Dagur - 30.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 30.01.1999, Blaðsíða 11
O^tur LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Rúmenía á barmi hengiflugs Rúmenskir námumenn börðust við öryggissveitir sem reyndu að stöðva göngu þeirra til höfuðborgarinnar. Þeim var heitt í hamsi en samt tókst að snúa þeim aftur til síns heima, en vonbrigði og reiði sýður enn I þeim. í byrjun þessarar viku tókst stjórninni í Búkarest að stöðva 10 þúsund námuverkamenn sem stefndu til höfuðborgarinnar til að heimta laun sín og betri Iífs- kjör og mótmæla fyrirhuguðum lokunum náma. A leið sinni frá námuhéruðunum sló í brýnu milli göngumanna og Iögreglu og hers, sem kostaði nokkur manns- líf og slysfarir. Forseti landsins náði loks samningum við námu- mennina og fékk þá til að fresta því að ganga inn í höfuðborgina og snúa til síns heima. Rúmenar vita hvers námu- menn eru megnugir þegar þeir taka höndum saman og hefja af- skipti af pólitík. Þegar kommún- istastjórnin var felld 1989 storm- uðu námumenn til Búkarest og tóku þátt í að hreinsa til í þrota- búi kommúnismans. Núna stendur stjórnin þar höllum fæti og var flest til vinnandi að varna kröfugöngunni að komast til höf- uðborgarinnar þar sem námu- mennirnir voru til alls vísir. En þótt nú hafi tekist að snúa þeim við er langt því frá að vandamál- um ríkisins sé bægt frá og enn má búast við miklum tíðindum frá Rúmeníu, en fáum góðum. Samstjórn sundurleitra afla stjórnar nú ríkinu. Miðjumenn sem hallast til hægri, framsókn- arsinnaðir líberalir, bændaflokk- ur, jafnaðarmenn og flokkur sem samanstendur af ungverska þjóð- arbrotinu í Iandinu mynda ríkis- stjórn. Hún hefur hökt við völd síðan 1996, lengstum stuðn- ingslítil. Tveir ráðherrar sem áttu að sjá um endurreisn efnahags- lífsins hafa verið reknir, einnig einn utanríkisráðherra, fjármála- ráðherra, varnarmálaráðherra, iðnaðarráðherra og ráðherra einkavæðingar hafa einnig feng- ið pokann sinn. Brottrekstur ráð- herranna sýnir að stjórnin ræður ekki neitt við neitt og er ríkið nær stjórnlaust. Núverandi forseti, Radu Vasile, hefur verið við völd síðan í apríl s.I. Það var hann sem sendi nokkur þúsund manna ör- yggissveitir til að stöðva göngu námumannanna og samdí síðan við þá um að snúa aftur heim. En hvort hann getur staðið við þau loforð sem þeir fengu er önnur saga. Öfgasinnar bíða Námuverkamennirnir hafa góð- an stuðning öflugra samtaka, svo sem kommúnista, þjóðernissinna og annarra sem hafa traustar skoðanir. I liði þeirra eru einnig fjöldi fyrrverandi lögreglumanna, hermanna og meðlima öryggis- sveita, sem reknir hafa verið vegna öfgafullra skoðana og of- beldisheigðar. Það veldur lýðræðissinnum nokkrum áhyggjum að flokkur ofstopafullra þjóðernissinna, sem kenna flokk sinn við Stór- Rúmeníu eykur mjög fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnunum. Það er yfirlýst stefna að hrekja forseta og ríkissjórn frá völdum og og taka stjórnartaumana í styrka hendi. Innan hersins heyrast raddir um að tími sér til kominn að Rúmenar láti stjórnast af heraga því að flokkakraðakið ráði ekkert við að koma á góðum skikk og siðum í ríkinu, sem sífellt sekkur dýpra í skuldafen og stjórnleysi. Éfnahagurinn er allur á niður- leið. Landsframleíðsla minnkaði um 6.6 af hundraði 1997 og á síðasta ári um að minnta kosti 8 Baksvið Efnahagur Rúmeníu er í rúst, stjómvöld máttlítil og almenn- ingur vonsvikinn. Öfgafullir þjóðemis- sinnar, kommúnistar og herinn híða eftir að ríkið hrynji. Hvað þá tekur við þorir enginn að spá í. af hundraði. Bankarnir eru á hausnum og ríkisstarfsmenn vita aldrei hvenær þeir fá Iaunin sín greidd. Á þessu ári á Rúmenía að greiða erlendum skuldunautum 2.8 milljarða dollara í afborganir. Tveir milljarðar eiga að greiðast í júni. Gjaldeyrisforði landsins er undir tveim milljörðum dollara. Ríkisstjórnin verður að verða sér úti um 2.5 til 3 milljarða dollara til að mæta gjaldeyrishallanum sem verður á árinu. Nýlega var þjóðbankinn og rík- issímafélagið selt útlendum fyrir- tækjum fyrir einn milljarð doll- ara samanlagt. En það nær skammt og erfitt er að finna fjár- festa sem vilja leggja meira fé í rúmönsk fyrirtæki. Eina von stjórnarinnar er að ná samkomu- lagi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um eftirgjöf lána, framlengingu þeirra eða ný lán. En erlendu lánadrottnarnir eru harðir í horn að taka. Ef samningar eiga að takast gera þeir þá kröfu, að rekstrartap rík- isrekinna fyrirtækja verði minnk- að um 30 af hundraði. Forsetinn hefur fyrirskipað að 49 ríkisfyrir- tækjum verði lokað eða þau seld. Alþjóðabankinn heitir 500 millj- ón dollara láni með því skilyrði að Ijöldi ríkisbúa verði lögð nið- ur. Ef gengið verður að öllum þesu skilyrðum mun atvinnuleysi magnast upp úr öllu valdi með óttalegum afleiðingum. Traustið þverr Allar væntingar Rúmena um frelsi, framfarir og bætt lífskjör eru að engu orðnar. Eftir að þeir sviftu kommúnistíska einræðis- stjórn völdum tók við stjórn fyrr- verandi kommúnista, sem voru fávitar í efnahagsmálum og þeg- ar hún féll 1996 sáu landsmenn enn fram á nýja og betri tíma. En þeim varð ekki að ósk sinni. Síðustu tvö árin heftur traust almennings á forseta, ríkissjórn, þingi og dómstólum að engu orð- ið og sjá nú öfgasinnuð stjórn- málaöfl fram á völd og frama. Þegar ríkið kemst í greiðsluþrot hrynur gjaldmiðillinn, innflutn- ingur stöðvast, hagvöxtur fellur enn hraðar og fólk sem þegar á vart til hnífs og skeiðar verður enn fátækara og lífskjörin kom- ast á það stig, að engu verður hægt að tapa. Þá hefst blómaskeið pólitískra ævintýramanna, sem sagan kennir að lykti aðeins á einn veg. LeSurstígvélin frá mmci komin aftur Litir: Svart - brúnt • Stærðir 36-41 Póstsendum samdægurs SKÆEM Kringlunni, 1. hæð, s. 568 9345 DINZIL WASHINGTON ANNETTI BENING THE SIECE •iiBRUCI WILLIS nnr^iTi D I G I T A L CcrG/irtoic Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug, í orði og verki, við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, teng- damóður og ömmu MARGRÉTAR ÞORGEIRSDÓTTUR Engihlíð, Vopnafirði Halldór Björnsson, Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir, Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson, Björn Halldórsson, Else Möller, Ólavía Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer, Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir, og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis að Víðilundi 10, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 27. janúar. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30 María Árnadóttir, Bjarni Árnason, Karin Bernhardsson. Árni ísak og Alma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.