppandi Ijallalæk við
hesthúsvegginn, undir bröttum
hlíðum og vindum okkur inn í
burstabyggt hesthús þar sem svo-
lítið eymir af gömlu viðbygging-
arstefnunni. Þar standa á stíum
rauð og bleik hross flest blesótt,
kannski einn jarpur hestur, aðrir
Iitir sjást varla. Það jafnvel glittir
í fallegt auga með grönnum hrin-
gi, við dálítið glannalega blesótt.
Já, margskonar Ijörlegar lýsingar
klingja manni í eyrum.
- Hringur minn frá Rauðafelli
er 152 cm heldurðu að hann beri
ekki meðaldrjóla?
Það er ótrúlega gaman að hitta
slíkan tómstundabónda og fá að
kynnast ættliðabilunum, skoða
allt frá folöldum í gamla hesta.
Já, þarna var líka stóðhesturinn
Vöggur, vel blesóttur, drifahvítur
á fax og tagl. - Hvernig Iíst þér á?
Síðan var spjallað við þá hænd-
ur í Skógum og tryppi skoðuð
víða í Fjalla-Blesafélaginu. Þetta
er einn af þessum ógleymanlegu
vordögum, þar sem heyra mátti
grasið spretta. Manni auðnast,
sem oft áður að rækja kynni við
samfélag góðra hrossaræktar-
manna, vænn dagur í minning-
unni þar sem vaxtarbroddurinn
er ungviðið. Ailtaf jafn gaman að
vera með.
Albert Jóhannsson var mikill
gæfumaður í einkalífi, átti glæsi-
lega heiðurskonu austan úr
Alftaveri, Erlu Þorbergsdóttur,
og með henni Ijóra syni og eina
dóttur, öll hin mannvænlegustu,
tengdabörn og afa-börn, öll á
sömu lund. Hér var fólgin lífs-
hamingjan, sem Albert kunni að
meta, það leyndi sér ekki, þvf
hann var stoltur af hópnum sín-
um og hafði alveg efni á því.
Mikil sorg var það fjölskyld-
unni er þau misstu soninn Gísla
Þóri úr krabbameini, ungan og
efnilegan dreng, sem hér í
Menntaskólanum á Laugarvatni
var að feta sig áfram til mann-
dóms og meiri þroska. Hann varð
mörgum harmdauði.
Eg vil fyrir hönd okkar hjóna
þakka ánægjustundir f gagn-
kvæmum heimsóknum og votta
Erlu og ijölskyldunni samúð og
biðja þeim allrar blessunar.
Það býr heiðríkja og hressileg-
ur blær í minningunni um Albert
vin minn í Skógum.
Far í guðs friði.
Þorkell Bjamason.
Við andlát vinar míns og skóla-
bróður, Alberts Jóhannssonar,
stíga minningarnar fram hver af
annarri líkt og myndir á tjaldi.
Fyrsta myndin er skýr, gleymist
ekki. Nýr kafli var að heljast í lífi
okkar. A lýðveldisárinu haustið
1944 hófum við nám við Héraðs-
skólann að Laugarvatni í hópi
Ijölmargra ungmenna hvaðanæ-
va af landinu. Dvölin á Laugar-
vatni var eins konar opinberun
fyrir okkur, enda flest okkar að-
eins með þáverandi skyldunám
að baki, en aftur á móti höfðum
við öðlast víðtæka reynslu með
þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar
bæði til lands og sjávar. Sú
reynsla var dýrmætt veganesti
inn í þetta nýja samfélag. Það
ríkti bjartsýni í nemendahópn-
um, við vorum komin til að læra
og taka þátt í félagslífi skólans. A
blómaskeiði sínu voru héraðs-
skólarnir eins og sólargeisli í
menningarlífi þjóðarinnar með
því að opna dyr sínar fyrir þús-
undum ungmenna, sem að öðr-
um kosti hefðu ekki átt greiðan
aðgang að framhaldsnámi. Allt
var nýtt bæði nám og félagslíf og
minnisstæðir eru málfundirnir í
skólanum. Þar var rætt um allt
milli himins og jarðar og ekki
hvað síst nýfengið frelsi og fram-
tíð þjóðarinnar. Sveitapilturinn
úr Fljótshlíðinni blómstraði í
þessu samfélagi skólans. Albert
var námsmaður í fremstu röð og
mál sitt flutti hann af hógværð og
studdi það ljósum rökum. Hann
var réttsýnn og sanngjarn, öfgar
voru eitur í hans beinum og hann
var eindreginn talsmaður þeirra,
sem minna máttu sfn í þjóðfélag-
inu. Bekkjarsystkinin frá Laugar-
vatnsárunum kveðja vin sinn og
félaga með virðingu og þökk.
Að loknu námi í fyrstu gagn-
fræðadeild Laugarvatnsskólans
vorið 1946 lá leið okkar í Kenn-
araskóla Islands og settumst við
þá um haustið í þriðja bekk skól-
ans. Þar var fyrir góður og glað-
vær hópur, sem alla tíð hefur
haldið vel saman. Svo stóð á fyr-
ir mér þetta haust, að ég átti ekki
á vísan að róa með húsnæði og
fæði. Albert var búin að leysa þau
mál. „Eg fæ að vera hjá góðu
fólki, sem nýlega er flutt í bæinn
austan úr Fljótshlíð," sagði hann
og bætti svo við: „Ég ætla að vita,
hvort þú getur ekki fengið að
deila með mér herberginu og
fengið fæði Iíka.“ Er ekki að orð-
lengja það, að þetta gekk eftir.
Fyrir þetta drengskaparbragð er
ég vini mínum ævinlega þakklát-
ur og þetta lýsir honum vel. Arin
tvö á Bragagötu 22 A voru sól-
skinstími í mínu Iífi. I Kennara-
skólanum naut Albert sín vel,
stundaði námið af kappi og tók
þátt í félagslífinu af áhuga. Hann
var prúðmenni í samskiptum við
aðra, hrókur alls fagnaðar á
gleðistundum, kunni frá mörgu
að segja, gamansamur án allrar
græsku, söngvinn, ágætur hag-
yrðingur og margt fleira var hon-
um til lista lagt. Hann orti ekki
aðeins ljóð, hann samdi líka lög
við þau og kunnir eru hæfileikar
hans á sviði myndlistar. Hér var
enginn meðalmaður á ferð. Eins
og vænta mátti hlóðust á kennar-
ann í Skógaskóla margs konar fé-
lagsmálastörf. Hesturinn átti hug
hans allan, þjóðkunnur varð
hann fyrir störf sín í þágu hesta-
manna og þar kom sér vel, hver-
su gott vald hann hafði á ís-
lensku máli og hversu næmt
auga hann hafði fyrir skáldskap
bæði í bundnu og óbundnu máli.
Þeir, sem betur til þekkja, munu
greina frá störfum Alberts að hin-
um ýmsu félagsmálum. Fyrir um
það bil tíu árum veiktist vinur
okkar og háði harða baráttu við
erfiða sjúkdóma til hins síðasta.
Hann bar veikindi sín ekki á torg,
eyddi jafnan talinu, ef um þau
var rætt, vildi heldur ræða aðra
hluti svo sem að hlusta á eða fara
með vel kveðnar vísur, rifja upp
gamlar minningar og fleira af þvf
taginu. Við hlið hans í sjúkdóms-
stríðinu stóð eiginkona hans,
Erla Þorbergsdóttir, og fjölskyld-
an öll. I mínum fórum er frum-
samið ljóð og lag eftir Albert til-
einkað konu hans. Nefnir hann
það: Til þín og sýnir það vel,
hversu mikils hann metur hana.
Ljóðið er þannig :
Þegar veturinn víkur af stóli
og vorsól á tinda skín.
Hugurinn háloftin flýgur
heim til þtn, ástin mín.
Og þar leíkur sér hlærinn t laufi
um litfögur skógargöng,
t lofti er áfengur ilmur
og ómur af fuglasöng.
Og hvert sem að íeiðimar liggja
Itfsins umfarinn veg,
minningu æsku og ástar
eigum við, þú og ég.
Við bekkjarsystkinin úr Kenn-
araskólanum höfum oft hist í
gegnum tíðina og síðast í vor á
50 ára kennaraafmælinu. Við
fjölmenntum austur í Skóga og
áttum þar tvo dýrlega daga með
þeim hjónum, Albert og Erlu. A
heimili þeirra nutum við gest-
risni þeirra og góðra veitinga og
um kvöldið kom hópurinn saman
í Fossbúð. Stundin gleymist ekki:
Maturinn góður, slegið var á létta
strengi, minningar rifjaðar upp,
ein og ein vísa flaug á milli og
mikið var sungið sem jafnan
áður. Best af ölíu var, að Albert
naut sín vel, lék í rauninni við
hvern sinn fingur og lét sinn hlut
ekki eftir liggja í samræðum og
söng. Minningin er Ijúf og geym-
ist í þakklátum hugum okkar alla
tíð. I þessum anda er gott að
kveðja þennan bjartsýna og dug-
mikla vin okkar og skólabróður
um leið og við þökkun af hjarta
liðnar samverustundir.
Kæra Erla. Við og makar okkar
sendum þér og fjölskyldu þinni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu Alberts
Jóhannssonar.
Guðmundur Magnússon.
íslendingaþættir birtast í
Degi alla laugardaga.
Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds.
Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en
ákveðnum birtingardögum er ekki lofað.
Æskilegt er að minningargreinum sé
skilað á tölvutæku formi.
ORÐ DAGSINS
462 1840
^__________r