Dagur - 28.01.1999, Side 3

Dagur - 28.01.1999, Side 3
 i FIMMTUDAGllR 28. JANÚAR 1 9 99 - 3 FRÉTTIR Það er talsverður munur á viðhorfum unglingsstráka og -stelpna hér á landi til umhverfismála, stjórnmála og trúar, að því er fram kemur í sam- evrópskri könnun. Islenskir strákar og stelpur sýndu mismunandi afstöðu til margra atriða í nmfangsmikilli samevrópskri könnun á sögiivitund 15 ára unglinga. „Eg skipti svörum íslensku unglinganna upp eftir kynjum og skoðaði í hvaða tilfellum kæmi fram munur sem mér þótti umtalsverður. I flestum til- fellum er munurinn býsna mikið af því tagi að stúlkurnar eru það sem maður hefði kallað „kvenlegar" á gamla alþekkta vísu. Þær hafa t.d. meiri áhuga á næsta nágrenni sínu, m.a. á sögu hversdagslífs, heimilislífs og fjölskyldu en strákarnir. Strákarnir Iiafa meiri áhuga á stjórnmálum og miklu meiri trú á að þeir eigi eftir að verða virkir í stjórnmálum í framtíðinni. Þeir sýna meiri áhuga á öllu sem váð- kemur ævintýramennsku og hernaði," sagði Gunnar Karls- son, prófessor í sagnfræði, sem taldi þetta allt fremur kunnug- legan mun. Stelpumar trúaöri „Síðan kom líka í ljós - sem mað- ur var ekki viss um fyrirfram - að stúlkurnar eru þjóðræknari." Spurningum um persónulegt mikilvægi, hvað þetta og hitt skipti miklu máli, m.a. „Iand mitt“ og „þjóð mín“ hafi stúlk- urnar svarað talsvert jákvæðar. „Þær eru til dæmis heldur um- hverfisverndarsinnaðri, þær eru trúaðri og þær sýna meiri samúð og samstöðu með fátækum, hvort sem er í eigin landi eða þróunarlöndunum og þær eru heldur jákvæðari í garð innflytj- enda.“ Gunnar segir meirihluta unglinga, bæði stráka og stelpur, jákvæða gagnvart innflytjendum og raunar jákvæðari en unglinga í meðal annarra Evrópuþjóða, líka þeirra sem ekki hafa mikla reynslu af innflytjendum, t.d. Finna. Illyinitir jafnrétti Kom Gunnari á óvart hvað gömlu gildin virðast lífseig? „Það kom mér ekkert sérstaklega á óvart. Islensku unglingarnir eru ekki bundnari í gömlum gildum heldur en ég átti von á - eigin- lega þvert á móti. Þeir eru t.d. hlynntir jafnrétti kynja og með svipaðar skoðanir á samruna EvTÓpu og unglingar á öðrum Norðurlöndu m.“ Prófessor Gunnar flytur erindi um þennan kynjamun í váðhorf- um íslenskra unglinga á vegum rannsóknarstofu í kvennafræð- um í hádegisrabbi á stofu 201 í Odda í dag. I hinni samevrópsku könnun, sem Islendingar tóku þátt í árið 1995, var m.a. spurt um viðhorf unglinga til margs konar málefna í samfélagi sínu, svo sem auðæfa, fátæktar í eigin Iandi og annars staðar, innflytj- enda, jafnréttis kynja, menntun- ar, vísinda, trúar, umhverfis- verndar og þjóðernis. — HEI „Sóun fyrirfinnst ekki í dálkum grænna reikningsskila. Þess vegna drekkum við ekki lengur úr plast- krúsum í samgönguráðuneytinu heldur glerkönnum, “ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra á ráð- stefnu um græn reikningsskil. BílafLotinn alltof gamall „Það er til að venja menn af and- varaleysinu sem við viljum knýja fram hugmyndina um græn reikningsskil,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra á ráð- stefnu um græn reikningsskil í gær. Hann sagði áhyggjuefni hve bílaflotinn væri gamall og frekur á eldsneyti, en fjármagnskostnað- ur af nýjum bílum sé hins vegar fjTÍrtækjunum ofviða. „Nú eru að koma á markað mjög sparneytnar tegundir, Euro 1, 2 og 3 sem bíla- framleiðendur í Evrópu hafa sameinast um að framleiða. Við sjáum það fyrir okkur að þessar nýju tegundir leysi gömlu bílana af hólmi en á því eru margvísleg vandkvæði. Það er t.d. augljóst að í fyrirsjáanlegri framtíð verður æ erfiðara að skipta gömlum bílum út til Evrópu í staðinn íyTÍr nýja.“ Halldór sagði lausnina ekki fel- ast í því að taka upp mengunar- skatt á eldsneyti þ\T landflutning- ar séu þegar það dýrir. - HEl Djúpbáturiim á heljarþriim Rekstur Fagranessius er að komast í þrot. Rekstur Djúpbátsins á Isafirði er að komast á heljarþröm. Ef hann á ekki að stöðvast eða verða gjald- þrota þarf að gera ráðstafanir, eða einfaldlega hætta rekstri djúp- bátsins Fagraness að öllu óbreyttu í vor. Djúpbáturinn er í eigu Is- íjarðarbæjar, sem á 60% hlut, Héraðsnefndar ísafjarðar og þrotabús Kaupfélags Isfirðinga, sem eiga 20% hlut hvor. Kristinn Jón Jónsson, fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins, segist sannfærður um að margur muni hrökkva við og sakna þeirrar þjón- ustu sem Djúpbáturinn hafi veitt við Isaljarðardjúp á undanförnum áratugum, ef rekstrinum verði hætt á vordögum. I dag fer Fagra- nesið eina ferð á dag milli Isa- Ráðstafanir þarf að gera til að koma í veg fyrir gjaldþrot í rekstri Fagra- ness sem er í eigu ísafjarðarbæjar. fjarðar og Arngerðareyrar. „Það er ekki hálf nýting á bátn- um en flutningur á fólksbílum hefur samt aukist verulega frá því í fyrra, eða 100% milli janúar- mánaða 1998 og 1999, enda finnst mörgum þetta öruggara yfir vetrarmánuðina en að aka veginn um Djúp.“ — GG Breiðbandið fer sér hægt Friðrik Friðriksson, yfirmaður breiðbandsvæðingar Landssím- ans, segir að í umræðunni sé að kljúfa þá starfsemi frá Landssím- anum og gera hana íjárhagslega sjálfstæða að kröfu Samkeppnis- stofnunar. Það sé hin stóra spurning hvort Landssíminn ráð- ist í miklar fjárfestingar sem hann megi ekki sjálfur nýta. Um 40 prósent heimila á höfuðborg- arsvæðinu, eða um 27 þúsund heimili, hafa verið tengd breið- bandi. Eini staðurinn sem tengd- ur hefur verið breiðbandi á landsbyggðinni er Húsa\4kurbær en þar var lagt í öll hús sem til- raunaverkefni. Ekki er vitað henær farið verður að veita þjón- ustu á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. A Akureyri er hafið fj'rir nokkru síðan að leggja breið- band, fyrst og fremst í nýjasta hverfinu, Giljahverfi, samhliða því að húsin eru hyggð þar. Hundruð heimila á Akureyri eru komin með breiðband í jörð en þegar ákveðnu lágmarki er náð verða þau hús tengd inn á netið. Friðrik segir að engin áform séu uppi um að breiðbandsvæða nýja staði á þessu ári og það verði ekki á Akureyri fyrr en á árinu 2000 því flutningsgetan ræður ekki við að flytja jafn margar rásir. — GG Nýtt kerfi um skuldir emstaklinga 1. febrúar nk. verður tekið í notkun nýtt upplýsingakerfi þar sem unnt verður í fyrsta skipti að fá heildstætt yfirlit um skuldir, vanskil og sjálfskuldarábyrgðir einstaklinga. Þetta er reyndar háð samþykki viðkomandi einstaklings en Tölvunefnd hefur þegar samþykkt kerfið. Það er talið bæta ákvarðanatöku við lánveitingar til einstaldinga. Mat á greiðslugetu batnar og mun að öllu jöfnu draga úr sérstökum trygg- ingum, s.s. sjálfskuldarábyrgðum þriðja manns. Þá eru Iíkur taldar minni á að einstaklingar reisi sér hurðarás um öxl í of miklum lántök- um. A undanförnum árum hafa nefndir á vegum stjórnvalda ítrekað bent á nauðsyn þess að lánveitendur hér á landi fái betra aðgengi að upplýsingum. Upplýsingaleysið er talið hafa valdið of miklum skuld- setningum hjá fjölda lántakenda. Vefur um stríðshrjáða Landssamband íslenskra verzlunarmanna hefur sett upp vef sem er helgaður samstöðuverkefnum verkalýðshreyfingarinnar í stríðshrjáð- um löndum. Þetta er gert í kjölfar vinnu sem hófst á Norðurlöndum í kjölfar stríðsins í Bosníu. Þar höfðu verslunarmenn frumkvæði að margvíslegu uppbyggingarstarfi með systursamtökum í Bosníu og Hersegovínu. Lögð er áhersla á að koma upp samvinnu og samskipt- um milli fyrrum stríðandi þjóðarbrota. Trú þeirra sem standa að verk- inu er að aðeins með slíkri samvinnu sé hægt að tryggja félagsleg sjónarmið launafólks. Víða þungfært í Reykiavík Töluverð ófærð var á höfuðborgarsvæoinu í gærmorgun og gekk um- ferð sums staðar illa. Lögreglan átti annríkt við að aðstoða borgara og var með sérstakan jeppaviðbúnað vegna aðstæðnanna. Umferð gekk stórslysalaust fyrir sig fram eftir degi en miklum snjó hefur kyngt nið- ur á höfuðborgarsvæðinu. Hálfdán Kristjánsson. Hálfdán hættir í Ólafsfirði Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Olafsfirði, hefur sagt upp störfum og hefur sótt um bæjarstjórastöðu í Hornafirði. I fréttum Utvarps kom fram í gær að starfsánægja Hálfdáns færi þverrandi. Hann hefur verið bæjarstjóri í Ólafsfirði í sex ár og kemur upp- sögn hans nokkuð á óvart. Nýr meirihluti réð hann til starfa tímabundið í sumar en ekki út kjörtímabil- ið eins og oft er.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.