Dagur - 27.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1999, Blaðsíða 4
20-MIBVIKUDAGVR 27. JANÚAR 1999 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Er hagsmunum þínum vel borgið? Það getur verið dýrt að hiaupa eftir hverju sem er. 100 ár Gullgrafaraæði hefur gripið um sig á Islandi. Æðið rennur á virðulega „verðbréfasjóði", „fagfjár- festa", lífeyrissjóði og banka. Þeir hafa varið nokkrum tugum milljóna í herkostnað á síðum Morgunblaðsins og í sjónvarpsauglýsingum til að tryggja sér hlut í 2.2% af „viðbótarlífeyrisspam- aði“, sem landsmönnum gefst kostur á. Trippinn eru rekin af gífurlegu offorsi, og smalahundurinn sem kallast Fjár- málaráðuneytið tekur undir í fjöllunum: sparið og græðið. Þetta er svo mikið þjóðþrifamál að varla má greina þær öfáu mjóróma raddir sem væla: „augnablik". Þetta augnablik sem beðið er um getur þó verið dýrmætt. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist. Óábyrgur áróðui Aróðursstríð sjóða og íjármálastofnana er óábyrgt að hlýtur að vekja ugg um þann þankagang sem þar viðgengst. Hjarð- mennska nýtúskrifðara viðskiptafræðinga (verðbréfafræðinga?) og sléttgreidd aug- lýsingamennska er í fyrirrúmi. Auglýsingarnar hrósa miklum árangri í ávöxtun fjár síðustu ár og framreikna til næstu áratuga. Smáa letrið reynir stöku sinnum að minna fólk á að „árangur í fortíðinni þarf ekki að skila sömu ávöxt- un“ í ófyrirséðri framtíð, eða hvernig sem það er nú orðað, þar sem nánast er engin leið að sjá það fyrir gylltu sjónarröndinni sem við blasir þegar maður fer á eftir- laun. Þetta er þó álíka mikilvæg viðvörun og á sígarettupökkunum: reykingar geta skaðað heilsu þína. Eitt er rétt: flestir ættu örugglega að spara meira. En er endilega víst að best sé fyrir ALLA að spara í þvf formi sem nú er boðað eins og nýr guð? Þvf fer fjarri. Ávöxtim Svartasti bletturinn á markaðsvæðingu i fjármálaheiminum er án efa ffammistaða Avöxtunar sf. fyrir rúmum áratug. Fjöldi fólks tapaði miklum upphæðum vegna gylliboða um skjóta og góða ávöxtun. Bankaeftirlitið (og þeir aðrir sem eiga að gæta hagsmuna almennings) brugðust eftirlitsskyldu sinni. Nú er fullyrt að slíkt ævintýri gæti ekki endurtekið sig. Það væri þá í fyrsta skipti í sögu kapítalisma að kaup og sala verðbréfa, umsýsla fjár og ávöxtun sparnaðar væri hafin yfir mannlega heimsku, slæma breytni eða hreina óheppni. Almenningur hefur mjög litlar forsendur til að dæma um trú- verðugleika og traust þeirra fjármála- stofnana sem nú keppa um peningana. Eru þetta allt snillingar? Markaðsvæðing samfélagsins er rekin af trúarlegu ofstæki. Dæmi um það er hve eftirlitslaus og gangrýnislaus fjár- málaheimurinn er frá almannavaldinu. Ekki má auglýsa Mæjorkaferðir nema með ströngum skilmálum. Er ekki kom- inn tími til að huga að fjármálafyrirtækj- unum? Innan frá örlar vart á faglegu að- haldi vegna fákeppni, fáfræði og van- þroska markaðarins. Markaðsvæðingin er einnig rekin af fá- bjánum; dæmi er kennitöluruglið við sölu ríkiseigna; erfitt hefur reynst að benda á hliðstæðu þar sem alvöru hagstjórn nkir. Og markaðsvæðingin getur reynst ein- staklingum dýr, vegna þess hve óupplýst- ur markaðurinn og viðskiptamenn hans eru. Það erum við að sjá núna. Stór ákvörðun Akvörðun um lífeyrissparnað skiptir ein- staklinginn gífurlegu máli. Röng ákvörð- un nú getur reynst honum dýr síðar. Sem betur fer tók almannavaldið grundvallar- ákvörðun fyrir alla Islendinga: þeir eru skyldaðir til að borga í lífeyrissjóð. Sam- tryggingarsjóðirnir eru rétt pólitík og eiga að liggja til grundvallar því að í framtíð- inni þurfi tryggingakerfið ekki að ala önn fyrir óforsjálu fólki, sem ekkert lagði fyrir til elliáranna. Þeir eru þó fráleitt hafnir yfir gagnrýni: þeim er stjórnað af fá- mennisklíkum, nutu lítils aðhalds þar til nýlega, og bjóða mismunadi kjör; þeir hafa þó verið að bæta stöðu sína í flestu tilliti. Séreignarsjóðir geta í besta falli verið viðbótarsparnaður fyrir allan almenning, ofan á grunntryggingu sameignarsjóð- anna. Til skamms tíma voru þeir Iítið annað en bankabók sem fólk gat Iagt inná án þess að hafa leyfi til að taka útaf fyrr en síðar, og þá í smáskömmtum að frádregnum sköttum. I eðli sínu eru þeir eins nú. Hvað er þá skynsamlegt? Fyrir hvern og einn er erfitt að greina kjarna skynseminnar frá hismi auglýsing- anna þessa dagana. Fyrsta ráðið fyrir flesta væri samt að huga að raunverulegri stöðu sinni í viðkomandi sameignarlífeyr- issjóði: ef ég held áfram að borga eins og nú, hvað fæ ég mikið á mánuði til ævi- Ioka þegar lífeyrisaldri er náð? Er það nóg? Er það kannski meira en nóg? Næsta atriðið er auðvitað að huga að líftryggingu, örorkubótum og slysabótum sem viðkomandi þarf að hafa. Og hver er staða maka? Þegar þarna er komið er svo langt inn í þykkni óvissu ratað að engin leið er að gefa almenn ráð. Og hvert fer maður þá? I blaðaauglýsingar? Lífeyrissjóðir verka- lýðsfélaganna hafa bersýnilega geipifé til að auglýsa ágæti sitt, en hvar er persónu- leg ráðgjöf? Skattaafláttiir Til að auka spamað hefur ríkið veitt skattaafslátt við kaup á hlutabréfum, og nú viðbótarlífeyrissparnaði. Fáir benda á að fjárfesting einstaklings sem byggir á skattaafslætti kann að reynast honum dýr þegar upp er staðið. Til lengri tíma litið kann skattaafslátturinn að reynast lítil miðað við betri ávöxtun sem býðst annars staðar. Arni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður markaðssviðs Búnaðarbankans, benti á nýlega í Viðskiptablaðinu að frammistaða „hlutabréfasjóðanna" und- anfarin ár er frekar slök. Þá er miðað við hve vísitala hlutabréfa hefur rokið upp. I deilum hans og sjóðsstjóranna (Mbl. fimmtudag og sunnudag) kemur skýrt fram það viðhorf að sjóðirnir hafi fyrst og fremst sprottið af þörf fólks fyrir að „kaupa skattaafslátt" með „lítilli áhættu". Avöxtunin er því ekki í sjóðunum, heldur framlagi ríkisins, svo maður komist að kjarna málsins. Hvað þarf mikið Ijármálavit til að gera út á afslátt ríkisins? Nákvæmlega ekki neitt. Hinu gleyma sjóðsstjórarnir að þeir hafa hvatt til kaupa bréfanna fyrir áramót með þeim orðum að um Iangtímafjárfest- ingu væri að ræða fyrir almenning. Þessi röksemd er nú fallin. Fólk á að vera vak- andi fyrir því að taka fé sitt úr „hluta- bréfasjóðunum" um leið og það er búið að afplána vist sína í þeim til að njóta skattaafsláttar. Peningana á að setja í arðvænlegri bréf sem þó þurfa ekki að vera áhættusöm. Að sama skapi má spyrja um hinn nýja viðbótarsparnað lífeyris: er skattaafslátt- urinn þess virði til lengri tíma litið? Svo undarlegt sem það nú er hafa fáir lagst yfir það dæmi fyrir almenning. Þetta form er alveg klárlega mjög hagstætt fyrir marga. En hvort kemur betur út fyrir mann að styrkja samtryggingarinneign sína eða stofna séreign? Og hvaða aðrar sparnaðarleiðir bjóðast nú þeim sem vilja spara til 10-20 eða 30 ára, sleppa skatta- afslættinum, en fá sparnaðinn skattfrjáls- an þegar að leiðarlokum kemur? Sameign? Þeir sem hugsa kaldrifjað geta líklega náð bestu hugsanlegri ávöxtun fjár með því að lifa lengi á framfærslu sameignar- sjóðs. Heilsugott fólk sem á langlífi í ættarsögu sinni ætti því að styrkja sam- eignarsjóðsgreiðslur sínar og lifa Iengi á kostnað reykingamanna, fitukeppa og allra hinna sem kveðja snemma. Eg fór nefnilega að reikna það dæmi sem aldrei sést reiknað í blaðaauglýsingum. Ef ég ætla að hafa 100 þúsund á mánuði í 20 ár eftir 67 ára aldur þarf ég að eiga 24 milljónir þegar þar að kemur. (Vextir ekki reiknaðir frekar en verðlagsbreyting- ar.) Það þýðir milljón á ári í sparnað hér eftir. Eg er að spá í núna hvað ég þurfi að borga í sameignarsjóð til að tryggja mér sömu réttindi. Til æviloka. Þótt ég verði hundrað ára. UMBÚÐA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar Af íþróttum og ættfræði Menning hvers samfélag stjórnast verulega af því hvaða aðstæður fólk býr við. Þannig er ættfræði- áhugi hvergi meiri á byggðu bóli en á íslandi, sem að leiða má lík- um að komi til vegna fámennis þjóðarinnar. Erlendír íjölmiðla- menn hafa gert þetta áhugamál þjóðarinnar að sérstöku umfjöll- unarefni, enda þykir sérstakt að í víðlesnum dagblöðum séu minn- ingargreinar það efhi sem hvað mestra vinsælda nýtur. Og DV heldur síðan úti sérstökum ætt- fræðiþætti, þar sem ættir manna eru raktar hver um aðra þvera þannig að sjá má að þegar til kastanna kemur eru Is- lendingar meira og minna skyldir hver öðrum. Af Hurðabaksætt Eftir frjálsíþróttamót í sjónvarpi á sunnudagskvöld hringdi til mín kunn- ingi minn og spurði mig hverra ætta sunnlenskra Jón Amar Magnús- son tugþrautarmaður af Krókn- um væri. Hvort hann væri ekki af Hurðabaksættinni svonefndu, sem um langt skeið hefur verið burðarás í frjálsíþróttalífi hér- aðsins. Ég sagði að það væri allt saman satt og rétt hjá honum og hóf upptalningu: Jón Arnar er sonur Magnúsar Óskarssonar og Þuríðar Jóns- dóttur, sem búa í Hamratungu í Gnúpveijahreppi, en hún er frá Selfossi og hún er af Hurða- baksætt, dóttir Sigríðar sem er dóttir Guðmundar og Þuríðar, sem bjuggu á Hurðabaki í Flóa. Jón Sigurðsson, mað- ur Sigríðar, er frá Seljatungu í Flóa en meðaí bræðra hans er Gunnar félags- málakappi, sem er afi Einars Gunnar Sigurðssonar handboltamanns. - Jón þessi Sigurðsson var lengi bifreiðaeftir- íitsmaður á Selfossi og átti bíl sem bar númerið X - 15. MENNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar „Og spurði mig hverra ætta sunn- lenskra Jón Arnar Magnússon tug- þrautarmaður af Króknum væri. Hvort hann væri ekki afHurða- baksættinni svo- nefndu." Peir eru frændur mínir A nefndu frjálsíþróttamóti kepptu í hlaupagreinum bræður þrír úr Hafnar- firði, Björn, Bjarni og Ólafur Sveinn Traustasynir. Þeir plummuðu sig ágæt- Iega sem gladdi mig virkilega, því þetta eru frændur mínir. Faðir þeirra er Trausti Sveinbjörnsson, rafmagnsfræð- ingur og hlaupagikkur í Hafnarfirði, og afi strákanna er Sveinbjörn Ólafsson, rennismiður þar í bæ. Sveinbjörn var eitt sextán barna Ólafs Sv. Sveinssonar og Margrétar Steinsdóttur, sem bjuggu á Syðra-Velli í Flóa. Elstur þeirra barna allra er afi minn, Sigursteinn Ólafsson, sem lengi starfaði á bílalager Kaupfélags Árnesinga. Á eftir afa kemur pabbi, Sævar, sem er rafvirki á Selfossi. Elsta barn hans er sá sem hér situr við tölvu- skjá. Alla tíð hafa mér þótt íþróttir lítt spennandi. En það er aldeilis gaman þegar hægt er að snúa þeim yfir í hina skemmtilegu ættfræði. Maður er manns gaman segir í Hávamálum - og þau spöku orð geri ég að mínum þegar ætt- fræði er annars vegar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.