Dagur - 28.01.1999, Qupperneq 6
6 -FIM'MTUDAGUR 28. JÁNÚAR 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstoöarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
S/mar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: [REYKJAVfK)563-1615 Amundi Ámundason
(AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrd 551 6270 (reykjavík)
Gegn reykingum
í fyrsta lagi
Það á enn að herða opinbera baráttu gegn reykingum á vinnu-
stöðum. Samkvæmt frétt Dags í gær mun ný reglugerð þar að
lútandi taka gildi 1. maí næstkomandi. Þar verður undanþág-
um frá reykingabanni í vinnunni fækkað verulega frá því sem
nú er. Markmiðið er að mun fleiri vinnustaðir verði algjörlega
reyklausir í framtíðinni. Reykingar verði einungis leyfðar í
undantekningartilvikum og þá þannig að það trufli hvorki
samstarfsmenn né viðskiptavini fyrirtækja og stofnana.
í öðru lagi
Áratugir eru síðan sannað var með ítarlegum rannsóknum að
reykingar eru hættulegar heilsu manna. Þær flýta fyrir dauða
Qölmargra Islendinga á hverju einasta ári, ekki síst úr krabba-
meini og hjartasjúkdómum af ýmsu tagi. Reykingarnar kosta
líka einstaklinga sem reykja mildar þjáningar og samfélagið
mikla þ'ármuni vegna alvarlegra veikinda reykingamanna. Og
þær eru að sjálfsögðu gífurleg sóun á peningum fjölskyldunn-
ar. Oll skynsemi mælir þannig gegn reykingum. Og reynsla
þúsundanna sýnir að það er lítill vandi að hætta að reykja ef
raunverulegur vilji er fyrir hendi.
Iþriðjalagi
Hitt er svo annað mál að ríkisvaldið gegnir sérkennilegu hlut-
verki í þessu máli öllu: Það leggur áherslu á að græða sem
mest á að selja þegnunum efni sem allir vita að eru stórhættu-
leg heilsu manna, setur reglugerð eftir reglugerð til að draga
úr því að þegnarnir noti þessa ríkisseldu vöru og neyðist síðan
til að eyða enn meira fé en sem nemur söluhagnaðinum í að
reyna að bjarga lífi og heilsu þeirra fjölmörgu sem eyðilagt
hafa lífshamingju sína vegna neyslu efnanna. Þetta er auðvit-
að hin furðulegasta hringavitleysa, líka í ljósi þess mats sumra
sérfræðinga að tjón samfélagsins af völdum löglegra, ríkis-
seldra vímuefna sé miklu meira en sá skaði sem ólöglegu fíkni-
efnin valda.
Elías Snæland Jónsson
—
Garrfrekiim?
Fréttir af nýrri reglugerð sem
ku vera í smíðum og ætlað er
að taka af festu á reykingafólki
fara fyrir hjartað í Garra. Eins
og reyndar tóbakið sjálft. Það
ku líka fara fyrir hjartað í
Garra, ef marka má rannsókn-
ir.
Ekki hvarflar að Garra að
reyna að halda því fram að
reykingar séu ekki skaðlegar
fyrir hann sjálfan. Jafnvel
hægt að ganga svo langt að
viðurkenna að óbeinar reyk-
ingar séu ekki með öllu skað-
lausar heldur. Garri er við-
bjóðslegur og veit af því. Garri
hefur reykt síðan hann var
sautján ára og þótti
það heldur
óskemmtilegur
áfangi þegar hann
varð þrjátíu og fjög-
urra ára að upp-
götva að hann var
búinn að reykja
hálfa ævina. Hugs-
anlega rétt að fara
að hugleiða það að
fara að hætta...
bráðum.
Ævina alla
Garri hefur reyndar ekki oft
reynt að hætta að reykja. Veit
sem er að vaninn er orðinn svo
sterkur, fíknin svo ráðandi, að
sennilega myndu himnarnir
hrynja þegar Garri vaknaði
fyrsta tóbakslausa daginn og
hefði ekkert annað að gera en
að borða morgunmatinn,
bursta tennurnar, fara í sturtu
og drífa sig í vinnuna. Garri
veit sem er að hann er þræll og
reynir ekki að halda öðru
fram. Samt getur Garri alveg
hætt á eigin spýtur þegar hann
ákveður það sjálfur, þarf engin
töframeðul, námskeið eða
handbækur, tyggjó, plástra eða
nálastungur til þess.
V
Það virkaði hinsvegar nokk-
uð sláandi þegar Garri upp-
götvaði að hann var búinn að
reykja hálfa ævina og var þá
haft á orði að réttast væri að
hætta á þeim tímamótum.
Gárungarnir í kringum Garra
sögðu reyndar sem svo: Er
ekki nóg að hætta þegar mað-
ur hefur reykt alla ævina?
Fokið í flest
skjól
En nú virðist fokið í flest skjól.
Forsetinn búinn að vekja at-
hygli Garra á því að betra sé að
fljúga til Glasgow
en Köben, eða
þannig, og Garri
getur ekki annað
en hugleitt hætt-
urnar. Og hið opin-
bera ætlar að hjál-
pa honum til þess.
Hið opinbera ætlar
að reka Garra til
vinnu svo undar-
lega sem það
hljómar nú í um-
ræðu um reykinga-
reglugerð ríkisins.
Skýringin er svosem einföld.
Garri hefur aldrei neitað því
að vera latur. Stundum hefur
hann meira að segja hreykt sér
af því í góðra vina hópi. Ein
hlið letinnar snýr einmitt að
reykingunum. Þegar Garra
dettur ekkert í hug til að skrifa
um getur verið svo ósköp
þægilegt að tylla sér niður -
ekkert gefið upp um staðsetn-
ingu - já, tylla sér niður og fá
sér smók. En ef fram heldur
sem horfir þá fýkur í það
skjólið innan tíðar. Og Garri
verður rekinn til vinnu...
GARRl.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Eni málverk jafnari
enmenn?
Nú er hart sótt og varist í mál-
verkafölsunarmálinu og óvíst
hvetjar málalyktir verða. Nokkuð
ljóst virðist að falsarar hafa eitt-
hvað verið að veifa penslum og
raunar með harla góðum ár-
angri, því þeim hefur tekist að
mála verk sem glöggskyggnir
listelskendur og fagurkerar hafa
gleypt við sem verkum nafntog-
aðra listamanna. Og náttúrlega
spurning hvort kaupendur verk-
anna ættu ekki að fá vítur fyrir
að rýra orðspor meistaranna með
því að gera engan greinarmun á
verkum þeirra og ómerkilegum
fölsunum.
En vonandi verða allir lög-
brjótar þessa máls, meintir fals-
arar og sölumenn, sekir fundnir
og hljóta makleg málagjöld, eins
og allir sakamenn eiga auðvitað
að fá í réttarríki.
Undarlegt
A sama tíma og réttað er í mál-
verkafölsunarmálinu, berast þær
fréttir að umsókn Sævars Ciesi-
elskis um endurupptöku Guð-
mundar- og Geirfinnsmála, hafi
verið hafnað af
Mannréttinda-
nefndinni í Strass-
burg. Frávísunin
byggir reyndar ekki
á efnislegum rök-
um heldur þeim
reglum Mannrétt-
indanefndarinnar
.að ekki megi líða
nema hálft ár frá
þvf dómur fellur í
máli þar til því er
vísað til nefndar-
innar, en dómur í
Guðmundar- og
Geirfinnsmálum
féll 1980.
Nú er það í raun stórundarlegt
ef Sævar og hans lögfræðilegu
ráðgjafar hafa sent erindið til
Strassburg án þess að kanna
fyrst hvort reglur nefndarinnar
kæmu fyrirfram í veg fyrir að
hægt yrði að taka málið fyrir,
eins og nú er komið á daginn. En
ýmislegt undar-
legra hefur nú
gerst í Guðmund-
ar- og Geirfinns-
málum til þessa.
Menn eða mál-
verk
Fyrr var hér vikið
að meintum mál-
verkafölsurum.
Þeirra iðja er auð-
vitað alvarleg og
varðar við lög. En
hvað um alla hinu
meintu falsara í
Guðmundar- og
Geirfinnsmálum, mennina sem
látið er að liggja og margvíslegir
málavextir styðja, að hafi „falsað“
málið nánast frá upphafi til
enda? Gppdiktað málsatvik, jafn-
vel frá grunni og með harðræði
og andlegum pyntingum knúið
nokkur ungmenni til að senda
frá sér tugi falsaðra játninga?
Það er alvarlegt að falsa mál-
verk og réttarkerfinu ber að taka
á slíkum málum. En þessu sama
kerfi ber enn þyngri skylda til að
taka á málum þar sem falsanir
hafa hugsanlega svipt einstak-
Iinga frelsi og æru, eins og marg-
ir álíta að hafi gerst í Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálum. Og rétt-
arkerfinu ber einnig að leita
sannleikans til þess, ef hægt er,
að hreinsa mannorð þeirra sem
eru af almannarómi sakaðir um
að hafa misbeitt valdi sínu og
eyðilagt líf Sævars og félaga á
sínum tíma.
Menn þurfa sem sé ekki síður
á réttlæti að halda en málverk.
Er hægt framfylgja
reyhingábanni á vinnu-
stöðum?
Þorgrímur Þráinsson
framkvæmdastjóri Tóbaksvanta-
ttefndar.
„Eg sé því ekkert
til fyrirstöðu að
menn framfylgi
lögum og reglum
í landinu. Tel
raunar að það
ætti að vera
stjórnendum fyrirtækja metnað-
armál. Aðeins 16% landsmanna
reykja og við hin sem reykjum
ekki eigum því rétt á reyklausu
umhverfi. Eg minni líka á að í
dag eru um 1500 vinnustaðir
reyklausir. Reglur um reykingar á
vinnustöðum eru þegar harðar og
í raun er ekkert annað verið að
gera hér en skerpa á þeim.“
Heiðrún Jónsdóttir
staifsmannastjóri KEA.
„Starfsmenn,
hvort sem þeir
reykja eða ekki,
eru mótfallnari
reykingum en
var. Því er eðli-
legt að litið sé til
þess hvort að starfsmaður reykir
þegar ráðið er í störf. Verði reglu-
gerð sem herðir að reykingafólki
gefin út verður að skoða þessi
mál hjá KEA, þar sem eru marg-
ir ólíkir vinnustaðir. Hægt er að
herða reglur um reykingar og
jafnvel framfylgja banninu, ef
fyrirtæki og starfsmenn leggjast á
eitt. Hinsvegar efast ég um að
mögulegt sé að reka þessi mál
með hætti opinberra mála og
Ijúka með sektum.
Heimir Már Pátursson
þátttakandi íprófkjöri santfylkingar-
innar í Reykjavík.
„Það er hægt að
framfylgja öllum
bönnum það
kostar bara mis-
mikið ofbeldi.
Ríkisstjórn hefur
valið að fara leið
forræðishyggjunnar, einsog í
mörgum málum. Það er jafn
sjálfsagt að fólk sem reykir hafi
kaffistofu fyrir sig eins og fólk
sem reykir ekki. Það er Iíka eðli-
legt að fólk sem reykir sýni fólki
sem ekki reykir tillitssemi. Með
því að boða sektir á fólk sem
brýtur bann við reykingum á
vinnustöðum er ríkisstjórnin að
fjölga glæpamönnum og þeir
verða úr hópi fólks sem kaupir
löglega vöru sem gefur rfkinu
hundruð milljóna á ári í tekjur."
Bergsteinn Einarsson
framkvæmdastjóri Sets lif. á Selfossi.
„Hér á bæ hafa
reykingar verið
bannaðar á öllum
vinnusvæðum og
hvergi mátt
reykja nema á
kaffistofu. Það er
ekki heldur það sem Hð vildum,
þessu fylgja óþægindi fyrir þá
sem ekki reykja. Eg hef heyrt um
að fyrirtæki greiði mönnum ábót
á laun ef þeir reykja ekki og sjálf-
sagt getur það verið réttmætt, því
frávik reykingamanna frá vinnu
eru alltaf nokkur. Þ\í styð ég að
hert sé að þeim sem reykja."