Dagur - 28.01.1999, Page 2

Dagur - 28.01.1999, Page 2
2 - FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 ro^tr FRÉTTIR w yfffSste Ænílll /1 WL yMl!Mm Gudrún Ásmundsóttir og Erlingur Gíslason leikendur í Rommí eiga mikil ferðalög fyrir höndum en þau munu leika samtímis í sýn- ingum norðan og sunnan heiða, jafnvei sama daginn. LeiMð í tvetm lands- hhituin saina dagiirn LeiMiús gefur landafræö ítihí langt nef og setnr í fyrsta sinn á íslandi upp sýningu í tveimur lands- hlutum samtíuiis með sömu lefkurum. Það nýmæli er framundan í leikhús- sögu Islendinga, að eitt og sama leik- ritið verður sýnt í tveimur landshlut- um á sama tímabili af sömu leikurun- um. Þetta er leikritið Rommí eftir D.L. Cobum, sem nú er sýnt í Iðnó í Reykjavík, en verður líka frumsýnt á Akureyri þann 12. febrúar næstkom- andi. Tveir leikarar Ieika í leikritinu, þau Guðrún Asmundsdóttir og Erling- ur Gíslason, og munu þau ferðast á milli Akureyrar og Reykjavíkur þannig að á fimmtudögum og föstudögum leika þau fyrir norðan en á laugardög- um og sunnudögum fyrir sunnan. Laugardaginn 20. febrúar munu þau FRÉTTAVIÐTALIÐ þó leika sama leikritið sama daginn í tveimur landshlutum, því sýning verð- ur í Bing Daó Renniverkstæðinu á Ak- ureyri kl. 15:00 og svo aftur í Iðnó í Reykjavík um kvöldið. Alltaf uppselt Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Geir Þórðarsyni leikstjóra hefur verið uppselt á allar sýningar Rommí frá því 4. september sl. þegar það var frum- sýnt. Því hefur verið ákveðið að sýning- um verksins verði haldið áfram í Iðnó, en það leiðir til þess að öðrum frum- sýningum í húsinu seinkar nokkuð. Tvö sett af öllu Það að halda úti sýningu á tveimur stöðum í einu kallar á jrnsa tæknilega erfiðleika og hefur m.a. verið gripið til þess ráðs að smíða nýja sviðsmynd og raunar hafa tvö sett af öllu sem til þarf - nema leikurum. Að sögn Kristjáns Sverrissonar hjá Bing Dao Renniverk- stæðinu, þar sem Rommf verður sýnt, fékk hann sömu menn og smíðuðu upphaflegu leikmyndina til að smíða aðra eins leikmynd. Fámennar sýningar Kristján hefur flutt talsvert af leiksýn- ingum norður, og segir reynsluna sjma að miklu ódýrara sé og auðveldara í alla staði að smíða nýja leikmynd en að flytja hana á milli. Aðspurður um rekstrargrundvöll fyrir svona ævintýri segir Kristján það hluta af rekstrarfor- múlunni fyrir flutningi á svona sýning- um norður að sýningin megi ekki vera mannmörg og Rommí sé það ekki. Tæknilið við sýninguna verði frá Akur- eyri og búið sé að leigja íbúð fyrir leik- endur. Þess utan hafi Islandsflug kom- ið til samstarfs og flytji leikarana á milli. Þess vegna er hann sannfærður um að dæmið gangi upp, ekki síst í ljósi þeirra undirtekta sem hafi þegar orðið, því uppselt sé á fyrstu sýningu og mikið búið að bóka á næstu sýning- ar þrátt fyrir að leiksýningin hafi nán- ast ekkert verið kynnt eða auglýst. - BG Prófkjörsbarátta Samfylking- arfólks í Reykjavík er nú í al- glcymingi og í pottinum ræða menn mikið um auglýs- ingatækni frambjóðenda. Þykir gæta verulegs frum- leika í þcim cfnum. Þaimig er Heimir Már Pétursson með sérstakan geisladisk tileink- aðan baráttu sinni, margir eru komnir með útvarpsaug- lýsingar og allir með ýmsar uppákomur. Þó þykir Mörður Ámason hafa sýnt sérstakt hugrekki í fyrra- kvöld. Hann kallaöi erkiijanda SamfyUöngarinnar, sjálfan Haimes Hólmstein Gissurarson, sér til aðstoð- ar en í fyrrakvöld var eimnitt „live“ útgáfa af „Hann- es og Mörður" á Sólon íslandus. Saimast þar að Haim- es lætur sér fátt óviðkomandi og getur ckki stillt sig um að taka þátt i framboðsslag jafnaöar- og kvenfrels- issiima í Reykjavik.... Prófkjör samfylkingarinnar er pottverjuin hugstætt og þar var þessi saga sögð: í stuðningsliði Jakobs Frí- manns Magnússonar var ung stúlka að hringja út og leita stuðnings og notaði ibúa- skrá. Hún var að luingja í Seljahverfinu og komin í S- in, og að nafninu Sighvatur. Hún hringir og spyr hvort viðkomandi hafi heyrt talað um Samfylkinguna. Sig- hvatur þessi játaði þvf. Slðan spyr hún hvort hann þekki til frambjóðandans Jakobs Magnússonar. Sig- hvatur þessi játar því. Þá spyr stúlkan hvort haim sé tilbúinn að styðja Jakob í prólkjöri. Sighvatur þessi svarar því til að hann eigi erfitt meö að gefa sig upp í þcim cfnum þvl hann sé nú formaöur Alþýðuflokks- ins. „En gaman!“ segir stúlkan þá.... Nú heyrist að inikiJl hugur sé í framsóknarmömium á Austurlandi og þeir telji Jónas Hallgrhnsson á Seyðis- firði nánast öruggan á þing. Jónas er scm kumiugt crí 3. sætinu og segja þeir fyrir austan að Framsókn sé mcð þessu að segja álit sitt á framboöslistum aimarra flokka.... Arí Teitsson formaður Bætulasam takanna, og bóndi að Brún í Reykjadal Forsvarsmenn Bændasam- takanna áttu nýlega „neyðar- fund“ með stjómvöldum vegna óheillaþróunar í byggða- málum. ívilna á landsbyggðmni gegnum skattakerflð Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að vegna þess að fólksstraumurinn liggi stöðugt á suðvesturhorn landsins sitji stöðugt færri eftir í hinum dreifðu byggð- um Iandsins og við erfið skilyrði. Því fleiri sem fari úr dreifbýlinu því erfiðara verður að halda uppi byggð, engum til góðs. For- svarsmenn bænda buðu á fundinum fram aðstoð sína til lausnar á vanda sem er sam- eiginlegt áhyggjuefni þjóðarinnar. - Hvað er erfiðast fyrir bændur og btíal- ið þegar byggðin grisjast stöðugt og bæir fara jafnvel t eyði? „Það sem er erfiðast í hinum dreifðu landbúnaðarbyggðum við vaxandi fámenni er það að félagsleg eínangrun íbúanna eykst, erfiðara verður að sækja menntun, þjónusta dregst saman t.d. vegna þess að verslanir hætta og Iengra verður að sækja í þær auk þess sem verðlag í þeim er langt umfram það sem íbúum stærstu þéttbýlis- svæðanna stendur til boða.“ - Lögðuð þið einhverjar tillögur ú borð rúðherranna ú þessum neyðarfundi til að sporna gegn þessari óheillaþróun? „Við bentum m.a. á það að það þarf að gera betur f þvf að jafna menntunarkostn- aðinn og bentum á að framfærslukostnað- urinn hefur veruleg áhrif þar. Við verðum að horfast í augu við það að ef snúa á þess- ari óheillaþróun við þurfa stjórnvöld að gera eitthvað til að ívilna landsbyggðinni. Nærtækast er að gera það gegnum skatta- kerfið. Einnig þarf að Iaða atvinnustarf- semi út á land en við höfum verið að sjá á síðustu misserum ýmis fyrirtæki flytja úr Reykjavík í þéttbýlisstaðina úti á landi. At- vinna í þessum þéttbýlisstöðum skiptir máli fyrir þeirra nánasta umhverfi og þar með til hagsbóta fyrir bændur, sem geta drýgt sínar tekur með vinnu við iðnaðarfyr- irtæki sem þar setja niður sína starfsemi. Nýlega flutti fyrirtæki frá Akureyri til Hvammstanga sem mun skapa fólki í ná- grenni Hvammstanga möguleika á tekjum meðfram sínum landbúnaði og styrkja þann ullariðnað, sem þegar er í dreifbýlinu í Vestur-Húnavatnssýslu. Þessi aukna at- vinnustarfsemi þarf þó ekki að vera bundin bændum eins og t.d. úrvinnsla á mjólkur- eða kjötvörum eða ull. Hér í minni sveit er t.d. fískþurrkun sem styður mjög vel við byggð í sveitinni." - Er skýringu ú fólksflóttanum ekki m.a. að finna í einhæfu atvinnulífi ú landsbyggðinni ? „Jú, það er vissulega hluti af skýringunni. Það er Iíka orðið mjög erfitt að fá fólk til starfa í landbúnaði sem Ieiðir til þess að bændur fara í meiri tæknivæðingu og þar með fækkar fólki enn frekar, það koma vél- ar í stað fólks, og þorri Iandsmanna fjar- lægist stöðugt þessa frumatvinnugrein. En það er ekkert séríslenskt fyrirbæri, þetta er þróun sem á sér stað um alla Evrópu." - Eru bændur jafn mikil lúglaunastétt og afer lútið? „Tekjurnar hafa ekki versnað síðustu tvö árin hjá sauðfjár- og kúabændum en hins vegar hefur launavísitalan hækkað um 20% frá 1995 og bændur hafa alls ekki haldið í þá þróun og hafa dregist aftur úr hinum al- menna vinnumarkaði með sínar ráðstöfun- artekjur. Það hvetur fólk ekki til að stunda búskap, hvað þá að helja hann, ekki síst nú þegar laun fara mjög hækkandi í landinu og framboð á störfum í þéttbýli fer stöðugt vaxandi, einkum á suðvesturhorninu." GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.