Dagur - 28.01.1999, Blaðsíða 4
4 - V.MMT Un/l GJJ'R 2 8 . J, AN&,A« . 1 lL%9.
Ðagutr
FRÉTTIR
k
Icegold fái inni
í Skjaldarvík
l/iðræður eru í gangi um að fyrirtækið lcegold fái leigufrítt inni í
Skjaldarvík - og spari þar með bænum mikinn rekstrarkostnað.
Bæjarráð Akureyrar
hefur heimilað hæjar-
stjóra að ganga til
áframhaldaudi við-
ræðna við fyrirtækið
um afnot húseigna í
Skjaldarvik í Glæsi-
bæjarhreppi.
Fyrirtækið Icegold, sem sérhæft
hefur sig í viðskiptum á internet-
inu, hefur verið að Ieita eftir hús-
næði á Eyjafjarðarsvæðinu undir
starfsemi fyrirtækisins. Nýlega
funduðu fulltrúar Icegold með
fulltrúum Akureyrarbæjar og
framkvæmdastjóra Atvinnuþró-
unarfélags Eyjafjarðar, Hólmari
Svanssyni, um málið og eftir
þann fund heimilaði bæjarráð
Akureyrar bæjarstjóra að ganga
til áframhaldandi viðræðna við
fyrirtækið um afnot húseigna í
Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi
undir starfsemina en fulltrúar
Icegold hafa sýnt því mikinn
áhuga. I Skjaldarvík var rekið
dvalarheimili fyrir aldraða sem
nú hefur verið flutt í Kjarnalund,
sunnan byggðarinnar á Akureyri,
að kröfu heilbrigðisyfirvalda.
Fullrúar Icegold skoðuðu líka
húsnæði að Laugalandi í Eyja-
Ijarðarsveit, sem áður hýsti hús-
mæðraskóla.
Fyrirtækið er í eigu banda-
rískra aðila sem eru að leita að
aðstöðu undir starfsemina.
Hólmar Svansson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar, segir að starfsemi Icegold
verði nokkuð rúmfrek og störfin
um 20 talsins til að byija með.
Ekki er víst að leigan verði nokk-
ur til að byija með þar sem hús-
næðið þarfnast verulegs við-
halds, en Akureyrarbær slægi
tvær flugur í einu höggi, losnaði
við milljóna króna rekstrarkostn-
að húsanna á ári en fengi ný
störf og starfsemi í hérað til
baka. Margfeldisáhrif yrðu af
starfseminni hér, t.d. samstarf
við Háskólann á Akureyri og fyr-
irtæki á svæðinu. Von er á full-
trúum Icegolds aftur til Eyja-
fjarðar upp úr næstu mánaða-
mótum. — GG
Gullhafiö á
Djúpavogi
Ný verslun, GuIIhafið, hefur
verið opnuð á Djúpavogi i hús-
næði Kaupfélagsins, og eru þar
seld „gull“ í allri merkinu þess
orðs, þ.e. gjafavörur í fjöl-
breyttu úrvali auk afskorinna
blóma. Eigandinn, Hafdís Erla
Bogadóttir, segist hafa verið
full efasemda um ágæti þess að
búa á landsbyggðinni og verið
komin á fremsta hlunn með að
flytja til Reykjavíkur eins og
fleiri, en álítið síðan að meiri þörf væri fyrir hana á Djúpavogi en í
Reykjavík. Hún telur að framtíð verslunarrekstrar á Djúpavogi sé
góð, sérstaklega yfir sumartímann, enda hafi staðurinn upp á margt
að bjóða.
Djúpivogur. Hafdís Erla Bogadóttir
kaupmaður segir framtíð verslunar-
reksturs á Djúpavogi bjarta.
Malland kaupir Trésmiöju Djúpavogs
Malland á Djúpavogi hefur fest kaup á Trésmiðju Djúpavogs fyrir um
20 milljónir króna, en Trésmiðjan hefur hætt rekstri. Rekstur
Mallands hefur gengið vel undanfarin ár en fyrirtækið framleiðir að-
allega plastefnagólf fyrir matvælaiðnað og fyrirtæki en Trésmiðjan
hefur verið í hefðbundinni trésmíðavinnu auk steypuframleiðslu og
eru bundnar vonir við að hægt verði að samnýta vélar fyrirtækjanna
í nánustu framtíð.
Naustavogur, ný saltflskverkun
Nýtt fyrirtæki, Naustavogur, hefur verið stofnað á Djúpavogi, en það
er saltfiskverkun. Naustavogur festi kaup á húsnæði Mallands undir
starfsemina. Búið er að innrétta húsnæðið fyrir hið nýja hlutverk en
beðið er eftir útttekt Fiskistofu á húsnæðinu. Þá þegar mun starf-
semi heíjast, en hráefnisöflun mun vera tryggð af báti sem Guðni Jó-
hannsson, sonur eiganda Naustavogs, Jóhanns Þórissonar, gerir út.
- GG
- skipulag til framtíðar
Athygli er vakin á því að út er kominn
bæklingur með upplýsingum um
stjórnskipan á miðhálendi íslands.
Er almenningur hvatturtil að kynna sér
efni þessa bæklings enda varðar
skynsamleg skipan á nýtingu auðlinda
hálendisins hag þjóðarinnar allrar um
ókomin ár.
Bæklinginn má nálgast með því að
hafa samband við forsætis-, umhverfis-
iðnaðar- eða félagsmálaráðuneyti
í síma 560-9000.
Efni hans er einnig að finna á vefsíðunni
www.stjr.is
-Hdí|en«|i
- fjársjóður þjóðarinnar