Dagur - 27.01.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1999, Blaðsíða 2
18 - MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU L. ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Steinn Ármann Magnússon. Salómonsdómur? Ein sérstæðasta deila síðari vikna er hvernig Iakkrísgerð hefur orðið bitbein á Akureyri. Listamenn hafa mótmælt harðlega hugmynd- um um að lakkrísgerðin Skuggi fái húsnæðið í Listagilinu þar sem brauðgerð KEA var áður til húsa. Þeir telja óveijandi að lakkríslyktin skyggi á listina og vilja allan iðnað burt úr hverfinu eins og bæjaryfirvöld hafa reyndar stefnt að. Listamennirnir vilja ólmir fá brauð- gerðarhúsnæðið undir eigin listastarfsemi, en óvíst er hvort þeim verður að ósk sinni. Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri mun taka ákvörð- un innan skamms, en einhver hvíslaði því að S&s að ákvörðun lægi í raun fyrir. Góðu frétt- irnar fyrir listamennina en vondu fyrir Skugga, væru að lakkrísgerðin fengi ekki inni, enda telji menn að vistaskiptin ein og sér dugi ekki til að leysa vanda fyrirtækisins. Vondu fréttirn- ar fyrir artistana eru hins vegar þær að þeir munu ekki fá ádrátt um afnot heldur verður húsnæðið auglýst opinberlega til leigu. Ef þetta gengur eftir tala menn um n.k. salómonsdóm bæjarstjórans, en allt er þetta óstaðfest. „Ég þekki ekkert til þessa manns en ég held, eins og í ævintýrinu um Búkollu, að hann sé ekki einn í ráð- um því að Einar Arnason, sem er einhver hat- rammasti og til- finningaþrungn- asti andstæðingur gagnagrunnsins, var nemandi hjá þessum banda- ríska prófessor." Kári Stefánsson í DV um prófessor- inn R.C. Lewontin. Tippastærð Hafnfirðinga Steinn Armann Magnússon skemmtikraftur átti stórleik á laugardag þegar gagnvirk skemmtidagskrá Hafnfirðinga og Akureyringa fór fram. Eins og gefur að skilja var Steini Ar- manni ætlað að vera fyndinn, en húmor hans er ekki allra og má útiloka allan tepruskap þegar hann hefur orðið. Saga hans af tippa- samanburði Hafnfirðinga, Akureyringa og Reykvíkinga mun t.d. hafa hleypt blóði í kinn- ar sumra, á meðan aðrir fögnuðu mjög. Sagan gengur í stuttu máli út á að Reykvíkingurinn, Hafnfirðingurinn og Akureyringurinn eru að lýsa karlmennsku sinni. Akureyringurinn var með tippið niður á hné, en hjá Reykvíkingnum gægðist það út undan buxnaskálminni. Hafn- firðingurinn hlýddi á, en stóð síðan annars hugar upp og dró skjaldböku undan klæðum sér. Hinir spurðu hvað hann væri að gera með skjaldböku í náragrennd, en þá svaraði Hafn- firðingurinni: „Þetta er ekki skjaldbaka. Þetta er flatlús." „Gott kaffi er líka ódýr munaður miðað við margt annað svipað sem fólk lætur eftir sér,“ segir Aðal- heiður Héðinsdóttir í Kaffitári í Njarð- vík, maður ársins á Suðurnesjum. mynd: víkurfréttir. Merniingm í kaffinu „íslendingar eru mikið kaffifólk og við Norðurlandabúar höfum tamið okkur að drekka mjög gott kaffi miðað við hvað gerist víða um lönd. Síðustu ár hefur verið mikill vöxtur í starfseminni hjá okkur í Kaffitári, sem ég tel helgast af því að þegar fólk hef- ur komist upp á Iagið með að drekka kaffi sem hefur til að bera sérstök bragðgæði þá hætt- ir það því ekki svo glatt eða fer aftur í það kaffi sem síðra er. Gott kaffi er líka ódýr munaður miðað við margt annað svipað sem fólk lætur eftir sér, rauðvín, osta eða annað slíkt,“ segir Aðal- heiður Héðinsdóttir í Kaffitári. Húnframleiðir eitt landsins besta kaffi, sem nýtursífellt meiri vinsælda. Aðal- heiðurHéðinsdóttir varvalin Suðumesja- maður ársins. SPJALL Jöklakaffi með ísmola Víkurfréttir, blað Suðurnesjamanna, útnefndi á dögunum Aðalheiði Héðinsdóttur í Keflavík sem mann ársins á Suðurnesjum 1998. Þetta er í ní- unda sinn sem blaðið útnefnir Suðurnesjamann ársins með þessum hætti, en fyrir valinu verður fólk sem framúr skarar á einstökum sviðum. Það má réttilega segja um Aðalheiði, en fyrir- tækið hefur vaxið hratt síðustu ár. Þar eru unn- ar og malaðar kaffibaunir af ýmsum tegundum og hefur kaffið sem úr þeim er gert til að bera allt önnur bragðgæði en þekkist úr því verk- smiðjukaffi sem við öll þekkjum. „Eg fór af stað með þennan rekstur árið 1990 og æ síðan hefur hann verið í sí- felldum vexti. Gjarnan um 25 til 40% árlega sem er í samræmi við það sem gerist erlendis. Eg sé ekki betur en að vöxtur Kaffitárs geti haldið áfram á þessu róli að minnsta kosti næstu þrjú til fjög- ur árin,“ segir Aðalheiður, sem í dag er alls með um 20 manns í vinnu. - Kaffitár starfrækir í dag kaffibrennslu í Njarðvík og eru framleiðsluvörur seldar í verslun- um um allt land. Einnig starfræk- ir Kaffitár tvær verslanir í Reykja- vík, eina í Kringlunni og hina í Bankastræti, sem eru jafnframt kaffihús. Þar er hægt að fá kaffi af ýmsum tegundum, meðal ann- ars svonefnt Jöklakaffi, sem er Expressokaffi með bragðsírópi útí. Utí er hræður ijómi og settur í ísmoli. Það gerist ekki flottara! Sparikaffió er kennt við Kenýa „Það er að myndast menning í kringum kaffið," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, Suðurnesjamað- ur ársins 1998. „Þú spyrð um þær kaífitegundir sem eru f uppáhaldi hjá mér og þá nefni ég Kosta Ríka, það er bragðgott kaffi með sætum berjakeim. Sérstakt sparikaffi hjá mér er Kenýa. Það hefur góða fyllingu og er mjög þétt í sér. Hefur jafnframt skemmtilega vín- og ávaxta- tóna. Og bragðast ákaflega vel.“ -SBS. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS Iðjulaus heili er verkstæði djöfulsins. Enskt máltæki Þessir fæddust 2 7. janúar • 1775 fæddist þýski heimspekingurinn Friedrich Wilhelm Joseph von Schell- ing. • 1823 fæddist franska tónskáldið Édo- ard Lalo. • 1859 fæddist Vilhjálmur annar Prússa- keisari, sem ríkti á árunum 1888-1918. • 1908 fæddist William Randolph Hearst yngri, fréttamaður og fjölmiðlajöfur í Bandaríkjunum. • 1910 fæddist Edvard Kardelj, sem tók við af Josíp Broz Tito í Júgóslavíu og var aðalhugmyndasmiður hinnar júgóslavnesku útgáfu marxisma, eða títóisma. • 1920 fæddist Sigurður Sigurðarson íþróttafréttamaður. • 1964 fæddist Geir Sveinsson hand- knattleiksmaður. Þetta gerðist 2 7. janúar • 1880 fékk Thomas Alva Edison einka- leyfi á rafmagnsljósaperunni. • 1891 var Verslunarmannafélag Reykja- víkur stofnað. • 1907 var Kvenréttindafélag íslands stofnað. • 1916 stofnuðu kommúnistar í Berlín með sér hreyfingu sem þeir nefndu Spartakus. • • 1924 var Iíki Leníns komið fyrir í graf- hýsi á Rauða torginu í Moskvu. • 1944 voru Þjóðveijar hraktir á brott úr Leníngrad eftir 880 daga hersetu. Vísan Vísa dagsins er vísa KNs um þjóðerni: Bóndaskinn í bróðemi bauð mér inná salerni; minntist þar á þjóðerni, það sem er í Kringlunni. Afmælisbam dagsins Lewis Carroll er höfundur sögunn- ar um Lísu í Undralandi, sem hann samdi að mestu leyti eina síðdegis- stund í bátsferð á ánni Thames þann 4. júlí 1862, þótt hann hafi Iagað hana til síðar og aukið við hana. Lewis fæddist 1832, en lést 14. janúar árið 1898. Hann bjó í Oxford þar sem hann kenndi stærðfræði og skrifaði skrýtnar sög- ur og kvæði ásamt ritgerðum um stærðfræðileg efni. Einkaritarinn Nemendurnir áttu að skrifa tímaritgerð og efnið var „ef ég væri milljónamæringur". Allir byija að skrifa um leið og kennar- inn segir til nema Óli sem situr og horfir í kringum sig og kennarinn spyr hann: „Af hverju byrjar þú ekki að skrifa, ÓIi?“ „Eg er að bíða eftir einkaritaranum mín- Veffang dagsins Pathfinder stendur alltaf fyrir sínu sem fréttasetur á Netinu, en þar er að finna tímaritin Time, Money, Fortune, People og Entertainment, daglegar fréttir frá Reuters og sitthvað fleira forvitnilegt. Slóðin er www.pathfinder.com . rif i jaqtt. rintff p 11 -J»T Htwþ* iþpítfh MíiHtþ ifúvw iHpM'fi i I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.