Dagur - 28.01.1999, Page 9

Dagur - 28.01.1999, Page 9
8 -FIMMTUDAGUR 28. J A N Ú A R 1999 ÐíUftr FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 19 9 9 - 9 FRÉTTASKÝRING D. r. Maimréttmdi koma að utaii Á dögimum hélt félag stjómmálafræðinga og Maimréttindaskrif- stofa íslands málfund um mannréttmdi. Þar hélt Guðhjörg Lilja Hjartardóttir erindi sem har yfirskriftina „Er ísland í hópi leið- toga eða leiðitamra í alþjóðlegu mannrétt- indastarfi“. Niður- stöður hennar eru frekar nöturlegar fyrir þá sem hafa talið að íslendingar væru leið- andi í umræðunni um mannréttindi í heim- inum. Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna átti fimmtíu ára af- mæli á síðasta ári. Með henni og sáttmálum hafa ríki Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til þess að efla og virða mannréttindi í samskiptum sín á milli. A þessu ári taka Islendingar við forystu í Evrópuráðinu. Munur er á mannréttindakerfi þessara stofnana og hafa dómar Mann- réttindadómstóls Evrópu haft áhrif á löggjöf á Islandi. Guðbjörg Lilja útskrifaðist ný- lega með meistaragráðu í stjórn- málafræði frá háskólanum í Cincinnati í Bandríkjunum. I lokaverkefni sínu gerði hún út- tekt á þátttöku, framlagi og stefnumótun íslands í hinu al- þjóðlega mannréttindakerfi á tímabilinu 1944-1994. Hún fjall- aði líka um helstu þróun í mann- réttindamálum á Islandi. Mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna er veikt kerfi, þar er að- ildarþjóðunum selt sjálfdæmi um það hvernig þær framfylgja skuld- bindingum sínum. Islendingar eru aðilar að nokkrum samning- um á vegum SÞ sem snerta mannréttindi, þeir helstu eru Al- þjóðasáttmálinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (ASBS); Alþjóðasáttmálinn um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi (ASEFM); Kvennasátt- málinn; Samningur um afnám alls kynþáttamisréttis; Samning- ur um stöðu flóttamanna; Samn- ingur um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Vaimýtt sanitök I máli Guðbjargar Lilju kom fram að það væri stjórnvalda að meta hvernig farið er eftir þessum samningum og senda skýrslur til SÞ um frammistöðuna. Guðbjörg Lilja sagði að óháð félagasamtök gegni mikilvægu hlutverki í al- þjóða mannréttindastarfi, þar sem þau veita stjónvöldum mikil- vægt aðhald í mannréttindastarfi en íslensk stjórnvöld hafi ekki notfært sér þau. Það væri ekki fyrr en með stofnun Mannréttindaskrifstof- unnar, árið 1994, að vægi óháðra samtaka í mannréttindamálum fer að aukast. Mannréttindaskrif- stofunni er ætlað að vera fagleg upplýsingaskrifstofa um mann- réttindi. Að henni standa tíu óháð félagasamtök, það eru Is- landsdeild Amnesty International, Rauði krossinn, Barnaheill, Þroskahjálp, Unifem á íslandi, Biskupsstofa, Skrifstofa jafnréttismála, Hjálparstofnun kirkjunnar, Kvenréttindafélag ís- lands og Oryrkjabandalagið. Nefndin tók þátt í umræðunni um stjórnarskrána þegar mann- réttindakaflinn var samþykktur. Hún gegnir upplýsingahlutverki fyrir mannréttindaskrifstofu Evr- ópuráðsins. Skrifstofan hefur einnig unnið skýrslu fyrir Barna- heill um það hvernig barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna hefur verið fylgt og einnig vegna sátt- málans um afnám kynþáttamis- réttis gagnvart konum. Mannrétt- indaskrifstofan fylgist einnig með störfum um borgaralega og stjórnmálalega sáttmálann. Fyrsta skýrslan ein máls- grein I máli Lilju kom fram að fram til ársins 1991 skiluðu stjórnvöld skýrslum seint og stundum illa. Fyrsta skýrslan um kvennasamn- inginn barst ekki fyrr en sjö árum eftir að hún átti að berast og þar með voru íslendingar komnir í hóp með ríkjum eins og Bhutan, Liberiu og Belize. Fyrsta skýrslan um samninginn um kynþáttamisrétti sem fslend- ingar sendu frá sér seint á sjö- unda áratugnum var ein máls- grein þar sem stóð: „Kynþátta- misrétti hefur aldrei verið til á Is- landi frá því að land byggðist árið 874.“ Nýlega kom fram að íslensk stjómvöld hafi verið mótfallin því að veita gyðingum landvistarleyfi á íslandi fyrir seinni heimsstyrj- Fyrsta skýrslan iim sanmmginn um kyn þáttamisrétti, sem ís- lendingar sendu frá sér seint á sjöunda áratugnum, var ein málsgrein þar sem stóð: „Kynþáttamis- rétti hefur aldrei verið til á íslandi frá því að land byggðist árið 874.“ öldina og að þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að vernda hinn hreina norræna kynstofn. Það kemur fram í rannsókn Lilju að ekki hafi verið nein ásókn í að taka við flóttamönnum. A árun- um milli 1960 til 1979 komu engir flóttamenn til landsins og þeir flóttamenn sem komu voru hvítir Austur-Evrópubúar. Þeir flóttamenn sem komu hafi komið vegna þrýstings frá Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna. ........................................................-............*____________________________* - -___________________________ J fs'- ■■■ ■ ' 1 ; ■ .... ' Mannréttindaskrifstofan hefur verið að vinna að því að formleg kennsla í mannréttindum verði í skólunum, þannig að öll börn fái fræðslu um mannréttindi. í dag er mannréttindakennsla í skóium landsins mjög tiiviijunarkennd. Breytingar í kjölfar máls hjóíreiðamanns Mannréttindakerfi Evrópu er mun virkara en kerfi Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögtekinn hér á landi árið 1994. Tíu árum áður féll dómur í svokölluðu Hjólreiða- mannsmáli á Akureyri. Hann fór fyrir mannréttindanefndina og lauk þar með sátt sem mannrétt- indanefndin beitti sér fyrir. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður sagði að venjan hafi verið að segja sem svo að ákvæði íslenskra laga rekist ekki á ákvæði mannréttindasáttmála. Jafnvel þótt þau gerðu það skipti það ekki máli. Því Landsréttur gengi alltaf framar alþjóðlegum skuldbindingum okkar. Ef í ís- lenskum lögum voru takmarkanir á mannréttindum þá héldu dóm- arar sig við lögin. Ragnar segir að á þessu hafi orðið breyting í kjöl- far máls Jóns Kristinssonar. Ragnar minnir á dóm sem Hæsti- réttur hafi kveðið upp í byijun árs 1990. „Þá ómerkir hann dóm sem að fulltrúi sýslumanns á Sel- fossi hafði dæmt þar sem yfir- maður hans var jafnframt lög- reglustjóri að rannsaka málið. Þá beitir dómstóllinn Mannréttinda- sáttmála Evrópu þó ekki væri búið að lögfesta hann á íslandi," segir Ragnar. Ragnar segir að mál Þorgeirs Þorgeirssonar hafí verið gríðar- lega mikilvægt og það hafi haft sitt að segja að Evrópusáttmálinn var lögfestur. Áður hafi dómstólar haft tilhneigingu til að vernda orðstír manna, þegar tjáningar- frelsi og hagsmunamat rákust á. Ragnar segist sjá gífurlega breyt- ingu eftir að sá dómur gekk. Ragnar segir að sá dómur hafi Ieitt til þess að lögunum um sér- staka vernd embættismanna var breytt, þeir hafi áður notið sér- stakrar verndar. „Sú nefnd sem samdi frumvarpið um lögfestingu mannréttindasáttmálans var ekki skipuð fyrr en dómur var genginn í máli Þorgeirs," sagði Ragnar Að- alsteinsson. Ragnar segir megin muninn á mannréttindakerfi Evrópu og kerfi SÞ vera þann að einstakling- ar hafi með Mannréttindasátt- mála Evrópu fengið rétt sam- kvæmt þjóðarétti. „Þar höfum við dómstól, við höfum samt Mann- réttindanefnd Evrópu. Einstak- lingum á íslandi er heimilt að skjóta þangað kærumálum og þá kemur þaðan niðurstaða eða um- sögn eða hvað við köllum það. Akvörðun frá þessari nefnd. ís- lendingar hafa ekki notfært sér það að skjóta málum til mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóð- anna, en það má ekki fara báðar leiðirnar," segir Ragnar. Tilviljunarkeimd mannrétt- mdakennsla I námskrá grunnskóla er einn kafli meðal annars helgaður kennslu í mannréttindum. Þar segir að kennsla í mannréttindum skuli vera í boði í grunnskólum Iandsins. Yngstu bekkjunum verði þó ekki kennt um mannréttindi en þau fléttuð inní almenna kennslu. Þar segir einnig: „Mann- réttindafræðsla með einum eða öðrum hætti hefur verið og verður áfram hluti einstakra námsgreina, svo sem samfélagsfræði, sögu, landafræði, félagsfræði, íslensku og erlendra mála.“ Bjarney Friðriksdóttir er fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu íslands. Hún segir skrifstof- una hafa verið með mannrétt- indakennslu í endurmenntunar- deild kennaraháskólans síðan árið 1995. Hún segir að skrifstofan hafi verið að vinna að því að form- leg kennsla í mannréttindum verði í skólunum, þannig að öll börn fái fræðslu um mannrétt- indi. Bjarney segir mannréttinda- kennslu í skólum Iandsins vera mjög tilviljunarkennda. „Það getur verið í mörgum skól- um að kennarar taki þetta inní námsefni hjá sér og það koma krakkar hingað sem eru að Ieita sér að heimildum. Það getur verið tilviljunarkennt hvernig tekið er á mannréttindum í skólunum. „Áöur en dómar féUu sem breyttu íslensku mauur éttindalöggj öf- inni sögðu gamansamir menn oft að ef meiiii vitnuðu til mannrétt- indasáttmála væru þeir komnir í rökþrot.“ Krakkar geta farið í gegnum allan sinn skóla án þess að heyra á þau minnst. Aðrir fá ágætis kennslu. Það væri mjög jákvætt ef þetta væri formlegur hluti af skóla- námi,“ segir Bjarney. Litll bróðir sem gerir eins og stóru systkinin Oft er vitnað til Islands á alþjóða- vettvangi sem eins Norðurland- anna. Þar nýtur ísland þess frum- kvæðis sem Norðurlöndin hafa tekið á sviði mannréttindamála. Það kom fram í máli Lilju að á einu sviði þjóðaréttar hafa Islend- ingar þó haft forystu. Það er þeg- ar kemur að hafréttarmálum. Þá hafa þeir hagsmuna að gæta sem réttlæta að þeir taki frumkvæði en væru ekki eins og litli bróðir sem hermir eftir stóru systkinum sín- um. I fyrirlestri sínum benti Lilja á að sósíalistar hafí verið útilokaðir frá starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins til ársins 1967. Alþingi sendir reglu- lega hóp manna til þess að fylgjast með stöfum Allsheijarþingsins í New York. I rannsókn Lilju kom fram að fyrir árið 1989 hafí flokk- arnir ekki sent eingöngu þing- menn sína út, heldur hafi ein- hverjir flokksgæðingar farið út. „Aður en dómar féllu sem breyttu íslensku mannréttinda- löggjöfinni sögðu gamansamir menn oft að ef menn vitnuðu til mannréttindasáttmála væru þeir komnir í rökþrot," sagði Ragnar Aðalsteinsson. Hann sagðist líka hafa orðið var við breytingu á þessu. Það er skemmst að minn- ast nýgenginna dóma í Hæsta- rétti, þar sem hann hefur dæmt að lög stangist á við stjórnarskrá. Frá fundi félags stjórnmálafræðinga og Mannréttindaskrifstofu íslands um mannréttindi. Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, Ragnar Aðalsteinsson og Magnea Marinósdóttir. Ljósm: Hilli Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON byggingameistari, frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, lést að heimili sínu Vesturhúsum 14, Reykjavík, aðfaranótt 27. janúar. Unnur Dóróthea Haraldsdóttir, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Grímur Valdimarsson, Hafdís Karólfna Guöbjörnsdóttir, Kristján Gíslason, Kristján Valberg Guðbjörnsson, Guðmundur Guðbjörnsson, Eygló Eyjólfsdóttir, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Baldvin Jónsson, Arinbjörn Guðbjörnsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Eggert Snorri Guðmundsson, Þuríður Guðbjörnsdóttir, Torfi Markússon, börn, barnabörn og aðrir ástvinir. ðKUKEHKSLR Kenni á Subaru Legacy. TÍMAR EFTIR SAMKOMULAGI. ÚTVEGA NÁMSGÖGN. HJÁLPA til við endurnýjunarpróf. Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692 Sjálfstæðir menn, sjálfstæðar konur! Hvað vilt þú? Þaðeraðalatriðið. Ég gef kost á mér í eitt af efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins við komandi kosningar. Sigurjón Benediktsson tannlæknir SNJÓMOKSTUR Tökum a> okkur snjómokstur á litlum og stórum plönum. Gó> ar vélar vanir menn. Gerum ver> tilbo> ef óska> er. Sími 899 6220 og 893 8887 (fi engill) Hafnarverk ehf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.