Dagur - 28.01.1999, Side 5

Dagur - 28.01.1999, Side 5
Xfc^ui-. FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 FRETTIR „Óvissa“ og „glund- rodi“ í Solvangi Meirihluti bæjar stjómar Hafnarfjarð- ar sahaður um að hygla framsókuar- mðunum. Bæjarstjór- inu vísar því á hug. Harðar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í fyrrakvöld út af málefnum Heilsugæslustöðvarinnar Sól- vangi. Minnihlutinn í bæjar- stjórninni sakaði meirihluta sjálfstæðismanna og framsókn- armanna um pólitísk hrossakaup með því að ætla að ráða Már Pét- ursson, fyrrverandi dómara, í stöðu framkvæmdastjóra heilsu- gæslunnar og Þorstein Njálsson heimilislækni og formann bæjar- ráðs í stöðu yfirlæknis. Þá skrif- aði obbinn af starfsfólki heilsu- gæslustöðvarinnar heilbrigðis- ráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðuneytið eyði þeir- ri „óvissu og þeim glundroða" sem skapast hafi í því „ófremdar- ástandi" sem ríkt hafi í stöðinni. I gærkvöld dró Þorsteinn svo umsókn sína um yfirlæknisstöð- Það hefur verið hart deitt í bæjarstjórn Hafnafjarðar um stöður í heilsugæslu- stöðinni Sólvangi. una til baka og ákveðið var að ráða Emil Sigurðsson. Óánægt starfsfólk A síðasta sumri hófust viðræður bæjarins við heilbrigðisráðuneyt- ið um yfirtöku bæjarins á rekstri heilsugæslustöðvarinnar. Um síðustu áramót var sú vinna Iangt komin og m.a. telur minni- hlutinn að ráðuneytið hafi þá verið búið að gefa vilyrði sitt við yfirtökunni. Síðan þá hefur meirihlutinn slegið því á frest. Þá er starfsfólkið óánægt með að ekki skuli hafa verið leitað sam- ráðs við það í viðræðunum við ráðuneytið. Þess í stað berast fréttir um að framtíð stöðvarinn- ar kunni að felast í stofnun Heil- brigðisstofnunar Hafnaríjarðar. Síðast en ekki síst gagnrýndi starfsfólkið og minnihluti Al- þýðuflokks og Fjarðarlista að ekki skyldi hafa verið gengið frá ráðningu yfirlæknis í samræmi við vilja læknaráðs. Það mælti með Emil Sigurðssyni. Hebningaskipti Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, sagði að fram- sóknarmennirnir væru farnir að gera kröfu til síns hluta í helm- ingaskiptunum og ætla að haga málum og ráðgast með heilsu- gæslumál Hafnfirðinga eins og þeim sýnist. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri vísaði því alfarið á bug að ætlunin hefði verið að ráða Þor- stein Njálsson í stöðu yfirlæknis. Þaðan af síður væru málefni Sól- vangs einhver Iiður í pólitískum hrossakaupum. Ef það væri vilji stjórnar heilsugæslustöðvarinnar að ráða Má Pétursson í 40% tímabundið starf sem fram- kvæmdastjóra, þá væri það bara ágætis mál. Þá sagði Magnús að viðræður um yfirtöku bæjarins á Sólvangi væru ekki komnar á lokastig. Af þeim sökum hafa menn viljað skoða málið í víðara samhengi án þess að hann vildi tjá sig frekar um það. Hann sagði að starfsfólkið hefði óþarflega miklar áhyggjur en það væri kannski eðlilegt að það yrði vart um sig þegar það fyndi að ein- hverjar breytingar væru í aðsigi. — GRH Sumir aldraðra fara fram á meira mok en menntskælingar una. Of mikíar moksturs- kröfur Sigurður Hannesson, formaður þriðjabekkjarráðs í Menntaskól- anum á Akureyri, telur óeiningu meðal nemenda um hvort moka eigi snjó fyrir aldraða vera eina skýringu þess að misbrestur hef- ur orðið á mokstrinum í vetur. Verkið er unnið í Ijáröflunar- skyni til að styrkja ferðasjóð 3. bekkinga og hefur árum saman gengið farsællega eftir að nem- endur og Akureyrarbær gerðu samkomulag um þetta. I vetur hefur hins vegar borið á óá- nægju hjá öldruðum sem telja sumir að nemendur hafi ekki staðið við gert samkomulag. „Það eru skiptar skoðanir með það meðal nemenda hvort rétt hafi verið að taka þetta að sér. Þetta er töluverð vinna. Einnig má benda á að sumir hafa farið fram á að garðarnir yrðu mokað- ir Iíka en ekki bara stéttirnar," segir Sigurður. — BÞ Sjö sóttu um á Höfn Sjö sóttu um stöðu bæjarstjóra en umsókn- arfrestur rann út á mánudag. Þau sem sóttu um voru Björn Baldursson lögfræðingur Reykjavík, Erlingur Arnarsson sjávarútvegs- fræðingur í Vogum, Garðar Jónsson deildar- stjóri í Reykjavík, Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri á Raufarhöfn, Hálfdán Krist- jánsson bæjarstjóri í Olafsfirði, Helga Leifs- dóttir lögfræðingur í Reykjavík og Jón Ingi Jónsson fangavörður á Selfossi. Umsóknirnar voru kynntar á bæjarráðs- fundi á Höfn í gær og væntanlega verður gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra á næsta fundi bæjarstjórnar. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ulfarsfells og tekur við um næstu mánaða- mót. Kjördæmisfélag á Norðurlandi vestra Vinstri/grænir stofnuðu kjördæmisfélag í Norðurlandskjördæmi vestra sl. þriðjudagkvöld. Fundinn sóttu um 40 manns og var kjörin fimm manna stjórn fyrir félagið. Formaður þess var kjörinn Þórarinn Magnússon frá Frostastöðum f Skagafirði, en aðrir í stjórn eru Sig- urður Sigfússon Vík, Kolbeinn Friðbjarnarson Siglufirði, Skúli Jó- hannsson Sauðárkróki og Örn Guðjónsson Hvammstanga. Heiðbjört Kristmundsdóttir Sjávarborg og Hannes Baldvinsson Siglufirði, voru kjörnir varamenn. — s.DÓR Vísiudaveiöar bara plat? Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, er í hópi þeirra sem sækja um bæjarstjórastöðuna á Hornafirði. Stolið fyrir tuttugu milljónlr árlega Hliðin sem setja aðvörunarkerfið Igang og ráða því hverjir „vinna íþjófalottóinu" sem Vilhjálmur Ingi Árnason kallar svo. Bandaríkjamenn telja sig hafa sannanir fyrir því að vísindaveiðar Islendinga á hval hafi í raun verið stundaðar í hagnaðarskyni. Þetta mat byggja þeir skv. fréttastofu Stöðvar 2 á því að hvalkjöt frá ís- landi hafi fundist á markaði í Jap- an. Skv. grein í Nature er kjötið frá hval nr. 26, 24ra ára gömlum og var hann veiddur árið 1989. Haf- rannsóknastofnun telur ekki rétt farið með staðreyndir í greininni og telur málið byggt á misskilningi. Aðferðir Hagkaups til að reyna að stöðva tugmiUjóna búða- hnupl gagnrýndar harðlegaaf formanni Neytendafélags Akur- eyrar. Þjófnaður í Hagkaupsverslunum 5 nemur um 20 milljónum ár- lega. Til að sporna við þessu hef- ur Hagkaup sett upp þjófavarna- kerfi sem að sögn Jóns Björns- sonar framkvæmdastjóra skila árangri. Nefnir Jón að eftir að þjófavarnakerfið hafi verið sett upp í versluninni á Akureyri hafi rýrnun í þeirri búð minnkað verulega. „ Við erum að reyna að minnka kostnað í búðinni til þess eins að geta staðið okkur í þeirri hörðu samkeppni sem er á þessum markaði. ÁAkureyri sjá- um við stórkostlegan mun sem meta má til milljóna eftir að þjófavarnakerfið var sett upp. Aðallega hafa þjófavarnirnar þó forvarnagildi," segir Jón Björns- son. „Þjófalottó“ Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akureyr- ar, segir í grein í Degi í dag (bls.23) að Hagkaupsmenn Iáti viðskiptavini sína spila í „þjófa- lottói“, þar sem hending ráði hvort þjófar eða sakleysingjar verði fyrir ásökunum um stuld. Þar á hann við þjófavarnakerfi sem ítrekað fer f gang að hans sögn vegna mistaka og þá standi viðskiptavinurinn frammi fvrir opinberri niðurlægingu. Vil- hjálmur segir að ástæður þessa megi rekja til þess að í sparnað- arskyni hafi Hagkaupsmenn ný- lega hætt að merkja alla hluti verslunarinnar með þjófamerkj- um en „Iaumi þess í stað svoköll- uðum örmerkjum eða Ieynibún- aði í varninginn". Oft sé mis- brestur á þvf við kassana að merkin afvirkist og því lendi sak- lausir viðskiptavinir iðulega í þvf að þjófavarnakerfi fari í gang við útgöngudyr. Unnið að bragarbót Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir Vilhjálm fara með rangt mál á flestum sviðum, m.a. hafi engar breyt- ingar verið gerðar á þjófamerk- ingum verslunarinnar. Þjófa- varnakerfi Hagkaups sé gamal- gróið en stutt sé sfðan kerfið hafi verið sett upp í búðinni á Akur- eyri og þar hafi komið fram ákveðnir byrjunarörðugleikar. „Mér finnst undarlegt þegar maður frá neytendasamtökum snýst á sveif með búðahnupli. Okkur finnst auðvitað ekkert verra en þegar saklaust fólk er haft fyrir rangri sök og við vinn- um að því að koma endanlega f veg fyrir svona mistök," segir Jón. Hann segist hins vegar undrast þessar sendingar Vil- hjálms, því þjófnaður sé stórmál hjá Hagkaupi sem og öðrum stórmörkuðum og hagur neyt- andans batni augljóslega því minna sem hverfur úr hillunum. - BÞ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.