Dagur - 28.01.1999, Page 12
12 - FIMMTUDÁGUR 28. JANÚAR 1999
EcrGArbíc
S 462 3500
Fimmtud. kl. 21 170 min.
BRAD PITT 0G ANTHONY HOPKINS.
BRAD
PITT
ANTHONY
HOPKINS
/ „. f
m
MeetJoe Black
MÁ ÉG KYNNA JOE BLACK
Frábær gamanmynd, frábær partýmynd. Komið og upplifið teiti ársins með
Jennifer Love Hewitt (I know what you did last summer). Geggjuð tónlist,
nördar, töffarar, glanspíur, klíkur, íþróttafríkur, pabbastelpur, mömmu-
strákar, fegurðardrottningar og geðsjúklingar...
Allir mæta í partýið! Ekki láta þig vanta!
Fimmtud. kl. 21.
□□i°olbyi
D I G I T A L
Hinir síungu sprellikarlar, Jack Lemmon og Walter Matthau fara á kostum í
léttri og sprenghlægilegri gamanmynd um þá félaga Felix og Oscar sem hafa
ekki hist í 30 ár en nú þurfa þeir að ferðast saman i brúðkaup barna sinna.
Sumar deilur standast tímans tönn.
Fimmtud. kl. 23.
THE SIEGE
ÍSLANDSPRUMSVNINC FÖSTUDAC
ÍÞRÓTTIR
Jón Arnar með nýjan
samning viö Reebok
Jón Amar segist í góðu
formi fyrir næsta átök,
sem er sjöþrautarmót í
Tallinn í Eistlandi.
Hann segir að það
verði góð prófraun fyr-
ir HM í Japan, sem fer
fram í byrjun mars.
Áhorfendur á Stórmóti IR urðu
þess varir að Jón Arnar Magnús-
son, tugþrautarkappi, haltraði að-
eins eftir síðasta stökkið sitt í
langstökkskeppni þríþrautarinnar
og virtist eitthvað kvalinn. „Þetta
var ekkert alvarlegt,“ sagði Jón
Arnar í samtali við Dag. „Eg var að
prófa nýja skó sem ég var ekki
vanur að nota og fékk hálfgerðan
krampa í kálfana, en |>að lagaðist
fljótlega. Ég kem annars vel frá
þessu móti og er í góðu formi fyr-
ir næstu átök, sem er sjöþrautar-
keppnin á Erki Nool-Cup íTallinn
í Eistlandi, um aðra helgi.“
Jón Arnar mun þar etja kappi
við nokkra af bestu tugþrautar-
köppum heimsins og má þar
nefna sjálfan Erki Nool sem
stendur fyrir mótinu og Evrópu-
meistarann Sebastian Chmara frá
Póllandi. Einnig verða þeir Rom-
an Sebrle frá Tékklandi og Svíinn
Henrik Dagárd, sem báðir voru
meðal keppenda á Stórmóti IR,
meðal keppenda og einnig er von
á Rússanum Lev Lobodin. Banda-
ríkjamaðurinn Chris Huffins
hafði einnig ætlað sér að keppa en
meiðsli kunna að setja strik í
reikninginn hjá honum. „Það
stefnir því í hörkukeppní í Tallinn,
sem kemur sér vel í undirbún-
ingnum fyrir HM innanhúss, sem
fer fram í Japan í byijun mars og
góð prófraun á það hvar menn
standa," sagði Jón Arnar.
Nýr samningiix
- Nýir skór. Þýðir það að þú sért
Úrslit hand-
holtaleih iaí
gærkvöld
Nissandeildin
ÍR-Valur 22:18
HK-Stjarnan 29:23
Fram-UMFA 23:25
KA-FH 28:18
Haukar-Grótta KR 28:19
ÍBV-Selfoss 28:21
1. deild kvenna
KA-FH 13:20
kominn með nýjan styrktarsamn-
ing við nýja framleiðendur?
„Eg er nýlega búinn að skipta úr
Mizuno í Reebok og klæðist nú og
keppi aðeins í íþróttafatnaði og
skóm frá þeim. Reebok-umboðið
hér á landi og Reebok
Intemational buðu mér mjög hag-
stæðan samning, sem ég er nýbú-
inn að samþykkja."
- Hvað geturðu sagt okkur um
þennan samning ?
„Það var engin spurning um að
samþykkja hann, en að svo stöddu
get ég ekki nefnt neinar tölur. Eg
get þó sagt það að hann er góður
og stærri en maður hefur áður
séð, en það fer þó allt eftir ár-
angrinum og frammistöðunni á
stórmótum."
- Breytir samningurinn miklu
fyrir þig?
„Hann gerir það auðvitað.
Fijálsar íþróttir eru nefnilega ekki
sú íþróttagrein sem gefur af sér
mikla peninga, eins og til dæmis
boltaíþróttirnar gera. Hann er
þess vegna mjög kærkominn."
- Þmftir þú sjálfur að hafa fyrir
því að ná þessum samningi?
„Eiginlega ekki. Ekki annað en
standa mig vel og skapa mér nafn.
Þetta er svipaður samningur og
félagar mínir úti hafa verið að
gera og hann mun örugglega hafa
hvetjandi áhrif á mig.“
- Ertu hjartsýnn á góðan árangur
á HM t Japan og veistu hver staðan
er hjá helstu keppinautunum?
„Eg stefni þar auðvitað á topp-
inn og fer örugglega ekki með því
hugarfari að gera mér þriðja,
IJórða eða fimmta sæti að góðu.
Ég á von á þvf að menn komi
þangað í toppformi og þetta verð-
ur örugglega mjög spennandi
keppni. Það er erfitt að gera sér
grein fyrir stöðunni hjá hinum,
þar sem menn hafa Iítið verið að
keppa, en ég hef þó heyrt frá Dan
O’Brian, sem nýlega keppti í sömu
greinum og við vorum að keppa í
á stórmótinu. Hann hljóp 55
metrana á 7,38 sek., sem er svip-
aður árangur og við vorum að ná,
en heldur slakari tími. Hann stökk
svo 7,14 m í langstökki og kastaði
kúlunni 15,50 m sem hvoru
tveggja er slakari árangur en ég
náði á stórmótinu. Ég er þess
vegna bjartsýnn á góðan árangur,
en geri mér grein fyrir því að ég
verð að ná toppárangri í öllum
greinum.“
KNATTSPYRNA
Vorkeimir ekki Collymore
Andy Gray, fyrrum leikmaður Aston Villa, hefur enga samúð með vand-
ræðagemlingnum Stan Collymore. „Ég veit ekki hvað er að Collymore.
Tony Adams, Paul Merson og Paul Gascoigne hafa allir leitað sér hjálp-
ar vegna álags sem Ieiddi til áfengisnotkunar þeirra. Þeir hafa allir náð
sér vel á strik. En ég get ekki gert að því að eina álagið sem ég sé er að
Collymore nær ekki að vinna sér sæti í byijunarliði Ast"" Vi!H
leggst líka þungt á hann að horfa á stjarnfræðilega' háar upphæóir
renna vikulega inn á bankabók sína. Án þess að hafa unnið til þess.“
Mistök að reka Dalglish
„Það voru mikil mistök að reka Kenny Dalglish frá Newcastle. Hann
náði góðum árangri með liðið í bikarkeppninni og í Meistaradeildinni
og því var allt of snemmt að reka hann í byijun keppnistímabilsins,"
segir Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Newcastle.
Enn heldur stjórn Newcastle því fram að Dalglish hafi ekki verið rek-
inn heldur hafi hann farið af fúsum og frjálsum vilja. Hið rétta er, seg-
ir Gillespie, að upp úr sauð milli Kenny og stjórnarinnar þegar hún ætl-
aði að selja Keith Gillespie til Middlesbrough án vitundar knattspyrnu-
stjórans.
„Kenny var mjög vinsæll meðal leikmanna Iiðsins. Hann var heiðar-
Iegur við okkur og við treystum honum. Okkur gekk illa í upphafi vegna
mikilla meiðsla. Við skoruðum ekki mörk vegna þess að báðir okkar
bestu sóknarmenn, Alan Shearer og Tino Asprilla, voru meiddir. Ég er
viss um að árangurinn væri betri hjá Newcastle nú ef Dalglish væri enn
við stjórnina. Núna eru leikmennirnir bara úti í horni og fá enga hug-
mynd um hvað er að gerast hjá félaginu.” - GÞÖ