Dagur - 28.01.1999, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 28. JANÚAK 19 9 9
SMÁ AUGLÝSING AR
Til sölu____________________________
Til sölu kelfdar kvígur. Buröartimi febrú-
ar/mars.
Upplýsingar í síma 466 1842.
Kirkjustarf________________________
Laufásprestakall
Svalbarðskirkja: Kirkjuskóli laugardaginn
30. janúar kl. 11.00.
_________________Daqur
Náttúran njóti
vafans
Bændur____________________________
Tek að mér ýmis landbúnaðarverkefni á
Eyjafjarðarsvæðinu. Vanur maður.
Upplýsingar i síma 894 5551.
Bílar__________________________________
Til sölu vörubíll, Scania 141 árg. 1980,
húddbíll, 5 metra hjólabil, með palli, sturtum
og kranaplássi.
Upplýsingar í síma 462 3702 og 853 1702.
Atvinna______________________________
Stærsta atvinnutækifærið á Islandi. Hálft
starf 50-150 þúsund. Fullt starf 150-500+
þúsund. Kynningarfundur á Fosshótel
KEA laugardaginn 30. janúar 1999 klukk-
an 10.00.
Nánari upplýsingar í síma 852 9709. Jó-
hanna Harðardóttir.
Ökukennsla________________________
Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class
(litla Benzinn).
Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan
daginn, á kvöldin og um helgar.
Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari
Þingvallastræti 18
heimasími 462 3837
GSM 893 3440.
Iðnaðarsafnið á Akureyri
Iðnaðarsafnið á Akureyri, Dalsbraut 1
verður opið í vetur á sunnudögum frá kl.
14.00 - 16.00. Fyrir hópa er opnað sérstak-
lega á öðrum tímum sem panta þarf í síma
462-3550.
Grenivíkurkirkja: Kirkjuskóli laugardaginn
30. janúar kl. 13.30. Kyrrðar- og bæna-
stund sunnudagskvöldið 31. janúar kl.
21.00.
Akureyrarkirkja
Kyrrðar og fyrirbænastund kl. 12-12.30
Áskirkja
Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17.
Laugarneskirkja
Kyrrðarstund kl. 12.10. Samvera eldri borg-
ara kl. 14.
Digraneskirkja
Foreldramorgnar kl. 10-12. Bæna- og kyrrð-
arstund kl. 18. Kirkjufélagsfundir kl. 20.30.
Árnað heilla________________________
75 ára afmæli. I dag fimmtudaginn 28.
janúar, verður sjötíu og fimm ára, Sigurður
Björgvinsson, loftskeytamaður og fyrrv.
bóndi á Neistastöðum, Hverfisgötu 106a,
Reykjavík. Eiginkona hans er Margrét
Björnsdóttir. Þau verða að heiman í dag.
Náttúra íslands er ómetanleg
auðlind. Þá auðlind ber að varð-
veita og nýta með skynsamleg-
um hætti. Náttúran á að njóta
vafans þegar hugað er að virkjun
fallvatna og stóriðju. Virkjun fall-
vatna er mikilvæg fyrir hag þjóð-
arinnar en vanda skal til þeirra
framkvæmda. Það er skylda okk-
ar að varðveita hina hreinu nátt-
úru og skila henni til komandi
kynslóða. Vaxtarbroddurinn í
ferðaþjónustu er fólginn i nátt-
úru landsins, en það er fyrst og
fremst hún sem dregur æ meiri
fjölda erlendra ferðamanna til
landsins.
Ferðaþjónusta
Uppbygging í ferðaþjónustu allt
árið um kring stendur og fellur
með því hversu vel okkur tekst að
varðveita náttúru landsins og
halda mengun fjarri landsins
ströndum. Virkjað til tjóns. Það
hefur verið farið offari í virkjana-
málum hin síðari misseri. Það á
VltHJÁLMUR
H. VILHJÁLMSS.
frambjóðandi í próf-
kjöri samfyikingar-
innar í Reykjavík,
skrifar
slast í hópinn?
Við vinnum
fyrir fólk
Hefur þú hjúkrunarmenntun,
en starfar ekki við þitt fag • ■pXllrj
ídag, eðahefurhugáað lllCU iUIlSlj
skipta um starfsvettvang?
Þá hefur þú þekkingu og reynslu
sem er mikils virði fyrir okkur á Landspítalanum.
Starfsemi hinna ýmsu deilda spítalans verður kynnt
föstudaginn 29. janúar kl. 14:00-16:00. Þar er kjörið tækifæri
fyrir hjúkrunarfræðinga til að kynnast því sem er að gerast í
hjúkrun á Landspítalanum í dag og þiggja veitingar.
LANDSPITAUNN
... íþágu mannúðar og vísinda
að vera sjálfsagt mál að allar slík-
ar framkvæmdir fari í umhverfis-
mat og sátt og samstöðu sé náð
um málin. Stóriðja er mikilvægur
þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar
en þegar virkjað er til tjóns og
dýrustustu perlur íslenskrar nátt-
úru hverfa undir lónin hefur ver-
ið gengið of langt. Islendingar
hafa notið þeirra forréttinda að
búa í stjálbýlu landi þar sem
mengun lofts og Iáðs er Iítil mið-
að við það sem þekkist um hinn
vestræna heim. Hreinleiki lands-
ins ásamt fegurð þess er eitt það
dýrmætasta sem þjóðin á og því
má ekki fórna fyrir stundarhags-
muni stóriðjunnar. Mannauður-
inn er mikilvægasta auðlind
þjóðarinnar og þegar litið er til
framtíðar kemur í ljós að þar
Ieynist vaxtarbroddur þjóðarinn-
ar. En hingað til hafa ráðamenn
Iátið sitja við orðin tóm og fögr-
um yfirlýsingum á stórum stund-
um hefur ekki verið fylgt eftir í
verki. Orð eru til einskis ef þeim
er ekki fylgt eftir í verki og það
kostar peninga að virkja hugvitið
og bæta menntakerfið. Hagfræð-
in hefur sýnt fram á að hver
króna sem varið er til menntunar
skilar sér fimmfalt til baka.
Fjöldaflótti ungs fólks er yfir-
vofandi verði ekki ráðin bót á
menntakerfinu og öflug nýsköp-
un hafin í atvinnulífinu eigum
við á hættu að missa úr landi
verðmætan mannafla. Læknar til
að mynda kjósa í æ ríkari mæli
að stunda starf sitt erlendis þar
sem Iaun þeirra eru hærri og
rannsóknaraðstaða til muna
betri og líkt er á komið með fleiri
stéttum. Virkjun hugvitsins er
auður framtíðar.
Upprætum spillingnna
Það viðgengst spilling í íslenskum
stjórnmálum. Hana þarf að upp-
ræta og það er eitt af meginverk-
efnum samfylkingarinnar að beita
sér fyrir breyttum starfsháttum á
þeim vettvangi. Það er löngu
tímabært að skráðar verði opin-
berar siðareglur og að stjómmála-
flokkarnir opni bókhald sitt. Líkt
og málum er háttað nú er hætta á
að stórfyrirtæki og hagsmunaaðil-
ar kaupi bókstaflega trúnað og at-
kvæði heilu stjórnmálaflokkanna
með háum fjárframlögum og því
verður einungis breytt með því að
skylda flokkana til að opna bók-
hald sitt. Til að einfalda hlutina
og veita stjórnmálamönnum eðli-
legt aðhald þarf á skýrum Ieik-
reglum að halda. Það er algjör-
lega óviðunandi að embættis- og
stjórnmálamenn víki sér undan
ábyrgð æ ofan í æ vegna þess eins
að ekki eru til staðar skilgreindar
reglur um hegðan í opinberu lífi.
A meðan spillingin veður uppi í
opinberu lífi og pólitískar emb-
ættisveitingar eru sjálfsagt mál
mun tiltrú almennings á íslensk
stjórnmál ekki aukast, heldur
halda áfram að dvína.
Samfylkingin er breiðfylking fé-
lagshyggjufólks um almannahags-
muni og hennar að taka á vand-
anum. Mýmörg spillingarmál má
nefna frá því kjörtímabili sem nú
er að líða og er öllum í fersku
minni Landsbankamálið og mál-
efni Kögunar. Listinn er langur
og ljótur, nýrrar hugsunar er þörf
í íslensk stjórnmál og fyrir hana
stendur samfylking vinstrimanna.
Siðvæðum íslensk stjórnmál.
Alþýduhetj an
Jóhanna
ALBERT
JENSEN
ggs^V
skrifar.
í Morgunblaðinu 21. janúar er
birt bréf frá öryrkja sem sannar
þá smán sem stjórnvöld gera ís-
lensku þjóðinni með þrælskjör-
um þeim sem þau búa bjargar-
lausu fólki. A sama tíma og há-
launaðir öldungar úr embættis-
stéttum fá hundruð milljóna
króna lífeyri greiddan inn á
bankabækur sínar til ávöxtunar
og eignar, er þjarmað að gamal-
mennum, öryrkjum og sjúkum.
Óðagot mikið er á núverandi
stjórnvöldum að auka sem mest
misréttið og fullkomna það
næstu fjögur árin svo sljóleiki og
doði bæli þjóðarsálina það ræki-
lega að hægt verði að telja henni
trú um næstum hvað sem er.
Sem betur fer er ungt fólk að
vakna til vitundar um að á lífs-
leiðinni getur hver sem er orðið
fyrir slysi, lamast, orðið öryrki,
átt barn sem aldrei getur bjargað
sér, eða ættingja, lifað svo lengi
að verða gamall og vakna þá við
þann vonda veruleika að stjórn,
fjandsamleg fólkinu er við völd.
Munum að slíkar stjórnir eru
líka hugsunarlausar um náttúru-
Iegt umhverfi. I raun er slík
stjórn engum til góðs og allt og
allir í hættu.
Ofurvald hinna ríku heldur nú
um stjórnvölinn og hefur sagt
þeim sem það kallar lægri stéttir,
stríð á hendur. Hvað er til ráða?
Það er að snúast gegn óvininum,
Sjálfstæðisflokki og Framsókn.
Vegna E.B. sinna f Alþýðufiokkn-
um hef ég forðast að veita hon-
um brautargengi þó grunnstefna
hans sé góð. En með sameiningu
þynnast áhrif þeirra fyrir utan
margt annað gott sem af slíku
leiðir. Ný forysta er Iíka algjör
nauðsyn ef einhver árangur á að
nást. Þar er alþýðuhetjan Jó-
hanna Sigurðardóttir stærsta
von þeirra sem vilja réttlátt þjóð-
félag. Hún hefur margsannað
heiðarleik sinn og vilja til að
vinna fyrir almannaheill og er
líklegust ásamt Margréti Frí-
mannsdóttur, að leiða fólkið til
sigurs gegn alræðisöflum græðgi
og yfirgangs. Konur í þremur
fyrstu sætum samfylkingar. Leyf-
um áberandi körlum krata sem
nú eru á þingi að fá frí. Þeir
þurfa að hugsa sitt og fara úr
málskrúðsleikjum í að meina það
sem þeir segja og fylgja því eftir.
Konurnar í samfylkingarflokkun-
um eru trúverðugar, hvað sem
líður erfiðum sameiningarferli.
Því verður Jóhanna að verða
númer eitt í prófkjörinu.
Albert Jensen