Dagur - 27.01.1999, Page 1

Dagur - 27.01.1999, Page 1
I Bræðumir Eiður og Amgrímur Jónssynir í Árteigi íKöldukinn em meistarar í smíði túrbína og heimaraf- stöðva. Eiðurvill sjá slíkar stöðvarfá aukið hlutverk í raforkufram- leiðslu landsmanna, enda séframleiðsla þeirra umhverfisvæn. „Víða um land eru vannýttir möguleikar í rafmagnsfram- Ieiðslu heima á bæjum. Þar sem vatnsmagn og fallhæð eru til staðar er tilvalið að setja upp heimarafstöðvar. Ekki síst á þetta við á Vestljörðum og Austurlandi. Nýlega hefur opnast sá mögu- leiki að menn geti farið að selja rafmagn frá heimarafstöðvum samveitu. Nái þetta sér á strik tel ég að það gæti orðið góð aukabú- grein margra bænda,“ segir Eiður Jónsson, túrbínusmiður í Árteigi í Köldukinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. Endursmiðaðí Landbrotið Bræðurnir í Arteigi, Eiður og Arngrímur Jónssynir, eru þjóð- hagar. Þeir hafa mörg undanfarin ár fengist við smíði túrbína og heimarafstöðva sem þeir setja upp víða um land. „Þessa dagana erum við að endursmíða rafstöð fyrir Erlend Björnsson í Seglbúð- um f Landbroti. Einmitt í Vest- ur-Skaftafellsýslu, eru víða heimarafstöðvar sem eru arfleifð frá frumkvöðulsstarfi Bjarna Runólfssonar í Hólmi og Eirfks Björnssonar í Svínadal, sem voru uppá sitt besta í þessu á 3. og 4. áratug aldarinnar - og Eiríkur reyndar lengur. Þá erum við einnig tilbúnir með aðra rafstöð sem á að setja upp í Kálfafelli austur á Síðu,“ segir Eiður og bætir við: „Síðan erum við með á smíða- borðinu hjá okkur stöð sem á að setja upp í Sandfellshaga í Öxar- firði sem verður 70 Kw. Þar var heimarafstöð í eina tíð sem nú er reyndar löngu úr sér gengin, bændur en hafa haft í að upp irseöurnir Eiöur og ^r^engi ^er^ur marafstöðva og taka þ P -ð ð)- mdamargar slíkar “.feSíSS-V-- eystra lengi áhuga koma nýrri stöð og láta af því verða nú.“ 80 stöðvar u iii allt land Faðir þeirra bræðra, Jón Sigur- geirsson, fékkst í „Erum með á smíðaborðinu hjá okkur stöð sem á að setja upp í Sandfells- haga í Öxarfirði sem verður 70 Kw. Þar var heimarafstöð I eina tíð sem nú er verið að endurnýja, “ segir Eiður Jónsson, sem hér stendur við túrbínuhjól þeirrar rafstöðvar. myndir: sbs. áratugi við smíði heimarafstöðva sem settar voru upp víða um land. „Eg fór fljótlega í iðnskóla á Húsavík því það lá fyrir að ég myndi taka við hans starfi. Fór í rafvirkjun, en Arngrímur í járn- smíði. Að við séum menntaðir á sitthvoru sviði kemur ágætlega út í því sem við sinnum," segir Eið- ur Jónsson. Hann segir að á ferli sínum hafi faðir sinn sett upp nær 80 rafstöðvar víða um land og tals- verð vinna sé hjá þeim bræðrum í að sinna viðhaldi á þeim. „Það er auðvitað mest að gera í ný- smíði og ég fæ fyrirspurnir víða frá. Þannig sendi ég frá mér á dögunum tilboð í smíði rafstöðv- ar sem setja á upp við sumarbúð- ir í Nuuk á Grænlandi. Eg býst við að fá svör við þessu tilboði á næstu dögum, en ég hef á síð- ustu árum smíðað nokkrar stöðv- ar sem hafa verið settar upp á Suður-Grænlandi; á því svæði sem hefur verið nefnt hinar fornu Islendingabyggðir." Umhverfisvæn framleiðsla sem litlu raskar Kostnaður við að koma upp heimarafstöð er gjarnan á bilinu 2 til 5 milljónir króna, segir Eið- ur. Og að mörgu er að hyggja áður en í framkvæmdir er farið; fallhæð og vatnsmagn verður að vera nægilegt og allra best er að vatnið sé lindarvatn þannig að ekki komi til þurrðar í frosthörk- um á veturna. „Það á þó að vera hægt að verjast truflunum vegna íss að verulegu leyti til dæmis með góðum aðrennslisbúnaði. Þá á þetta að geta verið hér eins- og í Arteigi þar sem við erum með rafstöð sem getur framleitt vel á annað hundrað kílówött og vegna íss hikstar hún ekki nema í fáéina klukkutíma á vetri, ef þá eitthvað er,“ segir Eiður. „í mínum huga er mikilvægt að skapa mönnum sem bestar að- stæður til þess að selja rafmagn inn á samveiturnar. Það verður best tryggt með því að sem víðast komi þriggja fasa Iínur sem hægt verður að keyra heimaframleiðsl- una beint inná. Þetta þarf ekki að vera neitt vandamál, þegar við erum búnir að fá 3ja fasa línur um allar sveitir og víða eru þær þegar komnar,“ segir Eiður og hann bæir við: „Sala á heimaraf- magni er það sem við sjáum víða erlendis og þykir koma vel út. Ekki síst vegna þess að þetta er umhverfisvæn orkuframleiðsla sem litlu raskar.“ SBS. Þurrkari SG 510 * Barki fylgir ‘Tekur 4,5 kg * Snýr tromlu í báöar áttir * Ryðfrí tromla Hnappur fyrir kaldan blástur *Tvö þurrkkerfi * Barki fylgir * Mál: hxbxd 85x60x54 cm Kr.29.900.-stgr. Nrrkarni§|600 Meö þéttibúnaði (þarf ekki barka) *Tekur5,0 kg * Snýr tromlu í báöar áttir * Ryöfrí tromla * Valhnappur fyrir venjulegt eða viðkvæmt tau *Tvö þurrkkerfi * Aövörunarljós fyrir vatnslosun * Aðvörunarljós fyrir lósigti 'Rúmmál tromlu 106 Itr. 'Stórt hurðarop 40 cm * Hægt að breyta hurðaropnun * Mál: hxbxd: 85x60x60 cm Kr. 56.900.“ stgr. Þvottavél WG 1035 •Tekur5,0 kg • Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus Vinduhraði 1000 - 600 sn/mín. •Sjálfyirk vatnsskömtun •Öryggislæsing • Belgur ryðfrír •Tromla ryöfrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 49.900.“ stgr. Þvottavél WG 1235 •Tekur5,0 kg •Þvottakerfi 15 * Hitastillir stiglaus Vinduhraöi 1200 - 600 sn/mín. •Sjálfvirk vatnsskömtun •Öryggislæsing •Belgur ryðfrír •Tromla ryðfrí •Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 52.900.“ stgr. •Þvottakorfi 15 * Hitastiflir stigiaus * Vinduhraði 900 - 500 sn/mín. * Sjálfvirk vatnsskömtun * Öryggislæsing ‘Tromla ryðfrí * Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 39.900.- stgr.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.