Dagur - 28.01.1999, Page 11

Dagur - 28.01.1999, Page 11
FIMMTUDÁGUR 28. J AN Ú AR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR i....... -Ý-í ....... Á Suðurskautslandinu eru 90% af ferskvatnsforða jarðarinnar geymd í ísnum. Ef bráðnun hans verður ör mun líf- ríkið eins og við þekkjum það verða i útrýmingarhættu. Hættur vegna lofts- lagsbreytinga ljósar Páfl berst gegn „meraiingu dauðaus66 Páll páfi II kom til borgarinnar St. Louis í Bandaríkjunum í gær. Þar tók Clinton forseti á móti honum og héldu þeir báðir ræð- ur og notaði páfi tækifærið til að messa svolítið yfir Bandaríkja- mönnum og brýndi fyrir þeim að bæta siðgæð- ismat sitt og bað þeim blessunar. I ræðu sinni réðist hinn aldni páfi gegn fátækt, hungri vopnavið- skiptum, eitur- lyljaviðskiptum og kynþáttaríg. Hann varaði sterklega við því sem hann kallar „menningu dauðans". Hann ávarpaði ungu kynslóðina sér- staklega og brýndi fyrir henni að taka upp baráttu fyrir gildum lífsins. Hann minntist sérstak- lega á fóstureyðingar, sem kaþólska kirkjan telur glæp gegn Iífinu, og afskiptaleysi af högum fátækra og þeirra sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Þeir páfi og Bandaríkjaforseti minntust báðir á átökin í Irak, en þeir eru á andstæðu máli um réttmæti við- skiptabanns og vopnaðrar íhlut- unar þar í landi. Ekki deildu þeir samt opinber- lega um ágrein- inginn. Fréttastofum heimsins þykir taka því að taka fram í frétta- skeytum sínum að hvorki Clinton né Páll páfi 11 hafi minnst á Mon- icu Lewinski í ræðum sínum. En til stóð að öldungadeildin tæki mikilvæga afstöðu til þeirra mála sama daginn og höfðingjarnir hittust og skiptust á skoðunum. Vísindameim vara við hækkun hitastigs á jorðumi. Ef hitastig á jörðinni hækkar, eins og nú er útlit fyrir, gæti það orðið til þess að sjávarhæð hækkaði um allt að sex metra á æviskeiði næstu kynslóðar, og jarðarbúar sæju þá fram á minni háttar ísöld. Þetta er álit vísinda- manna sem vinna að rannsókn- um á Suðurskautslandinu, en þar er nú haldin ráðstefna þar sem mættir eru fulltrúar 24 ríkja af þeim 43 sem eru aðilar að samningi um verndun heim- skautsins. Hitaaukningin vegna gróður- húsaáhrifa, sem verða vegna breytinga á efstu lögum loft- hjúpsins, getur bráðlega farið að hafa áhrif á bráðnun íshellunnar við vestanvert Suðurheimskauts- Iandið. Ef það skeður mun mikið magn af köldu vatni flæða um heimshöfin og valda miklum breytingum á hafstraumum, sem aftur orsakar það að víða mun Iofthiti hríðfalla. ísinn á Suðurskautslandinu er 2.200 metra þykkur og í honum og íshellunni umhverfis eru bundin 90% af ferskvatni jarðar- kúlunnar. Ef hann bráðnar allur mun yfirborð sjávar hækka um 70 metra. En 5 metra hækkun á sjónum mun hafa gífurleg áhrif á flest lönd jarðar. Útlit er fyrir að á næstu öld muni hitastig hækka fimm sinn- um meira en á þeirri öld sem senn kveður, eða um 3 stig á celsíus. Ef hitunarferlið nær sér á strik og stigmagnast mun eng- inn mannlegur máttur geta stöðvað þá þróun. í 6000 ár af þekktri sögu mannskyns hefur veðurfar og yf- irborð sjávar verið stöðugt. En vegna gróðurhúsaáhrifa er það nú að breytast og munu vanda- málin aukast á næstu áratugum og óldum ef heldur sem horfir. En þjóðir heims heimta hagvöxt og framfarir, losun hættulegra efna út í andrúmsloftið eykst fremur en hitt og gróðurhúsaá- hrifin magnast. Vísindamennirn- ir telja að væntingarnar um enn aukna framleiðslu og efnahags- vöxt séu ekki raunhæfar og verði menn að fara að hyggja betur að umhverfisáhrifum sem vöxturinn veldur. Þeir segja að Suðurskaut- ið og ísmagnið þar sé lykillinn að breyttu veðurfari og að varast verði að magna þar upp skyndi- legar breytingar, sem enginn sér fyrir endann á hvaða áhrif muni hafa á loftslag og lífríki jarðar. Ef þau líkön sem unnin hafa verið um áhrif verðurfarsbreyt- inga og bráðnun íssins á suður- hveli reynast rétt getur loftslags- breytingin orðið mjög hröð þegar í prófkjörinu á laugardaginn veljum við þá sem duga best í kosninga- baráttunni í vor, - fólk með ferskar hugmyndir í anda sígildrar jafnaðarstefnu. ið eigum Islan Hádegisfundur í Múlakaffí Mörður Árnason heldur í dag almennan umræðufund í hádeginu í Múlakaffi við Hallarmúla. • Þjóðareign á miðunum • Gætum hálendisins • Gegn fátækt og eymd • Menntir og menning • Reykvisk viðhorf Allir velkomnir til hádegisumræðu í Múlakaffi. Fjölmennum í prófkjörið á laugardaginn. Mörður 2.-3. sæti Tökuui . slaginn! Sfmar: 551 1385 • 515 2555 • 698 1385 netfang: moerdur@mm.is .UJÍ9ÍH I III ferlið er hafið. „Við spilum rússneska rúllettu með veðurfar- ið,“ sagði einn vísindamannanna á ráðstefnunni, „og enginn veit hvenær skotið ríður af.“ www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTfRNAR Nýtt útlit - kraftmélii 125 hestafla vél. " Ný sjálfskipting. Ný innrétting. Ný speglaljós. Nýtt loftnet í hliðarrúðu. Ný Multi Link fjöðrtm BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri Nýi Subaru bíUiim verðmr til

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.