Dagur - 27.01.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKVDAGVR 27. JANÚA R 19 9 9 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Predikuii er hundleiðinleg
Gréta, til hægri, fór upphafiega til Bandaríkjanna í nám, fór svo að vinna sem Ijósmyndari og „áður
en maður veit aferu 15 ár farin." Gréta og Susan búa í New York og reka þar saman fyrirtækið
Bless Bless Productions sem mun stundum hafa valdið nokkrum misskilningi og menn tekið
því sem kristiiegu framieiðsiufyrirtæki. Svo er ekki - þær eru ekki frelsaðar. mynd: teitur.
Innkaupadeild Ríkissjón-
varpsins ermeð The Brandon
Teena Story til umfjöllunar
og verðurhún kannski sýnd
næsta vetur.
Nokkrum klukkustundum áður en þær
flugu af landi brott voru Gréta Olafsdótt-
ir og Susan Muska dæmdar í enn eitt við-
talið. Nærri allt síðasta ár hefur farið í
kynningar á heimildamyndinni þeirra,
The Brandon Teena Story, sem var sýnd
hér á Kvikmyndahátíð. Myndin er óvana-
leg, bæði er harmsaga viðfangsefnisins,
stúlkunnar Teenu Brandon sem gaf sig út
fyrir að vera karlmaðurinn Brandon
Teena, mögnuð áminning um skeytingar-
leysi fólks og fordóma, en eins er með-
höndlun þeirra Grétu og Susan á sögunni
svo hlutlaus að myndin verður mun
áhrifaríkari fyrir vikið.
Brandon Teena var tvítug þegar hún
kom til Falls City í Nebraska árið 1993.
Hún eignaðist þar kærustu og kunningja
en þremur vikum eftir komuna, á að-
fangadegi, var henni nauðgað og mis-
þyrmt. Það hafði fregnast að hún væri
kvenmaður í karlmannsgervi. Til að koma
í veg fyrir að hún gæti borið vitni gegn
sér leituðu nauðgararnir tveir Brandon
uppi. Fundu hana þar sem hún hafði leit-
að skjóls í afskekktu húsi uppí sveit. Þar
myrtu þeir Brandon, húsráðandann Lisu
(24ra ára) og Philip (22ja ára) kunningja
Lisu á gamlársdag árið 1993. Þyrmdu 9
mánaða syni Lisu.
Ekki „fríksjó“
Hiutlægni myndarinnar felst ekki síst í
því að fólkið í Falls City, morðingjar
Brandon og aðrir sem voru viðriðnir mál-
ið hafa einir orðið, það er enginn þulur,
ekkert sem dregur athyglina frá einlæg-
um viðtölum við fólkið, sem sum kveikja
hroll hjá áhorfendum. Einna áhrifaríkast
er þó hvernig forðast er að flokka kyn-
hneigð Brandons.
-Sem gerði það að verkum að maður sat
uppi með manneskju á tjaldinu sem ekki
var hægt að afgreiða sem frík, var þetta
mjög meðvitað?
„Það var mjög meðvitað. Við höfðum
engan áhuga á að setja stimpil á
Brandon. Hollywood hefði gert það til að
gera myndina æsilegri - að okkar mati
hefði það verið mjög ódýrt. Við vildum
ekki gera þetta að fríksjói. Sem þetta er
auðvitað ekki, það er skelfilegt þegar
krakkar lenda í þessari aðstöðu. Við vild-
um að áhorfendur kæmu út af þessari
mynd og hefðu eitthvað að hugsa um en
ekki predika. Predikun er bara hundleið-
inleg.“
Söguleg heimildamynd
Myndin fór „á flug“ eftir að hún hlaut
tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í
Berlín á sfðasta ári en Gréta segist vona
að ferðin til Islar ds sé sú síðasta sem þær
fari með myndina. Enda hafa þær senni-
lega hug á að fara að einbeita sér að
næstu verkefnum. Þær fengu m.a. vilyrði
fyrir 3,3 milljóna króna styrk fyrir heim-
ildamyndina I gegnum linsuna við úthlut-
un Kvikmyndasjóðs um daginn. Sú mynd
segir frá Sigríði Zoega og lærimeistara
hennar, ljósmyndaranum fræga August
Sander. Þau August héldu vináttusam-
bandi alla tíð og saga beggja er samofin
þjóðfélagsbreytingum þeirra tíma. Meiru
vildu Gréta og Susan ekki ljóstra upp um
væntanleg verkefni. Sögðust vera orðnar
varkárari um sig. Hugmyndir eru til alls
fyrstar og kvikmyndagerð er harður
bransi.
Um verömerkiiigar
SVOJMA
ER LIFIÐ
Pjetup St.
flpason
skrifar
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Það getur verið afar hvimleitt að vera staddur í verslun og sjá
kannski eitthvað þar í hillu sem mann vantar eða langar í en
hluturinn er ekkert verðmerktur. Þetta getur kannski verið
falleg skyrta, vasi, nú eða bara súpudós frá Campell. Þá er
ekkert annað að gera en að kalla á starfsmann verslunarinnar
og spyija að því hvað hlutirnir kosta.
Strikamerkingar tíðkast nú mjög í kjörbúðum og verðið er
þá bara inní kassanum. Þetta skapar ákveðið vandamál. Hvað
kostar Campell súpudósin eiginlega, er hún sambærileg í
verði við Maggí súpuna sem er
í hillunni við hliðina? Þetta
getur skapað vandamál og pirr-
ing.
Jóhannes Gunnarsson hjá
Neytendasamtökunum sagði
ákveðnar reglur gilda um verð-
merkingar og að Samkeppnis-
stofnun gæfi þær reglur út.
Hann sagði að verslunareig-
endur væru skyldir til þess að
verðmerkja vörur sfnar. Hvort
sem um væri að ræða vörur í
útstillingagluggum verslana eða í hillum þeirra.
„Það er í fyrsta lagi brot á lögum ef kaupmenn verðmerkja
ekki vörur sínar. I öðru lagi er þetta dónaskapur við neytend-
ur og þeir eiga að láta verslunarfólkið vita af ónánægju sinni.
I þriðja lagi finnst neytendum óþægilegt að þurfa sífellt að
leita að afgreiðslufólki til þess að vita hvað hlutirnir kosta,“
sagði Jóhannes.
Pirraður viðskiptavinur er ekki góður viðskiptavinur. Það
ættu kaupmenn að vita og verðmerkja vörur sínar. Viðskipta-
vinir geta hjálpast að við að útrýma pirringnum með því að
láta kaupmennina vita af ónægju sinni.
Peimavtnlr
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Ungt par í Þýskalandi hefur áhuga á að skrifast á við fólk á
Islandi. Ahugamál þeirra eru útivist, náttúrúvernd, kajakróð-
ur, hestamennska, ferðalög og ljósmyndun.
Parið er á fertugsaldri, þrjátíu og þriggja ára og þrjátíu og
tveggja með tvö börn, fjögurra og fimm ára.
Þeir sem hafa áhuga á að skrifast á við parið stíli bréf sín
á:
Stefan Schober
RehingenstraBe 2
86459 Deubach
Germany
■ HVAD ER Á SEYÐI?
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT
Leiknemar enskunema Háskóla Islands mun nú um
næstu helgi sýna verk Shakespeares, A Midsummer
Night’s Dream, (Draumur á Jónsmessunótt) í Tjarnar-
bíói. Þetta er eitt af gamanleikritum skáldsins og fjallar
um misskilning og afbrýði og hvernig sambönd nokkurra
elskenda þróast með afskiptum hrekkjóttra álfa. Verkið
verður flutt á ensku og leikstjóri er Martin Regal. Sýn-
ingarnar verða aðeins þrjár, frumsýning verður fösudag-
inn 29. janúar, önnur sýning á laugardag og lokasýning á
sunnudag, allar sýningarnar byrja kl. 20.00 og er miða-
verð kr. 600. Hægt er að panta miða í síma 561-0280
eða kaupa hann á staðnum milli kl. 18.00 og 20.00 frá og með fimmtudeginum.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Gengið flugvallarhringinn
í kvöld, miðvikudagskvöld, stendur Hafn-
argönguhópurinn fyrir gönguferð frá
Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20.00.
Farið verður upp Grófina og með Tjörn-
inni og um Háskólahverfið suður á
strandstíginn í Skerjafirði. Síðan austur
með ströndinni í Nauthólsvík og um
skógargötur Oskjuhlíðar, Vatnsmýrina og
Þingholtin niður að Hafnarhúsi. Allir eru
velkomnir í ferð með Hafnargönguhópn-
um.
Frá íslenska málfræðifélaginu
Aðalfundur íslenska málfræðifélagsins
verður haldinn í kvöld fimmtudag í
Skólabæ og hefst hann kl. 20.30. Venju-
leg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Ungt fólk og búseta á Austurlandi
Fræðslufundur á vegum Félags Land-
fræðinga verður haldinn miðvikudags-
kvöldið 27. janúar í Odda húsi H.í. stofu
201 kl. 20.30. Karl Benediktsson og Ósk-
ar Eggert Óskarsson segja frá könnun
sem þeir gerðu á síðastliðnu ári ásamt
landfræðistúdentum á meðal nemenda í
framhaldsskólum Austurlands. Athuguð
voru áform nemenda um menntun, starf
og búsetu. Einnig voru nemendur inntir
eftir því hvaða áherslur þeir myndu leggja
ef þeir fengju nokkru ráðið um atvinnu-
stefnu heimabyggða sinna.
LANDIÐ
Öll él birtir upp um síðir
É1 og læti í veðrinu komu í veg fyrir að
Rökkurkórinn héldi áður auglýsta tón-
leika sína í Glerárkirkju á Akureyri þann
10. janúar s.l. En öll él birtir upp um síð-
ir og verða tónleikamir haldnir sunnu-
daginn 31. janúar n.k. í Glerárkirkju kl.
15.00 og að Laugarborg í Eyjafirði kl.
21.00. Lagaval er fjölbreytt og skemmti-
legt, eftir bæði innlenda og erlenda höf-
unda. Með kórnum er einsöngur, tvísöng-
ur og kvennasönghópur. Stjórnandi er
Sveinn Amason og undirleikar Páll Sza-
bo.
Sýningu Páls Sólness Iýkur
Sýningu Páls Sólness á ellefu lýrískum
abstraktsjónum, unnum í olíu á striga,
sem staðið hefur yfir í Ketilhúsinu í
Listagilinu á Akureyri lýkur fimmtudag-
inn 28. janúar.
Frá Skákfélagi Akureyrar
Fimmtudaginn 28. janúar ld. 20.00 verð-
ur haldið forgjafarmót í skákheimilinu að
Þingvallastræti 18 á Akureyri. AUir vel-
komnir.
Samvera fyrir aldraða í Akureyrarkirkju
Samvera fyrir aldraða verður í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn
28. janúar kl. 15.00. Ræðumaður verður
Bjarni Hafþór Helgason.