Dagur - 30.01.1999, Blaðsíða 2
[
2 -LAUGARDAGUR 30. JANVAR 1999
\
f
»
FRÉTTIR
Samtlas 80 börn úr 33 skólum, urðu hlutskörpust í forvali frímerkjakeppninnari. Á myndinni eru árgangasigurvegararnir ásamt sig-
urvegaraanum. Þau eru Jóna Gréta Guðmundsdóttir í 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd, Helga Ásdís Jónasdóttir 5. bekk Folda-
skóla, Haukur Björgvinsson 4. bekk Mýrarhúsaskóla, og Lilja Rut Traustadóttir 7. bekk Þinghólsskóla.
Fjoldi listfengra
í Flúðaskóla
í frímerkjasamkeppiii ís-
landspósts meðal 8-12 ára
bama vakti athygli hvað
bðm í Flúðaskóla fengu
hátt hlutfall verðlaun-
anna.
Um 2.000 börn sendu inn hugmyndir í
j samkeppni: „Framtíð á frímerki", sem
f Islandspóstur, ásamt póststjórnum
víða um heim, stóð að meðal 8-12 ára
barna um hönnun á frímerki í tilefni
ársins 2000. Viðfangsefnið var „fram-
tíðarsýn barnsins á nýja öld.“ Islands-
póstur var í samstarfi við Félaga mynd-
menntakennara um framkvæmdina hér
á landi. Alls voru hugmyndir 80 barna
úr 33 skólum valdar til verðlauna. At-
hygli vakti að helmingur allra verð-
launahafanna kom úr aðeins átta skól-
um og Iíka að næstum helmingur verð-
launanna fór til barna í skólum á iands-
byggðinni, þar sem aðeins búa 39%
landsmanna. Margir komu því langt að
til að taka við verðlaunum úr hendi for-
stjóra Islandspósts. Fyrir a.m.k. einn
nemanda af Norðurlandi var þetta
fyrsta ferðin til Reykjavíkur á ævinni,
og því vel notuð til að skoða sig um í
höfuðstaðnum.
MikiTI árangur í Flúðaskóla
Nemendur Grandaskóla fengu lang-
flest, eða 9 verðlaun, 5 fóru í Hóla-
brekkuskóla, 5 í Oldutúnsskóla og 5 í
Grunnskólann í Þorlákshöfn. En mið-
að höfðatöluna okkar margfrægu fóru
hlutfallslega Iangflest verðlaunin til
nemenda í Flúðaskóla, þar sem 4 eða
5% allra verðlaunahafanna komu úr
aðeins um 70 barna hópi, sem Ieiðir
hugann að myndmenntakennslunni.
Verðlaim í hverri keppni
„Maður leggur alla vega metnað sinn í
að gera góða hluti og krökkunum hefur
líka gengið ákaflega vel. Tveir nem-
endur mínir fengu verðlaun í sam-
keppni um jólafrímerki í fyrra og einn
fékk verðlaun frá Náttúruverndarráði í
keppni um plakat og hlaut viku þjóð-
garðsdvöl að launum," sagði Sigríður
Helga Olgeirsdóttir myndlistarmaður í
Hruna, sem hóf myndmenntakennslu
í Flúðaskóla haustið 1996. Þessi vel-
gengni hefur væntanlega ýtt undir
myndlistaráhuga í Flúðaskóla? „Það
eru margir nemenda minna mjög efni-
legir, ekki síst í 10. bekk, þar sem eru
ótrúlega margir afburðanemend-
ur.“Sigríður Helga segir mjög gaman að
kenna þessum hópi.
Ævintýraferð í verðlaun
Sigurvegari keppninnar var 6. bekking-
ur úr Höfðaskóla á Skagaströnd, Jóna
Gréta Guðmundsdóttir, sem að laun-
um fékk 50.000 krónur og ferð á
heimsþing barna árið 2000 í Anaheim í
Kaliforníu. Verðlaunahafarnir úr
Höfðaskóla voru raunar tveir. Mynd-
menntakennarinn þeirra, Unnur Krist-
jánsdóttir, kennir líka í Blönduósskóla,
sem líka átti tvo í hópi verðlaunahafa.
- HEI
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Pólitísk fortíö virðist blessunar-
lega lítiö plaga liðsmenn Frjáls-
lynda flokksins segja menn í
heita pottinum. Það var eftir því
tekið á fundi uin konur í pólitík í
Ráðhúsinu í fyrrakvöld að Gunn-
ar Ingi Gunnarsson, talsmaður
Frjálslynda flokksins, tók sér-
staklega fram að hann og flokkur hans bæru enga
sök á rýrum hlut kvemia í stjónunálum enda
splunkunýr og ferskur á hinum pólitíska leik-
velli. Gunnar hafði hins vegar ekki fýxir því að
upplýsa fundarmenn mn að haim hefði í árarað-
ir verið imisti koppur í búri hjá Alþýðuflokknum
og væri enginn nýgræðingur í pólitTk fremur en
formaður ílokksins Sverrtr Hermannsson...
Gunnar Ingi
Gunnarsson.
Prófkjörsbráttan hjá Samfýlking-
unni er nú að baki með öllum sín-
um uppákomum og auglýsing-
mn. Pottverjuin ber saman um
að Jakob Frímann Magnússon
hafi sýnt talsverða djörfung í
sinni aðalauglýsingu sem ber slag-
orðið „Virkjum mannimi". Slag-
orðið minnir óneitanlega mikið á slagorð Ást-
þórs Magnússonar úr síðustu forsetakosningum
„Virkjum Bessastaði". Það slagotð virkaði engan
veginn og nú er hara að sjá hvort það muni virka
fýrir Jakob...
Samfýlkingarmál á Norðurlandi
eystra þykja ekki í alveg nægjan-
lega góðum farvegi að dómi Al-
þýðubandalagsmannanna í pott-
inum. Fullyrða þeir að „úti í bæ“
sc að fara af stað hreyfing til að
opna framboðsfrestiim í prófkjör-
inu á ný til að hleypa að fleiri Al-
þýðubandalagsmönnum. en Ör
lygur Hnefill Jónsson er eini þátUakandinn frá
þeim. Kratiim í pottinum fullyrðir Iiins vegar að
enginn hljómgruimur sé fyrir slíkri endurskoó-
Örlygur
Hnefill Jóns-
son.
Ástþór
Magnússon.
Hörmimgar af maimavöldiun
hafa stórauMst
Jónas Þórír
Þórísson
framkvæmdastjóri Hjálparstaifs
kirkjunnar.
Gagnrýtii á fyrrverandi
stjóm Samhugar í verki kom
mjög á óvart. Öll neikvæð
umjjöllun hefuráhriftil
hins verra. Um 50-60%
aukning íjólasófnun. Verk-
efni erlendis hafa aukist.
Stríð og átök sem bitna á
saklausum borgumm.
- Kom þessi gagnrýni ykktir á óvart sem
voru ífyrrveraiuli stjóm Samhugar i verki
um ráðstöfun söfnunarfjár vegna snjóflóðs-
ins á Flateyri?
„Já, það kom okkar afskaplega á óvart á
allan hátt. Við töldum okkur vera í mjög
góðu sambandi við Flateyringana sjálfa og
m.a. var einn heimamaður í stjórninni. Þá
voru allir þeir sem stóðu að þessu búnir að
skrifa undir samkomulag hvernig átti að gera
þetta og það voru allir í friði og sátt með
það.“
- Heldurðu kannski að þessi gagnrýni
rnuni hafa einhverjar afleiðingar fyrir aðr-
ar ált'ka safnanir?
„Öll neikvæð umfjöllun um svona hjálpar-
starf getur haft einhverjar afleiðingar, hvort
sem hún á rétt á sér eða ekki. Öll umfjöllun
á þessum nótum getur verið skaðleg fyrir
einhveija skjólstæðinga þegar fram í sækir,
hvort sem menn fara með rétt mál eða ekki.“
- Hvert er almennt viðhoif Islendinga til
safnana vegna bágstaddra?
„Það hefur sýnt sig í gegnum þessa söfnun
og aðrar að það hefur gengið mjög vel. Til að
mynda þá hefur fólk brugðist mjög vel við
jólasöfnun okkar og landsmenn eru almennt
mjög fljótir til í þessum efnum. í ár t.d. hef-
ur þetta gjörbreyst hjá okkur. Við erum
sennilega með 50-60% aukningu í jólasöfn-
uninni hjá okkur miðað við fyrra ár. Það eru
sennilega komnar 17 miljónir króna í þá
söfnun sem er fyrir allt okkar hjálparstarf,
bæði innlend og erlend verkefni. Fyrir jóla-
aðstoðina fóru út matvæli fyrir um 6 millj-
ónir króna og annar kostnaður, eins og til
dæmis keypt matvæli fyrir nálægt 1-2 millj-
ónir króna."
- Hvað er efst á baugi hjá ykkur vegna
bágstaddra erlendis?
„Það er náttúrulega Mið-Ameríka vegna
fellibylsins sem þar gekk yfir í fyrra. Við
erum einnig að senda hjálpargögn til Bosníu
og svo erum við lfka með þessi hefðbundnu
verkefni. Þar fyrir utan hefur Súdan verið á
borðinu hjá okkur. Þar er ástandið hörmu-
legt vegna hungursneyðar og átaka þar sem
saklausir verða á milli eins og alltaf.“
- Er eitthvað á döfinni vegna jarðskjálft-
anna í Kólumbíu?
„Eg held að Rauði krossinn sé að hugsa að
fara í það verkefni. Við höfum hinsvegar
fengið beiðni um aðstoð vegna ástandsins
þar frá okkar alþjóðlegu samtökum. Það hef-
ur aftur á móti ekki verið tekin ákvörðun um
það hvort við sendum þangað peninga. Mér
skilst að Rauði krossinn sé að hugsa um að
fara í söfnun. Þá fara þeir í það því við ætl-
um okkur ekki að fara í neina samkeppni við
þá.“
- Eru verkefni á sviði hjálparstarfs vegna
náttúruhamafara erlendis að aukast?
„Já, almennt hefur það verið að aukast
vegna neyðarstarfs erlendis. Kannski ekki
vegna náttúruhamfara heldur hafa hörm-
ungar af mannavöldum verið að aukast mjög
mikið á undanförnum áratugum. í því sam-
bandi má nefna Rúanda, Bosnfu, Suður-
Súdan og írak svo nokkuð sé nefnt. Hér
áður fyrr vorum við fyrst og fremst að glíma
við vandamál vegna fellibylja, hungursneyða
og jarðskjálfta."
- Er þetta ekki tnikið umhugsunarefni?
„Jú, það er afskaplega hörmulegt að svo
skuli vera. Stríð, átök, uppreisnir og jarð-
sprengjur sem eyðileggja akra sem ekki er
hægt að nýta í áratugi. Þarna er um að ræða
hörmungar sem menn búa til eins og það sé
ekki nóg sem við ráðum ekki við eins og t.d.
náttúruhamfarir.“ - GRH
i